Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 49

Morgunblaðið - 22.09.1994, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 49 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. JOE PESCI • CHRISTIAN SLATER Líf mishéppnaða leikarans Jimmy (Joe Pesci, JFK) og utangarðsmanns- ins Williams (Christian Slater, True Romance) tekur stakkaskipt- um þegar Jimmy verður vitni að þjófnaði og þeir félagar ákveða að taka lögin í sína hendur. Ofbeldisfull grín- mynd með stór- leikurum í aðalhlutverkum. Mrósenbergkjallar- INN Hljómsveitin Texas Jesú heldur tónleika í kvöld, fímmtu- dagskvöld. Á föstudag heldur hljómsveitin 2001 útgáfutón- leika sína en hljómsveitin leikur framsækna framtíðartónlist. Tónleikarnir heflast kl. 22. Á laugardagskvöld verður frum- flutningur á efni hljómsveitar- innar Dos Pilas sem kemur út á væntanlegri plötu hennar. Búist er við að platan komi út eftir mánaðamót. Þess skal getið að frumflutningur þessi verður aðeins þetta eina kvöld. ■ VINIR DÓRA eru farnir í sitt síðasta tónleikaferðalag um landið. Tónleikaferðin hefst í kvöld, fimmtudagskvöid, á Hótel Höfn, Homafirði, og hefjast tónleikarnir kl. 22. Halldór Bragason hefur ákveðið að kveðja íslendinga að tónleika- ferðinni lokinni, en henni lýkur 9. október nk., og er ferðinni heitið til Montreal í Kanada. Hann og íslandsvinurinn Chicago Beau munu leiða sam- an hesta sina á blúsvellinum viðs vegar um heiminn þann 13. okt. nk. Næstu tónleikar verða á föstudagskvöld í Menntaskólan- um á Egilsstöðum kl. 20 og Hótel Valaskjálf sama kvöld kl. 24. Laugardagskvöld leika Dóri og félagar á Hótel Tanga, Vopnafirði, sunnudagskvöld Hótel Norðurljós, Kaufarliöfn kl. 23, mánudagskvöld Mennta- skólanum á Laugum, S-Þing. kl. 20, þriðjudagskvöldið 27. sept. á 1929, Akureyri, kl. 21 og miðvikudagskvöld í Fjölbrauia- skóla Vesturlands, Akranesi og hefjast tónleikarnir kl. 21. Mgaukur á stöng á Gauknum föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld leika Aggi Slæ og Tamalsveitin. Hljómsveitin Spoon stígur á stokk mánudags- og þriðjudags- kvöld óg hljómsveitin Álvaran leikur svo miðvikudags- og fimmtudagskvöld. MHÓTEL ÍSLAND Söngleik- Skemmtanir urinn Grease verður á Hótel íslandi föstudags- og laugar- dagskvöld. Eftir söngleikinn tek- ur svo hljómsveitin 1.000 andlit og leikur til kl. 3. MNÆTURGALINN Hljóm- sveitin SÍN leikur á Næturgalan- um, Smiðjuvegi nú um helgina. Hljómsveitin SÍN leikur jafnt kráarlög sem danslög og hana skipa Guðmundur Símonarson sem leikur á gítar og syngur og Guðlaugur Sigurðsson sem leikur á hljómborð og raddar. MVINIR VORS OG BLÓMA leika föstudagskvötd í Þotunni, Keflavík og á laugardaginn leika W&B í Inghóli á Sel- fossi. Bæði húsin verða opnuð kl. 23. MDEJÁ-VU Partýbúlla Reykja- víkur. Á föstudagskvöld verður haldið jólaball í tilefni af því að 90 dagar eru til jóla. Boðið verð- ur upp á kakó og eitthvað með þvi. Laugardagskvöld verður svo partý stemmning eins og hún gerist best. MHÚSIÐ Á SLÉTTUNNI Hveragerði Um helgina 23. og 24. sept. verður réttarball og uppskeruhátíð með ET-bandinu og söngkonunni Önnu Vil- hjálms þar sem íslenskt fjalla- lambarokk og söngur verður í hávegum hafður í bland við gull- aldardægurlagatónlistina. MAMMA LÚ Á föstudagskvöld skemmta Egill Ólafsson og Bogomil Font, matargestum. Seinna um kvöldið heldur hljóm- sveitin KK-Band lokadansleik sumarsins ásamt Ellen Krist- jáns. Á laugardagskvöld skemmta Borgardætur (og synir) matargestum og síðar um kvöldið verður diskótek, dans- leikur í anda 1944. Húsið opnar kl. 18. Mfeiti DVERGURINN Fimmtudaginn verður gestum Feita dvergsins boðið upp á létt- an jazz og blús og er það Tríó Geira Ólafs sem leikur. Um helgina sér hins vegar trúbad- orinn Haraldur Reynisson um að skemmta gestum.' ■ BL ÚSBARINN J J Soul band leikur á föstudags- og laugar- dagskvöld. MRÚNAR ÞÓR og hljómsveit verða á Ránni, Keflavík, föstu- dags- og laugardagskvöld. Með Rúnari Þór spila Orn Jónsson,. á bassa og Jónas Björnsson á trommur. ■ NA USTKRÁIN Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Pétur Hreinsson, Rafn Erlendsson og Sigurður Haf- steinsson. MTVEIR VINIR Á föstudags- kvöld verður úrslitakeppni í Karaokekeppni starfsfólks á leikskólum og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hunang frá Akureyri. Aðgangur er ókeypis. MÖRKIN HANS NÓA leikur á réttarballi nk. laugardagskvöld í Ásakaffi, Grundarfirði. MPÚLSINN „Acoustic“ kvöld verður fimmtudags- og föstu- dagskvöld en þá mæta Skaga- mennirnir Orri Harðarson og Gunnar Sturla og flytja tónlist eitr Pink Floyd, Peter Gabriel, Sting o.fl. Á laugardagskvöidinu verður haldið sveitaball með Labba úr Mánum og sex manna hljómsveit að austan er nefnist Karma. Á sunnudagskvöld. leika Grcttir Björnsson, Örvar Krisljánsson og Barði Ólafs- son dynjandi harmonikkutónlist. MCAFÉ ROYALE Hafnar- fírði Kántrý-hljómsveitin Útlag- ar leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. MPLÁHNETAN leikur í Sjal- lanum, ísafirði, föstudags- og laugardagskvöld. HLJÓMSVEITIN Dos Pilas vcrður með frumflutning á tónlist sinni af væntanlegri hljómplötu í Rósenbergkjall- aranum laugardagskvöld. SIMI 19000 Gallerí Regnbogans: Egill Eðvarðsson Mýtt í kvikmyndahúsunum A\Vk MH0 IT/fftA P AS MÉS0W/Ærs GESTIRNIR ’OIRE Vegna fjölda áskorana. AÐEINS í DAG KRYDDLEGIIU HJÖRTU Mexikóski gullmolinn Allra síðasti sýningardagur • Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ALLIR HEIMSINS MORGNAR Áhrifamikil, falleg og seiðandi mynd gerð eftir metsölubók Pascal Quignard sem komið hefur út í íslenskri þýðingu hjá Máli og menningu. Myndin hefur hlotið mikla aðsókn víða um lönd, þ. á m. í Bandaríkjunum. Tónlistin úr kvikmynd- inni hefur selst í risauppiögum víða um heim. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Jean- Pierre Marielle og Anne Brochet. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. „Besta gamanmynd hér um langt skeið." ★★★Ó.T., Rás 2. Sýnd kl. 5, 7, og 9 og 11. Bö. i. 12 ára. Svik á svik ofan - haglabyssur og blóð - taum- lausar, heitar ástríður - æðislegur eltingarleikur. Sýnd kl. 4.50 6.50, 9 og 11.10. Ljóti strákurinn Bubby FLÓTTINN ★★★A.I. MBL ★★★Ó.T. Rás 2. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. Háskólabíó sýnir Blaðið HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Blaðið eða „The Paper“ með Michael Keaton, Glenn Close, Robert Duvall, Mar- isa Tomei og Randy Quaid í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ævintýralegan sólarhring á dagblaðinu The Sun í New York. Blaðamaðurinn Henry Hac- kett (Keaton) er á höttunum eftir stórfrétt sem gæti flétt ofan af hneyksli í réttarkerfi borgarinnar. Ef Henry nær að skrifa fréttina áður en kem- ur að tímamörkunum fyrir útgáfu morgundagsins gætu tveir menn sem sitja saklausir í fangelsi fengið frelsi. En ýmis ljón eru í veginum, kona hans á von á barni, fjármála- stjórinn (Close) hefur ímugust á honum og myndi ekki gráta það ef honum mistækist ætl- unarverk sitt og hann verður að gefa samkeppnisblaðinu svar við atvinnutilboði þeirra. Fleiri blaðamenn en Henry eru á höttunum eftir fréttinni og bcrjast um að verða fyrstir með hana á forsíður blaða sinna. Henry þarf að gera upp við sig hvort hann á að setja fréttina í blaðið ef hún reynist röng. Milljónir manna munu trúa frásögn hans og seinni tíma leiðrétting mun ekki geta bætt þann skaða sem ákveðn- ir aðilar verða fyrir ef fréttin birtist. Rarídy Quaid og Mich- ael Keaton í hlutverk- um sínum í kvikmynd- inni Blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.