Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
ÞÓRA SNÆDAL
+ Þóra Guðný
Jónsdóttir Snæ-
dal fæddist að
Brautarholti,
Vopnafirði, 5. októ-
ber 1910. Hún lést
12. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jón
Halldórsson Snæd-
al, Fagradal,
Vopnafirði, og kona
hans, Ragnhildur
Rannveig Einars-
dóttir Snædal, ætt-
uð úr Suðursveit.
Systkini hennar
voru Halldór Vilhelm Júlíus,
hálfbróðir af fyrra
hjónabandi föður
hennar, og alsystkin
Einar Benedikt, Ósk-
ar Sigurjón og Helga
María. Frá Vopna-
firði fluttist Þóra með
foreldrum sínum
þriggja ára gömul til
Eskifjarðar. Þar bjó
fjölskyldan á ýmsum
stöðum, m.a. í Skuld
og í Bröttuhlíð. 29.
nóvember 1929 giftist
Þóra eiginmanninum,
Jóni Kristni Guðjóns-
syni frá Kolmúla.
Hjónin eignuðust 12 börn og eru
9 þeirra á lífí: Ranghildur, Guð-
jón Einar, Jón Snædal, Gísli,-
Guðni Þór, Kristín Selma, Auð-
bergur, Þorvaldur og Helga
Ósk. Einn dreng, Illuga Kristin,
misstu þau sjö ára gamlan og
tvær stúlkur misstu þau við
fæðingu. Afkomendur Þóru og
Jóns eru nú komnir á annað
hundrað.
ÞEGAR samferðafólk lýkur lífs-
göngu sinni, sem áður hefur veitt
vermandi geislum á veg manns, fer
ekki hjá því að gullnar minninga-
myndir glitri, skærar og skírar en
ella. í daganna rás hafa þær veitt
okkur auðlegð, öllu dýrri, auðlegð
með ívafí ástúðar sem oft er um of
í fylgsnum hugans falin, en öðlast
á ný líf og ljóma, þegar leitað er
eftir og litið til baka.
Snar þáttur í lífsgæfu okkar er
fólginn í því að eiga farsæla fylgd
með samferðafólkinu, mega njóta
gjöfulla brosa, hlýrra handtaka,
vænna verka og vera helzt veitandi
sem þiggjandi í senn.
Eftir því sem árum fjölgar finnur
maður betur dýrmæti þess að hafa
átt góða og sanna samferðamenn,
sem aldrei brugðust kalli á ævivegi.
Hún Þóra Snædal er horfin okk-
ur, heilsteypt kona höfðinglundar,
hjartahlý, einlæg og sönn heiðurs-
kona. Alþýðukona erfiðisins um
ævidaga, atorkukonan sem ævin-
lega setti í öndvegi uppeldisstarfið
og hag heimilisins, um leið og hún
var hugsjónakona, sem átti sína
drauma um betri og bjartari heim,
um jöfnuð, réttlæti og bættan hag
þeirra sem halloka fóru á einhvern
veg. Hún vildi að verkalaun færu
Þrír vandaðir farsímar
fyrir nýja GSM farsímakerfið
Ericsson Pocket GH 337
Léttur og handhægur GSM farsími,
hentugur í vasa og veski.
Ericsson Pocket vegur aðeins um
197 gr og sendistyrkurinn er 2 wött.
Minni fyrir númer og nöfn.
Hleðsluspennir fyrir rafhlöðu. A
Motorola 7200
Lítill og léttur
GSM farsími flH
frá Motorola
á góðu verði.
Sendistyrkurinn
er 2 wött. Símanum fylgir
innbyggt, óbrjótanlegt ioftnet
sem draga má út. Flipi er á símanum
sem lokartakkaborðinu. 100 númera
skammvalsminni er (símanum. Aukarafhiaða
og fullkomið borðhleðslutæki fylgir.
Hagenuk MT 2000
Hagenuk síminn er.ódýr og sterkur
GSM farsími með innbyggðum s(m-
svara fyrir nöfn og talnaboð. Síminn
er einfaldur í notkun. Síminn hefur
99 númera skammvalsminni, bæði
fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir
fyrir rafhlöðu.
■ Fjöldi fylgihluta er fáanlegur.
Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeild Ármúla 27, sími 91-63 66 80
Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90
Söludeild Kirkjustræti, 91-63 66 70
og á póst- og símstöðvum um land allt.
VISA og Eurocard
raðgreiðslur.
6 h<1íionuk
eftir eðli starfs og mikilvægi, erfiði
þess og raunverulegri ábyrgð, en
ekki lögð á mælistiku kaldrar auð-
hyggju. Hennar sjónarmiðum var
hollt að kynnast, engin hálfvelgja,
engin undanbrögð, lífsreynslan
sjálf og glögg eigin athugun sam-
einuð í einni mótaðri lífsskoðun.
Það fór heldur ekki milli mála
hver gæfukona Þóra var í öllu
einkalífi sínu en ekkert fær meir
mótað okkur en hversu þar tekst
til. Hún fékk þar höndlað gæfunnar
gullna hnoða.
Eiginmaður Þóru, Jón Kr. Guð-
jónsson, er látinn fyrir nokkrum
árum en þau hjón voru einstaklega
samhent og samhuga.
Þegar ég kom heim að Hólmum
til þeirra hjóna, ungur maður og
óreyndur, til að leita liðsinnis
þeirra, var þar hvergi að tómum
kofa komið hvað þjóðfélagsleg við-
horf varðaði. Þau voru hert í eldi
harðrar baráttu á Eskifirði í
skugga heimskreppunnar og sam-
félagssýn þeirra öll meitluð og
markviss í senn, og að loknum
þeim samfundum fann ég ljóslega,
hversu trygga liðsmenn hugsjón
sósíalismans átti í þeim báðum,
hversu vel grunduð hin glögga
sannfæring þeirra var, byggð jöfn-
um höndum á lífsins reynslu og
ljósum kenningum.
Þóra átti sannarlega annríkt um
dagana, barnahópurinn var stór og
bóndakonan ekki bundin önn inni
við einni, en þá mun hafa komið
sér vel hversu myndvirk hún var
og samfara dugnaðinum átti hún
glaðværa lund og létta, sem brá
sínum ljóma á eril daganna og auð-
veldaði lífsstritið.
Þóra var fædd og uppalin á Eski-
firði og þar bjuggu þau hjón fyrstu
búskaparár sín, en fluttu svo að
Hólmum í Reyðarfirði og bjuggu
þar í rúman aldarfjórðung, en þá
lá leiðin á Eskifjörð á ný og þar
undu þau til endadægurs.
Þessum tveim austfirzku fjörð-
um var því ævi hennar bundin og
Þóra var Austfirðingur eins og
þeir gerast beztir. Hún var hrein
og bein, kom til dyra eins og hún
var klædd, einörð og hreinskiptin,
en umfram allt alúðleg Og stutt í
bjart bros ævinlega, vinur vina
sinna og þess fékk ég svo sannar-
lega að njóta.
Ekki síður naut Magnús sonur
minn þess er hann var hjá þeim
hjónum um tíma við einstaklega
gott atlæti, honum þótti sem hann
væri heima hjá sér, svo var vakað
yfir velferð hans.
Langri og farsælli lífsgöngu er
lokið og eftir lifir ágæt minning þar
sem margir hafa svo mikið að
þakka. í bijósti mér ymur strengur
' eftirsjár og trega, þegar þessi
mæta vinkona mín er kvödd hinztu
kveðju. Við Hanna færum börnum
hennar og aðstandendum öðrum
einlægar samúðarkveðjur.
Fylgdin er þökkuð heilum hug,
hollráð og blessunarorð geymd í
þökk og þögulli virðingu fyrir
mannkostakonu.
Blessuð sé björt minning Þóru
Snædal.
Helgi Seljan.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minn-
ingargreinum fylgi á sér-
blaði upplýsingar um hvar
og hvenær sá, sem fjallað
er um, er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans
fer fram. Ætlast er til að
þessar upplýsingar komi að-
eins frarti í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í
greinunum sjálfum.