Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 41

Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS STARF sem tengist fræðslu og forvörnum á vímuefnum er ákaflega viðkvæmt og vandmeðfarið. Pokar og forvarnir? Frá Elísu Wíum: AÐ GEFNU tilefni vilja foreldra- samtökin Vímulaus æska taka fram að fjársöfnun, sem nú stendur yfir á vegum fyrirtækisins Krossgatna, tengist samtökunum á engan hátt. Krossgötur, sem starfa í tengslum við trúfélagið Krossinn, hafa um nokkurra ára skeið rekið áfanga- heimili fyrir unga menn sem hafa ánetjast áfengi og öðrum fíkniefn- um. Mjög mikilvægt er að vanda vel til forvarnastarfs í áfengis- og fíkni- efnamálum, ekki síst því sem snýr að börnum og unglingum. Forvarn- ir verða ekki unnar með tímabundn- um upphlaupum heldur með stöðug- leika og vönduðum vinnubrögðum. Kennarar eru best fallnir til þess að sjá um forvarnir innan skólanna. Þeir geta vissulega sótt sér aðstoð til annarra eftir þörfum en mikil- vægast er að forvarnastarfið sé á ábyrgð skólanna og í höndum ábyrgra fagmanna í kennslu og uppeldi. Vímulaus æska starfrækir sk. foreldrasíma, en í hann geta for- eldrar og aðrir aðstandendur ungs fólks í vímuefnavanda hringt allan sólarhringinn. Samtökin bjóða einn- ig upp á ráðgjöf vegna vímuefna- neyslu barna og unglinga. Þeim sem þurfa er vísað á önnur úrræði, t.d. meðferðarheimilið Tinda. Forvarnastarfið umfangsmest Umfangsmesti þáttur starfs Vímulausrar æsku er hins vegar forvarnastarf. Má þar nefna nám- skeiðahald fyrir foreldra, fyrirlestra um áfengis- og fíkniefnamál fyrir foreldra, kennara og nemendur á borga fyrir þessa skemmtun eða að þeir snúa sér annað. Nýlega bentu ungir sjálfstæðis- menn á það hvernig Sinfóníu- hljómsveit íslands hefur ítrekað farið fram úr heimildum fjárlaga. Sú umræða getur ekki annað en vakið spurningar um það hvort hið opinbera eigi að standa í rekstri sem þessum. Slíkur stuðningur skapar gervi- eftirspurn, þar sem þjónustan (sin- fóníutónleikar) er stórlega nið- urgreidd. Á grundvelli þeirrar eftirspumar er verið að réttlæta áframhaldandi fjárveitingar — og ekki síður þegar farið er fram úr heimildum. Um leið og ríkið dregur sig út úr skipulögðu skemmtanahaldi á það að lækka skattheimtu sem því nemur. Borgararnir hafa þá meira fé milli handanna til að sækja þá afþreyingu sem hugur þeirra girn- ist. ÓLAFUR HAUKSSON, blaðamaður. öllum skólastigum og útgáfu fræðsluefnis. Meðal verkefna má nefna útgáfu á fræðslubók fyrir foreldra sem fylgir námsefninu, Að ná tökum á tilverunni, sem kennt er í u.þ.b. þriðjungi allra grunnskóla í landinu. Nú hafa rúmlega 800 íslenskir kennarar sótt sérstakt námskeið til þess að kenna námsefnið. Áhersla er lögð á góðan undir- búning og kunnáttu kennara sem kenna námsefnið, Að ná tökum á tilverunni. Þeim er gert að sækja þriggja daga námskeið áður en þeir fara að kenna. Þau eru haldin á vegum menntamálaráðuneytisins og Lions-hreyfingarinnar á Islandi. Foreldrar þátttakendur Námsefnið, Að á tökum á tilver- unni, er mjög vandað og yfirgrips- mikið. Grundvallarmarkmið þess er að hjálpa ungu fólki til þess að þroska með sér eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfinningu, góða dómgreind og hæfni til samskipta við aðra. Einnig er lögð áhersla á að hjálpa ungu fólki til að efla tengsl við fjölskyldu, skóla, jafn- aldra og samfélagið og tileinka sér auk þess heilbrigðan og vímuefna- lausan lífsmáta. í námsefninu er gert ráð fyrir verulegri þátttöku foreldra í námi barnanna. Það er gert í tengslum við verkefni nem- enda og heimavinnu, með lestri for- eldrabókar og með því að sækja fjóra foreldrafundi sem eru hluti námsefnisins. Það er mjög mikil- vægt að foreldrar geri kröfur um forvarnir á vegum skóla og standi vörð um að vandað sé til þeirra. ELÍSA WÍUM, framkv.stjóri Vímulausrar æsku. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morg- unblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylg- ir fyrirvari hér að lútandi. Alriliinai"- stöðvar með luiolnniaili frá kr. 25.000,- ÁBGÐEIND Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 V________________________7 Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Ofrifía/fcm'SÓfiuJvHJjyifm íí^Innanlinsskór Frábærír skór á fínu verði. Dömu og herrastærðir. 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmuTiuFPmm GLÆSIBÆ. S/MI812922 Leikgerð og leikstjórn: Páll Baldvin Baldvinsson Leikmynd: Stígur Steinþórsson Hljóðmynd: Hilmar Örn Hilmarsson Búningar: Páll Baldvin Baldvinsson Lýsing: Lárus Björnsson Þjálfun: Árni Pétur Guðjónsson Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Benedikt Erlingsson, Ellert A. Ingimundarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór Júlíusson. Galdra Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson sunnudag 11. sepjt. þriðjudag 13. sepí miðvikudag 14. sept. fimmtudag 15. sent föstudag 16. sept; laugardag 17. sept, Leikfélag Reykjavíkur Borgarleikhús Sími: 680 680

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.