Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Hugh Grant ræður öllu sjálfur ► HUGH Grant hefur undirrit- að tveggja ára samning við framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment. Samning- urinn veitir honum rétt til að þróa hvaða hugmynd sem er, framleiða hvaða kvikmynd sem hugur hans girnist og leika hvaða hlutverk sem hann langar til að leika. Hugh Grant getur þó ekki farið að huga að þessum samn- ingi fyrr en hann er búinn að leika í gamanmyndinni „The Englishman Who Went up a Hill but Came Down a Mounta- in“, þar sem hann leikur á móti Töru Fitzgerald, en þau þekkj- ast vel síðan þau léku saman í myndinni „The Sirens“. Að því loknu ætlar Hugh Grant að leika í mynd Chis Colombus, „Nine Months“. Sú er endurgerð frönsku mynd- arinnar „Neuf Moins“ og fjallar um barnageðlækni sem þolir ekki börn og er hræddur við alvarleg sambönd en sér fram á erfitt líf þegar kærastan hans verður ólétt. Nýjasta mynd Olivers Stone slær aðsóknarmet NÝJASTA kvikmynd Oiivers Ston- es, Natural Bom Killers, eða Morð- ingjar að eðlisfari, sló öll aðsóknar- met þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum nýlega. Frumsýn- ingarhelgina var myndin sýnd í 1.510 kvikmyndahúsum og skilaði hún tæplega 11,2 milljónum dollara í aðgangseyri, eða um 780 milljón- um króna. Aðalhlutverkin í mynd- inni leika þau Woody Harrelson sem hvað þekktastur er úr Staupa- steini og Juliette Lewis, en þau leika ungt par sem fer um myrð- andi á flótta undan réttvísinni. Robert Downey Jr. leikur sjón- varpsfréttamann sem eltir þau á röndum í þeim tilgangi að auka vinsældir sínar með því að gera parið að fjölmiðlahetj- um, og stórstjarnan Tommy Lee Jones fer með hlut- verk fangavarðar. Myndin er byggð á sögu eftir Quentin Tarantino sem sló gegn með Reservoir Dogs og nú síðast Pulp Fiction sem hlaut Gull pálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor. Ýmsar tæknibrellur eru notaðar í myndinni ásamt beinskeyttri tónlist í því skyni að draga dár að ofbeldis- dýrkun í Bandaríkjunum og því hvernig fjölmiðlar þar í landi ýta undir ofbeldi. Natural Born Killers verður sýnd í Sambíóunum nú í haust. JULIETTE Lewis og Woody Harrelson fara með aðalhlutverkin í Natural Born Killers sem Oliver Stone leik- stýrir. Frummynd Flintstones í BRIGHTON á Englandi býr maður sem er ekki beinlínis í hópi mestu aðdáenda Steinaldarmann- anna, Freds Flintstones og fé- laga. Samt vilja sumir meina að hann sé skyldur þeim og sjálfur heldur hann því fram að hann hafí á vissan hátt átt hug- myndina að teiknimyndun- um frægu. Maðurinn heitir Alan Flintstone, er skráður í símaskrána og hefur ekki að svara í símann hjá sér og skella á fólk, sem spyr hvort Fred sé heima. „Mér fundust þetta nú ekki merkilegir þættir, satt að segja þá hef ég aldrei enst til að horfa á svo mikið sem einn þátt frá upphafi til enda,“ segir Alan „Fred“ Flintstone. Alan var í hernum í seinna stríðinu og var þá kallaður Rock Flintstone. Það var 15-20 árum áður en Steinaldarmennimir komu fyrst fram í sjónvarpi. Eitt sinn hittu hann og félagar hans bandaríska hermenn á eyju í Adr- íahafinu. „Einn félagi minn sagði að ég væri Rocky Flintstone frá Derby- shire, þar sem menn gengu enn um í lendarskýlum og með kylfur. Könunum fannst þetta ferlega fyndið. Seinna komst ég að því að einn þeirra var teiknari en ég hugsaði svo ekki meira um þetta fyrr en bróðursonur minn kom grátandi heim úr skóla af því að allir vom að kalla hann Fred,“ segir hr. Flintstone. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjami málsins! HASKOLABI SfMI 22140 Háskólabíó IBiHMWBaMBHwH david9myd í gær var uppselt! Síðari tónleikar DAVIDS BYRNE eru í kvöld. Tryqqðu þér miða. Brace Willis enn í sömu rallunni ÞAÐ VÆRU ýkjur að halda því fram að Bruce WiIIis væri ánægður með hlutskipti sitt í heiminum. Það er kannski engin furða því hann virðist hafa gróið fastur við sama hlut- verkið I hverri kvik- myndinni á fætur ann- arri. Meðfylgjandi mynd er frá tökum á þriðju Die Hard-kvik- myndinni, en þar var hann látinn bera auglýs- ingaskilti með áletrun- inni „Eg hata allt fólk“. Kannski Bruce Willis þurfi einna helst á góðu faðmlagi að halda þessa stundina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.