Morgunblaðið - 22.09.1994, Qupperneq 52
HEWLETT
PACKARO
---------------UMBOÐIÐ
HPÁ ÍSLANDI H F
Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleikajil veruleika
Afl þegar þörf krefur!
RISC System / 6000
<Q> NÝHERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Átakasvæði í Líberíu
Islendingnr
slapp í skotárás
HELGA Þórólfs-
dóttir félagsráð-
gjafi, sem undan-
farið hefur starfað
á vegum Rauða
kross Islands í Líb-
eríu, var í bílalest
sem skotárás var
gerð á í síðustu
viku, á leiðinni frá
Líberíu til Monróv-
íu. Nokkrir friðar-
gæsluliðar Samein-
uðu þjóðanna, sem
í bílalestinni voru,
létust, en Helga
slapp með öllu
ósködduð.
Að sögn Sigríðar Guðmunds-
dóttur hjá Rauða krossi íslands
hefur Helga starfað frá því í vor
í þorpi nálægt landamærum
Fílabeinsstrandarinnar. Aukinn-
ar spennu hefur gætt í allt sum-
ar á þessum slóðum og þegar
uppþot og óspektir urðu í þorp-
inú fyrir rúmlega hálfum mán-
uði fluttust þeir starfsmenn
Rauða krossins, sem eftir voru,
Helga Þórólfsdóttir
til friðargæsluliða
Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem þeir
komust hvergi leið-
ar sinnar. Þar
þurftu þeir að bíða
í 10 daga, en fóru
þá af stað í bílalest
til Monróvíu. Á leið-
inni var skotið á
bílalestina og létust
nokkrir friðar-
gæsluliðar og aðrir
særðust í árásinni,
en Helga ásamt
tveimur öðrum
starfsmönnum
Rauða krossins,
sem með henni voru, sluppu með
öllu ósærð. Bílalestin komst síð-
an til Monróvíu, en þaðan voru
Helga og félagar hennar flutt
til Fílabeinsstrandarinnar síðast-
liðinn sunnudag. Helga er nú á
leiðinni heim til íslands og að
sögn Sigríðar ætlaði hún að taka
sér nokkra daga í ferðalagið og
er ekki vitað hvenær hún kemur
til landsins.
Morgunblaðið/Amór
LÖGREGLUMENN í Keflavík rannsaka slysstaðinn.
Ekið á börn í Keflavík og á Akureyri
Atta ára stúlka
mikið slösuð
ÁTTA ára stúlka var flutt þungt
haldin á Landspítala eftir alvarlegt
umferðarslys í Keflavík síðdegis í
gær.
Stúlkan kom hjólandi á gangstétt
að gatnamótum Hringbrautar og
Aðalgötu í Keflavík rúmlega fimm í
gærdag, samsíða fólksflutningabif-
reið sem ók í sömu akstursstefnu.
Rútan beygði til hægri á gatnamót-
unum en stúlkan hélt beint áfram
og hjólaði undir rútuna með þeim
afleiðingum að hún festist undir
hægra afturhjóli hennar og slasaðist
mikið. Stúlkan var flutt rakleiðis á
sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan beint
á Landspítala til aðgerðar. Hún lá á
gjörgæslu sjúkrahússins í gærkvöldi.
Drengur fyrir bíl
Ekið var á dreng á tíunda tímanum
í gærkvöldi í Þingvallastræti á Akur-
eyri. Bifreið var á vesturleið og ók á
drenginn sem var á leið fótgangandi
yfir götuna. Hann kastaðist upp á
bflinn og hlaut áverka í andliti og
víðar. Drengurinn var fluttur á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri og virtist
ekki alvarlega slasaður eftir fyrstu
rannsókn þar seint í gærkvöldi.
Skipin
komin í
Smuguna
ISLENSKU skipin sem voru að veið-
um við og innan línunnar að fisk-
verndarsvæði Norðmanna við Sval-
barða voru í gær nánast öll komin í
Smuguna. Norsk strandgæsluskip
höfðu stuggað við skipunum og að
sögn Guðjóns Sigtryggssonar skip-
stjóra á frystitogaranum Arnari höfðu
strandgæslumenn hótað íslensku
skipstjórnarmönnunum öllu illu færu
þeir ekki af svæðinu. Guðjón sagði
aflabrögð í Smugunni léleg í gær.
Guðjón sagði að íslensku skipin
hefðu flest yfirgefið Svalbarðasvæðið
og haldið áleiðis í Smuguna í fyrri-
nótt, en þau voru 30-40 talsins á
Svalbarðasvæðinu í fyrradag. Hann
sagði að sum íslensku skipanna hefðu
farið að minnsta kosti fjórar mílur
inn fyrir línuna að fiskverndarsvæð-
inu og jafnvel lengra, og hefði norska
strandgæslan haft í hótunum um að
beita hörðu, færu þau ekki á brott.
Hann sagðist vilja óska eftir því að
íslensk stjórnvöld og útgerðarmenn
lýstu yfir stuðningi við veiðar ís-
lensku skipanna á Svalbarðasvæð-
inu, teldu þau á annað borð að íslend-
ingar ættu rétt á að stunda þar veið-
ar. „Þau þurfa að lýsa yfir stuðningi
við þetta svo við séum ekki að læðast
eins og þjófar á nóttu og leggja svo
á flótta.“
Peningasending
Seðlabankans
Einn aðili
keypti tíu
milljónir
ATHUGUN sem staðið hefur yfir
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins
vegna hvarfsA peningasendingu frá
Seðlabanka íslands þann 8. júlí sl.
til Hambros Bank í Lundúnum,
hefur nú leitt til þess að upplýst
er að peningasendingin var seld í
einu lagi 14. júlí sl. til peningastofn-
unar í Englandi. Um tíu milljónir
króna var að ræða.
Enginn tengist málinu
hérlendis
Málið er enn til rannsóknar í
Bretlandi, en ekkert bendir til þess
að aðilar hér á landi tengist þessum
þjófnaði, samkvæmt upplýsingum
RLR og er rannsókn lokið hérlend-
is. Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn hjá RLR, segir ekki vit-
að hvernig það atvikast að ein
bankastofnun kaupi svo háa upp-
hæð af einkaaðila athugasemda-
laust. Rannsókn hérlendis og ytra
hafi leitt í ljós að það fé sem ferða-
menn höfðu keypt í góðri trú úr
sendingunni, kom allt frá stofnun-
inni í Englandi. Þeir sem hafa rann-
sóknina með höndum í Englandi
muni væntanlega fara í saumana á
kaupum stofnunarinnar sem fóru
fram sex dögum eftir að sendingin
hvarf. „Ég get mér þess ti! að þjóf-
arnir eða einhveijir á þeirra vegum
hafi selt peningana, og mér þykir
fljótt á litið að kaup stofnunarinnar
séu all gáleysisleg," segir Hörður
og kveðst gera ráð fyrir að rann-
sóknaraðilar ytra hljóti að hafa nú
eða innan tíðar nafn þess aðila sem
seldi sendinguna.
Gripinn
í skotinu
LÖGREGLAN hafði um
klukkan 20 í gærkvöldi hend-
ur í hári eins piltanna, sem
rændu verslun Nóatúns við
Kleifarsel í fyrrakvöld, en
áður höfðu tveir félagar
hans verið gripnir. Fjórði
pilturinn sem þátt tók í rán-
inu hvarf lögreglumönnum
hins vegar á harðahlaupum
og fannst hann ekki þrátt
fyrir ítarlega leit. Á mynd-
inni sést pilturinn, sem lög-
reglan náði í gærkvöldi, bíða
handtöku sinnar í dyraskoti
fjölbýlishúss við Vesturberg.
Samkeppni að hefjast 1 fraktflutningum til Bandaríkjanna
Útflytj endur uggandi
vegna bréfs Flugleiða
ÍSLENSKIR fískútflytjendur hafa
fengið í hendur bréf frá Flugfrakt
Flugleiða, þar sem segir m.a. að ef
Flugleiðir ákveði að auka flutnings-
getu sína til Bandaríkjanna skuli þeir
útflytjendur, sem hafi fengið úthlutað
plássi fyrir fískútflutning með áætl-
unarflugi félagsins, beina allri auka-
flutningsþörf sinni á slíkt flug.
Þá segir í bréfinu, að frávik frá
þessum ákvæðum leiði til uppsagnar
plássúthlutunar án frekari fyrir-
vara. Útflytjendur hafa túlkað efni
bréfsins á þann veg að þeir hætti á
útilokun af hálfu Flugleiða, skipti
þeir við Cargolux. Cargolux hyggur
á vikulegt fraktflug frá Lúxemborg
til Bandaríkjanna með viðkomu á
Keflavíkurflugvelli frá og með 2.
október.
Einar Sigurðsson, upplýsingafull-
trúi Flugleiða, segir fyrirsjáanlegt
að einhver skortur verði á plássi í
fraktflutningum Flugieiða í vetur
vegna aukinnar eftirspurnar og fé-
laginu þyki eðlilegt að veita bestu
viðckiptavinum sínum forgang.
„Það er þannig alls ekki verið að
setja mönnum stólinn fyrir dyrnar
varðandi það við hvern þeir skipta,"
segir Einar.
■ Óttast útilokun/3B
Kópavogur
Tónleika-
salur fyrir
300 gesti
SÉRHANNAÐUR fjölnota tónleika-
salur, hinn fyrsti hérlendis, verður í
Menningarmiðstöð Kópavogs, sem
reisa á í bænum.
í menningarmiðstöðinni á að sam-
eina undir einu þaki bókasafn Kópa-
vogs, náttúrufræðistofu, tónlistar-
skóla og myndlistarskóla. í fyrsta
áfanga, sem ráðist verður í á næsta
ári, verður byggt yfir bókasafnið og
náttúrufræðistofu, auk þess sem í
húsinu verður biðstöð strætisvagna.
Menningarmiðstöðin verður 3.500-
3.800 fermetrar að grunnfleti og er
áætlaður kostnaður á bilinu 350-450
milljónir króna.
■ Sérhannaður/27