Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lífsorkan í lit
JÓHANNA Bogadóttir: Höfuðskepnur. 1993-94.
MYNPOST
Ilafnarborg
MÁLVERK
JÓHANNA BOGADÓTTIR
Opið alla daga nema þriðjudaga
kl. 12-18 til 19. september.
Aðgangur ókeypis.
HVAÐ sem almannarómur segir,
vita þeir sem til þekkja að góðir lista-
menn eru stöðugt að; mörg verk á
ýmsum framkvæmdastigum fylla
vinnustofumar, skipulag sýninga
langt fram í tímann er í sífelldri
endurskoðun, og dag hvern kvikna
nýjar hugmyndir af minnsta tilefni
um stórfengleg verkefni, sem bíða
eftir að brjótast fram.
Það kann því að vera eitt erfið-
asta viðfangsefni virkra listamanna
í okkar litla landi að einbeita sér að
ákveðnum áföngum — og þar með
að sýna ekki of oft, til þess að list-
unnendur fái ekki of stóran skammt
í einu, ef svo má að orði komast.
Jóhanna Bogadóttir er ein okkar
dugmiklu listamanna, sem alltaf er
að verki. Þetta er þriðja einkasýning
hennar á höfuðborgarsvæðinu á inn-
an við tveimur árum (í Listhúsinu í
Laugardal í desember 1992, Lista-
safni ASÍ í maí 1993), en auk þess
setti hún í vor upp einkasýningu í
Vestmannaeyjum, tók þátt í samsýn-
ingu í Norðurlandahúsinu í Færeyj-
um og hélt sýningu í New York á
vegum American Scandinavian Fo-
undation, sem eru samtök norrænna
vinafélaga í vesturheimi.
Því mætti ætla að nóg væri kom-
ið af verkum Jóhönnu I bili, en svo
er alls ekki; listunnendur eru löngu
búnir að átta sig á, að í myndum
hennar er að ávallt hægt að taka
eftir nýjum atriðum, nýjum litatón-
um, annarri myndbyggingu en áður.
Hér sýnir hún einnig nokkurn flokk
vatnslitamynda, sem hún hefur ekki
gert áður, og er fróðlegt að sjá
hvemig sá miðlill nýtist við þau
vinnubrögð, sem einkenna verk
hennar.
í verkum sínum er Jóhanna að
fást við svipuð viðfangsefni og áður
— tilbrigði náttúrunnar í'öllu hennar
veldi, og þá orku, sem geislar af lita-
flæði Iífsins í stóru og smáu. Titlar
verkanna endurspegla þessa breidd
myndvakanna, allt frá „Tilveru" (nr.
2) til „Gróanda" (nr. 18) og „Grænn-
ar veraldar" (nr. 45). Verkin mark-^
ast síðan af dansi litanna um flet-
ina, og fremur en áður tekur sýning-
argesturinn hér eftir á hvem hátt
hver mynd er að endingu unnin út
frá ákveðnum litum — grænum, blá-
um, gulum eða rauðum. Það verður
einnig fljótt ljóst hvers vegna lista-
konan á erfitt með að slíta sig frá
hveiju verki, þar sem sífellt hefur
verið bætt við, málað yfír, breytt
um litatóna — allt þar til fletimir
glóa sem sjálfstæðar einingar.
Á sýningunni verður jafnframt
ljóst, að stærðir skipta máli í verkum
Jóhönnu, að því leyti að stærri mynd-
fletir henta betur því vinnsluferli
sem markar verkin. Minnstu mál-
verkin, t.d. „Blái kofi“ (nr. 13) og
„Blátt flug“ (nr. 14) virka aðkreppt
og þröng á meðan stærsta verk sýn-
ingarinnar, „Undir sóiu" (nr. 6) er
ríkulegt og margslungið í rúmum
fletinum. I flestum verkanna er þó
að finna gott jafnvægi lita, forma
og rýmis, og nægir að benda á jafnó-
líkar myndir og „Rauðan glóandi"
(nr. 20) og „Höfuðskepnur" (nr.l)
því til stuðnings.
Nokkrar olíukrítarmyndir nægja
til að staðfesta að sá miðill hentar
vel fyrir flögrandi línuspil þeirra
ímynda, sem Jóhanna festir niður.
Vatnslitamyndimar em öllu misjafn-
ari; þar bregður á stundum fyrir
ofhlæði, en listakonan nýtir miðilinn
best þar sem uppbyggingin er ein-
fold og tær, líkt og í myndröðinni
„í sólskini I-III“ (nr. 26). Smæð
vatnslitaflatarins er einnig oft ókost-
ur fýrir þann myndheim, sem birtist
svo ríkulega í málverkunum.
Jóhanna Bogadóttir er án efa í
hópi okkar besta myndlistarfólks,
og verk hennar endurspegla ekki
síst þá lífsorku, sem felst í forvitni
um tilvemna í kringum okkur.
Áhorfendur eiga ætíð auðvelt með
að tengjast þessum spumingum í
myndverkum hennar, og er rétt að
hvetja fólk til að leggja leið sína í
Hafnarborg næstu vikumar.
Eiríkur Þorláksson
MYNDLISTARNÁMSKEIÐ
EINARS HÁKONARSONAR, LISTMÁLARA
VERÐA HALDIN 1VOGASELI1 (VINNUSTOFU)
INNRITUN ALLA DAGA í SÍMA 71575
Byrjendaflokkur
26. sept. - 27. okt.
Teiknun og málun.
Mánud. - fímmtud.
kl. 17.30-19.30.
Framhaldsflokkur
26. sept - 27. okt.
Módelteiknun og málun.
Mánud. - fímmtud.
kl. 20.00-22.00.
Aldurslágmark 16 ára.
Hversdagsmyndir
í óvæntu ljósi
BOKMENNTIR
Ljóö
VINDAR HEFJA SIG TIL
FLUGS
eftir Wemer Aspenström. Njörður
P. Njarðvík þýddi. Urta 1994 - 72
síður.
WERNER Aspenström (f. 1918)
er meðal helstu sænskra skálda
sem hafa verið kennd við fimmta
áratuginn (fyrtiotal-
isterna). Eftir hann
hafa komið út fjöl-
margar bækur, sú
fyrsta 1943. Skáld-
skapur Aspenströms
þykir torræður þótt
málfar og setninga-
skipan séu ekki endi-
lega hátimbruð. Efni-
viður ljóðanna er oft
sérkennilegur, hug-
myndauppsrettan er
gjaman framandi og
einkaleg.
Vindar hefja sig til
flugs er úrval úr 17
ljóðabókum skáldsins,
safn 63 ljóða. Hér er um að ræða
íjórðu ljóðabók eftir norræna höf-
unda í þýðingu Njarðar P. Njarð-
vík sem Urta gefur út. Áður hafa
komið út bækur eftir Carpelan,
Tranströmer og Södergran.
Sameiginlegt einkenni á ljóðum
Aspenströms er einlægnin, það er
líkast því að lesandinn heyri rödd
trúnaðarvinar í hverri línu. Yfir-
bragðið er hæglætislegt, stfllinn
er auðskilinn en hugmyndimar
sem fram eru settar ekki endilega
aðgengilegar. Aspenström er
býsna lagið að hafa endaskipti á
viðmiðum þannig að hversdagsleg-
ir hlutir baðast í annarlegu ljósi.
Sannleikurinn er sjaldnast einfald-
ur. Eitthvað fer fram
hjá hefst svo:
Það er ekki þú sem ferð áfram.
Það er myrkur sem fer á móti
þér
og framhjá þér.
Það eru þeir sem hittast sem
eru á ferð,
ekki þú, ekki hér.
Bátur þinn fer ekki áfram.
Það eru öldumar sem fara á
mótiþér
og framhjá þér.
Myndin, sem hér er
dregin upp, byggir á
almennri reynslu. Ein
og sér segir hún svefn-
göngum vanans ekki nokkum
skapaðan hlut, í besta faili rifjar
hún upp geðþekka bemskureynslu.
En hér, eins og í svo mörgum ljóð-
um, notar Asperström einfalda
reynslu til þess að undirbyggja
víðfeðma ályktun. Undir lok ljóðs-
ins opnast sjónhomið og myndin
skírskotar iangt út fyrir sjálfa sig:
Hversu létt fer dauðinn
og þunglega lífið!
Lífið rær báti sínum í örvæntingu
með bamslegum áram.
Lífið vindur upp segl sitt
og seglið kallar á vindinn,
en vindurinn er þreyttur þessa stundina.
Svo virðist sem fátt sé of smátt
í ljóðum Asperströms til að geta
haft sérstaka þýðingu. Alkunna er
hvemig þyrluhljóð er notað sem
váboði í kvikmyndum. í Óði til
þyrlunnar er hið gagnstæða uppi
á teningnum: „Loftfroskur, þú
syngur / ljúfar en næturgaii!"
Sviðsmynd ljóðsins Nýtt fólk vex
úr grasi er sjúkrahús. Hjúkmnar-
maðurinn vinnur afrek í hversdag-
legum atburði sem farið hefði fram
hjá flestum. í augum skáldsins er
atburðurinn tákn um stórsigur í
því smáa og sjálfsagða.
Þýðing Njarðar P. Njarðvík á
ljóðum Aspenströms er á geð-
þekkri íslensku, orðin raðast yfir-
lætislaust niður í vel skiljanlegar
setningar sem þó em ljóðrænar.
Enginn dómur skal lagður á hversu
trúr Njörður er frumtextanum, hér
skortir blekbera nægilega þekk-
ingu á sænskri tungu. Greinilegt
er samt að textinn hefur verið lengi
tálgaður.
Leitt var að hnjóta um áberandi
stafabrengl sem höfðu ratað í
stöku ljóð.
Ingi Bogi Bogason
Werner
Aspenström