Morgunblaðið - 22.09.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 43
i _________
1 BRIDS
llmsjón GuAm. 1‘áll
Arnarson
AÐ BAKI úrslitaleiknum
í bandarísku bikarkeppn-
inni (Grand National)
í liggur átta mánaða spila-
| mennska um það bil tvö
þúsund spilara. Úrslita-
' leikurinn í sumar var á
milli sveita frá New York
(Cayne, Sontag, Cohen
og Berkowitz) og Ohio
(Meckstroth, Rodwell,
Johnson og Simson).
Leikurinn var hnífjafn
fram á síðasta spil og
endaði með þriggja IMPa
’ sigri New York-sveitar-
I innar. í spilinu að neðan
, sögðu Cohen og Berkow-
itz viðkvæma slemmu
gegn Rodwell og Meckst-
roth:
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ Á98
V ÁG873
♦ KDG42
♦
Vestur Austur
♦ 5 ♦ K43
V K9542 1111! V 10
♦ 10 ♦ 8765
♦ AK10632 ♦ G9754
Suður
♦ DG10762
V D6 ♦ Á93 ♦ D8
Vestur Norður Austur Suður
Rodwell Bcrkowiú Meckstroth Cohen
1 hjarta Pass 1 spaði
2 lauf Dobl* 4 lauf 4 spaðar
5 lauf 6 tíglar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
* stuðningsdobl; sýnir-þrQit í spaða.
Útspil: laufás.
Samgangurinn er
þungur og Cohen sá ekki
fram á að geta trompað
síðasta laufið með góðu
móti. Hann fór því strax
í trompið, spilaði níunni
og skildi ásinn eftir í
borði. Eftir langa yfirlegu
ákvað Meckstroth að
dúkka, sem er besta vörn-
in. Cohen svínaði þá
hjartadrottningu. Rodw-
ell lagði kónginn ekki á,
svo drottningin átti slag-
inn og Cohen notaði inn-
komuna til að trompa lauf
með ásnum. Fór síðan
heim á tígulás og sótti
trompkónginn.
Spilið gaf sigurveg-
urunum 15 IMPa, því á
hinu borðinu voru Sontag
og Cayne doblaðir í 5
laufum, sem aðeins fara
einn niður.
ÍDAG
Árnað heilla
Q Q ÁRA afmæli. í
t/U dag, 22. septem-
ber, er níræð Lína Dalrós
Gísladóttir, Skólastíg 23,
Bolungarvík. Eiginmaður
hennar er Jón Ásgeir
Jónsson, fyrrverandi sjó-
maður. Hún er að heiman í
dag. v.
OZ\ÁRA afmæli. í
ÖU dag, 22. september,
er áttræður Björgvin
Frederiksen, Lindargötu
50. Hann er staddur erlend-
P7 pT ÁRA afmæli. í
I tl dag, 22. september,
er sjötíu og fimm ára Am-
björg Hermannsdóttir,
Olafsbraut 30, Ólafsvík.
Hún tekur á móti gestum
á Grundarbraut 44, laugar-
daginn 24. sept. frá kl. 16.
pf A ÁRA afmæli. í
tJ V/ dag, 22. septem-
ber, er fimmtugur Jón
Iijaltalín Jónsson, sendi-
bílstjóri, Unufelli . 33,
Reykjavík. Kona hans
Helga Ólafsdóttir varð
fímmtug í janúar sl. og
taka þau hjónin á móti
gestum í Húnabúð, Skeif-
unni 17, laugardaginn 24.
sept. kl. 19-21.
Hlutavelta
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færðu þær
hjálparsjóði Rauða kross íslands ágóðann, sem varð kr.
1.453. Þær heita Hulda, Hrafnhildur og Sunna.
Með morgunkaffinu
Ég get svo sem farið nið-
ur og athugað hvort þú
hafir gleymt að skrúfa
fyrir. En ég endurtek:
það er algjör óþarfi.
Það var ekkert
bifreiðaverkstæði
í 50 kílómetra
fjarlægð, svo ég
lét gera við á reið-
lyólaverkstæði
hér í bænum.
Svo reynirðu að telja mér
trú um að þú sért að tala
um blómin þín!
Varðandi langa ferðalag-
ið sem þú ferð í, langar
mig að benda þér á að
ég á ferðaskrifstofu í
miðbænum.
STJÖRNUSPÁ
eftir Francfs Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins: Þií
gerir miklar kröfur til þín
og annarra, og hefur góða
kímnigáfu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Margt getur valdið þér
gremju í dag, og þú þarft á
þolinmæði og skilningi að
halda í samskiptum þínum
við aðra.
Naut
(20. apríl - 20. maQ
Kynntu þér vel hugmynd
vinar áður en þú afneitar
henni með öllu. Þú gætir
orðið fyrir miklu truflunum
í vinnunni.
Tvíburar
(21.maí-20.júni)
Peningamálin geta valdið
ágreiningi milli ástvina. Þú
ættir ekki að lána öðrum
peninga sem er óvíst að þú
fáir endurgreidda.
Krdbbi
(21.júní - 22. júlí) Hg
Taktu tillit til þess sem aðrir
hafa til málanna að leggja
og varastu of mikla hörku í
viðskiptum ef þú vilt ná
árangri.
Ljón
(23. júli - 22. ágúst)
Gættu varúðar ef þú þarft
að beita hættulegúm verk-
færum í dag. Það getur ver-
ið erfitt að sannfæra aðra
um' kosti hugmynda þinna.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Nákominn ættingi veldur þér
miklum vonbrigðum og ein-
hver lætur þig bíða eftir sér.
Sýndu þolinmæði og teldu
upp að tíu.
Vw
(23. sept. - 22. október)
Allir hafa sín takmörk, og
þrátt fyrir hæversku má of-
bjóða þér eins og öðrum.
Láttu álit þitt í ljós tæpit-
ungulaust.
Sporódreki
(23.okt. - 21. nóvember) ^ijj^
Þótt þú verðir fyrir sífelldum
töfum f vinnunni þarft þú
að gæta tungu þinnar svo
þú móðgir engann. Afköstin
verða ekki mikil.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember) «0
Þú ættir alls ekki að taka
neina áhættu í peningamál-
um í dag. Einhver kunningi
á það til að gera úlfalda úr
mýflugu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hringlandaháttur getur
spillt góðu sambandi vina.
Stattu við orð þín og láttu
ekki deigan síga. Þú leysir
smá vanda heima.
Vatnsberi
(20. janúar- 18. febrúar)
Þú kannt að vilja hefna þín
á einhveijum sem hefur gert
á þinn hlut, en ef til vill er
betra að láta kyrrt liggja (
bili.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars) ^
Einhver sem hefur misnotað
sér góðvild þína gæti reynt
það enn á ný í dag. Láttu
viðkomandi ekki komast upp
með það.
Stj'ómuspána á að lesa sem
áægradvöl. Spár af pessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vtsindalegra stadreynda.
94029
Excel námskeið
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • © 68 80 90
Ódvrar
Kr. 'J.ú'JO,
Barnaúlpa
Levigno með
hettu sem má
renna af.
Staerðir 2 til 14.
Litir: Oöhhblátt,
Ijósblátt og
rautt.
verð aðeins
l*n®*M8l M • ili uikiank • siai 1202*
■sportvöruversluninI
SPARTA
»hummél^
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Slmi 813555 og 813655