Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER1994 35
JOHANN PETUR JONSSON
+ Jóhann Pétur
Jónsson fædd-
ist 7. janúar 1944 á
Njálsgötu 4 í
Reykjavík. Hann
lést af slysförum
28. ágúst síðastlið-
inn. Foreldar hans
voru Friðbjörg Sig-
urðardóttir, hús-
móðir, f. 8. desem-
ber 1907, d. 2. ág-
úst 1985, og Jón
Jónsson, skipherra
hjá Landhelgis-
gæslunni, f. 26.
febrúar 1909, d. 1.
júní 1970. Systkini hans eru:
Ása Jóna, f. 12. september
1930, maki Jóhann Gunnlaugs-
son sölumaður og eiga þau
þijú börn; Birgir Þór, f. 23.
júlí 1947, maki Louisa Gunn-
arsdóttir og eiga þau þrjú
börn. Jóhann Pétur kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Guðrúnu Filipusdóttur, 13.
júní í Ástralíu og eignuðust
ÞETTA augnablik þegar öll veröld-
in staðnar og frýs saman við váleg-
ustu tíðindi. Það er svo sárt, svo
lamandi og vonlaust. Þannig er
veröldin full af því óvænta þar sem
ekkert óendanlegt er til nema eilífð
almættisins og kærleikurinn í
brjósti þess sem elskar. En hversu
sárt sem augnablikið er, þá er
okkur ætlað að gera gott úr því.
Sá var einn af eiginleikunum
hans Jóa, að gera gott úr hlutun-
um, jafnvel þótt það rækist á hans
fastmótaða viðhorf. Jói var sterkur
persónuleiki. Hann var fyrst og
fremst hjálpsamur og nærgætinn
við alla sem á hallaði, en undir
niðri hafði hann mjög ákveðnar og
markvissar skoðanir á lífsins „me-
lódí“. Öryggismál og hjálparstarf
áttu hug hans allan í starfi og það
kom enginn að tómum kofunum í
þekkingu hans á því sviði. Metnað-
ur hans lá í því að gera hlutina
vel, hafa röð og reglu þar sem allt
væri á hreinu og þetta sjónarmið
átti við bæði um starf hans og
heimili. Hann kunni svo vel að
leggja gott til, vekja til umhugsun-
ar og velta upp fleiri flötum en
mönnum datt ef til vill fyrst í hug.
Hann fór hávaðalaust fram en með
fullri einurð og staðfestu og var
þess vegna ákaflega traustvekj-
andi. Og það var einmitt traustið
°g trygglyndið hjá þessum dagf-
arsprúða og glaðlega manni sem
iaðaði fólk að honum. Jói hikaði
ekki við að segja sínar skoðanir
og þá gat hvesst um stund en lít-
ils væri lognið metið ef menn
þekktu ekki storminn og kraftinn
hans.
Umhyggja Jóa lýsti sér vel í ein-
stakri nærgætni og hjálpsemi við
aldraða tengdaforeldra hans,
Fillippus heitinn Tómasson og
eftirlifandi konu hans, Lilju Jóns-
dóttur. Hann bar þau á höndum
sér betur en hægt var að hugsa
sér af nokkrum ástvini. Til hans
liggur ríkulega af þakklæti frá
Lilju tengdamóður minni.
Aðal starfsvettvangur Jóhanns
Péturs Jónssonar var sem bruna-
vörður í Reykjavík og hjá Rauða
krossinum, en segja má að um tíu
ára skeið hafi hann verið brautryðj-
andi í uppbyggingu betri sjúkrabíla
á íslandi, því hann sá að mestu
um þau mál fyrir Rauða krossinn.
Með starfi sinu skilaði hann bylt-
mgu í þágu betri þjonustu og ör-
yggis í þeirri neyðarþjónustu þar
sem sekúndurnar og rétt aðstaða
berg í Þýskalandi. í þessum góða
og samhenta hópi var Jói P. Marg-
ar góðar minningar frá ýmsum
uppákomum úr ferðinni bijótast
þau tvær dætur,
Gyðu Björgu, f. 11.
október 1978, og
Lindu Dögg, f. 6. jan-
úar 1982. Jóhann
Pétur fór snemma
út á vinnumarkaðinn
og sem mikill bíla-
áhugamaður fann
hann sér vinnu sem
tengdist bílum, m.a.
hjá G.G. og Guð-
mundi Jónassyni.
Árið 1967 hóf hann
störf hjá Slökkvilið-
inu í Reykjavík og
var þar allt til dauða-
dags að undanteknum árunum
1969-1972, en þá bjuggu þau
hjón í Ástralíu. Jóhann Pétur
var einn af stofnendum Bif-
reiðaíþróttaklúbbs Reykjavík-
ur. Þá vann hann einnig í fjölda
ára fyrir Rauða korss íslands
í tengslum við sjúkrabilarekst-
ur hans víðs vegar um landið.
Útför Jóhanns Péturs fer fram
frá Hallgrímskirkj u í dag.
vert á annað hundrað einstaklingar
í Bandaríkjunum hafa sent hingað
heim samúðarkveðjur vegna frá-
falls hans og hópur manna kemur
gagngert til þess að vera við útför
hans. Þetta sýnir hins vegar hve
Jói hugsaði stórt í því sem hann
var að fást við. Hann naut þess
að fylgja eftir til árangurs alvöru
starfsins og hann naut einnig æv-
intýranna sem lífsgleðin býður
gestum og gangandi ef þeir hafa
þrek og þor. Það er undarleg að-
ferð örlaganna að Jói ásamt ást-
kærum vini sínum, Magnúsi Helga-
syni, skyldi í sakleysislegri síðdeg-
isflugferð lenda á augnabliki sem
réð mótum þessa heims og annars
og lúta í lægra haldi. Þessir tveir
varkáru menn öryggisins.
Ekkert svar er til fyrir þá sem
eftir lifa, en minningin um kær-
leiksríkan fóður, eiginmann, bróður
og vin verður nýr óður til lífsins.
Megi góður Guð gefa Gunnu og
dætrunum Gyðu og Lindu og öðrum
vinum og vandamönnum styrk og
von, því hugsunin um góðan mann,
góðar minningar, gefur augnablik-
inu nýja von. Þess óskum við af
alhug við Dóra og Breki.
Árni Johnsen.
Þegar þessar fáu línur eru skrif-
aðar til samstarfsfélaga og vinar
er hugur manns svo gagntekinn af
hugsunum um hverfulleika þessa
heims að vart kemst annað að.
Fyrstu kynni mín af Jóa P. eins
og við vinnufélagarnir kölluðum
hann hófust fljótlega eftir að ég
hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavík-
ur vorið 1976.
Það sem vakti strax athygli
mína var hið mikla glaðlyndi er
geislaði af Jóa og allur sá lífskraft-
ur sem virtist fylgja honum. Kröft-
ugur hlátur hans var eins og til
að undirstrika lundarfarið en óm-
urinn af hlátrasköllunum mun
seint gleymast okkur sem umgeng-
ust hann að jafnaði. Allt frá þess-
um tíma hafa kynni okkar Jóa P.
verið að styrkjast þannig að góð
vinátta myndaðist á milli okkar þó
hún færi ekki hátt.
Árið 1982 fórum við hópur
slökkviliðsmanna ásamt eiginkon-
um okkar í vinaheimsókn til þý-
skra starfsbræðra okkar í Seelem-
geta ráðið úrslitum. Þó fannst mér
oft undarlegt að þekking hans og
reynsla á þessu sviði skyldi ekki
nýtt meira hér heima, en á ferðum
hans í Bandaríkjunum m.a. vegna
nýrra sjúkrabíla, kepptust menn
við að fá hann til að kenna ýmis-
legt varðandi öryggismál og sem
vott um starf hans í þessum „inn-
kaupaferðum" má nefna að tals-
fram þegar hugsað er til baka.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar við „slökkviliðsmenn frá
Reykjavík og litla íslandi" náðum
þeim árangri að sigra þýsku risana
og bjórbelgina í meistarakeppni
tuga þýskra slökkviliða í reiptogi,
og verða þannig meistarar á þýskri
grund í þessari þjóðaríþrótt
slökkviliðsmanna.
Ég væri ekki að nefna þetta hér
nema vegna þess að í þessum mikla
slag lék Jói P. aðalhlutverkið sem
liðsstjóri og nýttust fjölbreyttir
hæfíleikar hans okkur afar vel.
Fyrst þurfti að njósna um „taktik"
andstæðinganna, þá að skipu-
leggja hvaða aðferð væri líklegust
til árangurs, og siðan þegar út í
slaginn var komið varð hvatningin
að vera afgerandi og takturinn
markviss.
Allt þetta leysti Jói svo fádæma
vel af hendi að það réð úrslitum
og það ótrúlega gerðist að við sigr-
uðum. Þetta varð að sjálfsögðu
mikið reiðarslag fyrir þýsku sér-
fræðingana í íþróttinni og dró það
ekki úr gleði Jóa því hann átti það
líka til að vera dálítið glettinn og
stríðinn.
Þá lágu leiðir okkar Jóa aftur
saman á erlendri grund í júní sem
leið þegar farin var hópferð Lands-
sambands slökkviliðsmanna til
Hannover. Var hann þar eins og
áður hrókur alls fagnaðar og var
okkur sem að ferðinni stóðum mik-
il stoð og stytta.
Nú síðustu þqu árin hafa slökkvi-
liðsmenn gengið í gegnum mikla
óvissu- og umrótatíma vegna þeirra
félagslegu umbreytinga sem fólust
í stofnun stéttarfélags okkar.
í starfí mínu sem formaður
þessa félags, þ.e. Landssambands
slökkviliðsmanna, hefur skipt
mestu máli að stoðimar væm sem
flestar og sterkastar þannig að
byggja mætti upp samhug og
virkni félagsmanna, en það var
grundvallaratriði árangurs.
Jói P. var ein þessara stoða þó
ekki færi það hátt, stéttvísi var
eitt af helstu einkennum hans og
var hann óspar á að hvetja menn
til dáða í þessum efnum. Þá man
ég varla þann félagsfund frá því
að ég hóf störf þar sem hann var
ekki mættur, hreinskiptinn með
sterka réttlætiskennd, málefnaleg-
ur í allri umræðu og lét skoðanir
sínar óspart í ljós ekki síst ef
umræðan barst að fagmálunum
því fagmennskan var honum í blóð
borin.
Hann var sérstakur áhugamað-
ur um þann hluta starfa slökkvil-
iðsmanna er lýtur að sjúkra- og
neyðarflutningum og var einn af
hvatamönnum breytts fyrirkomu-
lags á neyðarflutningum í Reykja-
vík 1982. Þannig duldist okkur
félögunum ekki sem störfuðum þá
með Jóa í upphafi rekstrar núver-
andi neyðarbíls að þar fór maður
fagmennsku, alúðar og nærgætni
í garð sjúkra og slasaðra enda
starfínu sinnt af alkunnri kost-
gæfni og ósérhlífni.
Brautryðjandi var hann í bætt-
um búnaði sjúkrabifreiða á lands-
byggðinni, en hann starfaði um
árabil hjá RKÍ að þessum málum.
Þá fylgdist hann afar vel með
helstu faglegum nýjungum erlend-
is og gat verið gott að leita til Jóa
um upplýsingar um faglegan fróð-
leik enda óspar á þær.
Já, þær eru margar góðar minn-
ingarnar um þig Jói minn og þær
eiga eftir að ylja um ókomna tíð.
Ég veit að ég tala fyrir hönd
slökkviliðsmanna sem voru sam-
ferðamenn þínir og vinir þegar ég
segi að við munum sakna þín. Ég
vil þakka þér góð og gefandi kynni
Jói minn og megi guð vera með
þér vinur.
Fjölskyldunni vil ég votta mína
innilegustu samúð. Það hefur verið
höggvið stórt skarð í litla fjöl-
skyldu, megið þið finna styrkinn í
minningunni.
Guðmundur Vignir
Óskarsson.
Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund -
en lofaðu’ engan dag fyrir sólarlagsstund.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls
og brugðist getur lánið frá morpi til kvelds.
(Matthías Jochumsson)
Jóhann Pétur Jónsson er horfínn
sjónum okkar, í bili að minnsta
kosti, svo ótrúlegt sem það er.
Hann, sem var svo fullur af lífs-
orku, sterkur og þjálfaður og í
blóma iífsins eins og sagt er. En
slysin gera ekki boð á undan sér,
þau koma ekki bara fyrir hina
heldur einnig fyrir fjölskyldu og
kunningja okkar, vini og starfsfé-
laga.
Jóhann Pétur var ráðinn í hluta-
starf hjá Rauða krossi íslands um
mitt ár 1986 og starfaði þar til
ársins 1993 jafnframt starfí sínu
á Slökkvistöð Reykjavíkur. Hann
sá um sjúkraflutningamál RKÍ,
neyðarvamir og síðar hafði hann
umsjón með fasteignum RKÍ.
Hann þekkti sjúkraflutninga af
eigin raun eftir að hafa starfað
lengi við þá á Slökkvistöðinni og
var það mikill fengur fyrir RKÍ að
fá til starfa mann með slíka starfs-
reynslu enda var stigið stórt skref
til framfara í skipulagi þeirra mála
undir hans stjóm. Neyðarvamimar
vom honum líka hugleiknar, hann
náði mjög góðu sambandi við deild-
ir RKI við uppbyggingu þeirra.
Síðar, þegar Jóhann Pétur tók við
umsjón fasteigna RKI, komu
margir bestu hæfíleikar hans skýrt
í ljós eins og t.d. hversu gott var
að leita til hans. Hann tók öllum
beiðnum ljúflega, vann strax að
málinu sjálfur, skipulagði vinnuna,
útvegaði fólk til verksins, var úr-
ræðagóður og áreiðanlegur.
Við minnumst Jóhanns Péturs
sem góðs félaga. Hann var lífsglað-
ur, þróttmikill og bar með sér blæ
ævintýra enda hafði hann búið í
fjarlægri heimsálfu og ferðast víða,
bæði innan lands og utan. Við
sendum Guðrúnu eiginkonu hans,
dætram þeirra, íjölskyldu hans,
vinum og samstarfsmönnum inni-
legar samúðarkveðjur.
Stjórn og starfsfólk
Rauða kross Islands.
Kunningsskapur okkar Jóa hófst
þegar hann hóf störf hjá Rauða
krossi Islands fyrir um tíu áram.
Átti hann meðal annars að aðstoða
deildimar við kaup og búnað
sjúkrabifreiða. Margir tjáðu sig og
nokkrar nefndir hafa starfað um
hvemig sjúkrabifreiðar skulu vera,
en af öllum ólöstuðum á Jói heiður-
inn af því að í dag era þær eins
og best gerist erlendis. Vildi hann
að sjúkraflutningsmenn, hvar sem
þeir væra á landinu, hefðu jafna
möguleika á að veita .bestu aðstoð
sem völ væri á. Hann var mjög fær
sjúkraflutningsmaður og aflaði sér
víða þekkingar, sem hann var
óspar á að veita öðrum, enda örlát-
ur og hjálpsamur. Jói vann mjög
gott starf fyrir sjúkraflutninga af
eldmóð en þó þeirri hæversku sem
alltaf skein í gegn.
Á síðasta ári hittumst við á einni
stærstu sýningu og ráðstefnu
sjúkraflutningsmanna í Ameríku.
Jafnframt því að sitja fyrirlestra
og læra nýjustu tækni við björgun
úr bílflökum, aðstoðaði hann við
kennsluna og miðlaði af sinni
reynslu. Var hann hrókur alls
fagnaðar enda þekkti hann nánast
annan hvern mann á þessari stóra
ráðstefnu. Þar var einnig, sem oft
áður, ný íslensk sjúkrabifreið, not-
uð sem sýningarbifreið, og vakti
hún mikla athygli fyrir glæsileika
og góðan búnað.
Minningamar hrannast. upp og
munu geymast um góðan kunn-
ingja sem nú er farinn á vit nýrra
ævintýra og að kanna önnur til-
verasvið. Okkar innilegustu sam-
úðaróskir til Guðrúnar og dætra.
Ólafur Magnússon,
Katrín Valentínusdóttir.
Vinarkveðja til fjölskyldu
Kæra Guðrún; ég er djúpt snort-
in af þeirri sorg sem þú nú þarft
að takast á við eftir fráfall Jó-
hanns, eiginmanns þíns. Ég vona
að Guð styrki þig og börnin ykkar
í þessari raun.
Ég lifí stöðugt við þann ótta að
eitthvað svona hörmulegt hendi
Steve manninn minn í ferðum
hans. Því er mér mjög bragðið er
svona fer fyrir manneskju er ég
þekki vel. Ég hef ekki ráð til að
hindra mann minn í að starfa að
málefninu er hann hefur helgað
krafta sína og er viss um að eins
var með þig; ekkert fékk haldið
aftur af þeim brennandi áhuga er
Jóhann hafði á starfanum. Ollum
þeim sem ég veit til að kynntust
manni þínum féll vel við hann.
Jóhann var mannblendinn og vin-
gjamlegur maður. og áhugi hans á
málefnum neyðarþjónustu og
branavarna var alkunnur. Þú og
börn ykkar getið verið stolt af
hvern mann hann hafði að geyma
og hann var verðugur fulltrúi fólks
síns og þjóðar.
Ég veit að ekkert fírrir þig sorg-
inni nú og enginn getur komið í
Jóhanns stað, og er ekki til þess
ætlast. Ég vona að þér sé stuðning-
ur í að vita af vinum í stað Jaótt •
fjarri séu staddir sem við. Otal-
margir vinir Jóhanns hér um slóðir
sem þú sjálf hefur ekki hitt báðu
mig fyrir samúðar- og blessunar-
kveðjur til ykkar mæðgnanna.
Ég minnist með ánægju kvölds-
ins góða er við og fjölskylda þín
vörðum saman kvöldstund meðan t
á stórkostlegri íslandsdvöl okkar
stóð. Við metum mikils allar mynd-
imar frá ykkar fagra landi og
drengurinn okkar þreytist aldrei á
að heyrá sögumar af ævintýrum
okkar þar. Einatt, þegar við hittum
Jóhann eða spjölluðum við hann í
síma, rifjuðum við upp þessar
minningar. Þessara samveru-
stunda verður sárt saknað.
Við sendum ykkur innilegar
samúðar- og vinarkveðjur og bjóð-
um hjálp okkar ef einhver mætti
verða. Guð blessi ykkur.
Steve, Erica, Joshua
og Emily Taylor.
Veröldin býður mönnunum svo
ótal marga góða kosti en því miður
hefur mannkyn sjálft spillt svo
mörgum þeirra.
Fyrir um fjóram áram veittist
mér sú ánægja að kynnast Jóhanni
og urðum við umsvifalaust góðir
vinir.
Síðan höfum við aðeins hist á
alþjóðaráðstefnum þar sem fjallað
er um málefni Neyðarþjónustu
sjúkra, (EMS), ásamt öðram góð- ^
um félögum frá Bandaríkjunum.
Við vörðum saman tómstundum,
sáum saman um kennslu og áttum
saman skemmtilegar stundir.
Að þessum ráðstefnum loknum
kvöddumst við ávallt með trega
en fóram jafnframt að hlakka til
næsta árs móts og endurfunda.
Nú í vor talaðist okkur til um
að Jóhann kæmi til heimaborgar
minnar; Monterrey í Mexíkó, í þeim
tilgangi að hjálpa til við uppbygg-
ingu Neyðarþjónustu sjúkraflutn-
inga borgarinnar. Það er okkar
ólán að sú áætlun tefst eftir hið
sviplega fráfall Jóhanns sem félagi
okkar, Steven Taylor, tilkynnti
mér. Það vora dapurleg boð.
Við höfum misst mikilhæfan
mann, góðan vin, mann sem stóð
sig með afburðum jafnt í starfí og
allri viðkynningu. Þótt missir íjöl-
skyldu hans sé mikill er þó huggun
harmi gegn að nú er lokið barátt-
unni gegn misvitram yfirvöldum og
mönnum sem ekki höfðu framsýni
til að meta það gagn sem hann
gerði fólki víðs vegar um heim.
Hvíl þú í friði, Jóhann minn
„káti“. Hugheilar kveðjur sendi ég
fjölskyldu þinni.
Með virðingu,
Dr. Luis Lojero Wheatley.
Cruz Verde Monterrey,
Mexíkó.
Fleirí minningargreinar um
Jóhann Pétur Jónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.