Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Norrænir músíkdagar
Atta íslensk
tónverk flutt
HUÓMSVEITARTÓNLEIKAR
með þekktum einleikunim og
stjórnendum setja svip sinn á tón-
listarhátíðina Norrænir músíkdag-
ar sem haldnir verða í Kaupmanna-
höfn 5.-10. september. Einnig
verða haldnir sex tónleikar sem
hveijir um sig eru helgaðir kam-
merverkum frá einu af hinum fimm
Norðurlöndunum og Færeyjum.
Verk eftir íslendinga skipa veg-
legan sess á hátíðinni, en þar verða
flutt verk eftir Lárus H. Grímsson,
Þorstein Hauksson, Atla Heimi
Sveinsson, Snorra Sigfús Birgis-
son, Leif Þórarinsson, Hilmar
Þórðarson, Hauk Tómasson og
Áskel Másson. Verkin eru ijöl-
breytileg - elektrónísk verk, kam-
merverk og stærsta verkið sem
flutt er eftir íslending að þessu
sinni er „Nóttin á herðum okkar“
eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir
hljómsveit, kvennakór og tvo ein-
söngvara, Danska útvarpshljóm-
sveitin leikur verkið undir stjóm
Leif Segerstam og á sömu tónleik-
um frumflytur Manuela Wiesler
flautukonsert eftir norska tón-
skáldið Yngve Slettholm.
Efnisskrá hátíðarinnar er vönd-
uð og er þar fjallað um öll verk sem
flutt verða á þessum músíkdögum
og tónskáld þeirra. Einnig eru
nokkrar greinar um tónlistarmál á
Norðurlöndum, þar á meðal grein
eftir sænska tónlistarfræðinginn
Göran Bergendal sem hann nefnir
„Fragments of an Icelandic Portr-
ait“ eða „Brot úr íslenskri andlits-
mynd“ þar sem hann fjallar um
ísland sem tónlistarland. Hann rek-
ur tónlistarsögu þess stuttlega og
ræðir svo um þá fjölbreyttu eriendu
strauma sem berast inn í landið
með tónskáldum sem mennta sig
nær undantekningarlaust erlendis.
Að hans mati er þetta eitt af sérein-
kennum íslenskrar tónmenningar.
Norrænir músíkdagar eru haldnir
annað hvert ár og skiptast tón-
skáldafélögin á Norðurlöndum á
um að halda þá. Sérstök áhersla
er lögð á flutning nýrra verka á
þessum hátíðum og er eingöngu
flutt tónlist eftir norræn tónskáld.
Norrænir músíkdagar verða næst
haldnir í Reykjavík 1996.
^að er eitthvað bogið við nýiu
/sskápalínuna frá Whirlpool
HLUTFÓU HURD HJED BHEJDODYPT
TEGUND
Sl.GH.
Bogadregin lmaii i liurdunum
á nýju ískápalúiuiini frá
Whirpool gefur milímaiegt
yfirbragd. Um leið er |>að
afturhvarf til fortíðar og því
má segja að gamli og nýi
tíminn mætist í nýju Soft
Look iínunni frá Whirlpool.
190/122 & 180 80 60
242m\% 180 ;80'60
2021% h 179 56 60
204160 m 159 'M 60
KOMDU Oö
Heimilistæki hf
SÆTUNI 8 SlMI 69 15 OO
Umboðsmenn um land allt
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Niels-Henning IX.
opnar RúRek 1994
TONLIST
Hðtcl Saga
TRÍÓ NIELS-HENNINGS
0RSTED PEDERSEN Á
RÚREK-HÁTÍÐINNI
Flytjendur: Niels-Henning Orsted
Pedersen kontrabassi, Ole Koch Han-
sen pianó og Alex Riel tronnnur.
Sunnudagur 4. september 1994.
NIELS-Henning 0rsted Pedersen
opnaði RúRek-djasshátíðina sl.
sunnudagskvöld með tónleikum í
Súlnasal Hótel Sögu ásamt löndum
sínum, píanistanum Ole Koch Hansen
og Alex Riel trommuleikara. Það var
við hæfi að Niels-Henning hæfi leik-
inn því hann er heiðursgestur hátíðar-
innar og hefur auk þess oftar en aðr-
ir listamenn í þessum styrkleikaflokki
komið til íslands, eða alls níu sinnum,
og í hvert sinn vekur þessi óviðjafnan-
legi listamaður aðdáun.
Efnisskráin á tónleikunum var tví-
skipt. Fyrri hlutinn var helgaður tón-
smíðum flestum eftir Niels-Henning
og þar brá fyrir ýmsum stílgerðum,
svingi, bíboppi, latín og ballöðum og
aðalsólóistinn jafnan Niels-Henning
sem leikur ólíkt öllum öðrum mönn-
um á bassann. í höndunum á honum
er kontrabassinn miklu meira en kjöl-
festan í rytma og hljómum því Niels-
Henning nálgast bassann ekki síst
sem einleikshljóðfæri. Og áheyrend-
ur finna að maðurinn og hljóðfæri
eru eitt. Niels-Henning er kontra-
bassi. Tónlistargáfa af þessu tagi er
sjaldgæf en annar listamaður sem
kemur upp í hugann sem hefur hljóð-
færi sem hluta af sínu sjálfi er sam-
starfsmaður Niels-Hennings til
margra ára, Oscar Peterson. Oscar
er flygill. Þegar þessu ástandi er náð
er ekkert til að hamla listrænni túlk-
un nema andagiftin.
Og hún var í góðu meðallagi í
Súlnasal. Tónleikamir hófust á hröðu
lagi í bíboppanda eftir Niels-Henning
og strax komu fram þeir eiginleikar
sem hafa gert Danann geðþekka að
konungi kontrabassans, hljómurinn,
nær fullkomin tæknin og lagræn
hugsun. Á eftir fylgdu nýlegar tón-
smíðar eftir Niels-Henning sem ekki
voru kynntar frekar.
Seinni hlutinn var helgaður þjóð-
legum stefum víðs vegar að en Niels-
Henning og Ole Koch Hansen hafa
verið ódeigir við að spinna út frá
þessum einföldu melódíum og gæða
þær lífí. Tríó Niels-Hennings flutti
fagnaðarboðskap djassins af fag-
mennsku og bræðralagi þriggja frá-
bærra tónlistarmanna sem þekkja
hvem annan út í æsar. Sérstaklega
voru skemmtilegir „breikkaflar" Ni-
els-Hennings og Alex Riel og spila-
gleðin smitaðist út í salinn. Þeir fé-
lagar voru klappaðir út tvisvar og
enduðu kvöldið á St. Thomas.
Guðjón Guðmundsson
Leikárið hafið í Þjóðleikhúsinu
FYRSTA september fór fram
setning þessa leikárs í Þjóðleik-
húsinu. Framundan er fjölbreytt
verkefnaval á þremur leiksviðum
alls verða 10 verk frumsýnd á
leikárinu; ópera, barnaleikrit,
söngleikur, íslensk leikrit og er-
lend, nútímaverk og sígild.
Sala áskriftarskírteina stendur
yfir og eru kortin nú með nýju
sniði, korthafar hafa m.a. fleiri
valmöguleika en áður. Fyrsta
frumsýning leikársins er 17. sept-
ember, á óperunni Vald örlag-
anna.
DANSSKÓLIHERMANNS RAGNARS
Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík, Símar 687480 og 687580
Kennslustaðir: Faxafen 14 - Frostaskjól - íþróttahús Digraness
Við erum mætt til leiks.
Skóli hinna
vandlátu
Þar sem
þú ert
Innritun
daglega
frá kl. 13-19
ROCK - STEP
Sérfögin okkar eru STEP
og ROCK. Eldhressir tímar með
heillandi tónlist.
Áralöng reynsla af danskennslu.
Ný sveifla á gömlum grunni.
- Stendur enn á gömlum merg -
Nýjustu dansarnir:
DOOP og KAHLÚA GROOF, HIP
HOP, MAMBO OG SALSA.
Nýjustu danslögin á geisladiskum.
tryggir
rétta
tilsögn