Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 53 ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA Ámi skoraði sigurmark KR á lokamínútunum í úrslitaleik KR og Fram í 3. flokki KR varð íslandsmeistari í 3. flokki karla eftir fjörugan úrslita- leik gegn Fram á Valbjarnarvelli þann 4. þessa mánaðar. Lokatölur urðu 3:2. Liðin léku bæði í A-riðli á Is- landsmótinu. Fram sigraði í riðlinum og vann sér þar sæti í úrslitaleiknum en KR með því að sigra í sex liða úrslitakeppni. KR-ingar voru mun sprækari til að byija með. Edilon Hreinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir 29. mínútur og þannig stóð í leik- hléi. Edilon bætti öðru marki við um miðjan síðari hálfleikinn og héldu þá flestir að bjöminn væri unnin fyrir KR. En Framarar kom- ust inn í leikinn með tveimur mörk- um með mínútu millibili um mið- bik síðari hálfleiksins. Haukur Snær Hauksson skoraði fyrra markið og Davíð Stefánsson það síðara. Það leit allt út fyrir fram- lengingu þegar Ámi Fjetursson skoraði síðasta mark KR eftir að Framvörnin hafði opnast illa. íjálfari KR, Einar Sveinn Árna- son kvaðst vera mjög ánægður með árangurinn. Æfingasókn var jöfn og góð jafnt í vetur sem og í sumar. Liðið skoraði 80 mörk og fékk á sig 26 í íslandsmótinu en náði aðeins þriðja sæti A-riðils- ins á eftir Fram og FH. „Við vorum búnir að tapa tvisv- ar fyrir þeim á íslandsmótinu og það var kominn tími á sigur gegn þeim,“ sagði fyrirliði KR, Egill Skúli Þórólfsson. „Mér fannst við eiga mörg færi í fyrri hálfleikn- um og hefðum átt að geta gert út um leikinn þá. Það tókst ekki en það var ljúft að skora sigur- markið,“ sagði Egill. „Þetta er jöfn lið en við fórum ekki í gang fyrr en við vorum komnir tveimur mörkum undir. Leikkafiinn í upphafi síðari hálf- leiksins var góður en við gáfum eftir í lokin,“ sagði Freyr Karls- son, leikmaður Fram. KR: Albert Jóhannesson - Emil Jóhannesson, Kristján G. Þor- steinsson, Egill Skúli Þórólfsson - Amar Jón Sigurgeirsson, Edilon Hreinsson, Björgvin Vilhjálmsson, Bjöm Jakobsson, Búi Bendtsen (Kristófer Róbertsson) - Ámi Pjet- ursson, Atli Kristjánsson. Vara- menn: Karl Sólnes Jónsson, Hinrik Þór Svavarsson, Tómas Sveinsson, Ólafur Magnús Finnsson. FRAM: Gunnar Magnússon - Eggert Stefánsson, Freyr Karls- son, Sigurður Kristjánsson, Hösk- uldur Borgþórsson, - Sigurður Elí Haraldsson, Kolbeinn Guðmunds- son, Haukur Hauksson, Finnur Bjamason - Davíð Heiðarsson, Erlendur Sigurðsson (Bjarki Sverrisson). Morgunblaðið/Frosti Barátta um knöttlnn í leik KR og ÍA í A-deild 2. flokks. Reykjavíkurfélagið sigraði 2:1 og varð þar með íslands- meistari þessa aldursflokks. KR innbyrti sigur gegn ÍA í lokaleik annars flokks KR hrósaði sigri á Islandsmótinu f 2. flokki karla en í lokaumferð- inni sl. fimmtudagskvöld mættust tvö efstu lið A-deildarinnar KR og ÍA íVesturbænum og dugði þeim röndóttu jafntefli i leiknum. KR sigraði i teiknum 2:1 eftir að hafa verið 0:1 undir í leikhléi og Vesturbæjarfélagið innbyrti því sinn þriðja íslandsmeistarabikar í sumar, en KR sigraði tvöfalt í þriðja flokki, bæði karla- og kvenna- flokk. Reykjavíkurliðið hafði 31 stig í A-deildinni fyrir leikinn, tveim- ur fleiri en ÍA og nægði því jafn- tefli. ÍA skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og var Ragnar Már Valsson þar að verki með föstu skoti úr vítateignum eftir þunga sókn ÍA. Hlynur Hjartarson jafnaði metin fyr- ir KR á 49. mínútu og Ásmundur Haraldsson skoraði sigurmark KR á 76. mínútu. KR-ingar náðu hættu- legum skyndisóknum í síðari hálf- leiknum. Lið ÍA var meira með knött- inn en skorti herslumuninn í sóknar- leiknum. Góður árangur í Danaveldi KR-liðið náði í sumar þeim árangri að verða í öðru sæti á geysisterku móti norrænna unglingaliða sem haldið var í Lyngby í Danmörku. Mörg af stærstu liðum Norðurland- anna stilltu þar fram liðum sínum en KR-ingar fóru alla leið í úrslita- leikinn sem þeir töpuðu fyrir danska liðinu Bröndby 2:1 eftir að hafa haft forystuna um tíma. Ásmundur Har- aldsson, skoraði sjö af níu mörkum KR í keppninni valrti athygli erlendra félaga. Valur átti möguleika á að ná 2. sætinu með sigri á Keflavík í loka- umferðinni en tap liðsins í þeim leik gerði það að verkum að ÍA hlaut silfr- ið og Breiðablik bronsverðlaunin í þessum flokki. KA og ÍBV féllu niður í B-deild en sæti þeirra taka Reylqa- víkurfélögin Leiknir og Víkingur. Morgunblaðið/Frosti íslandsmeistarar KR í 2. flokki Aftari röð frá vinstri: Haraldur Haraldsson, þjálfari, Jón Már Óla- son, liðsstjóri, Gunnar Þjóðólfsson, liðsstjóri, Sverrir Þór Viðarsson, Andrés Þór Björnsson, Brynjar Gunnarsson, Valgeir Þorvaldsson, Daði Ingólfsson, Öskar Sigurgeirs- son, Georg Lúðvíksson, Bjami Þor- steinsson, Andri Sveinsson, Tómas Sveinsson (gestkomandi á mynd- inni; bróðir Andra, leikmaður 4. flokks) Gísli Jón Magnússon, for- maður unglinganefndar, Lúðvík S. Georgsson, formaður knattspymu- deildar KR. Fremri röð frá vinstri: Þorsteinn Bogason, Þorsteinn Jó- hannesson, Jón Óskar Sæmunds- son, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ámi Þór Eyþórsson, Atli Knútsson, Ás- mundur Haraldsson, fyrírliði, Guð- mundur Gauti Guðmundsson, Hlyn- ur Geir Hjartarson og Óli Björgvin Jónsson. Gestur Pálsson var með í leiknum en farinn af vettvangi þeg- ar myndin var tekin. íslandsmeistarar KR í 3. flokki. Neðri röð frá vinstri: Amar Jón Sigurgeirsson, Búi Bentssen, Albert Jóhannesson, Egill Skúli Þórólfsson fyrirliði, Bjöm Jakobsson, Ámi Pjetursson, Kristófer Róbertsson, Tómas Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Bjarni Halldórsson liðs- stjóri, Lúðvík Georgsson, Ólafur Magnús Finnsson, Hinrik Þór Svav- arsson, Karl Sólnes Jónsson, Atli Kristjánsson, Emil Jóhannesson, Edilon Hreinsson, Björgvin Vil- hjálmsson, Kristján G. Þorsteins- son, Einar Sveinn Árnason þjálfari og Gísli Jón Magnússon, fonnaður unglingaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.