Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
SAMEIGINLEGIR
HAGSMUNIR
ÞVÍ HEFUR verið haldið fram af hálfu norskra sendimanna
á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York
að íslenzka sendinefndin hafi horfið frá fyrri málflutningi sínum
á ráðstefnunni og standi nú ekki lengur með svokölluðum kjarna-
hópi strandríkja. Norski sjávarútvegsráðherrann, Jan Henry T.
Olsen, sendi íslendingum skeyti úr ræðustóli á ráðstefnunni og
sagði Smuguveiðar íslenzkra togara stríða gegn anda Hafréttar-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Þegar betur er að gáð, eru hins vegar sömu almennu áherzlur
í ávarpi Olsens sjálfs og ræðu Helga Ágústssonar sendiherra,
formanns íslenzku sendinefndarinnar. Báðir leggja áherzlu á að
víðtækt samkomulag náist á ráðstefnunni - sem er ekki sjálfgef-
ið, því að sum ríki telja sér hag í því að stjórnleysi ríki í úthafs-
veiðum. Báðir eru talsmenn þess að smíðaður verði lagalegur
rammi úthafsveiða, sem sé í formi bindandi samnings. Báðir
kveða ríkt á um að markmið ríkja þeirra séu fiskvernd og ábyrg
stjórnun auðlinda. Loks leggja báðir höfuðáherzlu á hagsmuni
strandríkja. Þó er sá munur á, að íslenzki sendiherrann tekur
sérstaklega fram að réttur strandríkja til að setja reglur á úthafs-
svæðum geti ekki verið einhliða. Norski ráðherrann lætur svo
um mælt að Hafréttarsáttmálinn hafi tryggt fiskveiðistjórnun
undir fullveldisrétti strandríkja, og að útfærsla lögsögu strand-
ríkja í 200 mílur hafi verið „risaskref“ - en þar fóru íslendingar
í fararbroddi og voru stórstígastir Norður-Átlantshafsþjóða.
Noregur og Island eiga sömu hagsmuna að gæta hvað varðar
stjórnun fiskveiða á úthafinu. Það er báðum í hag að settar
verði alþjóðlegar reglur, sem tryggja friðsamlega og hnökra-
lausa sambúð nágrannaþjóða og vernd fiskistofna, sem þegnar
beggja ríkja byggja afkomu sína á, þótt í mismiklum mæli sé.
Að mörgu leyti eru fiskveiðiflotar ríkjanna í sömu aðstöðu og
gagnar ekki að reyna að breiða yfir það; íslenzk skip veiða í
Barentshafi utan norsku lögsögunnar og norsk skip eru til dæm-
is að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, rétt fyrir utan lögsögu
íslands - og nota reyndar íslenzk flottroll við veiðarnar, þótt
þau séu bönnuð í norskri landhelgi.
Það er þess vegna báðum ríkjum í hag að settar verði alþjóð-
legar reglur um stjórn veiða á úthafinu. Á grundvelli sameigin-
legrar afstöðu til slíkra reglna og innan ramma þeirra, ber ríkjun-
um að ganga til samninga, bæði um fiskveiðiheimildir í Barents-
hafi og veiðirétt norskra skipa á svæðum, sem liggja að ís-
lenzkri lögsögu.
íslenzk stjórnvöld hafa margoft gert lýðum Ijóst að þau eru
tilbúin til slíkra samninga. Norskir stjórnmálamenn, sem telja
sig þurfa að bíta í skjaldarrendur til að tryggja stuðning fiski-
manna í Norður-Noregi við aðild að Evrópusambandinu, ættu
að hugsa sig betur um. f Morgunblaðinu í gær kemur fram að
íslenzki flotinn í Smugunni geti veitt um 600 tonn af þorski á
dag að meðaltali. Hvern dag, sem líður án þess að setzt sé að
samningaborði og réttaróvissa ríkir áfram í Smugunni, eru norsk-
ir sjómenn að missa spón úr aski sínum, og líklegt er að ís-
lenzki flotinn geti náð að veiða mun meiri þorsk en hugsanlegar
umsamdar veiðiheimildir gætu numið. Norðmenn eiga því jafn-
mikilla hagsmuna að gæta og íslendingar að gengið verði til
samninga. Óbilgirni norskra stjórnmálamanna getur aðeins stefnt
málinu í óefni.
EIRÍKUR
SKIPHERRA
EINN AF merkilegri kapítulum íslandssögu hefst með lög-
unum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins árið
1948 og lýkur með útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur
árið 1975. Meðal þeirra, sem hæst bar í sögu þessa tímabils,
var Eiríkur Kristófersson, skipherra, sem lézt í hárri elli, 102
ára að aldri, 16. ágúst síðastliðinn.
Eiríkur Kristófersson hóf sjómennsku á morgni aldarinnar,
árið 1907, og skilaði sextíu starfsárum á Islandsmiðum. Hann
vann hálfa öld við skipstjórn, þar af fjörutíu ár sem stýrimaður
og skipherra hjá Landhelgisgæzlunni. Hann varð þjóðkunnur
fyrir framgöngu sína í þorskastríðinu 1958-1961 og virtur vel,
bæði af þeim erlendum mönnum, sem hann átti í höggi við, og
löndum .sínum. Hann átti hlut að björgun 640 skipa á starfs-
ferli sínum sem stýrimaður og skipherra.
Með Eiríki skipherra er genginn nafntogaður afreks- og dreng-
skaparmaður, sem lifði allar þjóðlífsbreytingar Iíðandi aldar og
var í fylkingarbtjósti við vörzlu landhelginnar á örlagatímum.
Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum og hlaut að vonum fjölda
viðurkenninga.
Morgunblaðið sendir aðstandendum hans hugheilar samúðar-
kveðjur.
VERKMENIMTUN
Sumarskóla Iðnskólans og Reykjavík-
urborgar slitið í annað sinn
Ekki kvöð
að mæta á
morgnana
Atvinnu- og menntunarátak Iðnskólans í Reykjavík
og Reykjavíkurborgar hefur endurspeglast í starfi
Sumarskólans tvö síðustu ár. Aðstandendur skólans
segja að þær breytingar sem gerðar voru á starfs-
háttum hans í ár hafi skilað sér en í fyrra olli tilraun-
in nokkrum vonbrigðum. Orri Páll Ormarsson var
viðstaddur skólaslitin nú og heyrði hljóðið í nemend-
um og aðstandendum skólans sem eru afar ánægð-
ir með afrakstur sumarsins.
Reykjavíkurborg og Iðnskól-
inn hleyptu í fyrra af
stokkunum átaki til að
efla menntun og atvinnu-
möguleika ungs atvinnulauss fólks.
Sumarskóli var settur á laggirnar
og ungu fólki á aldrinum 16-20 ára
stóð skyndilega til boða launað nám.
Tilgangur þessa tilraunaverkefnis
var margþættur. Fyrst og fremst
var því ætlað að stemma stigu við
atvinnuleysi en jafnframt að kynna
iðngreinar og laða fólk sem ekki
hafði spreytt sig á framhaldsnámi
að skólunum. Forsvarsmenn Sumar-
skólans viðurkenna að fyrsta starfs-
ár hans hafi valdið vonbrigðum.
Brottfall nemenda varð mikið og
þeir sem entust allt sumarið voru
vanir framhaldsskólanemar en ekki
atvinnulausi forgangshópurinn. Eðli
málsins samkvæmt var starfsemi
skólans því tekin til gagngerrar end-
urskoðunar í vetur sem leið og sú
vinna virðist hafa borið ávöxt. I það
minnsta var allt annað hljóð komið
í strokkinn við önnur skólaslit Sum-
arskólans sem fram fóru í gær.
Aherslum breytt verulega
íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur hefur annast skólahaldið fyrir
hönd borgaryfirvalda. Kristín Njáls-
dóttir, fulltrúi ráðsins í skólastjórn,
segir að ákveðið hafi verið að breyta
áherslum verulega fyrir þetta miss-
eri. í fyrra hafi komið í ljós að þeir
aðilar sem hrökkluðust frá námi
voru þeir sem ekki voru vanir setu
á skólabekk. Kristín segir að mikil
áhersla hafi verið lögð á bóknám í
fyrra og það hafi einfald-
lega ekki höfðað til fjöld-
ans. Hún segir að eftir
umtalsverðar bollalegging-
ar hafi skólastjórn því grip-
ið til þess ráðs að stytta
námskeiðin, draga úr bóknámi og
leggja höfuðáherslu á verklegar
greinar. Þá mun aldurstakmarkið
hafa verið hækkað í 25 ára. Afleið-
ingarnar segir hún vera þær að bróð-
urpartur þeirra nemenda sem hóf
námið í vor hafi hlotið hámarksein-
ingafjölda að launum.
Að sögn Kristínar skiptist námið
í sumar í þrjú þriggja vikna nám-
skeið. í stað þess að fá sumamámið
metið við hefðbundnar námsbrautir
framhaldsskólanna eins og var í
fyrra segir hún að nemendur geti
nú nýtt þær einingar sem þeir höfðu
upp úr krafsinu sem ótilgreint val.
„Nemendur tóku engin próf heldur
öðluðust þeir þær tvær einingar sem
í boði eru fyrir hvert námskeið með
því að sýna fram á 80% mætingu."
Kristín segir að nemendur hafi feng-
ið greiddar 30 þúsund krónur hafi
þeir lokið við fyrsta námskeiðið, 35
þúsund fyrir það næsta og 40 þús-
und fyrir hið síðasta. Hún segir að
launagreiðslurnar á síðari námskeið-
unum tveimur hafi verið háðar mæt-
ingu. „Ef nemendur mættu ekki var
það dregið af laununum þeirra.“
Sumarið góður tími til náms
Kristín segir að Iðnskólinn hafi
hýst mikið af áhugasömu fólki í sum-
ar. Rýmið hafí reyndar ekki verið
fullnýtt en það hafi aðallega stafað
af því að rúmlega tuttugu manns til
viðbótar hafi verið skráðir en aldrei
rekið nefíð inn í gættir skólans. Hún
segir að þessu hafi fylgt nokkur rösk-
un. Fækka hafi þurft greinum þar
sem áætlaður nemendafjöldi náðist
ekki. Þá bendir Kristín á að sumir
nemendur hafi horfíð frá námi í miðj-
um klíðum til að fara í sumarleyfi
með fjölskyldum sínum. Þrátt fyrir
þetta segir Kristín að skýrt hafí kom-
ið fram í könnun sem gerð var með-
al nemenda á dögunum að þeir teldu
sumarið síst lakari tíma til að leggja
stund á nám en veturinn.
Kristín er sannfærð um að það
hafí verið rétt ráðstöfun að auka
hlut verknámsins á kostnað bók-
anna. Meðal þeirra greina sem voru
á boðstólnum hjá Sumarskólanum
þetta árið voru málmiðn, tréiðn, hár-
iðn, fataiðn, rafiðn, bílgreinar og
matvælaiðn, sem naut mestrar hylli
samkvæmt liðskönnun nemenda. Að
sögn Kristínar nýttu nemendur nám-
ið til margvíslegra hagnýtra verka.
Til að mynda hafi þeir
snúið heim með skrifborð
og grill í farteskinu svo
eitthvað sé nefnt. Þá hafi
nemendur í bílgreinum
náð tökum á minniháttar
viðgerðum, félagar þeirra i bókiðn
gefið út blað og þannig mætti lengi
telja. Ennfremur bendir Kristín á að
fyrirlestrar og annað innlegg af
ýmsu tagi sem ÍTR stóð fyrir hafi
fallið í góðan jarðveg. Meðal þess
sem boðið var uppá var sálfræði,
heimspeki, dans, sund, listir og nám-
skeið í hraðlestri sem Kristín segir
að hafí slegið í gegn. Samkvæmt
fyrrnefndri könnun hafa langflestir
nemendur hug á að nýta sér námið
á vinnumarkaðnum í framtíðinni.
Hugmyndir frá nemendum
Kristín er ekki í nokkrum vafa
um að starfsgrundvöllur sé fyrir
Sumarskólann í framtíðinni. Slíkar
hafi undirtektirnar verið í sumar. Þá
séu borgaryfirvöld, sem fjármagna
SIGURÐUR Waage, Helga Björi
Óttarsson og Ragnheiður Harða
enda við Sumarskólí
HELGA Björnsdóttir kennslustj
íþrótta- og tómstundaráði slíta sa
og sök
SÝNISHORN af vinnu nemenda S
fengu það verkefni að smíða bort
iðn settu ss
starfsemina, öll af vilja gerð. Hún
segir að í sumar hafi verið gefíð út
sérstakt námsefni fyrir sumarskól-
ann og sé hugmyndin sú að bjóða
upp á það víðar. Að'sögn Kristínar
er vel hugsanlegt að sumarnám sem
þetta verði þegar fram líða stundir
tekið upp á landsbyggðinni. „Hlut-
verk okkar aðstandendanna er að
þróa skólann og gera hann eins
skemmtilegan og hægt er. Við leggj-
um sérstaka áherslu á að fá hug-
myndir frá nemendum sjálfum og
erum staðráðin í að halda -----------
starfinu áfram meðan þörf Skóliltr
krefur.“ -
Þorkell Ágúst Óttars- P** .
son, Ragnheiður Harðar-
dóttir, Helga Björk Stef-
ánsdóttir og Sigurður Waage stund-
uðu öll nám við Sumarskólann í sum-
ar. Þau ljúka sundur um það einum
munni að framtakið sé lofsvert. Þar
sem starfstíminn skiptist í þrjú tíma-
bil gefst nemendum færi á að fá
innsýn í þrjár greinar. „Það er gagn-
legt að hafa tækifæri til að fá innsýn
í margar ólíkar greinar,“ segir Helga
Björk sem í sumar kynnti sér tölvur,
bókiðn og matvælaiðn. Félagar
hennar taka í sama streng og ljúka
miklu lofi á fjölbreytileikann sem
einkenndi skólann.
Ekki kvöð að mæta
Öll hafa þau hug á að nýta sér
þá þekkingu sem námið í Sumarskó-
lanum hefur fært þeim. Sigprður
stefnir á nám í tréiðn í vetur og
Höfuðáhersla
á verklegar
greinar