Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 25
Morgunblaðið/Þorkell
k Stefánsdóttir, Þorkell Ágúst
irdóttir voru öll á meðal nem-
mn að þessu sinni.
óri og Kristín Njálsdóttir hjá
mvistir við nemendur með trega
;nuði.
umarskólans. Nemendur í tréiðn
I á meðan félagar þeirra í málm-
iman grill.
segir sumarnámskeiðið í greininni
hafa komið í góðar þarfir. Helga
Björk er á sama máli og segir að
leiðsögnin í bókiðn komi til með að
nýtast henni vel en hún nemur fjöl-
miðlafræði. Þorkell Ágúst telur fyrir-
komulagið sem er við lýði í Sumar-
skólanum kjörið til eftirbreytni. „Það
er mjög nytsamlegt að hafa þijár
vikur til að einbeita sér að sama
efninu. Þar að auki hafa kennararn-
ir meiri tíma til að sinna þörfum
hvers og eins.“ Að hans mati er
-------- námið sem boðið er upp á
afar frumlegt og segir
hann ljóst að námskeiðun-
um sem kennd eru sem
aukagreinar sé bersýni-
lega ekki eingöngu ætlað
i býður
frum-
nam
að fylla upp í tímann.
Fjórmenningarni'r fullyrða að á
heildina litið hafi nemendur við Sum-
arskólann fyrst og fremst verið þar
áhugans vegna. Inn á milli hafi þó
slæðst einn og einn sem einungis
hafi hugsað sér gott til glóðarinnar
fjárhagslega. Þeir sem mættu með
því hugarfari til leiks hafi hins vegar
heltst fljótt úr lestinni. Þessir fulltrú-
ar nemenda eru á einu máli um að
mun léttara hafi verið yfir Sumar-
skólanum en almennt tíðkist um
framhaldsnám. Kannski eru orð Þor-
kells Ágústs lýsandi fyrir andann í
þessu sumarstarfsnámi Iðnskólans
og Reykjavíkurborgar? „Þetta er
búið að vera mjög ánægjulegt. Það
var ekki kvöð að mæta á morgnana
heldur einfaldlega gaman!“
h
VESTARI sigketillinn í Vatnajökli eftir hlaupið síðastliðinn föstudag. Hágöngur i baksýn.
Fok á jökulleir og fíngerðum sandi ógnar byggð í Skaftárhreppi,
Beðið eftir stærra hlaupi
til að meta áhrif aðgerða
Eystri ketillinn í Vatnajökli, sem jafnan veldur stór-
um hlaupum í Skaftá, er fullur og líklegt að annað
hlaup sé í vændum í ánni. Skaftárhlaup valda mikl-
um spjöllum þótt mikilfengleg séu og ógna byggð
í Skaftárhreppi. Helga Kr. Einarsdóttir ræddi við
vatna- og jarðvegsfræðinga eftir nýafstaðið hlaup
en verið er að kanna til hvaða aðgerða megi grípa
til að stemma stigu við afleiðingunum.
FJÓRTÁN stór Skaftárhlaup
hafa orðið frá því mælingar
hófust hjá Vatnamælingum
Orkustofnunar á sjötta ára-
tugnum. Hlaupunum er skipt í stór
og lítil eftir því hvaðan úr Vatnajökli
þau koma en meðalvatnsrennsli árinn-
ar getur sexfaldast í minni hlaupum
og fjórtánfaldast í þeim stærri. Tals-
vert hlaupvatn er enn í ánni en venju-
lega tekur það viku til tíu daga að
skila sér að fullu í minni hlaupum.
Meðalrennsli síðustu 39 ára í Skaftá
þar sem hún rennur við bæinn Skaft-
árdal er 155 m3 á sekúndu og varð
hæst 670 m3/sek. á miðnætti 12. ág-
úst sl. Til samanburðar má geta að
langtímameðaltal vatnsrennslis síðast-
liðinna 55 ára fyrir Elliðaár er 5
mVsek. Því má segja að vatnsmagnið
hafi verið á við 134 Elliðaár þegar
hlaupið náði hámarki í síðustu viku.
Fullur ketill
Hlaupvatnið kom að þessu sinni úr
vestari katli, sem svo er nefndur, norð-
vestan við Grímsvötn í Vatnajökli en
þaðan eiga minni hlaup jafnan upptök
sín. Eystri ketillinn, sem valdur hefur
verið að stærri hlaupum í Skaftá til
þessa, er fullur svo varla mótar fyrir
honum á jöklinum og segir Árni
Snorrason forstöðumaður Vatnamæl-
inga Orkustofnunar líklegt að annað
hlaup sé á næsta leiti. Segir hann að
liðnir séu 36 mánuðir frá síðasta stóra
hlaupi, sem sé þremur mánuðum
lengra en lengst hafi áður liðið milli
hlaupa. Jökulhlaupum fylgir jafnan
mikil brennisteinslykt þótt svo hafi
ekki verið að þessu sinni og nefnir
Árni sem dæmi að í Skeiðarárhlaupum
þekkist það að lyktin hafi orðið svo
megn að fuglar hafi drepist.
Þótt um lítið hlaup hafi verið að
ræða var þetta Skaftárhlaup óvenju-
legt að því leyti að vatnið hljóp i Hverf-
isfljót, sem ekki hefur gerst áður, að
sögn Árna, og þrefaldaðist vatns-
magnið í ánni um tíma, úr 100 m3/sek.
í 350 mVsek. Mælingar hófust í Skaftá
árið 1951 á vegum raforkumálastjóra
og varð fyrst vart við hlaup í ánni
árið 1955, en áin hefur hlaupið með
nokkuð reglulegum hætti síðan að
hans sögn. „Fljótlega kom í ljós að
þetta voru tvenns konar hlaup sem
talsvert eru frábrugðin hvort öðru.
Annars vegar eru hlaup úr vestari
katlinum við Grímsvötn sem eru miklu
minni hvað varðar hámarksrennsli og
heildarvatnsmagn. Hins vegar er eystri
ketillinn, þaðan sem öll stærri hlaup
hafa komið,“ segir Árni. En katlarnir
eru taldir vera í tengslum við jarðhita-
svæði Grímsvatna.
Segir Árni ennfremur að fyrsta
stóra hlaupið eftir að vatnshæðarsíriti
var settur í ána 1967 hafi orðið 1970,
en þá mældist rennslið mest 1.380
mVsek., sem er á við 276 Elliðaár.
Einnig sé hlaupið frá 1984 mjög stórt,
þá mældist rennslið 1.440 mVsek., sem
er á við vatnsmagn 288 Elliðaáa.
„Skýringin á því að vatnið hleypur að
þessu sinni í Hverfisfljót er væntanlega
sú að Síðujökull hljóp fram í vetur.
Þegar jökullinn skríður lækkar hann
og það ásamt þrýstingsbreytingum
getur nægt til þess að beina hlaupinu
inn á nýtt vatnasvið."
13 milljónir tonna af auri
Skaftárhlaupum fylgir jafnan mikill
aur og stendur héraðinu, það er Skaft-
árhreppi, mikil ógn af hamskiptum
árinnar. Ekki er ljóst hversu mikið
barst fram með hlaupinu nú en sam-
kvæmt mælingum Orkustofnunar var
heildarsvifaur í síðasta hlaupi, sem
varð 1991, um 2,4 milljónir tonna.
„Svifaur er það sem flyst með vatninu
en svo er heilmikið af sandi og aur
með botni sem mælist ekki enda verð-
ur grófara efnið eftir,“ segir Árni. Var
haidin ráðstefna í mars á þessu ári á
vegum Landgræðslu ríkisins og Land-
græðslufélags Skaftárhrepps og þar
kom fram í máli Páls Imslands hjá
Raunvísindastofnun Háskóla íslands
að mælir við Sveinstind, sem er um
20 kílómetra frá upptökum Skaftár,
hefði mælt frá þremur upp í níu tonn
af auri á sekúndu í hlaupum í ánni.
Sagði Páll að áætlað væri að 13 millj-
ónir tonna af gruggi hafi borist með
árvatninu í síðustu fjórum hlaupum.
Þegar áin hleypur flæðir vatnið upp
úr farveginum og breiðist um næsta
nágrenni og segir Ámi að við Skaftá
renni það á hraunið þar sem vatnið
lóni uppi og aurinn falli út. „Það er
þessi aur sem fýkur af stað, og oft
er um að ræða jökulleir, sem er mjög
fíngerður, og sand sem veldur gróður-
eyðingu. Hlaupið í Hverfisfljóti var til
dæmis það mikið að það mun bitna
verulega á gróðri í nágrenninu. Við
sjáum það ljóslega að vatn hefur kom-
ið upp á hraunið og mun hafa mjög
skaðleg áhrif á gróðurfar. Og hvað
Skaftá varðar getur enginn hamið
gróðureyðingu af hennar völdum nema
með gríðarlega miklum fjármunum,"
segir Árni.
Afleitt ástand
Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur
hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, segir ástand á gróðri á nokkrum
svæðum í grennd við Skaftá afleitt.
„Þetta versnar ár frá ári og það er
ljóst að sandur kemst einhvern tíma í
Lakagíga þótt ómögulegt sé að segja
fyrir um hvenær það verður,“ segir
Olafur. Sandur hefur þegar fokið í
nokkra gíga að hans sögn og er búið
að kortleggja eyðilegginguna í hrepp-
inum. í framhaldi af því hafa heima-
menn stofnað Landgræðslufélag
Skaftárhrepps sem fyrr var getið.
„Önnur svæði eins og til dæmis Eld-
hraunið hafa orðið fyrir barðinu á foki
og þar er sandur að ganga yfir gamb-
urmosann, sem er mjög sérstætt nátt-
úrufyrirbæt'i." Einnig segir Ólafur að
svæði við Syðri-Ófæru hafi farið undir
sand í tveimur síðustu hlaupum og
hætta sé á að eyðingin ágerist með
hverju ári. Hann segir að erfitt sé að
segja nákvæmlega fyrir um hvernig
þróunin verði en ekki sé óalgengt að
eyðiieggingin fari hægt af stað en
taki síðan einhver stökk. Segir hann
þrennt koma til greina til varnar. í
íyrsta lagi að beita fyrirhleðslum til
að koma í veg fyrir að land fari undir
árvatnið í hlaupum. í öðru lagi að búa
til varanleg lón til að koma í veg fyr-
ir fok og í þriðja lagi að búa til varnar-
garða með því að sá mel til að hefta
sandfokið.
Tungulækur og Grenlækur renna
út í Skaftá í Landbroti og á þessum
slóðum renna einnig Eldsvatn og Jóns-
kvísl í Meðallandi sem allt eru mikil
veiðivötn. Eldvatnið er til dæmis talin
vera besta sjóbirtingsá landsins og
vatnið undan hrauninu hefur verið
nýtt vegna bleikjueldis. Bændur í ná- .
grenninu eiga því talsverðra hags- '
muna að gæta. Nú fer fram að beiðni
Vegagerðarinnar, Landgræðslunnar
og Skaftárhrepps úttekt á vegum
Orkustofnunar á lindarrennslinu und-
an Skaftáreldahrauni og Landbrots-
hrauni til að kanna afleiðingar þess
verði ekkert að gert og eins ef til ein-
hverra ráðstafana verði gripið. Frey-
steinn Sigurðsson jarðfræðingur og
Kristinn Einarsson vatnafræðingur
standa að rannsóknunum og hafa gert
ýmsar mælingar í samvinnu við heima-
menn.
Beðið eftir stærra hlaupi
Árni Snorrason segir nokkuð náin
tengsl milli Skaftár og grunnvatns í “
Landbroti og sé verið að bíða eftir
stærra hlaupi til þess að átta sig betur
á tengslunum. „Áður en menn gera
eitthvað við farvegina verða menn að
átta sig betur á þessum tengslum sem
er markmiðið með rannsókninni. Þau
koma skýrast fram þegar hleypur því
þá fer vatnið inn á hraunið. Það er
svo mikið af efnum í hlaupvatninu sem
hægt er að greina í lindum neðar í
sveitinni. Verið er að glíma við marga
þætti og spurningin er auðvitað sú
hvar hagsmunirnir eru mestir og þann-
ig verða menn að vinna þetta,“ segiiy
Arni en þættirnir eru uppblástur, land-
eyðing og grunnvatnsáhrif. „Við erum
að tala um gróðureyðingu í byggð og
það má hugsa sér að með tíð og tíma
fyllist hraunið algerlega af sandi, ef
þetta er algerlega látið óáreitt. Það
er ekki langt í það að sandfokið fari
að ógna allri byggð á svæðinu. Við
sjáum hvað hefur gerst frá 1955 og_
þetta vex ár frá ári,“ segir hann loks.