Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Danskur blásarakvintett
í Norræna húsinu
DEN Danske Blæserkvintett heldur
tónleika í fundarsal Norræna húss-
ins mánudaginn 22. ágúst og hefj-
ast þeir klukkan 20.30. Blásarak-
vintettinn kemur við hér á landi á
leið sinni til Grænlands þar sem
kvintettinn heldur tónleika á næstu
vikum.
Kvintettinn skipa: Vemer Nioco-
let flauta, Bjom Carl Nielsen óbó,
Soren Birkelund klarinett, Bjorn
Fosdal hom og Peter Bastian fag-
ott. Flutt verða verk eftir Mozart:
Divertimento nr. 1 í Es-dúr, Peter
Rasmussen, Jacques Ibert og Blás-
arakvintett op. 43 eftir Carl Nielsen.
Danski blásarakvintettinn hefur
leikið saman frá 1968. Tónlistar-
mennirnir hafa í gegnum árin kynnt
sér kammertónlist og fengið leið-
beiningar hjá Marcel Moyse í París
og hljómsveitarstjóranum og heim-
spekingnum Sergiu Ceiibidache.
Kvintettinn hefur haldið ótal tón-
leika í Danmörku og á Norðurlönd-
unum og víðar í Evrópu, fyrrver-
andi Sovétríkjunum og í Suður-
Ameríku. Efnisskráinn er fjölbreytt
og nær frá J.S Bach til Per
Norgárds. Kvintettinn hefur frum-
flutt fjölda nýrra verka, og spilar
einnig tónverk sem hafa verið um-
skrifuð fyrir blásarakvintett. Den
Danske Blæserkvintet hefur leikið
inn á fjölda hljómplatna og komið
fram í útvarpi og sjónvarpi. Þá
hefur kvintettinn komið fram sem
fulltrúar Danmerkur á vegum hins
opinbera og við dönsku hirðina.
NYR
LADfl
IVIeð'þessum nýja Lada
Sport færðu kærkomið
tækifæri til að eignast
kraftmikinn og góðan bíl
sem hefur alla burði á við
margfalt dýrari jeppa.
Bíllinn er þægilegur í
akstri. með rúmgóðu
farangursrými og í alla
siaði mun betur útbúinn
en áður.
Líttu á Lada Sport áður en
þú heldur lengra.
Það borgarsig...
... í beinhörðum peningum.
SPORT
Öflugri og
betur útbúinn
Síærra og aðgengilegra
farangursrými
Ný og kraftmeiri 1700 cc vél
Betri sæti ■ meö ullaráklæöi
Ný og breytt innrétting
Léttara stýri
ú " y /
Aukabúnaður á mynd: alfelgur og toppgrind
ÁRMÚLA 13 • SfMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36
(
KAROLA Schlegelmilch ásamt verkum sýnum í Portinu í Hafnar-
firði.
Form
landslagsins
MYNDLIST
I* o r t i ð
LJÓSMYNDAVERK
Karola Schlegelmilch
Opið alla daga (nema þriðjudaga)
kl. 14-18 til 28. ágúst. Aðgangur og
sýningarskrá ókeypis.
LISTAMIÐSTÖÐIN í Straumi
við Hafnarfjörð er nokkuð sérstakt
fyrirbæri fyrir ýmissa hluta sakir,
en þar er rekin öflug starfsemi,
þó hljótt fari. Þarna hefur bæjarfé-
lagið aðstoðað listamenn við að
koma sér upp vinnuaðstöðu á
kyrrlátum stað rétt utan við skark-
ala bæjarlífsins, og þar er einnig
að finna gestaíbúð og vinnustofur
fyrir erlent listafólk, sem sækist
eftir að vinna hér í lengri eða
skemmri tíma. Þetta síðastnefnda
er rétt að nefna sérstaklega, því
oftar en ekki hafa þessir listamenn
haldið sýningar á verkum sínum
áður en þeir hafa haldið til síns
heima; þær eru nú orðnar nokkuð
margar síðustu árin, og hafa vissu-
lega verið ágæt viðbót við listalífið
í landinu.
Karola Schlegelmilch er tæp-
lega þrítug þýsk listakona, sem
hefur búið í Straumi yfir sumar-
mánuðina, en er senn á förum, og
sýningin í Portinu því eins konar
lokaþáttur dvalarinnar. Karola
hefur þó þegar tengst íslenskri
myndlist, en hún var meðal fjölda
þátttakenda í hinni stóru P-sýn-
ingu, sem haldin var í iðrum Borg-
arkringlunnar í síðasta mánuði.
Listnám Karolu endurspeglar
leit hennar að þeim miðli, sem hún
vill helst vinna við, en það spann-
ar listmálun og síðan kvikmyndir,
einkum á því sviði sem gjarna er
nefnt tilraunakvikmyndir. Af upp-
lýsingum í sýningarskrá má ráða
að kvikmyndagerðin hefur verið
umfangsmest, og hefur listakonan
hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir
verk sín á því sviði.
Þetta er vert að hafa í huga við
skoðun sýningarinnar, því að þrátt
fyrir að Karola vinni hér með ljós-
myndir af landslagi, ber uppsetn-
ing verkanna með sér viðhorf
hreyfingarinnar fremur en það við-
horf kyrrðar og festingar augna-
bliksins, sem tengt er Ijósmyndun.
Hér er heldur ekki verið að leita
eftir glæstum myndum af þekkt-
um stöðum, heldur eru það formin
í landslaginu, sem heilla listakon-
una, og á hve fjölbreyttan hátt
má nálgast þau. Yfirskrift sýning-
arinnar, „Áruraðir — samsafn af
ljósmyndaverkum um skynjun á
landslagi“, túlkar ágætlega þessa
ætlun hennar.
í ýmsum verkanna vinna upp-
setning, Ijósmyndir og textar sam-
an og mynda eina heild. í bestu
verkunum af þessu tagi nær Ka-
rola að skapa taktfasta hrynjandi
með myndum og texta, eins og
t.d. í „Samsíða“, eða að textinn
bendir áhorfendum á þá formgerð;
sem er sterkust í myndunum. I
öðrum tilvikum eru þessi samsettu
verk hins vegar sundurlaus og
ómarkviss, og ljósmyndirnar
megna ekki að gefa þessum verk-
um þann ferskleika, sem einkennir
bestu verkin. Slíkum verkum er
ofaukið, og þau rýra gildi þeirra
uppsetninga, sem takast vel.
í hliðarsal eru nokkur verk þar
sem raðir ljósmynda eru megin-
þátturinn. Hér hefur auga lista-
konunnar fyrir formum landslags-
ins notið sín hvað best, og til verða
ýmsar áhugaverðar tengingar.
Þannig breytist hafaldan í há fjöll,
hlykkjóttur fjallvegur verður að
brotnum skriðjökli, og raðir af
skógartrjám tengjast skyndilega j
fríðum flokki léttklæddra dans-
meyja.
Þessar myndraðir sýna glögg- 1
lega, að Karola vinnur vel úr
myndefni sem röð áreita, og má
ætla að það komi enn betur fram
í kvikmyndum hennar; form lands-
ins eru hér sett í víðara samhengi
með vinnulagi sem minnir helst á
hreyfingu myndramma á kvik-
myndafilmu í gegnum sýningar-
vél.
Úrvinnsla ljósmyndanna ber
þess merki, að þær eru ekki aðal- 1
atriði sýningarinnar; skarpari
prentun og betri lýsing hefði bætt
þar mikið, einkum í samsettu verk-
unum. Myndhugsun listakonunnar
kemst hins vegar ágætlega til
skila, og má ljóst vera af verkun-
um hér að kvikmyndin stendur
hjarta hennar næst, og er vonandi
að landsmenn eigi kost á að kynn-
ast þeirri hlið listsköpunar Karolu
við gott tækifæri.
Eiríkur Þorláksson
I