Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 4

Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MANIMLÍFSSTRAUMAR Offjárfest- ingar í bakgír Samkvæmt könn- unum virðist al- menningur vera far- inn að skilja orðið ríkissjóðshalli“. Yf- Gárur eftir Elínu Pálmadóttur þarf að losa sig við það. Framboðið á íbúðum er alltof mikið. Meðan íbúðarhúsnæði irgnæfandi meirihluti vill ekki meiri þjóðarskuldir, skilur að hallarekstur í dag jafngildir skattahækkunum á morgun. Og það sem meira er, einkum yngra fólkið vill gera eitthvað í málinu, kveðst af tvennu illu heldur vilja niðurskurð á framkvæmdum og þjónustu en hækkun skatta til að borga nýjar og uppsafnaðar skuldir. Ætti kannski ekki að koma á óvart að ungt upplýst fólk skilji merkingu orðsins halla- rekstur á sjóðnum okkar allra. En eftir að hafa hlustað á unga konu, sem er að feta sig út í pólitík, koma upp um það í um- ræðuþætti að hún skilji ekki orð- ið, þá renna á mann tvær grím- ur. Hún sagði rétt sí svo, að úr því ráðherrar gumuðu svona af því að vera að ná hallanum úr væntanlegum 11 milljörðum nið- ur í 6,5 milljarða, þá væri ekki að bætast á skuldirnar. Og eng- inn karlanna þriggja gerði at- hugasemd við þennan skilning. Hún áttaði sig greinilega ekki á því að þessir 6,5 milljarðar bæt- ast samt enn ofan á skuldasúp- una með tilheyrandi viðbót í vöxt- um og afborgunum, sem eru æmir fyrir til næstu ára. Þess vegna var gott að heyra í skoð- anakönnun að flestir skildu betur. Kannski má að einhveiju leyti um kenna að talað er um fjármál- in á fagmáli og í hlutfallstölum, sem fólk á oft erfitt með að skynja. Nú eru tekjur, skuldir og rekstur kunnug- leg mál á hverju heimili. Þó er eins og reynsluheimur hvers og eins vilji ekki almennilega samsamast stað- reyndaheimi sam- eiginlega heimilis- ins. Til dæmis kvarta nýtilkomnir borgarfulltrúar und- an því að lítið fé sé til uppbyggingar, þar sem allt fari í rekstur. í það horf hefur eðlilega lengi verið að færast jafnt og þétt. í hvert sinn sem tekið er í notkun nýtt barnaheimili, nýr skóli eða önnur stofnun bætist á árlegan rekst- urskostnað og afgangurinn minnkar. Og kröfum samkvæmt hefur uppbygging verið mikil. En nú virðumst við komin að endimörkum vaxtar í bili og þörf á að staldra við. Við höfum víð- ast hvar farið fram úr okkur sjálf- um, sem kemur fram í offjárfest- ingunni í næstum öllu. Brýn þörf á að bakka út úr henni. * Augljósust er ofstærð fiski- skipaflotans. Þó mesta basl að minnka hann. Allt rígfast í illijúf- anlegum hring. Valdir fengu gef- ins kvóta. Þeir geta selt þennan kvóta frá skipinu sínu gamla. Svo geta þeir fengið greitt út úreld- ingarsjóði til að leggja skipinu. Þar koma fjármunir, sem allt eins mætti nota til að kaupa í Kanada gamalt skip á spottprís, skrá það í Panama og halda til úthafs- veiða. Og svo kannski nú að skrá skipið á íslandi, aftur í íslenska fiskiskipaflotann. Hefur ekki yf- irsýnin klikkað einhvers staðar? * Offjárfesting í húsbyggingum kom fyrst verulega fram í iðnað- ar- og verslunarhúsnæði sem víða stendur autt. Og nú undanfarið í því að ekki er lengur hægt að selja eldra húsnæði þegar fólk stendur þannig autt um allt land og á höfuborgarsvæðinu, þá er opinbera kappið ómælt við að styðja nýbyggingar og hvetja fólk til að kaupa með lánum stærra en það ræður við. Svo mikið að fimmta hvert húsbréfa- lán er í vanskilum og margir missa íbúðina og lenda í hremm- ingum. Umfang fasteignavið- skipta ræðst að verulegu leyti af ákvörðunum stjómvalda á hveijum tíma, að sögn sérfræð- ings. Hefur ekki yfirsýnin klikk- að einhvers staðar? * Bændur virðast vera að feta sig af skynsemi niður úr offram- leiðslunni. En þegar litið er til nýjustu vonarinnar í atvinnu- sköpun, ferðamannaútgerðarinn- ar, blasir þegar við sama offjár- festing í gistiaðstöðu, smárri og stórri. Þessi fínu hótel, sem búið er að koma upp, ætla ekki að lifa af biðina eftir ferðafólkinu. Áður en það skilar sér á að taka eitt af bestu hótelunum, Hollyday Inn, og breyta því í banka, þá væntanlega með klósetti og baði við hveija skrifstofu. Hefur ekki yfirsýnin klikkað einhvers stað- ar? Þannig mætti lengi telja. Við erum nú dulítið skopleg í öllu bardúsinu, ekki satt? En nú er ólga og viðbrögð. Margt að ger- ast á ýmsum sviðum. Fólk staldr- ar við og er farið að skilja, sætt- ir sig ekki lengur við hvað sem er. Því er heldur dapurlegt þegar verið er að bretta upp ermarnar og alþingi kemur saman á haust- dögum, þá er naumum tíma þess eytt í kúnstir. Á kosningaári verður þing ekki nema fram í febrúar, Norðurlandaráðstími frádreginn, og brýn mál sem varða alla þjóðina bíða, svo sem breytingar á mannréttindakaf- lanum, leiðrétting á óbrúklegum kosningalögum, skólamálafrum- varp, að ógleymdum málum at- vinnuveganna. En þá sýnist þing- ið eyða ómældum tíma í persónu- þras og vantraustssýningu, sem allir aðstandendur lýsa yfir að hafi ekkert upp á sig, sé aðallega „táknræn". Hún gerir engum landsmanni neitt gagn. Van- traust á ríkisstjórn er til að koma henni frá og hefði mátt útkljá það á annan hvorn veginn í snörpum átökum á 1-2 dögum og snúa sér svo að brýnum þjóð- þrifamálum. Vitrir menn segja mér að hall- inn illræmdi leystist ef menn bara næðu þjófinum, skattsvikur- unum öllum. Og ef einhver hefði þor til að setja alla offjárfestingu í bakkgír. Frítt ráð án ábyrgðar. SlÐT'RÆÐil/Hvemig má greina hrcesnarann frá öbrumf Hræsnarínn ÚR MACHBETH, sem Frú Emilía sýnir núna. „LJÓTT ER fagurt og fagurt ljótt, flögrum í sudda, þoku og nótt,“ segja nornirnar í upphafsatriði Macbeths eftir Shakespeare. Leik- gerð þess er nú sýnd hjá Frú Emil- íu í Reykjavík. Það er í þýðingu Matthíasar Jochumssonar og íjallar m.a. um hræsni. Engin list er til, er sýnir glöggt á svipnum mannsins eðli,“ segir Duncan konungur þegar hann uppgötvar að hræsnari hefur blekkt hann. Hræsnarinn er sá sem segir eitt og hugsar annað. Hann er sérfræðingur í að hrósa í blekking- arskyni. Þegar hjarta hans vill drottna, mælir un sinni segir hann það sem öðrum finnst gott að heyra. Hann er fagurgali. Hræsnarinn skjallar með von um eigin upphefð. Hann er sá sem hef- ur tungur tvær og talar sitt. með hvorri. Hann segir „Þú ert snilling- ur“, og hugsar: „Þú ert fífl“. Hann þykist gleðjast yfir velferð náung- ans og óskar honum ófarnaðar í hjarta sínu. Hættulegur hræsnari hælir og bruggar launráð í sömu andrá. „Að vera yður trúr og hlýðinn, herra! er sjálft sín ómakslaun," mælir Macbeth við konunginn og gerir áætlun hugans um morð. Duncan konungur kann ekki listina að lesa hræsni af svip manna. Hann vill aðeins gleðja Macbeth með heimsókn og segir: „Nú skal halda til Inverness og auka vora skuid sem yðar gestur." Macbeth læst glaður og segir: „Ég skal sjálfur heim til húsfrúr minnar, að færa henni fögnuð yðar komu; og kveð svo undirgefnast." Þegar hann mælir þessi orð leitar hann að ráði til að koma syni konungs fyrir katt- arnef. Hræsnarinn smjaðrar en vill sjálfur vera konungurinn! Hræsnarinn er með gerðarlæti. Hann fagnar komu kunningja síns og bölvar í hjarta sínu. Hann kem- ur ekki til dyranna eins og hann er klæddur. En hvernig á_að bera kennsl á hann? Dæmi: Ég geng með honum eftir vegi. Hann mætir kunningja sínum og hrósar honum í hástert. Við göngum áfram og tunga hans umbreytist í formælandi eiturtungu. Hann leggur stund á óheilindi. Hann leynist víða og ávallt klæddur dulu. Trúhræsnari hefur á sér yfirskin trúar og helgi. Hann nefnist skinhelgur maður. Konungurinn Duncan telur að lof merki lof og undirgefni undirgefni. Hann heldur að mennirnir séu allir þar sem þeir eru séðir. Hann þekk- ir ekki hræsnarann úr hópi manna sinna. Hræsnarinn vanhelgar mannlífið. Hann saurgar það og kemur því til Ieiðar að góðir menn hætta að treysta orðum annarra. Eða hvenær er hól hól og ekki flað- ur? Listin að greina lof frá dulbúnu lasti verður mikilvæg vegna hræsn- aranna í heiminum. Það er þeirra vegna sem gömul speki ráðleggur að láta allt hrós sem vind um eyru þjóta. Það er hyggilegra en að blekkjast af hóli hræsnarans. Hræsnarinn er sjálfselskur. Hann kann ekki að samgleðjast. Hann einblínir á eigin frama. Macbeth vill sjálfur verða kóngur og allt sem ÞIÓÐLÍFSÞANKflR //. nr eru mörkin milli opinherrar þjónustu og einkalífsf _ Hvað tná — oghvað eklá AÐ UNDANFÖRNU HAFA fjölmiðlar verið með ítarlegan fréttaflutning af málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, einkum Karls ríkisarfa og Díönu konu hans, en þau eru skilin að boði og sæng. Meint framhjáhald þeirra hvors um sig hefur orðið tilefni margvíslegra skrifa og umþenk- inga. Gengið hefur verið æ nær einkalífi þessa fólks og segja má að því sé í þeim skilningi hvergi frítt um frón. Allt þetta vekur upp þá spurningu hvar mörk eiga að liggja í þessum efnum. Hvar endar einkalíf fólks í slíkum stöðum og hvar tekur hin opinbera persóna við? Þetta er mjög illa skilgreint eins og sakir standa en augljóst er að þar þarf að gera bragarbót. Tyjóðhöfðingjum og jafnvel fjöl- skyldum þeirra er greitt af almannafé víðast hvar. Þess vegna er deginum ljósara að fólki fínnst sér koma við hvað þessar persónur ■mbbhbb aðhafast. Gerð er sú krafa til þessa fólks að það komi fram fýrir sína þjóð opinberlega og sé sameining- artákn. í Bretlandi er ríkisarfinn og kona hans komin í þá stöðu að þau eftir Guðiúnu Guðlaugsdóttur eiga erfítt með að sinna þessum skyldum sínum vegna mikilla um- ræðna og árása á einkalíf þeirra. Mörk milli einkalífs og opinberrar þjónustu virðast vægast sagt óljós, í Bretlandi sem víða annars staðar. Hjónaband er fyrst og fremst samningur tveggja aðila um að deila kjörum og eiga ekki kynferðis- legt samræði við aðra. Aðilar sem í hjónabandi eru skilgreina svo nán- ar sín á milli hvernig þeir vilja haga sínu hjónabandi. Fólk skipuleggur hvernig samvistir þess eigi að vera, hvort það t.d. sefur í sama rúmi, sama herbergi eða í sömu íbúð. Hægt er að hafa þetta eins og hver vill, svo framarlega sem samkomu- lag er um fyrirkomulagið. í sumum hjónaböndum veita aðilar jafnvel hvort öðru frelsi til þess að sofa hjá öðrum aðilum ef þeim þykir svo henta. Sé samkomulag um slíkt fyrirkomulag er það varla brot á trúnaði og þar með innri gerð hjóna- bandsins. Bijóti hins vegar annar aðilinn saminginn, hvernig sem hann er, á hinn tvo möguleika, annars vegar að fyrirgefa ef þess er óskað eða notfæra sér þann rétt sinn að ógilda hjónabandssamning- inn með skilnaði. Þar sem hjóna- band er einungis samkomulag milli tveggja aðila en ekki þeirra sem fyrir utan standa er það aðeins á færi hjónanna sjálfra að ákveða hvað gera skuli þegar samningurinn er brotinn. Það er í hæsta máta óeðlilegt að aðrir en hjónin sjálf séu með mein- ingar um mál þeirra. Engir nema þau sjálf vita hvernig þeirra nánu samskipti hafa verið og þess vegna eru engar forsendur fyrir skoðunum eða afskiptum annarra. Þar fyrir utan eru það talin mannréttindi, í það minnsta á Vesturlöndum, að fá að ráða með hvetjum hver og einn býr, sefur hjá eða deilir á ann- an hátt kjörum með. Er þá fólk sem tekur að sér störf þjóðhöfðingja á einhvern hátt öðruvísi sett í þessum efnum en aðrir? Vandséð er að svo sé. Það verður að skilja á milli starfs og einkalífs, líka hjá fólki í opin- berri þjónustu. Það ætti að skil- greina betur í lögum hver réttur fólks í opinberum störfum sé í þess- um efnum. Það hlýtur að vera óeðli- legt að hægt sé að þjösnast á einka- lífi fólks með slíkum hætti sem heimsbyggðin hefur nú orðið vitni að. Það er líka óeðlilegt að fólk sem ræður sig til starfa hjá opinberum persónum eða er í vináttu við þær geti þegar þeim þykir henta rofið allan trúnað og gert sér þannig samband við hinar frægu persónur að féþúfu. Svo virðist sem illa gangi að koma refsingum við, fyrir trún- aðarbrot sem þessi. Það ætti að skipa svo lögum og reglum að hægt væri að koma í veg fyrir að fólk gæti grætt á slíkum trúnaðarbrot- um við þá sem eru í opinberri þjón- ustu. Yrði það gert myndu svona uppljóstranir verða fátíðar, venju- lega er trúnaðarbrotið framið í ágóðaskyni. Á sama hátt ætti að sjá til þess að það sé gert heyrum kunnugt ef opinber persóna brýtur samninga sem hún hefur gert við almenning. Þá á almenningur rétt á að fy'alla um málið og krefjast upplýsinga. Það þarf augljóslega að skilgreina betur verkahring opin- berra persóna, hvað sé hluti af hinni opinberu persónu og hvað sé einka- mál hennar sem manneskju. Síðan þyrfti að huga að viðurlögum við brotum, annars vegar á starfi hinn- ar opinberu manneskju og hins veg- ar á brotum almennings gegn einkalífi hennar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.