Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 23
stjórnvöldum landanna lið, ef
minnsti vafi þykir leika á því, að
allur sovéskur eða nú rússenskur
her hverfi þaðan á brott.
Einnig ber að vinna að því, að
Rússar hverfi með herafla sinn frá
Kaliningrad eða Königsberg, sem
er í krika Eystrasaltsins milli Lithá-
ens og Póllands. Hin mikla herbæki-
stöð þar raskar öllu eðlilegu jafn-
vægi á þessum slóðum og ekki er
með nokkrum rökum unnt að halda
því fram, að hún sé nauðsynleg til
að tryggja öryggi Rússlands. Engin
nágrannaþjóðanna á þessum slóð-
um hefur mátt til að ógna þessu
öryggi.
Mikilvægi Kóla-skaga
Þeir, sem búa í nágrenni Rúss-
lands, hafa áhyggjur af óvissu, sem
þar ríkir. Einnig óttast margir þau
sjónai-mið rússneskra þjóðernis-
sinna, að rússneski herinn hafi sér-
stökum skyldum að gegna fyrir þá
að minnsta kosti 25 milljón Rússa,
sem búa í næstu nágrannalöndum
Rússlands. Sú hætta er talin raun-
veruleg, að Rússar líti þannig á,
að þeir hafí einhvers konar rétt til
hernaðarlegrar íhlutunar í næsta
nágrenni sínu vegna þessa fólks.
Um leið og Norðurlandaþjóðir
fagna brottflutningi léifanna af sov-
éska heraflanum frá Þýskalandi og
Eystrasaltsríkjunum, er þess
minnst, að á gamla Leníngrad-her-
stjórnarsvæðinu fyrir austan Finn-
land hefur lítið dregið úr hernaðar-
mætti. Fyrir norðan Finnland og
Svíþjóð og austan Noreg er síðan
Kóla-skaginn.
Kóla-skagi er enn aðsetur helstu
herstöðva Rússlands og mikilvægi
þeirra minnkar alls ekki. Þvert á
móti bendir flest til þess að Kóla-
skagi og hafnirnar umhverfis Múr-
mansk verði helsta kjarnorkuvopna-
búr Rússa og risakafbátarnir, sem
þeir halda áfram að smíða, verði á
sveimi í Norðurhöfum og á Norður-
Atlantshafi. Ekkert ríki annað en
Bandaríkin megnar að veita hæfi-
legt mótvægi við þessum rússneska
vígbúnaði. Það er að mínu mati
jafnbrýnt og áður, að Bandaríkin
hlutist til um gæslu öryggismála á
norðurslóðum. Ber íslendingum að
leggja sitt af mörkum með sam-
starfi sínu við Bandaríkjamenn á
þann veg, að það komi öllum Norð-
urlöndum til góða.
ísland er í annarri stöðu en hin
Norðurlöndin vegna varnarsamn-
ingsins við Bandaríkin. Þau telja
öryggishagsmunum sínum best
borgið með aðild að stærri heiid,
Evrópusambandinu, sem myndi
mótvægi gegn öflugu ríki í austri,
Rússlandi. Aðildin að Atlantshafs-
bandalaginu og sérstaklega varnar-
samningurinn við Bandaríkin
tengja okkur slíkri heild. Þegar nær
dregur þjóðaratkvæðagreiðslum um
aðild Finnlands, Svíþjóðar og Nor-
egs að Evrópusambandinu, verður
meiri áhersla lögð á nauðsyn aðild-
ar vegna öryggishagsmunanna.
Það blasir við lýðræðisþjóðunum
í Vestur-Evrópu, að nauðsynlegt er
að Eystrastaltsríkin, Pólland og
önnur ríki í Mið- og Austur-Evrópu
geti búið við sömu aðstæður og þær
í öryggismálum. Eftir að síðustu
léifar sovéska hernámsliðsins eru á
brott frá þessum löndum, ætti að
vera auðveldara að leysa úr þessum
vanda.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjnvik.
Off nú er hann
tvöfaldiir!
Verður haxin
100
milljóiiir?
| Grilljónauppskrift Emils:
1. Skundaðu á næsta
sölustað íslenskrar getspár.
2. Veldu réttu milljónatölurnar
eða láttu sjálivalið um getspekina.
3. Snaraðu út 20 krónum
fyrirhverja röð sem þú velur.
4. Sestu í þægilegasta stólinn
í stofunni á miðvikudagskvöldið
og horfðu á happatölurnar
þínarkrauma í Víkingalottó
pottinum í sjónvarpinu.
5. Hugsaðu um allt það sem
hægt er að gera fyrir 100 milljónir.
Verði ykkur að góðu!
Skeifunni 17 - Sími 681665
* dpi = punkta upplausn á tommu. RET = HP upplausnaraukning.
...við allra hæfi!
HP DeskJet 1200C ertoppurinn á meðal
lítaprentara. Hraðvirkur. Hágæða prentun.
Fjórskipt bleksprautun. 300x600 dpi
+ RET'. 2 MB minni (stækkanlegt).
85.500,-
Tæknival
HP DeskJet 560C er nýr litaprentari
sem vekur athygli. 300x600 dpi
+ RET*. Hraðvirkur prentari.
Vönduð litaprentun.
BRYNJAR HÖNNUN / RÁÐGJÖF