Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrstu réttir haustsins um helgina Hvammstanga. Morgunblaðið. FYRSTU réttir haustsins voru um helgina í Hrútafirði og Mývatnssveit í ágætis veðri. Að sögn gangnastjóra Hrút- firðinga, Þorsteins Sigur- jónssonar á Reykjum, gekk vel að smala heiðina. Sumir gangnamenn gista um nótt í heiðarskála en aðrir koma upp að morgni og smala þeir saman niður. Féð virð- ist með fæsta móti, bæði fækkar í hjörðum manna og eins flytja sumir bændur aðeins hluta fjárins á heið- ina. Sungið í gömlu Gunnlaugsbúð Réttarstemmning er ávallt góð við Síká og í vistlegu kaffihúsi taka menn lagið. Veitingaskálinn var áður verslun, Gunnlaugsbúð við Grafarvog í Reykjavík. EYJÓLFUR á Bálkastöðum, Guðmundur á Mýrum og Theodór á Sveðjustöðum bera saman bækur sínar við réttarvegginn. Morgunblaðiö/Karl A. Sigurgeirsson. ÁGÆTIS veður var þegar Hrútfirðingar réttuðu við Síká á laugardag. Listahátíð í Hafnarfirði skuldar 6 inillj. Seldu höggmynd sem listamaður gaf hátíðinni BÆJARSJÓÐUR Hafnarfjarðar keypti höggmynd sem mexíkóski listamaðurinn, Alberto Guitarrez, gaf Listahátíð í Hafnarfirði hf. sum- arið 1993 á þrjár milljónir kr. Lista- maðurinn fékk enga greiðslu enda hafði hann gefið verkið og rann greiðslan beint til Listahátíðar í Hafnarfirði hf. Skuld Listahátíðar- innar við Hafnarfjarðarbæ er rúmar 6 milljónir kr. Listahátíð Hafnarfjarðar hf. seldi Hafnarfjarðarbæ höggmyndina 1. júlí 1993, en þá hafði Listahátíð Hafnarfjarðar hf. átt myndina í nokkrar vikur. Kaupin fóru fram um svipað leyti og Ingvar Viktors- son tók við sem bæjarstjóri í Hafn- arfirði af Guðmundi Áma Stefáns- syni. Ingvar Viktorsson kvaðst ekki þekkja þetta mál. Gunnar Rafn Sig- urbjörnsson, bæjarritari Hafnar- fjarðar, segir alls óvíst hvort um- ræddur reikningur hafi komið fyrir sjónir bæjarstjóra. Sex milljónir í skuld Gunnar Rafn segir að Alberto Guitarrez hafi gefið Listahátíð Hafnarfjarðar hf. höggmyndina og bæjarsjóður Hafnarfjarðar hafí síð- an keypt listaverkið af listahátíðinni á þrjár milljónir kr. Listaverkið stóð mestan hluta sumars 1993 við Hafnarborg og var ætlunin að flytja það í höggmyndagarð Hafnarfjarð- ar á Víðistaðatúni, en hann var stofnaður sumarið 1991 með gjöf nokkurra erlendra listamanna á listaverkum eftir sig. „Það dróst og var verkið því flutt á geymslusvæð- ið í Kapelluhrauni sem er girt svæði þar sem er sólarhringsvakt. Það er gert ráð fyrir því að það verði fiutt þaðan í höggmyndagarðinn,“ segir Gunnar Rafn. Listahátíð Hafnarfjarðar hf. er hlutafélag sem stofnað var til að halda listahátíð í Hafnarfirði. Það er í eigu nokkurra einstaklinga, er, Hafnaríjarðarbær á ekkert í féíag- inu. í stjóm þess sitja Sverrir Ólafs- son, myndlistarmaður, Gunnar Gunnarsson, tónlistamaður, og Örn Óskarsson, tónlistamaður. Gunnar Rafn segir að Listahátíð Hafnarfjarðar hf. skuldi bæjarsjóði í dag rúmar sex milljónir króna. Hann segir að stjórnendur Hafnar- fjarðarbæjar hafi enn ekki tekið ákvörðun um hvernig tekið verði á þessari skuld. Samþykkt verkamannafélagsins Dagsbrúnar um gerð kjarasamninga • / Sjalft með for- ræði samninga STJÓRN verkamannafélagsins Dagsbrúnar samþykkti á stjómar- fundi um helgina að félagið fari sjálft með forræðið í næstu kjara- samningum, sem em lausir um áramót, og að leitað verði sam- starfs við önnur verkalýðsfélög á sama vettvangi um samvinnu við samningagerðina. Samkvæmt heimildum blaðsins er þar um að ræða önnur verkalýðsfélög á höf- uðborgarsvæðinu og á Suðumesj- um. Stefnt er að því að Ijúka undir- búningi samninga í þessum mán- uði og óska eftir viðræðum við viðsemjendur sem fyrst í október- mánuði, en meginkrafa félagsins er lagfæring lægstu launa og að lægstu launin hækki mest. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að á stjórnarfundinum hefði verið sam- þykkt að vera ekki í samfloti í þeim kjarasamningum sem fram- undan væm sem væri eins upp- byggt og samflotið í síðustu tvenn- um samningum, en þar hefði áhrifa félagsins ekki gætt eins og skyldi. Síðustu samningar hefðu endað í algjörri uppgjöf að hans mati án þess að samið væri um nokkrar kauphækkanir. Þó samn- ingamir hefðu falið í sér nokkrar úrbætur í atvinnumálum hefðu þær verið hverfandi litlár. Kaup- mátturinn hefði rýrnað á samning- astímanum og það væri gífurlegur þungi í félagsmönnum yfír þeim lágu töxtum sem í gildi væru og eins yfir því hvað yfirvinna hefði 'minnkað mikið, en algengt hefði verið að yfirvinna væri 35-40% af heildarlaunum verkamanna. Það horfði þunglega í atvinnumál- um verkamanna í vetur og hann kviði vetrinum. Á sama tíma birt- ust í sífellu fregnir í fjölmiðlum af fyrirtækjum sem væru að skila stórgróða. Tiltekin mál sameiginleg Guðmundur sagði að stjómin hefði samþykkt einróma að fara ekki inn í þessu stóru samflot undir forystu Alþýðusambands ís- lands. Hins vegar kæmi til álita að tiltekin mál sem snertu hags- muni allra launþega yrðu á sam- eiginlegu borði eins og til dæmis krafan um lágmarkslaun og afnám lánskjaravísitölu. Hann sagði að félagið myndi efna til vinnustaða- funda á næstunni til að undirbúa samningagerðina og trúnaðar- menn yrðu kallaðir saman. Stefnt væri að því að ljúka undirbúningi kröfugerðar í þessum mánuði, og óska eftir viðræðum við viðsemj- endur strax í byijun október. Fimm með fíkniefni á 2 vikum Keflavík - Þijátíu og sex ára gamall Reykvíkingur var tek- inn með nokkur grömm af kannabis þegar hann var að koma til landsins frá Amster- dam á sunnudaginn. Undanfama daga hefur ftkniefnadeild lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli tekið fímm íslendinga sem hafa ýmist verið með fíkniefni eða tæki til neyslu þeirra. Ekki hefur verið um mikið magn að ræða, nokkur grömm í hvert sinn og voru viðkom- andi á leið til landsins frá Evrópu og Bandaríkjunum. Mæðraskoðun fari í Fæðingarheimili Fjárfrekar breytingar á húsinu ef glasafrj ó vgunardeildin flyttist Lestrarnámskeið fyrir kennara LÍKLEGRA þykir nú að mæðra- skoðun fremur en glasafijóvgun- ardeild flytjist af Landspítala í Fæðingarheimilið við Eiríksgötu. Ásamt starfseminni verður rekin fæðirigardeild, með fæðingarað- stöðu og sængurkvennagangi, í húsinu. Hagstæðari flutningar Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs Landspítala, sagði að húsið væri gamalt og til að fullnægja öllum skilyrðum vegna viðkvæmrar starfsemi glasafijóvgunardeildarinnar þyrfti að gera á því fjárfrekar breyting- ar. Breytingar vegna mæðraskoð- unar yrðu ekki jafn umfangsmikl- ar og því þætti hagstæðara að flytja þá starfsemi í húsið. Við flutning mæðraskoðunarinnar á fyrstu og hálfa aðra hæð heimilis- ins fengi glasafijóvungardeild húsnæði hennar í spítalanum. Hönnun vegna starfsemi fæðing- ardeildar með rúmum fyrir 16 til 18 sængurkonur á þriðju og hálfri annarri hæð Fæðingarheimilisins stendur yfir. Starfsemi fyrir jól Endanleg ákvörðun vegna ann- arrar starfsemi en fæðingardeildar verður tekin á næstunni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega og starfsemi hefjist fyrir jól. NÁMSKEIÐ í lestrartækni fyrir kennara er nú haldið á vegum Iðnskólans í Reykjavík. Gyða Stefánsdóttir er að kynna tækni sem kennd er við Helen Irlen og hún lærði í Bandaríkjunum. Tæknin byggir á því að nota litaðar glærur og lituð gleraugu til að hjálpa nemendum, sem eiga við sérstaka námserfið- leika að stríða, við lestur. Gyða segir að Helen Irlen hafi uppgötvað þessa tækni fyrir til- viljun árið 1981. Hún hafi síðan þróað hana á þann hátt að börn viiji lesa í gegnum glærurnar. Þessari tækni fylgja líka lituð gleraugu sem auðvelda börnum enn frekar lestur. Að sögn Gyðu er markmiðið með þjálfuninni að nemendur geti lesið án hjálpartækja að henni lokinni eða a.m.k. gert sér mun auð- veldara fyrir. Iðnskólinn ákvað fyrir tveimur árum að taka upp þessa tækni og hefur hún verið notuð með góðum árangri. Námskeiðið nú er lokaáfangi í námi Gyðu og veitir henni réttindi til að kenna kennurum. Ann Wright frá Bretlandi kennir með Gyðu á námskeiðinu og veitir henni réttindin að námskeiðinu loknu. Á námskeiðinu læra kennararn- ir að greina nemendur með sér- staka námserfiðleika og einnig að nota glærur og gleraugu til lestrarkennslu. I > f i í S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.