Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Bretland
Sparað með
traustum
veðurspám
Lundúnum. Reuter.
VEÐURFRÆÐINGAR fullyrtu í
gær að þeir hefðu sparað Bretum
um einn milljarð punda, rúma 100
milljarða ísl. króna, á ári hveiju
með veðurspám slnum.
Fengi veðrið að hafa
sinn gang...
„Fengi veðrið einfaldlega að hafa
sinn gang myndi kostnaðurinn
verða meiri en landsframleiðsla
flestra ríkja í þriðja heiminum",
sagði í skýrslu bresku veðurstof-
unnar.
í byggingariðnaðinum einum
sparast um 107 milljónir punda
árlega fyrir tilstilli veðurspáa.
Kostnaður í Bretlandi við þær er
um 38 milljón pund á ári hverju,
um Qorir milljarðar króna.
Frjálslyndir demókratar í Bretlandi vilja heimila kannabisneyslu
Ashdown viðurkennir
pólitískan ósigur
Brighton. Reuter.
PADDY Ashdown, leiðtogi flokks Fijálslyndra
demókrata í Bretlandi, játaði í gær að hafa orð-
ið að lúta í lægra haldi á flokksþingi sem fer
nú fram í Brighton. Hann sagði það óheppilegt
nú þegar flokkurinn ætti í ákveðinni vörn vegna
vaxandi vinsælda Verkamannaflokksins eftir að
Tony Blair tók þar við forystu. Ashdown sagði
að flokksmenn hefðu gefíð sér „glóðarauga"
með því að samþykkja tillögur um að kannabis-
neysla verði lögmæt og ákvæði um lágmarkslaun
verði í lög leidd.
Flokksforystunni til mikils léttis var þó felld
tillaga um að konungdæmið yrði lagt niður. Hún
gerði ráð fyrir því að í staðinn yrði kosinn for-
seti beinum kosningum.
„Stjórnmál eru enginn leikur. Þau eru eins
og frumskógur þar sem óargadýr leynast," sagði
Ashdown í gær. Hann sagði að lýðræðið í flokkn-
um skipti þó meira máli en hvort formaðurinn
færi í fýlu og sjóaðir stjórnmálamenn yrðu að
geta tekið áföllum.
Ashdown hefur gegnt formennsku í flokknum
I sex ár. Á þeim tíma hefur fylgi hans vaxið
og var honum annt um að komast í lykilað-
stöðu á þingi. Þegar mest lá við snerist hópur
flokksmanna hins vegar gegn honum og hélt
til streitu tillögum sem hann varaði við. Upp-
gangur Verkamannaflokksins hefur að nokkru
orðið á kostnað Fijálslyndra demókrata, sem
njóta stuðnings einungis 15% kjósenda sam-
kvæmt nýjustu skoðanakönnunum.
Ashdown birti í vikunni þær forsendur sem
hann sagði að Tony Blair yrði að uppfylla ef
Fijálslyndir demókratar ættu að styðja hugsan-
lega minnihlutastjórn Verkamannaflokksins eftir
kosningar eða ganga til samstarfs um myndun
samsteypustjórnar. Vill hann ekki aðeins að Bla-
ir boði til þjóðaratkvæðis um nýtt fyrirkomulag
þingkosninga sem byggt yrði á því að þingmenn
yrðu kosnir hlutfallskosningu, heldur að Blair
lýsi opinberlega stuðningi við hugmyndina fyrir
fram. Ágreiningur er um þetta atriði í forystu
Fijálslyndra demókrata þar sem sumir telja að
það feli í sér fýrir fram uppgjöf. Ashdown flytur
stefnuræðu sína á þinginu í dag.
Vilja ekki Zhírín-
ovskíj til Noregs
Ósló. Morgunblaðið.
NORSKA stjórnin hefur neitað rússneska þingmanninum Vladímír
Zhírínovskíj, sem kunnur er fyrir ofstækisfulla þjóðernisstefnu, um
vegabréfsáritun til Noregs. Þangað hafði honum verið boðið ásamt
fjórum öðrum rússneskum þingmönnum. Talsmaður Zhírínovskíjs
sagði í gær, að hann myndi bregðast mjög illa við þessari ákvörðun.
Finnar og ESB
Ef svarið
verður nei?
Helsinki. Morgunblaðið.
FINNSKIR stjórnmálamenn hafa
fundið sér nýtt umræðuefni, sem er
hvað taki við segi þjóðin nei í at-
kvæðagreiðslunni um aðild að Evr-
ópusambandinu; ESB. Er um það
deilt hvort líta skuli á hugsanlegt
nei sem endanlega ákvörðun og
hvort ríkisstjórnin verði að segja af
sér verði svarið á þá leið.
Hingað til hefur möguleikinn vart
verið ræddur opinberlega. Pertti
Salolainen, utanríkisviðskipta- og
Evrópumálaráðherra, segir að
stjórnin muni ekki þurfa að segja
af sér. Þingflokksformaður Mið-
flokksins segir að stjórnin verði að
víkja en Heikki Haavisto utanríkis-
ráðherra segir, að þá verði að hefja
strax nýjar viðræður við ESB. Þá
yrði unnt að fá aðild um leið og
Malta og kannski ísland eftir eitt
eða tvö ár.
Zhírínovskíj var boðið til Noregs
á vegum stofnunar um varnarmál
og átti heimsóknin að hefjast næsta
mánudag. Bjorn Tore Godal utan-
ríkisráðherra ákvað hins vegar að
veita honum ekki vegabréfsáritun
vegna framferðis hans víða utan-
lands en þingmaðurinn og flokks-
leiðtoginn hefur oft haft í hótunum
við einstaka þjóðir, til dæmis Finna.
Lýsti hann einu sinni yfir, að Finn-
land ætti að falla undir Rússland
á ný og raunar hlutar af Norður-
Noregi einnig.
Valerí Lasarenko, talsmaður
Zhírínovskíjs, sagði í viðtali við
norska blaðið Aftenposten í gær,
að hann mynai bregðast afar illa
við ákvörðun Godals en Zhír-
ínovskíj er nú á ferðalagi í Afríku.
Sagði Lasarenko að með þessu
væri verið að þóknast Þjóðveijum
en þeir, Frakkar og Svisslendingar
vilja ekki fá Zhírínovskíj til sín. Þá
gaf hann einnig í skyn, að rúss-
neska stjórnin hefði átt hlut að
máli.
Forseti vamarmálastofnunar-
innar, Thor Knudsen, er ekki sáttur
við ákvörðun Godals og eru nokkuð
skiptar skoðanir um hana í Noregi.
Reuter
Fómarlamba byssuæðis minnst
VEGFARANDI í Washington virðir fyrir sér skó rúmlega 40.000 fórn-
arlamba byssumanna í Bandaríkjunum. I skónum eru miðar með ýms-
um athugasemdum og Ijósmyndum af fólkinu. Svokölluð Nefnd hinnar
þöglu göngu kom skónum fyrir og hyggst afhenda þingmönnum og
öðrum ráðamönnum skópör til að minna á byssuofbeldið í landinu.
Tölvu-
leikir eru
ávana-
bindandi
Cambridge. Reuter.
TÖLVULEIKIR geta orðið jafn
mikil fíkn fyrir börn og unglinga
og eiturlyf og fjárhættuspil eru
fyrir suma fullorðna. Er það nið-
urstaða rannsóknar breskra sál-
fræðinga en þeir segja, að börn
fínni fyrir líkum áhrifum af tölvu-
leikjunum og fullorðnir af tóbaki
og áfengi og fái svipuð fráhvarfs-
einkenni.
Sálfræðingarnir Mark Griffiths
og Catherine Hilton spurðu 147
ellefu ára gömul börn spjörunum
úr og reyndust 48% þeirra vera í
tölvuleikjum flesta daga. Segir
Griffiths, að það sé spennan, sem
haldi börnunum við efnið, en fyrir
þau voru lagðar sjö spurningar,
meðal annars hvort þau væru í
tölvuleikjum daglega, hvort þau
væru í þeim þijár klukkustundir
eða lengur, hvort leikirnir bitnuðu
á heimalærdómnum og félagslífi
og hvort þau fyndu til eirðarleysis
gætu þau ekki verið í tölvunni.
Griffiths segir, að þeir, sem séu
háðir tölvuleikjum, hugsi um þá
þegar þeir eru ekki í þeim og eins
og með aðra fíkn myndist aukið
þol, sem kalli á meira og meira.
X/ V/ *v/ V/ *v/ *v/ *v/ *v/ *v/
pumn? pumu> pumu? pumn> pumu> pumn> pumir pumn> pumn> pumir
Art. 389060 Court pro
St. 38-47 verð 6.995
Art. 239030 Libérate
St. 35-47 verð 4.990
Art 339300 Sky Nubuk
St. 39-47 verð 7.990
Art. 389030 Excite
. St. 39-47 verð 4.980
Art. 339520 Sky Express
St. 39-47 verð 7.990
Art. 2464 Handball
St. 39-47 verð 5.490
Art. 138170 Manhattan
St. 39-47 verð 6.990
Á FÆTUR, Kringlunni, sími 811323 • HUMMEL sportbúðin, Ármúla 40, sími 813555 • Sportvöruverslunin SPARTA, Laugaveg 49, sími 12024