Morgunblaðið - 22.09.1994, Page 12

Morgunblaðið - 22.09.1994, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ VIKIIMVAR Federici Lpaghetti langt^ 500 g IMEYTEIMDUR Frystikistan fyllt af ýmsum matvælum fyrir veturinn Óráðlegt að setja illa pökkuð matvæli í frysti MARGAR frystikistur eru hálf- tómar síðsumars en þegar fer að hausta rætist úr. Þá eru keyptir skrokkar, tekið slátur, sultað, berin fryst, grænmeti soðið niður og svo framvegis. Sumar frystikistur eru hólfaðar niður og þá er oft sérstakt hólf til að frysta í matvælin í byrjun. Eft- ir að matvælin hafa legið í hólfinu í nokkra daga má stafla þeim hjá hinum frosnu vörunum. Best er að frysta ekki mjög mikið magn af vörum í einu til að hitasveiflur verði ekki of miklar. Það er mismunandi eftir skápum eða kistum hvemig stillá á frysti þegar frysta á matvæli og leiðbein- ingar fylgja oftast hveijum frysti sem nauðsynlegt er að fara eftir. Umbúðirnar skipta máli Matvæli sem á að frysta þurfa að vera í þéttum og þykkum um- búðum. Aldrei má setja óinnpakk- aða matvöm í frysti því þá verður hrímmyndun meiri en ella og mat- vælin geymast verr með þeim hætti. Séu umbúðir lélegar þornar maturinn, þránar jafnvel og verður vondur eftir skamman tíma. Plast- pokar sem ætlaðir eru til frysting- ar eru ágætir en þunn plastfilma er ekki ákjósanleg. Frystipokum er síðan lokað með frystilímbandi eða klemmum. Plastdósir með loki eru ágætar í frystinn og vaxbornar pappaöskjur fínar. Séu notaðar glerkrukkur með þéttu loki geta þær sprungið en eru annars ágæt- ar. ódýrast er líklega að nota plast- form eða bikara undan jógúrti, skyri eða ís. Mjólkurfernur eru fín- ar fyrir ber og tilbúna rétti. Merking frystivara Það er nauðsynlegt að merkja innihald og skrá þyngd og dagsetn- ingu á pakkana. Skrifið upplýs- ingarnar á límmiða eða lok. Það er líka hagkvæmt að halda lista yfir það sem er í frysti með því að hengja upp á vegg hjá frysti- kistunni blað og skrá þar allt sem fryst er og strika síðan út jafn óðum. og matvælin eru tekin úr frysti. Oft vill nefnilega gleymast hitt og þetta á botni kistunnar og lenda síðan í öskutunnunni þegar hún er hreinsuð að vori. Sláturmark- aður hjá Hagkaupi HAFINN er sláturmarkaður hjá Hagkaupi í Skeifunni og í Kringl- unni. Nýtt slátur kemur inn alla daga nema sunnudaga og mánu- daga. Lækkun hefur orðið á slátri og innmat frá í fyrra. í fyrra kost- uðu fimm ófrosin slátur 2.548 krónur en kosta nú 2.445 krónur. Þá var kílóið af lifur á 226 krónur í fyrrá en kostar nú 207 og kílóið af hjörtum á 364 krónur núna en kostaði 512 krónur í fyrra. Dýrara að hringja í farsíma en venju- legan síma ÞAÐ kostar meira að hringja í farsíma en venjulegan síma. Það kostar hinsvegar ekkert að taka á móti símtali úr far- síma. Þegar hringt er í NMT far- síma sem eru algengir hér á landi þá kostar símtalið 16,60 krónur á mínútu allan sólar- hringinn. Sama verð gildir þegar hringt er í svokallaða frístundafarsíma. Það er hins- vegar dýrara að hringja í GSM farsíma þegar dagtaxt- inn gildir milli klukkan 8 og 22 frá mánudögum til föstu- daga og frá 8-18 um helgar. Þá kostar mínútan 24,90 krónur á mínútu en utan að- alálagstímans kostar mínútan 16,60 krónur, einnig í GSM síma. Menn geta þekkt farsíma- númer á því að þau byija á 985 í NMT kerfinu en á 989 í GSM kerfinu. Ef farsíminn sem hringt er í er staðsettur í útlöndum þarf sá sem hring- ir í hann aðeins að greiða venjulegt farsímagjald en sá sem á farsímann greiðir fyrir útlandasímtalið. Frí stundaf arsí mi í sumar var byijað að gefa fólki kost á að fá aðgang að farsímakerfi með því að fá sér svokallaðan frístundafarsíma. Þjónustan er fyrir þá sem nota farsímann sinn í tóm- stundum. Stofngjald og árs- ijórðungsgjald er lægra en af öðrum farsímum í NMT kerf- inu en þrisvar sinnum dýrara er að hringja úr frístundafar- símanum yfir daginn þótt venjulegt verð gildi á kvöldin og um helgar. Enn önnur gjaldskrá er fyrir nýju GSM farsímana. HAGKAUP 0uelle-TlLBQÐ I NÝRRI OG GLÆSILEGRI VERSLUN Kostir þess að fá þér .. Gerðu það goti' möppu fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn: • Þú hefur alla bæklinga Tilraunaeldhúss MS á einum stað • Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð fyrir alla bæklingana • í möppunni eru grunnupplýsingar um mál, vog og ýmis góð ráð • Hún kostar aðeins 490 kr Já takk! □ Ég vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu □ Ég óska eftir því að uppskrijiarbeeklingar MS númer---------—-—.------- fylgi möppunni. Utanáskriftin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavík. KENN1TAI.A HEIMILISFANG PÖSTNÚMER STAÐUR Kaffi- og matarstell, 44 hlutir Hr. 3.990 Pottasett, 8 hlutir, gæðastál Hr. 3.490 3 álpönnur með teflonhúð Hr. 1.990 5 töskur í setti Hr. 2.490 Sasett 3ja hluta sporttaska Hr. 2.490 3 ilmkerti í fallegum skálum Hr. 990 rnm® "tmm wwm # í verslun okkar er alltaf hægt að gera góð kaup fyrir heimilið í fatnaði, skoða úrval sérlista og fá upplýsingar og aðstoð. Líttu við, það borgar sig. Nýr haust- og vetrarlisti frá Quelle með íslenskum þýðingarlista fylgir frítt til viðskiptavina í verslun okkar þessa viku. LISTAKAUP hf., Dalvegi 2, Kópavogi, sími 64-2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.