Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Lengi getur
vont versnað
ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarút-
vegsins er nú tekinn til starfa og
hefur stjórn sjóðsins haldið tvo
fundi þar sem samþykktir voru
hvorki meira né minna en 800 millj-
óna króna úreldingarstyrkir segir
Morgunblaðið í dag (28 ágúst).
Hvað nægir það fyrir mikilli
flotastækkun?
Vísindamönnum sem sótt hafa
án minnsta árangurs í áratug um
bara brot af einni milljón til rann-
sókna á fiskveiðunum, sókninni eða
fiskistofnunum og hruni þeirra hlýt-
ur að finnast mikið til
um örlætið, og vænt-
anlega verða nú haldn-
ir fleiri fundir. Og hvað
geta svo útgerðar-
mennirnir fengið fyrir
800 milljónir. Jú, eftir
því sem maður heyrir
geta þeir víst keypt og
greitt út í hönd eina
80 gamla kanadíska
tombólutogarara og
stækkað þar með flot-
ann um segjum 30 þús
rúmlestir. Og þótt þeir
gerðu meiri kröfur til
skipanna gætu þeir
sjáífsagt keypt öll
hentifánaskip íslendinga eða ný til
að tvöfalda hentifánaflotann. Þeir
gætu líka keypt fleiri togara eins
og Sigli, stærsta skip íslenska flot-
ans.
Reksturinn er Iíka á
kostnað almennings
Jafnvel nýju Guðbjörgina, flagg-
skip flotans, gætu þeir sjálfsagt
keypt ef hún færi á nauðungarupp-
boð sem hún gerir nú vonandi því
þetta nýja skip hvorki stækkar
kvótann né styrkir þorskstofninn.
Hún veiðir því auðvitað alls ekki
neitt nema það sem hún tekur frá
öðrum og aflar þjóðarbúinu minna
en alls engra tekna en veldur því
gífurlegum tilkostnaði.
Er verið að úrelda
nýtanlegan búnað?
800 milljónir fá útgerðarmenn-
irnir fyrir að henda í þróunarsjóðinn
2.500 rúmlestum af ónýtum skips-
hræum sem enginn mundi vilja
gera út eða kaupa fyrir nokkurn
pening. Af þeim eru útgerðarmenn-
irnir búnir að hirða allt fémætt þar
með talinn allan kvótann. Þróunar-
sjóðurinn vill ekkert hafa með kvóta
skipanna og varla fer hann að óska
eftir veiðarfærunum eða fiskleitar-
tækjunum. Það mundi bara minnka
sóknina, og ekki mundi þróunar-
sjóðurinn vilja stuðla að því.
Enn má ýta vandanum yfir
til næstu stjórnar
Mér þykir einsýnt að þeir sem
stjórna fiskveiðum íslendinga gera
það sem í þeirra valdi stendur til
að koma íslendingum í stöðu Fær-
eyinga. Sjávarútvegsráðherra hefur
lýst því yfir að hann sé engin fjár-
festingarfóstra fyrir útgerðarmenn
og öllum hömlum og takmörkunum
á fiskiskipakaupum hefur nú verið
aflétt með nýju lögunum. Þeir mega
því víst kaupa öll þau skip sem
þeim sýnist og útbúa þau eins stór-
um veiðarfærum og dýrum fiskleit-
artækjum og þeir geta. Fiskveiði-
sjóður mun meira að segja lána
þeim fýrir þeim og nú hefur sem-
sagt þróunarsjóður veitt útgerðar-
mönnum 800 milljón króna styrki
til að endurnýja sín fiskiskip. Aldrei
hefur flotinn stækkað jafnört og
nú eða um a.m.k. 10 þús rúmlestir
á ári. Aldrei hefur hann heldur far-
ið svo mikið fram úr tillögum fiski-
fræðinga. Á síðasta ári fór flotinn
70% fram úr þorskveiðitillögum
fiskifræðinga og fer a.m.k 30-40%
fram úr tillögum þeirra í ár. Þá er
ekki meðtalið allt sem flotinn hefur
hent vegna kvótaleysis eða vegna
þess að fiskurinn er of lítill eða of
stór í flökunarvélarnar. Eða þá bara
drepið og misst þegar togað hefur
verið svo lengi að risaflottrollin, þau
langstærstu í heimi, rifna undan
þunganum.
Er ekki í lagi þótt
þorskinum sé hent?
Grásleppukarl segir frá því í blöð-
unum að hann hafi orðið að henda
öllum þorskafla sínum því hann eigi
engan þorskskvóta. Annar trillukarl
svarar honum í sama
blaði að það sé ekki von
þó að hann eigi engan
þorskkvóta því hann
hafi selt hann allan í
byijun ársins. Og
hveijum er ekki sama
hvort þorsknum er
hent eða ekki. Því
skyldi það ekki vera
mál útgerðamanna
einna hversu stór flott-
roll þeir noti eða hversu
oft þau springa?
Hvenær á að fara
að stjórna
fiskveiðunum?
Er nú ekki kominn tími til að
menn hætti þessum þykjustuleik og
byiji að stjórna fiskveiðunum i stað
þess að úthluta útgerðarmönnunum
milljarða styrki af almannafé til að
endurnýja og stækka sinn flota.
íslendingar hafa alls engin efni á
tugmilljarðasóun núverandi „fisk-
Aldrei hefur flotinn
stækkað jafnt ört og nú,
segir Einar Júlíusson,
og aldrei hefur hann
farið svo mikið fram úr
tillögum fískifræðinga.
veiðistjórnar“ en þeir hefðu alveg
efni á því að sjá af eins og einni
milljón í rannsóknir á hruni íslensku
fiskstofnanna.
Hvernig á að stjórna
fiskveiðunum?
Með því að skattleggja útgerðina
og ekki styrkja. Ef útgerðinni eru
gefnir peningar eða kvótar þá eykst
sóknin en aflinn minnkar. Þróunar-
sjóðinn, þessa vitleysishugmynd tví-
höfðanefndar, á að leggja niður
tafarlaust og ekki nota almannafé
til að styrkja útrýmingu þorsksins.
Það er engin stjórnviska að skatt-
pína almenning til að borga eyði-
leggingu fiskimiðanna. Að vísu á
útgerðin víst einhverntíma í fram-
tíðinni að leggja til þróunarsjóðsins
eina krónu af hveiju úthlutuðu
kvótakílói en það er dropi í hafið
og innan við 100 milljónir sem hún
borgar þá fyrir þorskkvótann.
Höfundur er eðlisfræðingur.
Einar Júlíusson
Ef þu ert
gjörsamlega frábitinn
því að fá sjónvarp, vídeó, húsbúnaðar- eða
ferðavinning; eða
kannski bíl og bensin á hann í heilt ár eða
bara tildæmis jeppa
fyrir 300 kall, skaltu endilega
ekki
ná þér i BINGOLOTTO-seöil fyrir
17. september.
Því laugardagskvöldið
17. september
kl. 20:30 hefst bráðskemmtilegur,
hættulega spennandi og ótrúlega
fjár-magnaður fjölskylduþáttur í opinni
dagskrá á Stöð 2 fyrir þá
sem vilja vinna.
Ekki missa af honum.
þar sem vinningarnir fast
a laugardagskvoldum
i opinni dagskrá
PS. Miðasala er að hefjast. Athugið að upplag miða í fyrsta þætti er takmarkað
f