Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ: miövikudaga: 20:00 - 01:00 fimmtudaga: 20:00 - 01:00 föstudaga: 20:00 - 03:00 laugardaga: 20:00 - 03:00 sunnudaga: 20:00 - 01:00 Morgunblaðið/Rúnar Þór MENNTASMIÐJA kvenna starfar af krafti í fyrrum húsakynnum skattstofunnar og þar eru 20 konur við nám. Menntamálaráðuneytið valdi Menntasmiðjuna til að taka þátt í samnorræna verk- efninu Voks Nær fyrir íslands hönd, en markmið þess er að finna nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu. Menntasmiðja kvenna í samnorrænu verkefni um nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu Skóli fyrir konur án launaðrar vinnu TUTTUGU konur stunda nú nám í Menntasmiðju kvenna, sem er skóli fyrir konur sem eru án launaðrar vinnu. Menntasmiðjan tók til starfa í ágúst og lýkur fyrri áfanga námsins í október en sá seinni hefst 24. október og stendur til 16. desember. Alls sóttu 37 konur um að komast að en hámarksfjöldi er 20. Námið er konum án launaðrar atvinnu að kostnaðarlausu og konur sem hafa atvinnuleysisbætur halda sínum bótum meðan á námi stendur. Námið hefur fengist viður- kennt hjá atvinnuleysistryggingasjóði sem stytting á bótalausa biðtím- anum fyrir atvinnulausa. Þær konur sem stunda nám við Menntasmiðj- una eru á aldrinum 20 til 55 ára og hafa mismunandi bakgrunn. Menntasmiðjan fékk húsnæði á hluti nemenda fær vinnu að loknu 4. hæð í Hafnarstræti 95 og fer kennsla fram frá kl. 9-15 á virk- um dögum. Á námsskránni er ís- lenska, enska, bókhald, líkams- rækt, myndlist, handpijón, tján- ing, sálarfræði, tölvunám, sjálfs- nám og markmiðssetning, en að sögn Guðrúnar Pálínu Guðmunds- dóttur verkefnisfreyju Mennta- smiðjunnar byggir námið á reynslu frá lýðháskólum og kvennadaghá- skólum á Norðurlöndum og nám- skeiðum sem þróuð hafa verið fyr- ir konur hér á landi. „Reynslan í Danmörku er sú að um einn þriðji námi, einn þriðji heldur áfram í öðru námi og þriðjungurinn er virkur í ýmis konar félagsstarfi," sagði Pálína. Samnorrænt verkefni Félagsmála- og menntamála- ráðuneyti auk Akureyrarbæjar lögðu starfseminni til fé fram til áramóta en verið er að vinna að því að fá viðbótarfjármagn. Menntamálaráðuneytið valdi Menntasmiðjuna til að taka þátt í samnorrænu verkefni, Voks Nær, fyrir íslands hönd en það er undir umsjón norrænu ráðherranefndar- innar og er stjórnað af Nordens folkliga akademi í Gautaborg. Þetta er tveggja ára verkefni og er markmiðið að reyna að fínna nýjar Ieiðir í fullorðinsfræðslu og tengja saman mismunandi menntastofnanir. Nýlega var hald- in ráðstefna í Gautaborg um þetta efni og er gert ráð fyrir að haldinn verði fundur um þetta verkefni á Akureyri í júní á næsta ári. „Þetta er mjög vinsælt og mun fleiri hafa sótt um að komast að en hægt er að taka á móti, miðað við fyrirspurnir eftir að verkefnið hófst kæmi mér ekki á óvart þó að okkur bærust 50 umsóknir næst,“ sagði Guðrún Pálína. „Við vonum að okkur takist að útvega fjármagn til að halda þessari starf- semi gangandi, þetta gengur mjög vel og konurnar eru ánægðar. Við erum að bjóða upp á nám sem nýtist í nútímanum." Starfsemi Krist- nesspítala kynnt HÚSNÆÐI og aðstaða Kristnesspítala verður til sýnis laugardag- inn 24. september frá kl. 14. til 17. Jafnframt verður kynning á framtíðaráformum í starfsemi spítalans og söfnunarátaki Lions- hreyfingarinnar vegna þjálfunarsundlaugar fyrir endurhæfingu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri tók við rekstri spítalans í árs- byijun 1993 en stefnumótun varð- andi nýtingu og framtíðarstarf- semi var samþykkt í stjóm FSA í júní síðastliðnum. Samkvæmt henni verða starfandi tvær deildir, endurhæfíngardeild og öldrunar- lækningadeild, með samtals 66 sjúklinga og um 80 stöðugildi þeg- ar uppbyggingu er lokið. Saman mynda deildirnar mikilvægan bak- hjarl fyrir bráðadeildir og heilsu- gæslu. Stefnt er að öflugri starfsemi endurhæfíngardeildar sem miðast við að mæta þörf Norðlendinga og Austfirðinga en athuganir á þörf árin 1990-1991 sýndu að tæplega 40 manns af Norðurlandi dvöldu að jafnaði á endurhæfing- arstofnunum suðvestanlands. Gert er ráð fyrir að endurhæfíngardeild geti sinnt 30 sjúklingum í einu, 19 á legudeild og 11 dagsjúkling- um. Þeim dagsjúklingum sem eiga um langan veg að fara verður boðin aðstaða á sjúkrahóteli á staðnum. Með samningi FSA og heilbrigð- isráðuneytisins um rekstur Krist- nesspítala var ákveðið að stefnt skyldi að stofnun öldrunarlækn- ingadeildar en slík deild sinnir þjálfun, mati og skammtímavistun aldraðra auk hefðbundinnar lang- tímavistunar. Deildin verður í þremur einingum, tveimur legu- deildum á Kristnesspítala með samtals 36 rýmum og legudeild FSA í Seli með 29 rýmum. Sundlaug Um 130 fermetra húsnæði fyrir þjálfunarsundlaug stendur nú til- búið til innréttingar við spítalann en kostnaður við verkið er áætlað- ur um 30 milljónir króna. Þjálfun í vatni er mikilvæg sjúklingum í endurhæfíngu og því brýnt að koma lauginni í gagnið. Lions- hreyfingin hefur forgöngu um söfnun vegna þess verkefnis. Að fóma s saklausum j JEREMY Bowman flytur fyrirlestur í boði Kennaradeildar Háskólans á Akureyri laugardaginn 24. septem- ber í stofu 24 í húsnæði skólans við Þingvallastræti en hann hefst kl. 14. Fyrirlesturinn nefnist „The Sacrifice of the Innocent“ — „Að fóma saklausum" og verður fluttur g á ensku. Jeremy Bowman er kenn- ari í heimspeki við University Coll- I ege í Cork á írlandi og er nú stadd- ( ur hér á landi á vegum Erasmus- áætlunarinnar þar sem hann kennir námskeið í heimspeki við Háskóla íslands. í fyrirlestrinum mun Bowman skýra sérstaka tegund siðferðilegr- ar nytjastefnu og hvernig hún á viðunandi svar við þeirri gagnrýni á hefðbundna nytjastefnu að fylgis- | menn hennar hljóti að fallast á að saklausum sé fómað ef hægt er að " sýna fram á að slík fórn auki ham- f ingju eða hagsæld heildarinnar. AKUREYRI Morgunblaðið/Kúnar Pór Ulfur og ungviðið Vinnutíminn nýtist betur og kostnaður lækkar ÁRLEGUR kostnaður vegna þjónustu við hvem skjólstæðing heimahjúkrunar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri lækkaði um 9% milli áranna 1990-1993. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsókn- arstofnunar Háskólans á Akureyri, „Athugun á samvinnu Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri og heimilisþjónustu á vegum Akur- eyrarbæjar“, sem gerð var í mars síðastliðnum. Skjólstæðingum heimahjúkrunar hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum, voru rúmlega 300 á síðasta ári og var farið í tæplega 22 þúsund vitjanir. Konný K. Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri segir að ekki verði hægt að sinna fleiri beiðnum, álagið á starfsfólk sé gffurlegt en ekki hafi fengist heimild til að bæta við stöð- um. Hún segir að með meiri sam- vinnu væri tryggara að skjólstæðing- ar fengju þjónustu við hæfi. Þjóðhagslega hagkvæmt Síðla árs 1991 hófu Heilsugæslu- stöðin og heimilisþjónustan samstarf og var veitt fé til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði aldraðra. í skýrslu Rannsóknarstofnunar Há- skólans var m.a. leitað svara við spurningunni um hvort rekstur væri hagkvæmari eða óhagkvæmari óbreyttur eða með samvinnu þessara stofnana. Fram kom að skjólstæð- ingum heimahjúkrunar fjölgaði um 32% milli áranna 1990 og 1993, vitj- unum fjölgaði um 44% á tímabilinu, en þá hófst kvöld- og helgarþjón- usta, vinnustundum fjölgaði um 20% og kostnaðarhækkun vegna breyti- legs kostnaðar, launa, tengdra gjalda og aksturs var um 19%. Skjólastæðingum heimilishjálpar Ijölgaði á sama tíma um 21% en kostnaðaraukning var um 18%. í skýrslunni segir að tíma- og kostnaðarlækkun á hvern skjólstæð- ing bendi til þess að samvinnan hafí skilað erindi sem erfiði. Yfirgnæfandi meirihluti starfs- fólks sem tók þátt í könnuninni, eða 95% taldi að vinnutími þess nýttist betur eða jafnvel og áður en sam- vinnan hófst og 77% töldu að sam- vinnan væri þjóðhagslega hagkvæm. HVAÐ er betra en að fresta heimalærdóminum örlítið þegar veðrið er gott og virða mannlífið fyrir sér? Selma og Siggi voru úti á tröppum heima á Oddeyrinni ogtóku hundinn sinn, Úlf, með. Samvinna heimilishjúkrunar og heimilishjálpar hagkvæm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.