Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 19
Góður samleikur
TONUST
KAMMERTÓNLIST EFTIR
KARÓLÍNU EIRÍKSDÓTT-
UR, SMETANA OG BEET-
HOVEN
Flyljendur: Guðný Guðmundsdóttir,
Gunnar Kvaran og Halldór Haralds-
son. Sunnudagur 4. september 1994.
TÓNLEIKARNIR hófust á tríói
eftir Karolínu Eiríksdóttur, sem hún
samdi 1987 og bæði má vera, að
verkið hafi verið betur leikið nú en
þá það var frumflutt eða, að tónmál
verksins búi yfir þeim eigindum að
þola vel geymslu og endurflutning,
sem er þá vegna þess að í því er að
finna frjó góðrar tónlistar. Form
verksins er einfalt raðform, byggt
upp sem einskonar tilbrigði og allt
tónmálið mjög skýrt og var auk þess
mjög vel flutt, sem jók ánægjulega
endurupplifun verksins.
Tríó í g-moll, op. 15, eftir Smet-
ana, er meðal fyrstu verka hans sem
enn eru leikin og þrátt fyrir að Smet-
ana hafi mjög sótt sér fyrirmyndir í
þá vinnutækni, er Liszt var frægur
fyrir (enda var Smetana mjög góður
píanóleikari), átti hann til þau sér-
kenni í tónmáli er gera mörg verka
hans heillandi. Flutningurinn hjá
Tríói Reykjavíkur var í heild góður,
þó stundum væri hljómstyrkurinn við
hærri mörkin og ynni þá gegn verk-
inu og var til óþægðar flytjendunum,
t.d. varðandi tóngæði. Fyrsti kaflinn
og „alternativo" þættimir voru mjög
vel fluttir.
Tónleikunum lauk með Erkiher-
togatríóinu, eftir Beethoven, sem er
mikið og margslungið kammerskáld-
verk og töluverð hólmganga fyrir
píanista að takast á við snjallar leik-
HALLDÓR Haraldsson, Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir.
fléttur meistarans, sem margar
hverja léku í höndum Halldórs. Tríó-
ið var mjög vel flutt einkum fyrsti
og þriðji þátturinn, þó einnig glamp-
aði víða á í glettunni (Scherzo: Alle-
gro). Samleikur félaganna var góður
og samspil viðkvæmra tónhendinga,
svo og einleiksstrófur hjá Guðnýju
og Gunnari voru oft mjög fallega
útfærðar.
Tríó Reykjavíkur var stofnað 1988
og hefur á þeim tíma staðið fyrir
reglulegu tónleikahaldi í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar og heldur nú fram sjötta veg-
aráfangann, á vonandi langri vegferð
sinni. Það sem sérkennir Tríó Reykja-
víkur, er að félagarnir eru mjög ólík-
ir listamenn, góðir en sterkir per-
sónuleikar, „hertir í eldsmiðju" ein-
leikarans og þessi sterku persónuein-
kenni voru í raun töluvert vandamál
í upphafi, sem nú er að taka á sig
samstæða mynd. Kammertónlist er
sú tegund tónskáldskapar, sem er
mjög krefjandi um alla tækni en einn-
ig varðandi túlkandi samvinnu, sem
er í raun meira en samtaka spila-
mennska, því t.d. tríó er ein tónhugs-
un en ekki raddir fyrir þijá einleik-
ara. Það ber að fagna samstarfi þess-
ara ágætu listamanna, sem tónleika-
gestir binda mikla vonir við, varð-
andi góðan flutning kammertónlist-
ar. Tónlistarmönnum hér á landi
hefur hingað til ekki tekist að halda
fram samfelldu starfi við flutning
kammertónlistar og því er Tríó
Reykjavíkur okkar stóra vonin í dag,
sérstaklega vegna ágæti listamann-
anna og að þeim hefur tekist að
halda sínu merki hátt á lofti.
Jón Ásgeirsson
More tölvnr
4Mb minni, 210 Mb diskur, VESA Local Bus,
14" SVGA skjár, lyklaborð og mús
Tilboð írá ki: 104.900,-
^BQÐEIND-
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081
Stórkostlegt ævintýri til Egyptalands, vöggu
heimsmenningarinnar, þar sem þú kynnist umhverfi og
menningarverðmætum Faróanna sem er engu öðru líkt í
mannkynssögunni. Töfrar Kaíró i góðum aðbúnaði á 4ra
stjörnu hóteli og ævintýrasiglingu á ánni Níi með
íslenskum fararstjóra Heimsferða allan timann.
Kr.
90.600
28. september — 3 vikur
11 dagar í Egyptalandi og 10 dagar á Spáni.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
í
Dansráð Islands
tryggir rétta tilsögn
^ansskóli Jóns Péturs og Köru
Bolholti 6, 36645
o0)
ansskóli Heibars Ástvaldssonar
Brautarholti 4, 20345
r azzballettskóli Báru
StfgahlíS 45, sími 813730
ansskóli Hermanns Ragnars
Faxafeni 14, 687580
^ansskóli Sigurbar Hókonarsonar
Aubbrekku 17, 641111
c^>
ansskóli Auðar Haralds
Grensásvegi 12, sími 39600
cdansskólinn
Reykjavíkurvegi 72, 652285
c^)
anslína Huldu
Þarabakka 3, 71200
agný Björk, danskennari
Smiðjuvegi 1, sími 642535
anssmiðjan
Engjateigi 1, 689797 |
Innritun í ofangreindum símum
alla daga vikunnar á milli 13.00 og 19.00 g