Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
LISTIR
Sinfóníuhljómsveit Islands
„Mitt fólk“ á fyrstu
áskriftartónleikunum
FYRSTU áskriftar-
tónleikar Sinfón-
íuhljómsveitarinnar á
þessu starfsári verða
í kvöld, fimmtudaginn
22. september kl. 20
og eru þeir í gulu röð-
inni. Á efnisskránni er
Mitt fólk eftir Óliver
Kentish, sem breska
ríkisstjórnin gaf ís-
lendingum í tilefni af
50 ára afmælis Lýð-
veldisins íslands,
Fiðlukonsert eftir
Jean Sibelius og Sin-
fónía nr. 5 eftir Pjotr
Tsjakovskíj. Hljóm-
sveitarstjóri er Osmo Vánská, ein-
leikari Sigrún Eðvaldsdóttir og ein-
söngvari Michael J. Clarke.
Oliver, sem er fæddur í Eng-
landi, lauk námi við Royal Aca-
demy of Music í London. Árið 1977
réðst hann sem sellóleikari til Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og hefur
dvalið hér síðan.
Einleikarinn í fiðlu-
konsert eftir Sibelius
er Sigrún Eðvaldsdótt-
ir, en flestir íslending-
ar þekkja hennar feril
sem tónlistarmanns.
Michaei J. Clarke,
sem er einsöngvari í
Mitt fólk, er eins og
tónskáldið fæddur í
Englandi, þar sem
hann hlaut sína tón-
listarmenntun. Mich-
ael, sem flutti til Akur-
eyrar fyrir rúmum
tuttugu árum, hefur
víða komið fram sem
einsöngvari, m.a. í Is-
lensku óperunni, á ljóðatónleikum
í Gerðubergi, Sumartónleikum í
Skálholti o.fl. Michael hefur verið
mjög virkur í tónlistarlífi Ak-
ureyrar sem fiðluleikari, söngvari,
kennt við tónlistarskólann þar og
tekið þátt í uppfærslum á óperum
og flutningi annarra tónverka.
iver Kentish
Danshöfundakvöld
í Tjarnarbíói
ÍSLENSKI dansflokkurinn frum-
sýndi síðasta sunnudagskvöld í
Tjarnarbíói fyrstu sýningu sína á
leikárinu „Danshöfundakvöld".
Þrír dansarar flokksins hafa
samið sitt verkið hver. Verk Hany
Hadaya heitir „Sine Nobilis“ og
byggir á söngvum sem sungnir
voru á enskum krám á tímum
endurreisnarinnar. Sönghópurinn
„Voces Thules“ flytur þessa
söngva, sem fjalla um ástir og
örlög, vín, dans og söng. Annað
verkið er eftir Láru Stefánsdóttur
og ber nafnið „Kveik“, tónlistin er
vorkaflinn úr Árstíðum Vivaidis í
útsetningu Thomas Wilbrants. Síð-
asta verkið er svo „Carpe Diem“
eftir David Greenall, það fjallar
um ýmsa þætti sjúkdómsins eyðni
og áhrif hans á samfélagið.
Önnur sýning var á mánudags-
kvöld og var hún til styrktar Alnæ-
missamtökunum. Næstu sýningar
á „Danshöfundakvöldi" í Tjarnar-
bíói verða sem hér segir: föstudag-
inn 23. september kl. 20, laugar-
daginn 24. september kl. 20 og
sunnudaginn 25. september kl. 15.
Inga Elín
opnar sýn-
ingu og list-
munaverslun
INGA Elín Krist-
insdóttir gler- og
leirlistakona opnar
sýningu á verkum
sínum í listmuna-
húsinu Ófeigi,
Skólavörðustíg 5, í
dag, fimmtudag,
kl. 17.
Um leið opnar
hún í sama húsi
listmunaverslun, þar sem listmunir
hennar verða til sölu, svo sem gler-
myndir, glerskálar, lampar, ljósker
og kertastjakar, glerlampar og ljós,
nælur, vasar og margt fleira. Inga
Elín vinnur jöfnum höndum í gler
og keramik. Állar innréttingar versl-
unarinnar eru hannaðar af Ingu El-
ínu og unnar af föður hennar.
Inga Elín hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima og erlendis
og er þetta sjöunda einkasýning
hennar. Sýngingin stendur í eina
viku, en listmunahús Ingu Elínar
verður opið virka daga kl. 11-18 og
laugardaga kl. 11-14.
Inga Elín.
Jazz á Háa-
lofti Fógetans
KURAN-Swing kvartettinn heldur
tónleika á háalofti Fógetans við Aðal-
stræti í kvöld kl. 22. Fógetinn hefur
í rúmt ár staðið fyrir jazztónlist á
háaloftinu.
Meðlimir í Kuran-Swing eru
Szymon Kuran, sem er orðinn lands-
þekktur fyrir fiðluleik sinn bæði með
Sinfóníuhljómsveit íslands og öðrum
sveitum, Björn Thoroddsen, sem spil-
ar á gítar, Ólafur Þórðarson á rhyt-
magitar og Bjarni Sveinbjömson spil-
ar á kontrabassa.
Efnisskrá Kuran Swing saman-
stendur af þeirra eigin tónlist og
,jazzstöndurdum“ sem allir þekkja
og eins og nafnið bendir til er þetta
swing-tónlist í evrópskum anda. Að-
gangur að tónleikunum er ókeypis.
SIEMENS
D
LLl
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hell issandur:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búðardalur:
Ásubúð
Isafjörður:
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Siglufjörður:
igP ^
Það er stutt í sláturtíðina og þá viltu sofa áhyggjulaus
með matarforðann í öruggri geymslu.
Siemens frystikista er rétta fjárfestingin fyrir þig.
■ GT 27B03 / 250 I nettó... 44.900,- kr. stgr.
■ GT 34B03 / 318 I nettó... 49.900,- kr. stgr.
■ GT 41B03 / 400 I nettó... 53.900,- kr. stgr.
Gríptu tækifæríð - takmarkað magn!
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Viljjir þú endingu og gæði -
Líttu inn í verslun okkar í Skaftahlíð 24 og kynntu þér
fróbær tilboð á Star tölvuprenturum.
Ekki bíða oflengi...
♦ Hraövirkur, allt aö 306 stafir/sek.
♦ Upplausn: 360 x 360 (pát)
♦ Nú prentar þú sjálf(ur) á bolinn þinn!
♦ Prentar á sérstaka merkistrimla
♦ Allar glærurnar þínar í lit!
♦ Einnig til fyrir Macintosh tölvur
J Star SJ-144
litaprentari
Star LC-100
litaprentari
kr. 36.90
♦ 9 nála litaprentari
♦ 10 þumlunga vals
♦ 180 stafir/sek
♦ Litaprentari fyrir heimilið,
skólann og í vinnuna
kr. 18.900
J
J
lækj*Í
Star 24-200 C
litaprentari
W
Star LC-20
nálaprentari
Star SJ 48
Bleksprauta
Star Laser 4 III
Geislaprentari
• Oi&a
• »ok0
♦ 24 nála litaprentari
♦ 10 þumlunga vals
♦ 225 stafir/sek
♦ Hentugur í grafíska útprentun
töflur og ritvinnslu
kr. 24.900
♦ 9 nála prentari
♦ 10 þumlunga vals
♦ 180 stafir/sek
♦ Hentugur í grafíska útprentun,
töflur og ritvinnslu
kr. 14.901
♦ Bleksprautuprentari - 64 spíssar
♦ 30 blaöa arkamatari fylgir!
♦ Upplausn: 360x360 (pát)
♦ Gæðaprentari fyrir ritvinnslu,
töflureikna o.fl.
kr. 28.900
♦ "Ekta" laserprentari A4
♦ 1 MB mlnni, stækkanl. í 5 MB
♦ PCL-5, innbyggt stækkanlegt letur
Upplausn: 600 x 300 (pát) m/ REP
♦ 4 blöö á mínútu -16 MHz RISC
♦ Hentugur sem hágæöa ritvinnslu-
prentari, fyrir töflureikna o.fl.
kr. 66.900
OPIÐ ALLA LAUGARDAGA
10.00-16.00
þv! skyni aö gera enn betur viö
viöskiptavini okkar fer nú fram
þjónustukönnun í verslun okkar, þar
sem viðskiptavinir eru beðnir um að
meta þá þjónustu sem þeim var veitt.
Líttu viö og taktu þátt!
NÝHERJI
SKAFTAHLlO 24 - SlMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan