Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 32

Morgunblaðið - 22.09.1994, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR NIELSEN BJÖRNSSON + Gunnar Nielsen Björnsson boð- beri fæddist í Reykjavík 23. apríl 1943. Hann lést á Borg-arspítalanum 15. september síð- astliðinn af völdum slyss. Gunnar var kominn af hinni kunnu „Reykjahlíð- arætt hinni yngri“. Móðir hans heitir Snorra Mey Niels- en, nú Cheek, f. 26. október 1923 í Pasadena í Kalifor- níu og býr i Bandaríkjunum. Þar giftist hún og eignaðist börn. Foreldrar hennar voru Chr. Fr. Nielsen kaupmaður í Reykjavík og Guðrún, f. 3. ág- úst 1883, Benediktsd. Jónsson- ar, f. 15. maí 1833, d. 18. nóvem- ber 1925 í Reykjavík, b. á Ref- stað, og Guðrún Björnsdóttir, f. 3. febrúar 1864, d. 16. októ- ber 1929, frá Stuðlum í Norð- firði. Faðir Gunnars hét Karl Valgeir Kvaran, listmálari, f. 17. nóvember 1924 á Borðeyri við Hrútafjörð, d. 3. ágúst 1989. Foreldrar hans voru Ólafur Kvaran, f. 5. mars 1892, d. 19. nóvember 1965, ritsímasljóri í Reykjavík frá 1. desember 1928 til æviloka, og Ingibjörg Elísa- bet, f. 28. maí 1895, d. 19. sept- ember 1958 Benediktsd. Jóns- sonar á Refstað og Guðrún Björnsdóttir frá Stuðlum í Norðfirði. Gunnar Nielsen Björnsson var fljótlega tekinn í fóstur og ættleiddur með bréfi forseta Islands 12. apríl 1945 af Birni Jónssyni, f. 21. septem- ber 1895 að Kleifshaga í Óxar- firði í Norður-Þingeyjarsýslu, prentsmiðjusljóra í Reykjavík og heið- ursfélaga Hins ís- lenska prentarafé- lags. Foreldrar hans voru Sigríður Tómasdóttir frá Hróarsstöðum í Öx- arfirði og Jón Snorri Jónsson, koparsmiður, söðla- smiður og hrepp- sljóri í Arnarbæli, ættaður úr Dala- sýslu, og konu hans Önnu Sveinbjargar Einarsdóttur Long, f. 26. nóvember 1900 á Seyðis- firði, d. 4. desember 1981. For- eldrar hennar voru Einar Páll Long, f. 15. febrúar 1879 á Seyðisfirði, d. 19. maí 1964, hann var árum saman fylgdar- maður ferðamanna á hestbaki víða um Austurland, og fyrri kona hans Jónína Guðlaug Jónsdóttir, f. 21. júní 1873, d. 24. ágúst 1913. Björn Jónsson og Anna Einarsdóttir Long voru áður búin að taka til sín systkini í fóstur, Jónas Björns- son, f. 28. desember 1924, d. 30. janúar 1942, og Guðbjörgu Björnsdóttur, f. 18. ágúst 1929. Foreldrar þeirra voru Guð- björg Gunnlaugsdóttir Ijósmóð- ir, f. 23. september 1898 að Krossi í Fellum, Norður-Múla- sýslu, d. 9. október 1930, og Jón Ólafsson verkamaður, f. 12. apríl 1871 í Nýlendu í Höfnum, d. 27. maí 1934. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 32, Hafnarfirði, en heimilið leystist upp er móðir barnanna dó. Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskapellu í dag. í DAG fer fram útför frænda okkar og vinar, Gunnars Nielsen Bjöms- sonar. Gunnar var í heimsókn hjá okkur hjónum í sumarbústað okkar ásamt móður sinni, dóttur okkar og tengdasyni þegar slysið átti sér stað. Snorra, móðir hans, sem ekki hafði komið til íslands í 51 ár var nú að heimsækja okkur. Hún er móðursystir mín (Hildar). Það er okkur hjónum erfitt að setjast niður og skrifa nokkur minn- ingarorð um Gunna eins og hann vildi láta okkur kalla sig. Það má MINNINGAR segja að Gunni hafi verið meira og minna viðloðandi heimili okkar og dóttur okkar og tengdasonar frá því að fósturmóðir hans dó. Þær voru ófáar samverustundirnar sem við áttum með Gunna bæði í ferða- lögum um landið og þó sérstaklega eftir að við hófum byggingu á sum- arbústað okkar í Kettlubyggð á Rangárvöllum. Gunni var okkur mjög hjálplegur í sumarbústaðnum og vildi öllum stundum vera með okkur þar. Hann hringdi ævinlega til að bjóða fram vinnu sína ef hann vissi að við værum að fara austur og var hjálp hans ávallt vel þegin. Nú þegar leiðir skiljast viljum við þakka Gunna af heilum hug alla hjálpina, trygglyndi, skemmtilegar samverustundir við spil, ferðalög og ekki síst vináttu sem hann sýndi okkur ávallt. Gígí, Rabbi og dætur þakka honum af alhug fyrir allar stundir sem þau áttu saman bæði í Álakvísl og austur í bústað. Megi minning um góðan vin og frænda lifa um ókomna tíð. Guð geymi þig. Hildur, Pétur og fjölskylda. Þegar pabbi hringdi í mig þá ætlaði ég ekki að trúa því, en það var satt, Gunni frændi er dáinn. Það fyrsta sem kemur upp í huga manns á svona stundu er: „Af hveiju hann?“ Hann var ástkær og gjafmildur maður, hann gerði allt fyrir alla og lét sjálfan sig sitja á hakanum fyrir það. Hann var alltaf tilbúinn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með manni, eins og þegar við vorum fyrir austan í sum- arbústaðnum hjá ömmu og afa þá vorum við vön að spila klukkutím- unum saman, enda var hann hepp- inn í spilum. En maður verður bara að reyna að skilja gjörðir Guðs. Það er huggun í því fyrir okkur hérna á jörðu að Gunni var trúaður maður og ég trúi því að hann sé ánægður þar sem hann er núna og hann er að gera jafngott þar og hann gerði hérna. Guð geymi þig, Gunni frændi. Þín frænka Hildur Katrín, New Jersey, Bandaríkjunum. Ég undirritaður réð Gunnar Niel- sen Björnsson í vinnu hjá Strætis- vögnum Kópavogs í ársbýijun SIEMENS D CH NÝ ÞVOTTAVÉL Á NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 VSIjjir þú endingu og gæði- Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð Isafjörður Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda 1976. Hann hafði verið í íhlaupa- vinnu hjá fyrirtækinu um nokkurra ára bil áður. Þetta var á þeim tíma sem ekki voru talstöðvar í strætis- vögnunum og var starf hans m.a. í því fólgið að vera tengiliður milli mín og vagnstjóranna, enda var starfsheitið hans „boðberi". Starf hans var nokkuð margþætt, hann annaðist farmiðasölu til farþega og vagnstjóra, aðstoðaði þá við að af- greiða farþega inn í vagnana á álagstímum, þá gjarnan að aftan, hann gaf farþegum upplýsingar um ferðir vagnanna, tíma og leiðir, en leiðakerfi vagnanna eins og það var á hveijum tíma, lærði hann utan að og átti gott með að koma því til farþeganna. Það reyndi mikið á Gunnar þegar hinir föstu vagnstjórar fóru í sum- arfrí. Þá var gott að vita af honum á „Skiptistöðinni“ og geta verið viss um að hann leiðbeindi afleysinga- fólkinu, gripi inn í, léti vita eða ann- að sem þurfti ef eitthvað ætlaði að fara úrskeiðis. Ég þurfti oft að fá hann til að bera á milli og biðja frá mér vagnstjórana, sem voru á vakt, um að taka „aukavakt“, halda áfram að keyra, þar sem sá vagnstjóri sem átti að taka við var veikur. Hann átti mjög marga vini og kunningja í gegnum starfið, enda var hann hjálpsamur og góður fé- lagi. Gunnar gekk ekki heill til skógar og hentaði _því þetta starf honum mjög vel. Ég er hræddur um að það hafi kippt undan honum fótunum að einhveiju leyti þegar honum var sagt upp störfum hjá Strætisvögnum Kópavogs ásamt fleirum frá og með 14. ágúst 1992, enda voru Strætisvagnarnir og starfsmenn þeirra að nokkru leyti fjölskylda hans. Uppeldissystir hans býr í Las Vegas í Bandaríkjunum, því var það þegar móðir hans, Anna Long, dó, átti hann öruggt athvarf hjá frænku sinni Hildi Olafsdóttur og manni hennar Pétri Gestssyni og minntist hann oft á það hvað þau hefðu reynst sér vel. Hann fór svo að vinna við far- miðasölu hjá Almenningsvögnum og vann við það o.fl. til dauðadags. Ég leyfi mér fyrir hönd fyrrum starfsmanna Strætisvagna Kópa- vogs fyrr og síðar að þakka Gunn- ari samstarfið, samvinnuna, ár- veknina og góðvildina. Blessun guðs fylgi þér og þínum. Karl Árnason. Fréttin um að Gunnar vinur okk- ar væri dáinn kom eins og reið- arslag. Gunnar hefur verið fjöl- skylduvinur frá því að ég man eftir mér. Amma mín og fósturamma Gunnars voru bestu vinkonur og bjuggum við hlið við hlið í Kópa- vogi í um 17 ár. A uppvaxtarárum mínum þótti okkur krökkunum mjög spennandi að fara til Gunnars og þá spilaði hann fyrir okkur nýjustu plöturnar. Hann var afar músíkalskur og átti því mikið safn af plötum og lifði sig oft inn í músíkina. Fósturforeldrar hans voru honum afar góð og endurgalt Gunnar það ríkulega á fullorðinsárum. Gunnar var orðheldinn maður, hann fór aldrei með neina vitleysu og stóð alltaf við sitt. Hann var vanur að segja „ég lofa engu, þá svík ég ekki“. Gunnar var afar traustur og tryggur sínum vinum og alltaf hringdi hann í okkur fjöl- skylduna til að spyija frétta og kanna hvernig öllum liði hann vildi fylgjast með og var yfirleitt fyrri til að hringja. Lífmóðir Gunnars sem býr í Bandaríkjunum er nýbúin að vera hér í heimsókn hjá honum og naut hann þess vel að hafa hana hjá sér. En nokkrum dögum fyrir brott- för hennar varð Gunnar fyrir slysi sem batt enda á líf hans hér. Kæri vinur, við í fjölskyldunni þökkum þér alla þín tryggð og vin- áttu. Þín verður sárt saknað. Þín vinkona, Kristín Gylfadóttir. Þegar höggvið er skarð í ætt- ingja- eða vinahóp stendur maður eftir og veltir fyrir sér tilgangi lífs- ins. Á einu augnabliki er lífsneistinn slökktur svo óvænt og óvægið og eftir situr sár söknuður. Það er svo skrýtið að þú skulir vera horfinn sjónum okkar og aldr- ei verði sest með þér aftur við spil eða spjall og aldrei verðir þú aftur með okkur á gleðistundunum. Þú varst okkur vinur í raun og það skarð sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt því það var bara einn Gunni N. Við þökkum þér öll árin sem við áttum saman á þessari jörð og biðj- um góðan Guð að búa þér hlýjan stað í ríki sínu. Ættingjum þínum, Snorru móður þinni og systkinum sem eru svo langt í burtu, Hildi Pétri, Gígí, Rabba og fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð. Víð kveðjum þig, kæri vinur, með sárum trega. Hvíl í friði. Þínir vinir, Elísabet, Hansína, Sturlaug- ur, Bjarni, Einar og Ágúst. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugastaða. Hans Kr. Eyjólfsson, Lára Hansdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Bragi Hansson, Rose Marie Christiansen, Grétar M. Hansson, Kristín Sigsteinsdóttir og barnabörn. Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SOFFÍU SIGURBJARNADÓTTUR, Stigahlíð 24, Reykjavik. Sérstakt þakklæti sendum við læknum og öllu starfsfólki á deild 11E, Land- spítala, einnig Karitas, Hjúkrunarþjón- ustunni. Ásta Sigurbjarnadóttir, Edda Herbertsdóttir, Jóhann Gunnar Jónsson, Ragna Soffía Jóhannsdóttir, Jón Birgir Jóhannsson, Gústav Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.