Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugmyndir stjórnvalda um 6-7 milljarða króna átak í vegagerð Framkvæmdir fjármagnað- ar með hluta bensíngjalds SAMKVÆMT hugmyndum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Halldórs Blöndals samgönguráð- herra verður 6-7 milljörðum króna varið á þriggja ára tímabili til vega- framkvæmda á höfuðborgarsvæð- inu og einstökum stöðum á lands- byggðinni, en um er að ræða út- færslu á þeim yfirlýsingum sem ríkisstjórnin gaf út 19. maí sl. varð- andi átak í atvinnumálum. Ákveð- inn hluti bensíngjalds verður eyma- markaður til þessara verkefna og myndu greiðslur hefjast eftir 2-3 ár og standa í tíu ár. Forsætisráð- herra hefur gert aðilum vinnu- markaðarins grein fyrir hugmynd- unum og vonast hann til að niður- staða fáist innan skamms. Davíð Oddsson sagði að hugsun- in hefði verið sú að framkvæmdin héfði fastan tekjustofn sem myndi skiptast öðruvísi en hin almenna vegaáætlun. Þannig myndi féð skiptast eftir höfðatölu en ekki hefðbundinni skiptingarreglu, en höfuðborgarsvæðið hefði farið mjög illa út úr henni. Þetta myndi jafnframt þýða að á einstökum stöðum vítt um landið gæti orðið heilmikið átak í vegagerð á sama tíma. Sérfræðingar fara yfir málið „Málið snýst um að á þremur árum yrði framkvæmt fyrir 6-7 milljarða, og af því kæmu um 60% í hlut höfuðborgarsvæðisins. Þegar til greiðslunnar kemur verður ákveðinn hluti bensíngjalds eyrna- markaður og þær greiðslur myndu þá kannski hefjast eftir 2-3 ár og standa í tíu ár. Nú munu sérfræð- ingar kanna með hvaða hætti er hægt að stilla þessu upp og síðan verður þetta rætt við forystumenn í þinginu og áfram við aðila vinnu- markaðarins. Ég vona að niður- staða fáist á skömmum tíma,“ sagði Davíð. Ártúnsbrekka og Reykjanesbraut Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, sagði að ekki lægi fyrir hvaða framkvæmdir yrðu fyrir val- inu ef þessum hugmyndum yrði hrint í framkvæmd. Hins vegar væri ljóst að gera yrði átak á höfuð- borgarsvæðinu. Þar biðu nokkrar BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að sambandið sé mjög jákvætt fyrir hugmyndum forsætis- ráðherra um framkvæmdir í vega- málum, en ekki sé hægt að sam- þykkja að fjármögnum fram- kvæmdanna leiði af sér kjaraskerð- ingu. Því þurfi að athuga leiðir til fjármögnunar betur. Brýnt sé að ákvörðun sé tekin hið fyrsta svo framkvæmdir geti hafist. Benedikt sagði að sambandið hefði fundað með forsætisráðherra á mánudag til þess að fara yfir efndir vegna síðustu kjarasamn- inga, en þeir teldu að nokkuð skorti mjög stórar framkvæmdir sem ekki væri hægt að draga öllu lengur. Halldór sagði að það væri mat sér- fræðinga að leggja þyrfti árlega 500-700 milljónir í vegafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 20 árin. Meðal brýnna framkvæmda sem Halldór nefndi var fjölgun akreina í Ártúnsbrekku og mislæg gatna- mót á mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, en talið er að sú framkvæmd kosti um 1,2 millj- arða. Þá lægi einnig fyrir að tvö- upp á fyrirheit í atvinnumálum. Forsætisráðherra hefði í vor gefið yfirlýsingu um að hann vildi kanna möguleika á að flýta framkvæmd- um í samgöngumálum á höfuð- borgarsvæðinu og hefði á fundinum kynnt hugmyndir um að afla veru- legs lánsfjár til að hrinda því í fram- kvæmd. Endurgreiðsla lánsins hæf- ist eftir 2-3 ár og það yrði greitt upp á nokkrum árum þar á eftir með innheimtu sérstáks skatts, til dæmis með nýju bensíngjaldi upp á 3-4 krónur á lítra. Með því móti ætti að vera hægt að taka lán upp 7-8 milljarða og endurgreiða það á 8-10 árum. falda Reykjanesbraut. Af fram- kvæmdum á landsbyggðinni nefndi Halldór vegaframkvæmdir á norð- austurlandi. Hann sagði að eftir að Skipaútgerð ríkisins hefði verið lögð niður væri mjög brýnt að bæta samgöngur milli Norðurlands og Austurlands. Sömuleiðis væri mikilvægt í kjölfarið á opnun Vest- fjarðaganga að tengja þéttbýlis- staðina við ísafjarðardjúp með betri vegnm. Halldór nefndi einnig þörf á betri vegum milli fjölfarinna ferðamannastaða. Arðsamar framkvæmdir Benedikt sagði að út af fyrir sig væri ekkert nema gott um það að segja ef hægt væri að auka fram- kvæmdir í vegamálum. Þetta væru arðsamar framkvæmdir, sem mink- uðu slysahættu, og sköpuðu at- vinnu. ASÍ-menn hefðu hins vegar ýmsa fyrirvara um það hvernig slíkar framkvæmdir yrðu íjár- magnaðar. Ef það yrði gert með bensíngjaldi væri augljóst að það myndi hafa áhrif á framfærsluvísi- tölu og hækka hana um á bilinu 0,2-0,4%. „Við myndum ekki sætta okkur við það án bóta,“ sagði Bene- dikt. Hann sagðist eiga von á að líf- eyrissjóðir yrðu tilbúnir til þess að lána til framkvæmdanna svo frain- arlega sem ávöxtunin yrði sam- bærileg við önnur skuldabréf ríkis- ins. Aðspurður hvort þeir sæju aðr- ar leiðir til að fjármagna fram- kvæmdir en með skattfé sagði hann að auðvitað yrði að taka fjármagn- ið með einhverjum hætti með skött- um eða tekjum af umferðinni. Þeir teldu hins vegar ekki að slík skatt- lagning þyrfti að leiða til kjara- skerðingar um lengri tíma. Forseti Alþýðusambands íslands um aukið fé til vegaframkvæmda Fjármögnunin má ekki leiða af sér kjaraskerðingn Stuðningur við umsókn um aðild að Evrópusambandinu minnkar og óákveðnum fjölgar \ i i i I Munur á afstöðu flokka og fylgis- manna þeirra Fleiri eru óákveðnir um það hvort æskilegt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu og stuðn- ingur við umsókn hefur minnkað. Mikill munur er hins vegar á afstöðu fylgismanna sumra flokk- anna og afstöðu flokkanna sjálfra til málsins. Ólafur Þ. Stephensen skrifar um niðurstöður könnunar á fylgi við umsókn um ESB-aðild. FYLGISMENN þess að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu eru nú jafnmargir og andstæðingarnir, samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar Félagsvísindastofnunar, sem birtar voru í Morgunblaðinu síð- astliðinn föstudag. Þetta er minni stuðningur við aðildarumsókn en í síðustu könnun, sem Félagsvísindastofnun gerði um þetta efni í júní. Þá sögðust 59,4% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir því að sótt yrði um aðild að ESB. Það vekur hins vegar athygli að óákveðnir eru miklu fleiri nú en í júní. Þeir, sem þá sögðust óvissir um það hvort aðildarumsókn væri æskileg eða óæskileg, voru 26,6%, en nú eru þeir nærri 38%. ESB-umræða hefur dalað Það er alltaf erfitt að spá í það hvað veldur sveiflum í almennings- áliti. Sumar skýringar eru hins veg- ar líklegri en aðrar. Það hefur til að mynda yfirleitt áhrif á niðurstöðu kannana hversu mikið málið, sem spurt er um, er í fréttum og umræð- um manna á meðal. í júní síðastliðn- um voru aðildarsamningar Norð- manna við Evrópusambandið mörg- um sennilega ofarlega í huga og umræður um aðildarumsókn höfðu tekið kipp hér á iandi af þeim sök- um. Síðan hefur umræðan dalað. Líklegt er að samþykki Norðmenn aðildarsamninginn í þjóðaratkvæða- greiðslunni í nóvemberlok, taki stuðningur við aðildarumsókn kipp Tplurðu æckilpat Þeir sem búa ... á ... á / leiurou æbKiiegx iReykjavik Reykjanesi landsbyggðinni — — eða óæskilegt að íslendingar sæki um aðild að Evrópu- 56,7%\ 58,9%\ - Æskilegt 38,3%\ Jjá m sambandinu? Þeir sem taka afstöðu 43,3 %/ 41,1%/ 61,7«J ^ Óæskilegt ** Þeir I Þeir sem styðja Sjálf- Jóhönnu Fram- Alþýðu- sem nefna Alþýðuflokk 92,8%jg á-^7.i% stæðisflokk 61,3% \ Sigurðardóttur 50,0% \ Kvennalista 51,4% \-^ sóknarflokk 27)7%\ // 1 i bandalag 2Í>X A; ekki flokk 54,3% \ 38,6yfT 50,0%/ 48,6%/ " 72,2 J 78,8% J 45,6%J \ 1 I hér á landi og óákveðnum fækki. Þegar litið er á stuðning eða and- stöðu við að sótt verði um aðild að ESB eftir því hvaða flokk menn sögðust styðja í könnuninni, vekur athygli að meirihluti stuðnings- manna Alþýðuflokksins, eða 51,7% segjast óákveðnir. Þetta er hærra hlutfall en menn hefðu e.t.v. búizt við hjá stuðningsmönnum þess flokks, sem hlynntastur er því að sótt verði um aðild að Evrópusam- bandinu. Lægsta hlutfall óákveðinna er hins vegar hjá neikvæðustu flokk- unum, Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi, eða rúm 26% í báðum tilfellum. Ekki hreinræktað flokkspólitískt mál Greinilegt er af niðurstöðunum að aðildarumsókn er ekki hreinrækt- að flokkspólitískt mál og í öllum flokkum eru skiptar skoðanir. Reyndar telja 92,8% þeirra Alþýðu- flokksmanna, sem afstöðu taka, að umsókn sé æskileg, en minna má á hversu margir stuðningsmenn krata eru óákveðnir. Meirihluti sjálfstæðis- manna er líka hlynntur umsókn, en ekki mjög stór meirihluti, þ.e. 61,1%. Hins vegar endurspeglast þessi af- staða stuðningsmanna flokksins ekki í þingliðinu, þar sem aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst stuðningi við aðildarum- sókn. Athygli vekur að meðal stuðnings- manna Kvennalista eru stuðnings- menn og andstæðingar nákvæmlega jafnstórir hópar. Kveunalistinn hefur hins vegar lagzt stíft gegn ESB- aðild og enginn þingkvenna flokks- ins léð máls á að kanna möguleik- ann. Einnig er jafnvægi milli and- stæðinga og stuðningsmanna um- sóknar í hópi fylgjenda Jóhönnu Sig- urðardóttur, en Jóhanna hefur lýst sig andvíga því að sótt verði um aðild. Andstaða á landsbyggðinni Augljós munur er á afstöðu lands- byggðarmanna og þeirra, sem búa í þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Stuðningur við umsókn í Reykjavík og á Reykjanesi er 56,7% og 58,9% þegar aðeins er tekið tillit til þeirra, sem afstöðu tóku. Á landsbyggðinni i eru hins vegar 61,7% andvígir um- sókn. Athygli vekur hversu mikill mun- I ur er á skoðunum stuðningsmanna flokkanna og á þeirri stefnu, sem flokkarnir hafa sjáifir í Evrópumál- unum, að Alþýðuflokknum undan- skildum. Hluti af skýringunni — alls ekki fullnægjandi skýring — kann að vera sá að stuðningur við umsókn um aðild að ESB fer fremur eftir landshlutum en flokkum, og á Al- | þingi hallar verulega á þá lands- ^ hluta, sem eru jákvæðari gagnvart . aðild að Evrópusambandinu, þ.e. p þéttbýlissvæðin á suðvesturhorninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.