Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 23
Höfuildur Intrannmi
Verið væri að kjósa um stjórnar-
myndunarumboðið í síðari umferð-
inni. Eftirlitshlutverk þingsins með
framkvæmdavaldinu yrði mun virk-
ara og þannig myndi þingræði í
landinu eflast. Það má eflaust sýna
fram á það með mörgum dæmum
að þetta eftirlitshlutverk hefur verið
veikt. Nægir þar að nefna ýmsar
nefndir og ráð sem kosnar eru af
Alþingi til dæmis bankaráð Seðla-
bankans. Rökin fyrir því að gera
forseta ábyrgan fyrir stjórnarat-
höfnum er meðal annars minnkandi
áhrif sérhagsmuna og meira yrði
hugsað um heildarhagsmuni en fyrr.
Með framangreindu myndi allt
miðstjórnarvald í landinu eflast en
það hefur alltaf verið veikt gegnum
Islandssöguna. Öll ákvörðunartaka
yrði agaðri, yfírvegaðri og mark-
vissari. Með þessu eru komnar for-
sendur fyrir tveggjaflokkakerfí sem
er í deiglunni hérlendis. Ekkert er
því ti! fyrirstöðu að flokkarnir á
vinstri væng stjórnmálanna samein-
ist nema ef vera skýldi stjómar-
skrárbreyting og þá sérstaklega
breyting á kjördæmaskipan lands-
ins. Annað þarf ef til vill meiri tíma
til að þróast. Markmiðið hlýtur allt-
af að vera hið sama; opið og lýðræð-
islegt þjóðfélag.
Það er vonandi að ráðamenn þjóð-
arinnar hafi kjark og dug til að taka
stórar ákvarðanir á lýðveldisárinu.
Nú er rétti tíminn. Loks má minna
á að eins og með aðild að Evrópu-
sambandinu ætti einnig að þurfa
þjóðaratkvæðagreiðslu til mikil-
vægra stjórnarskrárbreytinga sem
varða jafnmikilvæg grundvallar
mannréttindi sem kosningaréttur er.
MINNINGAR
LEGSTEINAR
MANFRED WORNER
„ÞAÐ ER rétt að ráða
Þjóðverja í starfið. En
er þetta rétti Þjóðverj-
inn?“ Þessi orð urðu
fleyg á sínum tíma,
þegar allt benti til þess
að Dr. Manfred Wöm-
er, fv. varnarmálaráð-
herra Þýskalands,
tæki við af Lord Carr-
ington sem aðalfram-
kvæmdastjóri NATO á
árinu 1988.
Þessi ummæli stað-
festa það sem þá var
á flestra vitorði, að
ráðning Wörners í þetta mikilvæga
embætti var býsna umdeild á sínum
tíma. Hann var ekki einasta yngsti
maðurinn, 53 ára gamall, til að
takast á við þetta veigamikla starf
fram að þeim tíma; hann var fyrsti
Þjóðveijinn sem til greina kom að
fela starfið. Og hann hlaut í upp-
hafi að gjalda samanburðar við
forvera sinn, Lord Carrington, sem
hafði tekist að móta embættið mjög
í sinni mynd. Sú mynd þótti aðlað-
andi og því ekki heiglum hent að
feta í fótspor hans.
Það tók Manfred Wömer ekki
langan tíma að kveða niður raddir
efasemdarmanna. Heiðarleiki hans,
hæfni og hollusta við sameiginlega
hugsjón fór ekki milli mála. Man-
fred Wörner var hörkutól, sem hélt
fast á sínum málstað; en sex ára
reynsla hans sem varnarmálaráð-
herra Þýskalands kom honum að
góðu gagni í þessu starfi. Meir en
tveggja áratuga reynsla sem þing-
maður á Sambandsþinginu í Bonn,
þar af lengi vel í stjórnarandstöðu,
kenndi honum nauðsyn pólitískrar
málamiðlunat', til þess að ná málum
fram. Sú djúpa sannfæring sem
hann hafði fyrir nauðsyn varnar-
samstarfs Evrópu og Norður-
Ameríku stuðlaði að stefnufestu á
öru breytingaskeiði samtakanna.
Manfred Wörner reyndist því
vandanum vaxinn. Hann ávann sér
smám saman virðingu þjóðarleið-
toga og utanríkisráðherra banda-
lagsþjóðanna og að lokum jafnvel
væntumþykju. Hann var maður
sem fór vaxandi af verkum sínum.
íslendingar eiga Manfred Wörn-
er þakkarskuld að
gjalda, sem vert er að
minnast, nú J>egar
hann er allur. A við-
kvæmu augnabliki í
samningaviðræðum ís-
Iendinga við bandarísk
stjómvöld um endur-
skoðun varnarsamn-
ingsins, virtist sem
hvorki gengi né ræki í
viðræðum samnings-
aðila. í tengslum við
utanríkisráðherrafund
bandalagsins í Brussel í desember
1993 leitaði ég persónulega eftir
aðstoð Wörners.
Það var ekki einasta að hann
tæki máli mínu vel heldur sýndi
hann í viðræðum okkar skarpan
skilning á kjarna málsins. Hann
reyndist hollráður og áhrifamikill.
Og hann stóð við hvert orð sem
hann sagði. Hann tók málið upp á
æðstu stöðum í bandaríska stjórn-
kerfinu af fullri einurð. Ég er ekki
í minnsta vafa um að persónuleg
íhlutun hans átti dijúgan hlut að
því að tryggja farsæl málalok. Þess
vegna er sérstök ástæða fyrir okk-
ur íslendinga að heiðra minningu
Manfreds Wörners.
í dag munu þjóðarleiðtogar, ut-
anríkisráðherrar og varnarmála-
ráðherrar bandalagsþjóðanna
koma saman í höfuðstöðvum
bandalagsins til þess að heiðra
minningu Manfreds Wörners við
hátíðlega athöfn. Það staðfestir að
það var vel ráðið á sínum tíma að
velja Þjóðveija í embætti aðalfram-
kvæmdastjóra NATO. Og að Manf-
red Wörner var rétti Þjóðveijinn —
réttur maður á réttum stað.
Fyrir hönd íslensku ríkisstjórnar-
innar færi ég ekkju hans og íjöl-
skyldu okkar innilegar samúðar-
kveðjur.
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra.
Flutningskostnaður innifalinn.
Stuttur afareiðslufrestur.
Fáið mynaalistann okkar.
fiA
720 BorqarfirSi eystra, sími 97-29977
fiBABÆRT AFMÆLISTILBOÐ