Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 21 ____LISTIR_ Forsíðan KYIKMYNDIR Iláskólabíó BLAÐIÐ („THE PAPER“) ★ ★ ★ Leikstjóri Ron Howard. Handrit David Koepp og Stephen Koepp. Kvikmyndatökustj óri John Seale. Tónlist Randy Newman. Aðalleik- endur Michael Keaton, Robert Du- vall, Glenn Close, Marisa Tomei, Randy Quaid, Json Robards, Jason Alexander, Spalding Gray. Banda- rísk. Universal 1994. ÞAÐ órar sjálfsagt fæsta fyrir þeirri óhemju vinnu sem liggur að baki jafn hversdagslegs hlutar og eintaks af dagblaði. Það dettur inn á gólf hjá manni að morgni (annars er dagurinn ónýtur), er nokkuð ein- faldara eða sjálfsagðara? í mynd- inni Blaðið, sem er hið tilbúna New York Sun, fáum við nasasjón af því að svo er ekki. Heldur er stressið og hamagangurinn slíkur á rit- stjórnarskrifstofunum að helst minnir á vitfirringahæli. Áhorfendur eru á gægjum einn sólarhring á ritstjórninni og fylgjast með aðalpersónunum. Fréttastjór- inn Hackett (Michael Keaton) er í eldlínunni, á að auki í persónulegu stríði við framkvæmdastjórann Aliciu Clark (Glenn Close), á að svara atvinnutilboði frá hinu virta og stóra New York Sentinel fyrir kvöldið og eins og það hálfa sé ekki nóg er kona hans (Marisa Tomei) komin á steypirinn. Alicia er í fjárhagskröggum og framhjá- haldi. Ritstjórinn, Bernie White, (Robert Duvall) er fársjúkur og fjöl- skyldulífið í molum. Svo mætti lengi telja. Aðalviðfangsefnið er þó næsta eintak af Sun, hvað á að birtast í því, hver verði forsíðufréttin og þar fram eftir götunum. Annar þeirra Koeppsbræðra sem skrifa handritið er blaðamaður hjá Time og nýtur áhorfandinn góðs af þeirri innsýn sem hann hefur af blaðaheiminum og glæðir myndina lífi. Ekki frítt við að New York Times fái sína sneið af skopinu. Það er fjörleg mynd sem þeir draga upp af meting og dægurvanda á dag- blaði og hinum fjölmörgu persónu- legu vandamálum blaðamannanna. Ritstjórnin er einn lífsins ólgusjór, allt fram á kvöld. Þegar komið er langt framyfir tímamörkin fellur loks allt í einn farveg, sömuleiðis vandamálapakkar starfsmannanna. Efnið er eitt stórt púsluspil og bræð- urnir fella brotin snyrtilega saman í lokin. Þetta er gott efni fyrir leik- stjórann Howard, sem fékk sinn skóla í góðlátlegum sjónvarpsþátt- um sem ætíð enduðu vel enda lýkur Biaðinu í dæmigerðum „hávarðs- enda“. Leikararnir eru flestir hrein- asta afbragð og vel valdir og mynd- in í heild hin besta skemmtun og áhorfandinn nokkru vísari um hvað gerist bak við tjöldin áður en blaða- salinn hrópar „Góðan daginn“! Sæbjörn Valdimarsson FRAMHALDSNÁM RT ÞÚ "TÖLVUMAÐUR'1 FYRIRTÆKISINS EÐA VILTU VERÐA ÞAÐ? Segðu þá yjirmanni þínumfrá þessari auglýsingu Tölvuskóli Reykjavíkur býður 88 klst. framhaldsnám, þar sem markmiðið er að mennta starfsmenn fyrirtækja til að hafa umsjón með tölvum, uppsetningu hugbúnaðar, netkerfa og prentara auk þess að leiðbeina öðrum starfsmönnum varðandi ýmis vandamál þessum tengdum. Gert er ráð íýrir að nemendur hafi fengið talsverða reynslu og menntun í meðferð tölva enda byggist námið á þeim grunni. Tölvuskóli Reykjavíkur hefur alfarið séð um tölvumenntun starfsmanna Búnaðarbanka íslands og Landsbanka íslands síðustu tvö árin. KENNSLU GREINAR: - Nowell netkerfi - Access 2.0 - gagnagrunnur - Windows for Workgroups - MS-Dos frtmnald er tenglst tæknilegum - WindoWS úrlausnarefnum - Excel-Word frekar en beinni vinnu í forritunum. • v*©oftí<íír£,Ni oc" Innritun fyrir haustönn er hafin. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar. I Tölvuskóli Revkíavíkur KffTvranyr'-T! H EORGARTÚNI 28.105 REVKJftyÍK. sími 616699. fax 616696 . Verðd ALNAVORU v'vý?.."; Aður allt að: 490 kp/m.- Áður allt« 690 ki k i i i Mikið úrval ■ ISkeifunm 13 Reykjarvíkurvegi 72 Norðurtanga3 l Reykjavík Hafnarfirði Akureyri Holtagörðum Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.