Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 22

Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Að tala . tungumtveim MAÐUR semur ekki við lýð sem brýst inn í húsið þitt, segir Björn Tore Godal utanríkis- ráðherra Noregs, sam- kvæmt fréttaskýringu í Aftenposten 12. ág- úst sl. Og forsætisráð- herra Noregs bætir um betur og segir ekki koma til greina að þjóð sem hafi rányrkt eigin fiskimið geti með yfir- gangi herjað út veiðik- vóta á miðum annarra, sem hafi farið betur að ráði sínu. Gro hefur undirstrikað þetta með því að kalla Islendinga „veiðiþjófa" í ræðum sínum. Sakargiftir Tilgangurinn með þessari grein er að svara þessum óvinsamlegu fullyrðingum, svo ekki sé meira sagt. Ég hef annars staðar svarað þjófkenningu norska utanríkisráð- herrans. En er það rétt að Norð- mönnum farist að saka íslendinga um ábyrgðarlausa fískveiðistjórnun og rányrkju á eigin fiskimiðum? Voru það kannski Norðmenn sem ruddu brautina fyrir alþjóðlegri við- urkenningu á rétti strandríkja til 200 mílna efnahagslögsögu? Nei, það voru íslendingar sem færðu fórnimar í þeirri baráttu. Norðmenn fylgdu lengst af bresku hefðinni, í samræmi við hagsmuni sína sem siglinga- og úthafsveiðiþjóð. Það eru því Norðmenn, sem hafa skipt um skoðun í hafréttarmálum, ekki íslendingar. Hvor þjóðin varð fyrri til að taka upp stjórnun fiskveiða með verndun fískistofna að leiðarljósi? íslending- ar. Eru stjómunarreglur íslendinga slakari en Norðmanna? Nei, strang- ari ef nokkuð er, t.d. að því er varð- ar möskvastærð veið- arfæra o.fl. Áróður Hvorug þjóðin getur stært sig af því að hafa náð fullkomnum árangri með vernda- raðgerðum sínum. Sér- staklega á það við um þorsk — þar sem land- aður afli hefur farið umfram leyfða kvóta hjá báðum þjóðum — svo ekki sé nú talað um Rússa. Það er alltof mikil einföldun á flókn- um veruleika að kenna ofveiði um hrun þorsk- stofnsins í Barentshafi 1988-1992 og við ísland hin síðari ár. Líffræði- legar breytingar í vistkerfi hafsins vega þar þungt, t.d. hrun loðnu- stofnsins í Barentshafi (sumsé fæðuskortur fyrir þorsk), breyting- ar á hitastigi sjávar o.fl. Sakargift- ir Gro í garð Islendinga eru því ósanngjarnar — einföldun á flókn- um veruleika sem gripið er til í áróðursskyni. Það er mikill misskilningur að fyrir Islendingum vaki .að kollvarpa fiskvciðistjórnun Norðmanna á Bar- entshafi eða að þeir vilji stunda þar sjjórnlausar veiðar — jafnvel rán- yrkju. Ekkert af þessu er rétt. ís- lendingar eru reiðubúnir að semja um málið í heild, þ. á m. um að hlíta ströngum fiskverndarreglum á Svalbarðasvæðinu, sem miða að því að forðast ofveiði, smáfískadráp p.s.frv. Það eru Norðmenn en ekki íslendingar sem neita samningum, hversu oft sem eftir er leitað. Þversögn Norðmenn uppskáru nýlega verð- skuldaða viðurkenningu fyrir vel undirbáið frumkvæði að friðarum- Jón Baldvin Hannibalsson M(sM(B(súass leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. Alttaf tíl á Imger 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, (fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og iímband einu verkfærin. f BYOGINQAVÖRUVERSLUN Þ. ÞORGRIMSSON & GO Ármúla 29, sími 38640 Tvaer staerðir, 150 l og 1651 vanOaðar vélar á göðu verði A 'fiwujNtN Laugavegi 29, símar. 24320 og 24321. Franskar steypuhraerívélar Það er misskilningur að íslendingar vilji koll- varpa fiskveiðistjórnun Norðmanna í Barents- hafi, segir Jón Baldvin Hannibalsson. íslend- ingar eru reiðubúnir að semja um málið í heild, þ. á m. um að hlíta ströngum fiskverndar- reglum á Svalbarða- svæðinu. leitunum í Mið-Austurlöndum. Ut- anríkisráðherrarnir Thorvald Stoit- enberg, sem nú reynir að sætta stríðandi öfl á Balkanskaga, og Johan Jörgén Holst unnu að því árum saman, þegjandi og hljóða- laust, að skapa traust og eyða tor- tryggni milli Palestínumanna og ísraela, í einhverri viðkvæmustu milliríkjadeilu sem við er að fást í veröldinni á okkar dögum. Þeir skil- uðu góðu dagsverki og uppskáru verðskuldað lof fyrir. í ljósi þessa veldur það óneitan- lega nokkurri undrun að Norðmenn bregðast við með allt öðrum hætti, þegar úfar rísa með grannþjóðum á heimaslóð. Þá bregða friðarverð- launahafarnir sér í einkennisbúning stríðsherra og boða „fallbyssubáta- diplómatíu", í stað viðræðna og samninga. Og þegar þeim er kurteislega á það bent að þeir hafi ekki réttinn sín megin, bregða þeir kíkinum fyr- ir blinda augað að hætti Nelsons flotaforingja. Þótt ákæruvaldið norska treysti sér ekki til að ákæra íslenska sjómenn fyrir að stunda „ólöglega veiði“, brúka norskir ráð- herrar munnsöfnuð að hætti götu- drengja og hrópa: Þjófar, þjófar! Ég spyr því leiðtoga norska Verkamannaflokksins: Hvar er sam- kvæmnin í þessum málflutningi? Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksjns, Jafnaðarmannaflokks íslands. Velkomin á Hallormsstað ÞAÐ VAKTI nokkra athygli mína á ferðum um Austurlandskjör- dæmi fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor að þátttaka ungs fólks var áberandi í þeim kosningum. Átti þetta sérstaklega við um þátttöku kvenna sem nú skipuðu fleiri áhrifasæti á framboðs- listum Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu en oftast áður. Þessar breyttu aðstæður vöktu með mér þá hugsun hvort ekki væri ástæða til að koma á einhvetju sambandi milli þeirra kvenna sem styðja Sjálf- stæðisflokkinn á Austurlandi, þó í þeim efnum væru ekki stigin nein stór skref. Að þessu hefur verið unnið og er niðurstaðan sú að laug- ardagurinn 20. ágúst næstkomandi hefur verið valinn í þessu skyni. Kvennafundurinn hefst ki. 14 á Hallormsstað. Gestir fundarins verða Sólveig Pétursdóttir alþingis- maður og Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi. Dagskrá fundarins hefur Arnbjörg Sveinsdóttir bæjar- fulltrúi á Seyðisfirði tekið að sér að útbúa. Ekki þarf að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er, að allar stuðningskonur Sjálfstæðisflokksins eru velkomnar til þessa fundar. Fleiri verða gestirnir en konurnar tvær sem að framan er getið því að Geir H. Haarde alþingismaður verð- ur einnig í okkar hópi á Hallorms- stað. Mun Geir líta inn á fund stjórn- ar kjördæmisráðsins sem haldinn verður þennan dag og vonandi gefst honum einnig tími til að kynnast þeirri starfsemi sem fram fer á Hall- ormsstað. Að loknum kvennafundinum, sem áætlað er að verði kl. 17, verður farið í skoðunarferð um Hallorms- staðarskóg undir leiðsögn Þórs Þorf- innssonar skógarvarðar. í þeirri ferð, á vel völdum kyrrlátum stað í skjóli blaðríkra trjáa, mun Geir H. Haarde flytja ávarp. Að lokinni skógar- göngunni verður sam- eiginlegt borðhald í hót- elinu á Hallormsstað. Þátttaka í skógarferð- inni og borðhaldinu er auðvitað öllum heimil. Hér er um nokkra nýbreytni að ræða í störfum Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi sem vonandi mælist vel fyrir. Eins og í öllu fé- lagsstarfi byggist árangur á þátttöku áhugafólks hveiju sinni. Nú eru það sjálf- stæðismenn á Austur- landi sem hafa árangurinn á laugar- daginn í hendi sér. Vissulega verður líka að hafa í huga að auk þessa fundar, skógar- göngu og sameiginlegs borðhalds er á Hallormsstað einstakt umhverfi Konur á Austurlandi sem styðja Sjálfstæðis- flokkinn efna til kvennafundar á Hall- ormsstað á laugardag, segir Egill Jónsson. Gestir fundarins verða Sólveig Pétursdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Geir H. Haarde. sem tæpast á sinn líka hér á landi. Þar fer fram mikilvægt ræktunar- starf og skólahald á staðnum á sér langa og góða sögu, enda leynir sér ekki metnaður fólksins sem þarna býr fyrir staðnum og störfum sínum. Ölíu þessu fáum við, sem ætlum á Hallormsstað næstkomandi laug- ardag, að kynnast. Höfundur er alþingismaður. Egill Jónsson I deiglunni EFST Á baugi í þjóðfélagsum- ræðunni undanfamar vikur og mán- uði hefur verið hvort íslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Að sjálfsögðu má svo ekki gleyma 50 ára afmæli lýðveld- isins sem er ofarlega í hugum manna. Það má nánast fullyrða að Island eigi eftir að verða eitt af ríkjum Evrópusambandsins í framtíðinni. Hvað eigum við að gera fyrir utan það? Við erum Evrópumenn og höf- um alltaf verið. Það er bara spum- ing hvenær við tengjumst megin- landinu. Hvenær við tökum ákvörð- unina sem til þarf er erfitt að segja. Það er reyndar rannsóknarefni hvernig ýmsar mikilvægar ákvarð- anir eru teknar í þessu samfélagi. Má þar nefna hvernig staðið var að ákvörðun um álver á Keilisnesi og nú ákvörðun um byggingu á húsi yfir Hæstarétt, sem var valin ákaf- íega sérkennilegur staður. Fróðlegt verður að sjá hvernig HM í hand- bolta sem halda á næsta ári reiðir af. Kvótamálin eru einnig gott dæmi um þetta og sjálfsagt mætti lengi halda áfram. Sjálft ESB-málið er reyndar farið að minna svolítið á leikrit eftir Samuel Beckett þar sem tveir menn eru að bíða eftir að eitt- hvað gerist sem síðan aldrei verður. Á afmælinu 17. júní var haldinn merkilegur þingfundur á Þingvöll- um. Formenn þingflokkanna héldu þar ræður og af þeim mátti ráða að skoðanir um aðild að ESB eru mjög skiptar. Virtist það raunar vera eina deilumálið. í lok þingfund- arins var síðan samþykkt einróma þingsáiyktun um að Ijúka endur- skoðun VII. kafla stjórnarskrárinn- ar fyrir næstu reglulegu alþingis- kosningar. Það má eflaust færa góð rök fyrir því að mannréttindin sem varin eru í VII. kafla stjórnarskrár- innar séu virt í dag. Breyting á honum hefur þar lítið að segja. Það er skoðun mín að endurskoð- un II. og III. kafla stjórnarskrárinn- ar sé miklu þarfara verk og í raun alveg nauðsynlegur undirbúningur fyrir aðild að Evrópusambandinu. Sérstaklega á þetta við um þriðja kafiann sem ijallar um kjördæma- skipan landsins. Fullyrða má að þar séu grundvallar mannréttindi brotin á miklum meirihluta íslendinga. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá hve kosningaréttur er misjafn eftir búsetu í landinu. Kjördæmamálið er enn eitt dæmið um hvemig ákvörðunartöku í stórum málum sem snerta nær alla Islendinga er stöðugt slegið á frest þangað til helst allt er komið í hnút. Mikið hefur verið talað um að gera landið að einu kjördæmi. Um það er bara gott eitt að segja, nema hvað vægi Reykjavíkur og höfuð- borgarsvæðisins og vald flokkanna myndi þá verða nær algert. Stundum er sagt að sagan endur- taki sig. Hún mætti það alveg í Kjördæmamálinu. Árið 963 var á Alþingi landinu skipt í fjórðunga. Kjördæmamálið er enn eitt dæmið um hvernig ákvarðanatöku í stórum málum sem snerta alla landsmenn er stöðugt slegið á frest, segir Eyjólfur Armannsson, og geymt uns allt er komið í hnút. Árið 1874 var þinginu skipt í tvær deildir, þá efri og neðri. Það má alveg hugsa sér í framtíð- inni Alþingi starfandi aftur deildar- skipt. I neðri deild verði 36 lands- kjörnir þingmenn. I þeirri efri 24 fjórðungskjörnir. Sunnlendinga- fjórðungur fengi helming þing- manna. Hinir þrír fjórðungarnir skipti hinum helmingnum jafnt á milli sín. Þar með yrðu þingmenn 60 og aðeins 3 af núverandi þing- mönnum þyrftu að eiga hættu á að verða atvinnulausir. Færa má ýmis rök fyrir deildaskiptingu meðal ann- ars málefnalegri og vandaðri laga- smíð. Varðandi endurskoðun á II. kafla er það að segja að gera ætti forseta lýðveldisins ábyrgan fyrir stjórnar- athöfnum. Þetta mætti gera með því að sameina forsætisráðherra- embættið og forsetaembættið. Fyrri umferð forsetakosninga færi fram samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin fram tveim vikum seinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.