Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 53

Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 53 ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA Ámi skoraði sigurmark KR á lokamínútunum í úrslitaleik KR og Fram í 3. flokki KR varð íslandsmeistari í 3. flokki karla eftir fjörugan úrslita- leik gegn Fram á Valbjarnarvelli þann 4. þessa mánaðar. Lokatölur urðu 3:2. Liðin léku bæði í A-riðli á Is- landsmótinu. Fram sigraði í riðlinum og vann sér þar sæti í úrslitaleiknum en KR með því að sigra í sex liða úrslitakeppni. KR-ingar voru mun sprækari til að byija með. Edilon Hreinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir 29. mínútur og þannig stóð í leik- hléi. Edilon bætti öðru marki við um miðjan síðari hálfleikinn og héldu þá flestir að bjöminn væri unnin fyrir KR. En Framarar kom- ust inn í leikinn með tveimur mörk- um með mínútu millibili um mið- bik síðari hálfleiksins. Haukur Snær Hauksson skoraði fyrra markið og Davíð Stefánsson það síðara. Það leit allt út fyrir fram- lengingu þegar Ámi Fjetursson skoraði síðasta mark KR eftir að Framvörnin hafði opnast illa. íjálfari KR, Einar Sveinn Árna- son kvaðst vera mjög ánægður með árangurinn. Æfingasókn var jöfn og góð jafnt í vetur sem og í sumar. Liðið skoraði 80 mörk og fékk á sig 26 í íslandsmótinu en náði aðeins þriðja sæti A-riðils- ins á eftir Fram og FH. „Við vorum búnir að tapa tvisv- ar fyrir þeim á íslandsmótinu og það var kominn tími á sigur gegn þeim,“ sagði fyrirliði KR, Egill Skúli Þórólfsson. „Mér fannst við eiga mörg færi í fyrri hálfleikn- um og hefðum átt að geta gert út um leikinn þá. Það tókst ekki en það var ljúft að skora sigur- markið,“ sagði Egill. „Þetta er jöfn lið en við fórum ekki í gang fyrr en við vorum komnir tveimur mörkum undir. Leikkafiinn í upphafi síðari hálf- leiksins var góður en við gáfum eftir í lokin,“ sagði Freyr Karls- son, leikmaður Fram. KR: Albert Jóhannesson - Emil Jóhannesson, Kristján G. Þor- steinsson, Egill Skúli Þórólfsson - Amar Jón Sigurgeirsson, Edilon Hreinsson, Björgvin Vilhjálmsson, Bjöm Jakobsson, Búi Bendtsen (Kristófer Róbertsson) - Ámi Pjet- ursson, Atli Kristjánsson. Vara- menn: Karl Sólnes Jónsson, Hinrik Þór Svavarsson, Tómas Sveinsson, Ólafur Magnús Finnsson. FRAM: Gunnar Magnússon - Eggert Stefánsson, Freyr Karls- son, Sigurður Kristjánsson, Hösk- uldur Borgþórsson, - Sigurður Elí Haraldsson, Kolbeinn Guðmunds- son, Haukur Hauksson, Finnur Bjamason - Davíð Heiðarsson, Erlendur Sigurðsson (Bjarki Sverrisson). Morgunblaðið/Frosti Barátta um knöttlnn í leik KR og ÍA í A-deild 2. flokks. Reykjavíkurfélagið sigraði 2:1 og varð þar með íslands- meistari þessa aldursflokks. KR innbyrti sigur gegn ÍA í lokaleik annars flokks KR hrósaði sigri á Islandsmótinu f 2. flokki karla en í lokaumferð- inni sl. fimmtudagskvöld mættust tvö efstu lið A-deildarinnar KR og ÍA íVesturbænum og dugði þeim röndóttu jafntefli i leiknum. KR sigraði i teiknum 2:1 eftir að hafa verið 0:1 undir í leikhléi og Vesturbæjarfélagið innbyrti því sinn þriðja íslandsmeistarabikar í sumar, en KR sigraði tvöfalt í þriðja flokki, bæði karla- og kvenna- flokk. Reykjavíkurliðið hafði 31 stig í A-deildinni fyrir leikinn, tveim- ur fleiri en ÍA og nægði því jafn- tefli. ÍA skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og var Ragnar Már Valsson þar að verki með föstu skoti úr vítateignum eftir þunga sókn ÍA. Hlynur Hjartarson jafnaði metin fyr- ir KR á 49. mínútu og Ásmundur Haraldsson skoraði sigurmark KR á 76. mínútu. KR-ingar náðu hættu- legum skyndisóknum í síðari hálf- leiknum. Lið ÍA var meira með knött- inn en skorti herslumuninn í sóknar- leiknum. Góður árangur í Danaveldi KR-liðið náði í sumar þeim árangri að verða í öðru sæti á geysisterku móti norrænna unglingaliða sem haldið var í Lyngby í Danmörku. Mörg af stærstu liðum Norðurland- anna stilltu þar fram liðum sínum en KR-ingar fóru alla leið í úrslita- leikinn sem þeir töpuðu fyrir danska liðinu Bröndby 2:1 eftir að hafa haft forystuna um tíma. Ásmundur Har- aldsson, skoraði sjö af níu mörkum KR í keppninni valrti athygli erlendra félaga. Valur átti möguleika á að ná 2. sætinu með sigri á Keflavík í loka- umferðinni en tap liðsins í þeim leik gerði það að verkum að ÍA hlaut silfr- ið og Breiðablik bronsverðlaunin í þessum flokki. KA og ÍBV féllu niður í B-deild en sæti þeirra taka Reylqa- víkurfélögin Leiknir og Víkingur. Morgunblaðið/Frosti íslandsmeistarar KR í 2. flokki Aftari röð frá vinstri: Haraldur Haraldsson, þjálfari, Jón Már Óla- son, liðsstjóri, Gunnar Þjóðólfsson, liðsstjóri, Sverrir Þór Viðarsson, Andrés Þór Björnsson, Brynjar Gunnarsson, Valgeir Þorvaldsson, Daði Ingólfsson, Öskar Sigurgeirs- son, Georg Lúðvíksson, Bjami Þor- steinsson, Andri Sveinsson, Tómas Sveinsson (gestkomandi á mynd- inni; bróðir Andra, leikmaður 4. flokks) Gísli Jón Magnússon, for- maður unglinganefndar, Lúðvík S. Georgsson, formaður knattspymu- deildar KR. Fremri röð frá vinstri: Þorsteinn Bogason, Þorsteinn Jó- hannesson, Jón Óskar Sæmunds- son, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ámi Þór Eyþórsson, Atli Knútsson, Ás- mundur Haraldsson, fyrírliði, Guð- mundur Gauti Guðmundsson, Hlyn- ur Geir Hjartarson og Óli Björgvin Jónsson. Gestur Pálsson var með í leiknum en farinn af vettvangi þeg- ar myndin var tekin. íslandsmeistarar KR í 3. flokki. Neðri röð frá vinstri: Amar Jón Sigurgeirsson, Búi Bentssen, Albert Jóhannesson, Egill Skúli Þórólfsson fyrirliði, Bjöm Jakobsson, Ámi Pjetursson, Kristófer Róbertsson, Tómas Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Bjarni Halldórsson liðs- stjóri, Lúðvík Georgsson, Ólafur Magnús Finnsson, Hinrik Þór Svav- arsson, Karl Sólnes Jónsson, Atli Kristjánsson, Emil Jóhannesson, Edilon Hreinsson, Björgvin Vil- hjálmsson, Kristján G. Þorsteins- son, Einar Sveinn Árnason þjálfari og Gísli Jón Magnússon, fonnaður unglingaráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.