Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 17
t- MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Týnd framtíðarsýn Jules Verne gefin út á bók Spáði fyrir um fax- tæki á hverju heimili París. Reuter. JULES Verne, vísindaskáldsagnahöfundurinn franski, spáði fyrir um neðanjarðarlestir, símbréf, bíla og rafmagnsstólinn í skáldsögu sem hann skrifaði fyrir 130 árum en kom aldrei út. Handritið fannst fyrir skömmu og var gefið út í gær. Verne er þekktastur fyrir skáldsögur sínar „Umhverfis jörðina á 80 dögum“ og „Leyndardóma Snæfells- jökuls“. Verne hafði mikinn áhuga á náttúrufræði og vísindum og sagði m.a. fyrir um tunglferðir. Skáldsaga Verne ger- ist árið 1963 í „París á tuttugustu öldinni“ og er drungaleg saga um ung- skáld sem verður heimil- islaus flækingur í þjóðfé- lagi þar sem fjármál og tækni skipta öllu og pen-. ingagræðgin stýrir mannlegri hegðun. Útgefandi Verne hafn- aði handriti bókarinnar, sem var samið 1863, og var það læst inn í öryggisskáp Verne í rúma öld. Er sonur hans, Michel, lést árið 1925, arfleiddi hann börn sín að skápnum en ekkert þeirra vildi þetta 900 kg ferlíki þar sem talið var að hann væri tómur. Lykillinn týndist skömmu síðar. Talið var að öryggisskápur Verne hefði glatast i heimsstyij- öldinni síðari en hann fannst árið 1991 er Jean Verne, barnabarna- barn rithöfundarins, tók til í bíl- skúr sínum. Kallaði hann til lása- smið til að opna skápinn og fann þá stafla af snyrtilega skrifuðum blaðsíðum, útkrotuðum af útgef- andanum. Jean Verne bar handritið undir rithand- arsérfræðinga sem stað- festu að það væri eftir langafa hans. I bók sinni spáir Verne því að menn aki um á bif- reiðum, knúnum sprengi- hreyfli, sem fundinn hafði verið upp fjórum árum Jules Verne fyrr. Þrátt fyr>r að fyrsti bílinn væri ekki smíðaður fyrr en árið 1889, 26 árum eftir að bókin var skrifuð. „Svo sannar- lega, flestir bílarnir sem fóru eftir breiðgötunum, gerðu það án hesta. Þeir hreyfðust fyrir tilstilli ósýni- legs krafts bensínknúinnar vélar,“ skrifaði Verne. „Honum [bílnum] var auðvelt að stýra; vélvirkinn sat í sæti sínu og sneri stýri, pedalar við fætur hans gerðu honum kleift að breyta hraðanum samstundis." Tengd með símbréfum Er Verne lýsir símbréfum og síma segir hann: „Mynd-ritsími gerði mögulegt að senda ritmál, undirskrift eða skreytingu langt í JÓN í loftinu, þjónn Fíleasar Foggs, á þættustund í sög- unni „Umhverfis jörðina á 80 dögum“. burtu, og að undirrita hvaða samn- ing sem var í allt að 20.000 km fjarlægð. Öll hús voru tengd.“ Þá lýsir Verne því með hryllingi hvernig menn séu teknir af lífi í rafmagnsstól, en hann hefði verið fundinn upp árið 1888 og leyst fallöxina af hólmi. „En ógnvænleg sýn. Syngjandi verkamenn voru að reisa aftökupallinn. Michel vildi komast hjá því að sjá hvað gerðist en féll við. Er hann stóð upp sá hann rafal. Hann skildi. Fólk var ekki lengur hálshöggvið. Það fékk raflost. Það nálgaðist að vera guð- leg hefnd.“ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 17 FMÆLIS MATSEÐILL L i f a n d i t ó n l i s t f r á fimmtudags- ti l sunnudagskvölds orrettir Blandað ferskt salat með reyktum lunda,1 ristuðum furuhnetum og hindberja „vinaigrette"sósu. Laxa- og lúðusamleikur í grænmetisbeði á grænum grunni. ^fðfllréttir Humarfylltar kjúklingabringur kóngasveppasósu. með eplabitum í Grillaður skötuselur með sítruslegnum hörpufiski og hvítlauks- saffronsósu. Eldsteiktar kálfaorður í koníaksbættri grænpiparsósu. átifféttif AgÉtfrWtir, kr. 1994 Grand Mariner ísfrauðW^^V með karamellusósu. Kaippavínsterta með kanilkremi. 1834 ~ 1994 fyrir IjúJ'ar stundir Borðapantanir í s í m a . 1 4 4 3 0 Ef þið eruð að tralci um strurtrulcleFa... ^ sturtuhom, Hurðii* eðcs HciðlcersHlifai1, þá eruð þið að tala um oklcur! k Með styrol plasti: Verð frá kr. 2s.aoo.-sta Með gleri: Verð kr. 39.BOO.-Sta* Með styrol plasti: Verð frá kr. 3t.ooo.-sta Heill sturtuklefi m/botni, vatnslás, blöndunartækjum og sturtubúnaði. Opnast á horni eða framan. Stærð 80 x 80 cm. Sturtuhorn með styrol plasti. Stærðir 70-80 cm og 80-90 cm. Verð frá kr. r.soo.-sta Sturtuhorn með öryggisgleri, granítmöttu eða röndóttu. Stærðir 70-80 cm og 75-90 cm. Verð frá kr. 13.900.-sta Bakðkerssturtu hlíf/harmonika 40 x 40 x 40 x 140 cm með styrol plasti. Verð kr. B.eoo.-Sta Baðkersstu rtuhlíf, 160/170 x 140. Með styrol plasti: Verð kr. 1B.SOO,- sta Með röndóttu eða granítmöttu öryggisgleri: Verð frá kr. 2a.BOO.-Sta* Bakðkerssturtu- hlíf í vinkli fyrir horn 160/170 cm 70 140 cm. Með styrol plasti: Verð kr. is.roo.-sta* Með röndóttu eða granítmöttu öryggisgleri: Verðfrá kr. ia.aoo.-sta* X tab Raðgrciðslur Baðkerssturtuhlíf með röndóttu öryggisgleri, stærð 76 130 cm. Verð kr. r.BOO.-Sta Sturtuhurðir 70-80 cm og 80-90 cm. Með styrol plasti: Verð frá kr. B.GOO.-Sta Með röndóttu eða granítmöttu öryggisgleri: Verð frá kr. ii.aoo.-sta* Rúnnað sturtuhorn með öryggisgleri, botni og vatnslás, 80-90 cm. Verð kr. 3B.BOO.-Sta Rúnnað sturtuhorn með styrol plasti án botns, 75, 80 eða 90 cm á kant. Verð frá kr. ia.roo.-sta *V<Bntanlegt i október. Faxafeni 9, sími 887332. OpiB laugardaga to-f4 Sdznsku hitastýritozkin frá FMM í Mora. Mast seldu tazkin í Svíþjóð! Blöndunartazki frá TEKfl RG. í miklu úrvall. Frábazrt verð. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.