Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Leikfélag Kópavogs
Tvö stór
verkefni
í vetur
TVÖ stór verkefni eru fyrirhuguð í
vetur hjá Leikfélagi Kópavogs. Ungl-
ingadeild félagsins mun ríða á vaðið
með uppsetningu á Silfurtungli Hall-
dórs Laxness. Leikstjóri verður Stef-
án Sturla Siguijónsson. Æfingar eru
hafnar og frumsýning áætluð 29.
október.
Hitt stóra verkefni ársins verður
uppsetning á leikriti Joes Ortons
„What the Butler Saw“. Verið er að
þýða verkið og hefur það ekki enn
fengið íslenskt heiti. Kári Halldór
mun leikstýra verkinu, en æfingar
hefjast strax eftir áramót og er frum-
sýning áætluð 18. febrúar.
Ýmis smærri verkefni eru einnig
á döfínni og má þar meðal annars
nefna námskeið sem Vigdís Jakobs-
dóttir heldur 7.-9. október í ákveð-
inni tegund spuna. í nóvember hefst
síðan vinna við svokaliaðan leikhring,
en þar verður á ferðinni hópur sem
mun undirbúa uppsetningu á „What
the Butler Saw“ jafnframt því að
skoða og fræðast um farsann sem
leikform. Haustmisseri lýkur síðan
formlega með jóladagskrá sem bæj-
arbúum og öðrum er boðið upp á að
kvöldi 9. desember.
cgln
bréfabindi
274kr
Þiö hringið - við sendum
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c
Símar: 688476 og 688459 • Fax: 28819
Inmleg þögn
MYNPLIST
Gallcrí cinn cinn
HÖGGMYNDIR
Þorbjörg Pálsdóttir. Opið alla daga
kl. 14-18 til 29. september. Aðgangur
ókeypis.
ÞORBJÖRG Pálsdóttir hefur í
nær þrjá áratugi verið í hópi okk-
ar öflugustu myndhöggvara; hin
sérstæða myndgerð hennar er í
senn auðþekkjanleg og eftirminni-
leg. Og hafi einhver haldið að lista-
konan, sem nú er hálf-áttræð, sé
farin að hægja á ferðinni ætti sýn-
ingin hér að sannfæra viðkomandi
um að hún er enn fersk í listinni,
ávallt tilbúin til að takast á við
ný viðfangsefni.
Á sýningunni getur að líta fjög-
ur ný verk, öll unnin á þessu ári,
en að auki sýnir listakonan á sér
aðrar hliðar með eldri verkum, en
þar er um að ræða teikningar og
postulínsskreytingar.
Sé fyrst litið til nýju verkanna,
fylgja þau sömu meginlínum og
þessi myndgerð listakonunnar hef-
ur gert um langt skeið; innantóm-
ir líkamar, mótaðir úr hænsnavír
með lítið eitt ýktum hlutföllum,
staðsettir með hversdagslegum
hætti í rýminu, með því t.d. að
sitja flötum beinum á gólfinu eða
Plirir0iswMtóíilí
- kjarni málsins!
halla sér kæruleysislega upp að
vegg. Að þessu sinni eru verkin
skjannahvít, en ekki lituð eins og
oft hefur borið við, og vegna þessa
hlutleysis litarins falla verkin
óvenju hljóðlega inn í umhverfi
sýningarinnar hér, þar sem veg-
girnir eru einnig hvítir.
í gegnum tíðina hafa þessar
höggmyndir Þorbjargar endur-
speglað litróf mannlegrar tilveru,
frá íþróttamönnum til stríðs-
manna, kornabörnum til gamal-
menna, en flestar hafa þær þó
með einum eða öðrum hætti snúið
að börnum og fjölskyldunni; börn
að leik, sitjandi út af fyrir sig,
mæður með börn, pör í innilegri
þögn samverunnar. Slíkur einfald-
leiki myndefnisins er langt frá því
að vera auðveldari viðfangs en
dramatískari efni, eins og Hannes
Lárusson benti á í inngangi sýn-
ingarskrár, sem gefin var út í til-
efni sýningar Þorbjargar á sama
stað fyrir rúmum fjórum árum:
„Flest viðfangsefni sem Þor-
björg tekur fyrir eru svo yfirþyrm-
andi sjálfsögð og útfærsla þeirra
svo „spontant“ að við fyrstu kynni
gætu þau sýnst vera ómarkvisst
fikt. Við nánari skoðun verður
fljótlega ljóst að sú samþætting
innra og ytra ástands sem blasir
við er sjaldgæfur árangur í list-
sköpun. Um sannleiksgildi þessar-
ar staðhæfingar kunna menn að
efast, þar til þeir sjálfir hafa reynt
að hneppa jafn ísmeygileg mynd-
efni í trúverðugt form.“
Þessi tengsl listakonunnar við
blíðari hliðar tilverunnar hafa alla
tíð verið sterk, ef marka má þau
eldri verk, sem einnig getur að
líta á sýningunni. Þar koma teikn-
ingarnar einkum til; myndirnar af
börnum sýna í raun börn allra
tíma, þar sem mismunandi svipir
vísa til hins sífellda náms á tilver-
una, sem allir ganga í gegn um.
L
I
I
»
ÞORBJÖRG Pálsdóttir: Móðir með barn. 1994.
ímyndirnar frá geðsjúkrahúsinu í
Stokkhólmi eru enn sterkari; með
fáeinum dráttum er angist og ör-
vinglun hinna geðveiku’ dregin
upp, þó aðeins sé um að ræða ein-
falda teikningu. Andlitsmyndir af
nokkrum konum sýna loks glæstar
manneskjur, en fjarrænan svip,
allt að því sorgmæddan eða niður-
brotinn, fremur en dreyminn eða
upplitsdjarfan. Það felst mikil
könnun í teikningum listakonunn-
ar, og af þessum verkum er ljóst,
að Þorbjörg er ekki síðri verk-
manneskja í þessum miðli en i
höggmyndagerðinni.
Hvorki teikningarnar né postul-
ínsskreytingarnar, sem er
skemmtilega komið fyrir í innra
herbergi gallerísins, munu hafa
verið sýndar áður. Sú staðreynd
segir meira um tíðarandann en
gildi verkanna; hér er afar vönduð
vinna á ferðinni, en fyrir aldar-
fjórðungi hefðu jafn „smáborgara-
leg“ verk verið litin hornauga og
ekki talin neinum listamanni til
framdráttar.
Nú eru listunnendur vonandi
ögn víðsýnni, og geta litið til hand-
verksins og metið það að verðleik-
um, því þessi verk sýna vissulega
að hæfileikar listakonunnar lágu
víða, og kominn tími til að slíkt
komi fram með skýrum hætti. Því
er rétt að benda listunnendum á
að líta inn á sýningu Þorbjargar
Pálsdóttur við fyrsta tækifæri.
Eiríkur Þorláksson
Kæliskápar
Frysfíkistur
FAGOR US1300
Kælir: 265 I - Frystir: 25 I
HxBxD: 140x60x57cm
innbyggt frystihólf
Stgr.kr. 39.900
FAGOR FFD290
Kælir: 212 I - Frystir: 781
HxBxD: 147x60x57cm
Frystir aö ofan
Stgr.kr. 46.900
FAGOR C34R
Kælir: 290 I - Frystir: 110 I
HxBxD: 185x60x57cm
Frystir aö neöan - 2 pressur
Stgr.kr. 76.900
FAGOR S23N
Kælir: 212 I - Frystir: 16 I
HxBxD: 122x55x57cm
Innbyggt frystihólf
Stgr.kr. 34.900
FAGOR D24R
Kælir: 185 I - Frystir: 65 I
HxBxD: 147x55x57cm
Frystir aö ofan
Stgr.kr. 44.900
FAGOR D32R
Kælir: 285 I - Frystir: 78 I
HxBxD: 171x60x57cm
Frystir aö ofan
Stgr.kr. 52.900
Vestfrost
Frystikista HV271
HxBxD: 85x92x65cm
Frystir: 265 I
Stgr.kr.43.900
Frystiskápur FS345
HxBxD: 185x60x60cm
Frystir: 345 I
Btgr.kr. 78.900
Frystikista HF201
HxBxD: 85x72x65cm
Frystir: 194 I
39.900
Frystiskápur FS275
HxBxD: 155x60x60cm
Frystir: 2781
66.700
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68.
Ertu sannur?
og Matarsýki
KVIKMYNDIK
Nordisk Panorama í
Iláskólabíói
ERTU SANNUR?, ÖGLE-
MANNEN, MATARSÝKI
OG MEN I HIMMELEN FAR
JEG VINGER
TVÆR íslenskar stuttmyndir eru í
þessum myndapakka á Nordisk Pa-
norama, sem merktur er númer 12,
Ertu sannur?, sem er frumsýnd á
hátíðinni, og Matarsýki, sigurvegari
Stuttmyndadaga í Reykjavík fyrr á
þessu ári.
Ertu sannur? er svona Blóðrautt
sólarlag í höndum nýaldarsinna; heil-
unarfyrirbæri sem gerist á dularfullu
eyðibýli á Snæfellsnesi. Furðulegir
atburðir eiga sér stað þegar kærustp-
ar (Hinrik Ólafsson og Halla Margrét
Jóhannesdóttir) á þar næturvist en
þeir verða aldrei ógnvænlegir því hús-
ráðandi, kynduglega leikinn af Kristni
Þorbergssyni, reynist ekki bijálaður
morðingi heltekinn af sifjaspelli heldur
gegnheill nýaldarmaður, sem „lifir
einföldu og dularfullu lífi“ svo vitnað
sé í prógrammið. Hinrik fær
óslökkvandi áhuga á honum á meðan
Halla Margrét reynir að flýta sér í
burtu en inn í söguna blandast undar-
lega óvirkur hjólreiðamaður, dularfull
persóna, sem hyggur á illt og vinsam-
legir viðgerðarmenn úr nærliggjandi
þéttbýli.
Ertu sannur? er önnur sameiginleg
mynd höfundanna, Lýðs Ámasonar
og Jóakims Reynissonar, og er ágæt-
lega heppnuð grínsaga úr afskekkt-
inni þar sem tekin eru fyrir á skopleg-
an máta ýmis velkunn, séríslensk fyr-
irbrigði eins og hið ógnvænlega og
afskekkta eyðibýli, nýaldarfrelsun og
ógöngur ferðalanga. Ekkert af þessu
er tekið sérlega alvarlega en blandað
er saman lúmskum húmor, sérkenni-
legum persónum og náttúrufegurð
Snæfellsnessins án nokkurrar of-
keyrslu og þótt sumt sé látið óútskýrt
heldur sagan furðuvel allt til enda. |
Að auki er leikurinn ágætur bæði hjá
áhuga- og atvinnumönnunum.
Öglemannen eða Eðlumaðurinn er
skondin norsk hrollvekja eftir Bendik
Grossmann gerð í svart/hvítu um
mann sem vinnur á rannsóknarstofu
og tekur fyrir klaufaskap sinn að
breytast í eðlu. Hér er á ferðinni mjög
góð tilraun til vísindaskáldskapartryll-
is þar sem háðið er í fyrirrúmi og
ósvikinn hrollvekjustíll einkennir |
handbragðið en Grossmann þessi á _
sjálfsagt framtíð íyrir sér í iðninni. 1
Matarsýki er svart/hvít leikin heim-
ildar- og gamanmynd af bústnu
átvagli og hvernig því gengur í stríð-
inu við ofátið. Til að fylgjast með
honum hefur leynilegum myndavélum
verið komið fyrir á þeim stöðum sem
hann dvelur og kemst hann hvergi
undan vökulum augum vélanna. Einn-
ig er talað við aðstandendur og er
móðirin sérlega fræðandi og einlæg. _
Höfundamir, Amar Jónasson og
Reynir Lyngdal, sýndu það einnig með |
fyrstu verðlaunamynd sinni, Athyglis-
sýki, að þeir hafa auga fyrir hinu
skoplega og geta gert mikið fyrir lítið.
Að lokum er norska heimildarmynd-
in Men i himmelen fár jeg vinger um
útigangskonu í Óslóborg, bogna í baki
en með hjartað á réttum stað. Hún
er þekkt kona í borginni og menn
bera fyrir henni virðingu. Hún er 75
ára, ánægð með lífið og tilveruna og
hefur sérstakt yndi af að syngja; kyn- |
legur kvistur í stórborginni. ^
Arnaldur Indriðason