Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 1ŒYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTllÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fiskifræðingur um ástand þorskstofnsins við ísland að loknum seiðarannsóknum ^ Tilviljun ef góður árgangur kemur i . V ri\ ■ • r' Morgunblaðið/Muggur REYNIR Njálsson, rannsóknamaður og útibússtjóri Hafrann- sóknastofnunar á Höfn í Hornafirði, flokkar ýsu- og kolmunna- seiði frá ljósátu um borð í Arna Friðrikssyni. FYRSTU vísbendingar um stærð þorskárgangsins þetta árið benda til þess að hann verði undir meðal- lagi eða lélegur. Niðurstöður seiða- rannsóknaleiðangurs Hafrann- sóknastofnunar sýna að seiðavísi- tala þorsks er langt undir meðallagi nú og svipuð og vísitala lélegu ár- ganganna 1986 til 1992. Ennfremur virðast árgangar ýsu og karfa vera undir meðallagi. Svipaða sögu er *•—að segja af fjölda ýsuseiða og karfa- seiða. Hins vegar er seiðavísitala loðnu sú hæsta sem mælst hefur síðan 1975 og á árunum þar á und- an. Loðnuklakið 1994 hefur því tek- ist ákaflega vel, en seiðin voru þó í smærra lagi. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segir þessa niðurstöðu valda miklum vonbrigðum. „Seiða- mælingin í fyrra var fremur já- kvæð, miðað við síðustu ár og í ljósi þess að skilyrði hafa verið góð, batt — maður nokkrar vonir við að við fengjum jákvæðar vísbendingar úr þessum leiðangri," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að hrygningar- stofninn sé orðinn mjög lítill og við slíkar aðstæður sé við því að búast að viðkoman verði ekki meiri en Aðeins loðnuklak- ið virðist hafa tekist vel í ár þessi. „Þetta er ekki nema hluti af þeirri upplýsingaöflun, sem er grundvöllur fiskveiðiráðgjafar, en svona lélegir seiðaárgangar hafa ekki leitt af sér sterka árganga í veiðistofni," segir Þorsteinn. „Við höfum í mörg undanfarin ár farið allt of langt fram úr veiðiráðgjöfinni og hljótum að spyija okkur þeirrar spurningar hvort við getum hætt á það áfram. Skyndilegur bati er ekki fyrirsjáanlegur og því er full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af veiðimöguleikum okkar á næstu árum.“ Tilviljun ef við fáum góðan árgang „Það er mín skoðun að hrygning- arstofninn sé orðinn það lítill að það sé tilviljun ef við fáum góðan þorsk- árgang. Hrygningarstofninn er núna í sögulegu lágmarki; hann hefur aldrei mælst minni og þegar svo er komið þá getur verið að við séum komnir það neðarlega að það sé orðinn raunverulegur viðkomu- brestur í stofninum,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri á Arna Friðrikssyni. Seiðavísitalan, sem mælir meðal- fjöldaseiða á tilteknu svæði, var 74 stig í ár. Vísitalan var 155 í fyrra sem var slakur meðalárgangur. Stærstu mælingar sem fengist hafa eru um 2.700 árið 1976 og 1.700 árið 1983. Sveinn sagði að síðan 1970 hefði vísitala þorsks 12 sinnum mælst undir 100. Aðeins einu sinni hefði svo lág seiðavísitala gefíð góð- an þorskárgang. Gott ástand í hafinu Ástandið í hafinu reyndist gott, en þrátt fyrir það var lítið um þorsk- seiði og þau smá. Ekki varð vart við seiðarek yfír til Grænlands. Seiðavísitala ýsu var mjög lág, raun- ar með því lægsta sem sést hefur síðan rannsóknir hófust. Karfa- seiði fundust að venju á mestöllu rannsóknarsvæðinu í Grænlandshafi og við Austur-Grænland. Mest var um þau í vestanverðu Grænlands- hafi og um miðbik þess. Þótt fjöldi karfaseiða hafi verið meiri en 1993, sem var með afbrigðum lélegt seiða- ár fyrir karfa, var fjöldi fyrir neðan meðaltal síðustu 10 ára. Grálúðuseiði fundust á allmörg- um stöðum, fleiri en oft áður í Græn- landshafi. Hins vegar fundust mjög fá blálönguseiði og voru þau smá. Mun minna var um hrognkelsi en í fyrra. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson 37 íslenskir togarar eru nú að veiðum í Smugunni Afli minnkandi eftir ævintýralega hrotu Tækjakostur fyrir tugi milljóna r BRETINN Peter Vassalo keppir um næstu helgi á dýr- asta rallbíl, sem hefur komið hingað til lands, Ford Escort Cosworth. í gær komu bíllinn og sérhannaður þjónustubíll ásamt varahlutum til landsins. Þessir bílar ásamt aðstoðarbíl, sem Vassalo hafði sent til landsins og verður notaður til að kanna leiðir fyrir keppni, eru metnir á samtals 35 millj- .ónir króna. Keppnisbíllinn einn myndi kosta 27 milljónir á götuna hérlendis. Ford bíla- verksmiðjurnar notuðu slíkan bíl m.a. á heimsmeistaramót- inu í rallakstri og hann sigr- aði fyrir skömmu í 1000 vatna rallinu í Finnlandi. ■ 27 milijóna króna .../B8 Ók yfir tvær tófur Eyja- og Mikiaholtshrcppi. Morgunbiaðið. NÝLEGA féllu hér tvær tófur er ekið var yfir þær. Hreppsnefndarmenn í Kol- beinsstaðarhreppi voru að jafna niður íjallskilum. Dimmt var orðið þegar heim var ekið. Þá- biindaði varaoddvitinn, Jónas á Jörfa, með ljósum bílsins tvær tófur sem voru á veginum. End- aði þar ævi beggja tófanna. Óðni, Smugunni. MorgunblaðiA. AFLI fór minnkandi í Smugunni í gær eftir ævintýralega veiði í hálfan mánuð. Skipstjórarnir höfðu ekki kynnst annarri eins veiði, samfelldri í svo langan tíma. Arngrímur Brynj- ólfsson á Baldvin Þorsteinssyni EA sagði óeðlilegt annað en veiðin dytti niður. „Þetta gýs upp aftur,“ full- yrti Sverrir Kjartansson á Hegranesi SK. 37 íslensk skip, að stórum hluta frystitogarar, eru á veiðum í Smug- unni, en skip eru að bætast við og önnur að fara heim. Stóru frystiskip- in Arnar frá Skagaströnd og Örfiris- ey frá Reykjavík eru til dæmis að koma. Meirihluti skipanna er að veiðum í flottroll meðfram norsku fiskveiði- lögsögunni, en önnur draga botn- troll töluvert norðar. Fiskurinn hefur komið úr norsku fiskveiðilögsögunni og skipin tekið torfuna í flottroll jafnóðum og fiskurinn hefur komið yfír norsku línuna. Hafa þau togað í einfaldri röð hvert á eftir öðru dögum saman, en lítið hefur fengist utar í bakaleiðinni. Lítið hefur verið um óhöpp þrátt fyrir þetta kraðak, en í gær lentu þó flotvörpurnar á Stálvík og Snorra Sturlusyni saman og rifnaði varpan hjá Snorra. 20 þús. tonn á 12 dögum Erfitt er að áætla aflann. Trúlegt er að íslensku skipin hafi verið að veiða 1.500 tonn á sólarhring að undanförnu og má áætla að þau hafi veitt 20 þúsund tonn í aflahrot- unni síðustu 12 dagana. Auk ís- lensku skipanna hefur verið hér fjöldi hentifánaskipa, þar af 8-12 færeysk, 2 norsk og einn bandarísk- ur togari. Þá er kominn hingað einn rússneskur togari og er byrjaður að draga trollið. Færeysku togararnir hafa mest verið með botntroll. Hátt í 800 íslenskir sjómenn eru að störfum hér í Smugunni. Áhöfnin á varðskipinu Óðni hefur haft í mörgu að snúast við að þjónusta flot- ann og mælist nærvera Óðins vel fyrir hjá sjómönnunum. Læknirinn um borð hefur fengið 27 sjúklinga af skipunum, mismunandi veika og slasaða, og fengið suma oftar en einu sinni. Hefur hann gert erfiðar aðgerðir við slæmar aðstæður um borð í varðskipinu, en þurft að senda tvo með sjúkraflugi í land. í gær fóru varðskipsmenn um borð í Baldvin Þorsteinsson EA, m.a. til að safna kvörnum fyrir Haf- rannsóknastofnun tit að aldurs- greina þorskinn. ■ Á veiðum í Smugunni/13 2-3 milljarða vantar í húsbréfakerfið FJÁRVEITING til húsbréfakerfis Húsnæðisstofn- unar ríkisins á þessu ári gengur til þurrðar innan mjög skamms tíma, að sögn Sigurðar Geirssonar, forstöðumanns húsbréfadeildar. Af 11,5 milljörð- um sem Húsnæðisstofnun hefur heimild fyrir á árinu til að lána í húsbréfakerfinu eru nú eftir um 1,3 milljarðar, og sagði Sigurður að væntan- lega yrði búið að ráðstafa því fé innan eins mánað- ar. Telur hann þörf á 2-3 milljörðum króna til viðbótar, en að meðaltali eru afgreidd húsbréfalán fyrir um einn milljarð á mánuði. Sigurður sagði að nú væri á vegum Húsnæðis- stofnunar verið að vinna í því að fá aukna fjárveit- ingu í húsbréfakerfið, en málið væri í byijun- arvinnslu og því ekki ljóst á þessu stigi hver fram- vindan yrði. Hann sagði erfitt að segja til um hve mikið fjármagn þyrfti til viðbótar, en það færi eftir því hver þróunin á fasteignamarkaðnum yrði. Hann gerði þó ráð fyrir að þörf yrði á 2-3 milljörð- um króna. Ef heimild fyrir frekari fjárveitingu fengist hins vegar ekki myndu allar lánveitingar að sjálfsögðu stöðvast. „Ef þetta stoppar verður framboð á húsbréfum í algjöru lágmarki, en það þýðir að húsbréfin hætta að hafa áhrif á ávöxtunarkröfuna í land- inu, og maður á von á að ávöxtunarkrafan á hús- bréfunum myndi þá lækka eftir því sem framboð- ið minnkar," sagði Sigurður. Sigurður sagði að hann ætti von á að all veru- lega myndi hægja á fasteignamarkaðnum frá því sem verið hefur. Hann myndi þó ekki stöðvast alveg því alltaf væru einhver fasteignaviðskipti án þess að húsbréf kæmu þar við sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.