Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 33 MINNINGAR börn, eina dóttur og þijá syni, sem nú eru öll góðir þjóðfélagsþegnar. Það má segja að þar hafi þau hjón uppskorið eins og þau sáðu, því þau hafa átt miklu barnaláni að fagna. Þegar börnin fóru að heiman og stofnuðu sín eigin heimili, og umsvif- in urðu minni heima fyrir, gat Helga farið að sinna sínum áhugamálum. Þau hjónin voru í Fríkirkjunni. Helgu var annt um sína kirkju, og vildi veg hennar og safnaðarins sem mestan, gekk í Kvenfélag Fríkirkj- unnar og gerðist þar virkur félagi, á þeim árum sem frú Bryndís Þórarins- dóttir var formaður kvenfélagsins. Helga var um margra ára bil illa haldin af liðagigt. Þegar Gigtarfélag íslands var stofnað gerðist hún stofnfélagi. Markmið hvers nýstofn- aðs félags er eðlilega íjáröflun, og þar var Helga góður liðsauki, ötul á jólabösurum, við sölu á kortum og fleiru. Henni var mjög umhugað að sem flestir gerðust þar félagar. Til marks um það má nefna að hún hafði heyrt að við hjónin værum farin að finna fyrir gigtinni. Henni fannst því ekkert sjálfsagðara en að við gengjum bæði í félagið, þetta væri jú okkar félag. Auðvitað varð ekki neinnar undankomu auðið, við gerðumst bæði félagar. Eftir því sem árin liðu, fór liðagigtin að ágerast og mátti segja að hún væri henni fjötur um fót. En krafturinn og dugnaðurinn var mikill og víst er að oft hafa verk hennar verið unnin meira af vilja en mætti. Þau voru góð heim að sækja Loft- ur og Helga, gestrisnin mikil, tekið á móti manni opnum örmum með brosi á vör. Á góðum stundum var oft glatt á hjalla, gert að gamni sínu og mátti þá oft sjá góðlátlegan stríðnisglampa í augnaráði húsmóð- urinnar. Fyrir nokkrum árum fékk Helga aðkenningu að heilablæðingu. Fór þá heilsu hennar mjög að hraka. Síðustu árin voru henni erfíð, svo og ástvinum hennar. Þegar svo er komið, er þá ekki sælt að fá að sofna svefninum langa? Helga lést að morgni 26. ágúst síð- astliðinn. Við hjónin þökkum Helgu margra ára vináttu og ljúfar minningar, sem við munum geyma en ekki gleyma. Við óskum henni velfarnaðar á Ieið til nýrra heimkynna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Halldóra og Guðm. Valur Sigurðsson. Elsku amma er dáin. Eftir stönd- um við og lútum höfði í auðmýkt fyrir þeim er öllu ræður og þökkum honum fyrir þá gleði og hamingju sem amma færði okkur með návist sinni. Amma var af kynslóð sem var og er öllum dýrmæt, ekki síst ungu fólki. Hún hugsaði alltaf um hvernig hún gæti orðið öðrum að liði og umhyggja hennar fýrir okkur var ósvikul. í blíðu og stríðu veitti hún t I Krossar TTT áleiði I vi&ariil og mólaSir. Mismunandi mynsiur, vönduð vinna. Siitii 91-35929 eq 35735 Blömastofii FriÖfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. m okkur skjól og hlýju sem öllum böm- um er svo mikilvæg og ef tár féllu var notalegt að láta ömmu hugga sig. Engan var betra að láta faðma sig en ömmu og tilveran var alltaf bjartari eftir þétt faðmlag hennar og koss á kinnina. Amma hafði góðan ferðalang í líf- inu þar sem afí var. í huga okkar var ekki hægt að hugsa sér afa án ömmu eða ömmu án afa, svo sam- rýnd voru þau. Það var alltaf nota- legt að koma í heimsókn í Eskihlíðina og sunnudagsbíltúrar voru óhugsandi án þess að fara til ömmu og afa. Afí var alla tíð mjög glettinn við okkur krakkana og þegar ömmu þótti nóg um stráksskapinn í honum gat hún fussað og sveiað, en brosti svo sjálf út í annað. Jóladagur í Eskihlíð- inni var hápunktur allra bama í fjöl- skyldunni. Þar var amma í hlutverki stjómandans og sá um að ekkert færi úrskeiðis, en hún úthlutaði afa því embætti að blanda jólaölið. Oft gekk erfíðlega að fá ömmu til þess að setjast til borðs, en ekki var hægt að byija að borða fyrr en hún var sest. Minningarnar um jólin í Eski- hlíðinni eiga alltaf eftir að vera sterk- ar í huga okkar og minna okkur á þá ást og umhyggju sem afí og amma gáfu okkur. Þegar afí dó, fyrir rúmum 10 ámm, kom vel í ljós hvaða persónu- leika amma hafði að geyma. Reisn hennar og styrkur var aðdáunar- verður og hún tókst ótrauð á við ný og fjölbreytt verkefni. Minningin um afa gaf henni aukinn byr, hún sinnti fjölmörgum áhugamálum sínum og Eskihlíðin var áfram dýrmætur samastaður allra í fjölskyldunni. Lífskrafturinn og lífsgleðin sem staf- aði frá ömmu var okkur dýrmæt og hún veitti sólskini inn í líf okkar sem aldrei fyrr. Amma fluttist síðan á Hrafnistu fyrir nokkmm ámm og þó að heimsóknimar þangað yrðu ekki eins tíðar og í Eskihlíðina voru þær alltaf jafndýrmætar. Faðmlag ömmu var gefandi sem áður og ástríka bros- ið yljaði okkur um hjartarætumar og færði gleði í bijóst okkar. Amma var alltaf mjög trúuð og sannfærð um að lífíð hefði einhvem æðri til- gang og í hennar augum var jarð- nesk vist einungis eitt erindi í löngu lagi lífsins. Nú þegar amma hefur kvatt okkur að sinni og sorgin ræður ríkjum í hjörtum okkar fínnum við jafnframt þá innri gleði sem hún veitti okkur. Minningamar um ömmu verða aldrei frá okkur teknar og við eigum eftir að fínna fyrir nálægð hennar í framtíðinni. Amma sleppir öragglega ekki af okkur hendinni og við vitum að hún situr nú í góðum félagsskap og fylgist með okkur, sem voram henni svo kær. Barnabörn. Mig langar í örfáum orðum að þakka Helgu fyrir dýrmætar sam- verustundir sem við áttum saman. Helga átti í mörg ár við erfiðan sjúk- dóm að stríða, en hennar jákvæða afstaða og kjarkur kenndi mér mik- ið. Hún kom mér í samband við fólk sem stundar óhefðbundnar lækning- ar og ég eins og hún trúi því að það hafí hjálpað mér og mínum. Það sem ég lærði af Helgu er ekki hægt að kenna á námskeiðum né á skóla- bekk. Það er aðeins hægt að læra í skóla lífsins og í þeim skóla era kennarar eins og hún, sem við lítum upp til og ómeðvitað reynum að líkja eftir. Ég er viss um að hennar um- skipti yfir í annan heim hafa verið henni auðveld, hún trúði því, að líf væri að loknu þessu og þar yrðu endurfundir við burtkallaða ástvini. Kæra vinkona, hafðu hjartans þakkir fyrir allar okkar samveru- stundir. Sigríður Jónasdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SVEINSSOIM, rafvirkjameistari, Hjallavegi 38, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 4. september. Sigríður Magnúsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Jóhanna Friðgeirsdóttir, Hrefna Friðgeirsdóttir, Salóme Friðgeirsdóttir, Magnús Friðgeirsson, Karl Guðmundsson, Gunnar Þórólfsson, Kjartan Hálfdánarson, Sveinn Sigurjónsson, Sigrún Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, Skólavörðustíg 41, Reykjavík, er lést 29. ágúst verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 7. sept- ember kl. 13.30. Hanna Halldórsdóttir, Halldór Hafstein Hilmarsson, Guðmundur Rúnar Þórisson, Halldóra Kristín Kristinsdóttir, Birgir Heiðar Þórisson, Jóhanna Ólöf Jóhannsdóttir, Sigrfður Ellen Þórisdóttir, Ari Jónsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, LÁRA JÓHANNSDÓTTIR frá Laugum, Karfavogi 36, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. septemberkl. 15.00. Ólöf H. Ágústsdóttir, Jóhann Ágústsson, Halldóra Agústsdóttir, Andrés M. Ágústsson. Úrsúla Hauth, + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR KÁRASON fyrrverandi lögregluvarðstjóri, Sundlaugavegi 28, Reykjavík, er lést 29. ágúst, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 7. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Hjartavernd. Elín Guðrún Gísladóttir, Vilborg Þórðardóttir, Sigurjón Torfason, Kári Þórðarson, Rósa V. Guðmundsdóttir, Gísll Þórmar Þórðarson, Ulla Juul Jörgensen, Elmar Þórðarson, Ólaffa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkærfaðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓRJÓNSSON sjómaður, Fannborg 7, Kópavogi, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu 28. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. sept- ember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins eða Slysavarnarfé- lag íslands. Jórunn Halldórsdóttir, Ragnar Óli Ragnarsson, Esther Halldórsdóttir, Guðmundur S. Sighvatsson, Hrefna Gunnlaugsdóttir, Óli Viktorsson og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLAFÍA G. JÓHANNSDÓTTIR, Fannborg 8, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum 3. septem- ber, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju fimmtudaginn 8.' september kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er þent á líknarstofnanir. Einar Júlíusson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR ÞORVARÐARDÓTTUR KOLBEINS, Túngötu 31, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og Borg- arspítalans deildar A-6. Kristjón Kolbeins, Ingibjörg S. Kolbeins, Eyjólfur Kolbeins, Margrét Kolbeins og barnabörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag vegna jarðarfarar BRYNHILDAR ÞÓRARINSDÓTTUR. Jón Loftsson hf. Islenskur efnlviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il S. HELGASQN HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 ......................i-i.............................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.