Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Yfirsýn og endurmat MYNPLIST II a I' n a r b o r g MÁLVERK Úr safni Hafnarborgar/Úr safni Þor- valdar Guðraundssonar. Opið alla daga (nema þriðjudaga) kl. 12-18 til 29. ágúst. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 200 kr. TIL AÐ njóta myndlistar sem best má segja með vissri einföldun að aðeins þurfi að hafa tvennt í huga: Að forðast að horfa alltaf til baka, og að forðast að horfa aldrei til baka. Myndlist - sem önnur mannanna verk - þarf að vera í stöðugri endurskoðun, og viðhorf til þess sem eitt sinn var, breytast í Ijósi þess sem gerist síðar. Þannig hefur nútímalistin áhrif á hveijum augum við lítum eldri list, sem fyrir vikið endumýjast og gegnur til nýrra iíf- daga; sá sem einblínir á hið liðna og skeytir engu um þá listsköpun, sern fer fram í samtímanum, fer á mis við þessa endurnýjun viðhorf- anna. A sama hátt má segja að sá, sem hrífst aðeins af samtímalist, en afneitar því sem eldra er, geti aldrei lært fyliilega að meta það sem fyrir augu ber; til þess vantar hið sögulega samhengi listanna, sem er óvéfengjanlega sá grunnur sem sem listamenn byggja á (eða leitast við að rífa niður) hverju sinni. ÞesSar hugleiðingar eru hér sett- ar á blað í tilefni tveggja sýninga í Hafnarborg, þar sem m.a. er gerð tilraun til að sjá myndlist síðustu áratuga í nýju samhengi, og fá þannig nýja yfírsýn á hvað hefur verið að gerast í íslenskri myndlist. Úr landslagi í abstrakt Sú kenning, að íslensk abstrakt- list sé sprottin með beinum eða óbeinum hætti úr hinni sterku hefð landslagsmálverka, sem íslenskir listamenn hafa lengst af alist upp við, er í sjálfu sér ekki ný. En hún hefur sjaldnast komist mikið lengi-a en á hugmyndastigið; hér hefur henni hins vegar verið fylgt eftir með því að setja upp sýningu með úrvali verka í eigu Hafnarborgar, þar sem tengd eru saman landslags- verk og abstraktmyndir. Þessum verkum er raðað í ákveðna flokka og þannig leitað eftir formlegum skyldleika þeirra í fletinum. í sumum tilvikum er litið til verka eins listamanns, s.s. Sveins Björr.ssonar, en verk hans „Frá Krísuvík" (1958) og „Móðir jörð“ (1993) eiga sér óneitanlegan skyld- leika í jarðlitum og hinni láréttu áherslu flatarins. Aðrar samsetn- ingar kunna við fyrstu sýn að virð- Vetrarblaðíð frá Rowan er komíð íúð fl'Orni Rowanklúbbfélagar vinsamlegast vitiíð blaðsíns í versluninni. OWAN K.MI I IN(< Mapa/inc .Nurnbcr 10 ájjfe. DLS/f.M ns Kaffc l'awcll Kirn Hargreaves Harílinjí Marfin Sforey Saslni Kagan Arnamla (iriffitbj: therowan RfcCVCLEIiSXO&Y JN H KV\riO\AÍ. f ATWAI.K SfíOWA IM» kVÍKV. V,Í)H ■'■r'. ... zm. STORKURINN aaimueiisCuti Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 18258 Eitt blab fyrir alla! BENEDIKT Gunnarsson: í ljósaskiptunum. ast fjarlægar, s.s. mynd Gísla Jóns- sonar „Frá Þingvöllum" og verk Benedikts Gunnarssonar,. „1 ljósa- skiptunum"; þrátt fyrir ólíka liti og viðfangsefni eru hinir formrænu þættir myndbyggingarinnar hins vegar ekki svo fjarri hvor öðrum, þegar betur er að gáð. Myndbyggingin kemur fram sem sterkasti þátturinn í flokki lands- lagsmynda eftir Sigurð Sigurðsson, Jón Þorleifsson og Svein Þórarins- son, sem settar eru við hlið abstraktmyndar eftir Eirík Smith; hrynjandin í þessum ólíku verkum re}mist við nánari athugun ótrúlega samstíga. Og þegar áhorfendur eru farnir að venjast þeirri tilhugsun, sem sýningin býður upp á, verður ekki betur séð en gjörólík verk Jóhann- esar Kjarvals („Fyrir sunnan Hafn- arfjörð") og Veturliða Gunnarsson- ar („Sumamótt á Breiðafirði“) kall- ist á yfír salinn; hefðbundið lands- lag og sléttumynd í anda abstrakt- expressionisma geta þannig tengst óljósum böndum. í inngangi sínum bendir Jón Proppé- á að í raun sé það ávallt háð ákvörðun listamannsins hvaða vinnubrögð hann telur henta hveiju viðfangsefni: „Listmálari sem ekki hefur fest sig í einhverri kreddu getur beitt fyrir sig hvaða aðferð sem honum sýnist, svo fremi sem honum fínnst málverkið sem hann vinnur að kalla á hana.“ Og hann heldur áfram, með tilvísun til lands- ins: „Túlkun þessa landslags kveikir eitthvað í myndfletinum sem kallar á fijálsari útfærslu en kyrrlátar skógartjamir meginlandsins. Áður en málarinn veit af hefur málverkið losnað alveg frá fyrirmyndinni og unnið sér í staðinn tilvemrétt sem sjálfstætt framlag til veraldar lit- anna og formanna". - Abstrakt kviknar af landslaginu. Með þessari sýningu er tæpt á mjög áhugaverðu viðfangsefni, sem þjónar ekki aðeins sögulegum til- gangi, heldur gæti einnig skipt miklu um viðhorf og skilning al- mennings á nútímalist. Vonandi verður þetta efni tekið upp sem fyrst í stærra samhengi og rannsak- að betur, en listunnendur ættu að kynna sér sýninguna hér gaum- gæfílega sem fyrsta innlegg í þá umræðu. Úr safni Þorvaldar Guðmundssonar í Sverrissal getur að líta nokkuð úrval teikninga og vatnslitamynda eftir Jóhannes Kjarval, sem er að fínna í safni Þorvaldar Guðmunds- sonar, en hann hefur um áratuga skeið verið einn þekktasti lista- verkasafnari landsins. Safn hans er mikið að vöxtum, en Þorvaldur hefur lagt sig sérstaklega eftir að eignast verk Kjarvals, og er þar um ómetanlegan fjársjóð að ræða. Olíumálverkin eru án efa kunn- asti hluti þessa safns, en Kjarval vann einnig mikið í aðra miðla, sem ekki er síður vert að kynnast, eins og áður hefur verið nefnt. Á sýning- unni hér hefur því verið valin sú leið að einbeita sér að teikningum og vatnslitamyndum, og er það vel. Fyrst má nefna að á sýningunni eru m.a. tvær litlar vatnlitamyndir frá Danmörku, væntanlega frá námsárum Kjarvals þar. Þessar myndir eru um flest ólíkar því sem við þekkjum frá hans hendi, í anda þeirrar rómantísku anguiTærðar, sem gjarna ríkti í landslagsmyndum á síðustu öld. Algjöra andstæðu þessa má fínna í tveimur líkamsstúdíum frá námsár- unum, þar sem karlmannslíkaminn er dreginn sterkum dráttum, mark- aður af skuggum og vöðvabyggingu, sem Kjarval átti eftir að leita til síð- ar. - Þessi tvö pör mynda sýna glögglega, að í listnámi skiptir mestu að ná tökum á sem breiðustum grunni ólíkra miðla og myndefna, sem síðar má vinna úr til að þróa persónulegan stíl og vinnubrögð. Margar myndanna hér eru and- litsmyndir, sem á stundum eru dregnar upp í fáum, einföldum dráttum, líkt og hinar þekktu drengjamyndir, eða þá að litskrúð og línuspil listamannsins fyllir allan flötinn, eins og í myndinni „Tvö andlit“ (þar sem reyndar má greina fleiri svipi í fletinum). Fleiri áhugaverðar myndir má nefna, s.s. líflega mynsturgerð í „Fugl í hrauni á Þingvöllum", en að öllu samanlögðu er hér ágætt tækifæri til að endurnýja kynnin við þessa hlið á listsköpun Kjarvals og endurmeta framlag hans á því sviði. - Vonandi kemur að því fyrr en síðar að sett verður upp vegleg sýning á úrvali verka úr því mikla safni sem hér fæst nokkur nasasjón af, og Þorvaldur Guðmundsson hef- ur komið sér upp af mikilli þraut- seigju og eljusemi. Með þessum sýningum fylgir lítil en skemmtilega unnin sýningar- skrá, þar sem bæði er að fínna ágæta texta og Ijósmyndir af nokkrum þeirra verka, sem eru á veggjunum. Er rétt að hvetja fólk til að kynna sér hugleiðingar sem þar koma fram, um leið og það nýtur sýninganna. Eiríkur Þorláksson Nýr sýn- ingar- salur NÝR sýningarsalur í Gallerí Fold verður tekinn í notkun laugardag- inn 20. ágúst kl. 14.00. Gallerí Fold er nú flutt á Laugaveg 118d, gengið inn frá Rauðarárstíg. Fyrst- ur til að sýna í nýja salnum verður Bragi Ásgeirsson, Iistmálari, en í kynningarhorni Foldar sýnir Sara Vilbergsdóttir pastelmyndir. Bragi Ásgeirsson Bragi er fæddur í Reykjavík árið 1931. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1947-50, Listaháskólann í Kaup- mannahöfn 1950-52 og aftur 1955-56, Listaháskólann og List- iðnaðarskólann í Osló 1952-53 og í Listháskólanum í Munchen 1958-60. Bragi hefur haldið fjölmargar einkasýningar hérlendis og erlendis og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Verk hans eru í eigu helstu safna hérlendis og margra safna erlendis. Hann hefur fengið flölda viðurkenninga fyrir verk sín og störf. Bragi hefur kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1956 og verið myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins frá 1966. Sara Vilbergsdóttir Sara er fædd á ísafirði árið 1956. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og fram- haldsnám við Statens Kunstaka- demi í Osló. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið nokkrar viðurkenningar fyrir verk sín. Sýningarnar standa yfir til 3. september. Opið er í Fold daglega frá klukkan 10.00 til 18.00 nema sunnudaga frá klukkan 14.00 til 18.00. Allar myndirnar eru til sölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.