Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 5

Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 B 5 hann segir við aðra en sjálfan sig og konu sína er yfirdrep. Hann þarfnast ekki dulunnar gagnvart konu sinni því hún er enn meiri hræsnari. Frú Macbeth reynir jafn- vel að kenna honum list hræsninn- ar. Hún lýsir henni vel þegar hún segir: „Seg „velkominn" með aug- um, hönd og orðum, og vert'að utan eins og saklaust blómstur, en innra vertu naðran, sem það felur.“ Hræsnarinn er maður blekking- arinnar og kemst til valda á fölskum forsendum. Hann flytur langar bænir að yfirskini en hirðir ekki um réttlæti og miskunn. Hann sýnist réttlátur í augum manna, en er hið innra fullur ranglætis. Hann hrópar „hneyksli!“ og kemur við veika bletti annarra, en er sjálfur hið sama. Hann málar ljótt fagurt og fag- urt ljótt. Hann er svikari sem rýfur eyða sína og listin að rýna í verk hans getur skipt sköpum fyrir heil- lina og hamingjuna. Drengur einn í leikritinu um Macbeth spyr móður sína hvort það eigi að hengja alla þá sem ljúga og svíkja. Hún svar- ar: „Já, hvern og einn.“ Hann spyr: „Hver á að hengja þá?“ Hún: „Nú, góðu mennirnir.“ Drengurinn: „Þá eru þeir, sem ljúga og svíkja, flón, því þeir eru nógu margir til, að hafa við góða fólkinu og hengja það.“ Drengurinn er efnilegur í greiningunni á hræsnurunum en áttar sig ekki á að hræsnarinn þrá- ir að vera krýndur af hinum góða. Hann þrífst ekki innan um sitt eig- ið kyn. Hann þarfnast andstæðu sinnar — en góðmennið, á hinn bóginn, kemst vel af án hræsnar- ans. Oft er sagt að andstæður þarfn- ist hvor annarrar: Hið ljóta hins fagra og hið fagra hins ljóta. Það er rangt. Vissulega er hið illa háð hinu góða, en hið góða er ekki háð hinu illa, né hið fagra hinu ljóta eða heiðarleikinn hræsninni. Það kemst best af án þess, en hitt ekki. Hið illa er ekkert án hins góða og hræsnin flögrar í sudda, þoku og nótt. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í fíeykjavík 28. og 29. október Ásgerður Jóna Flosadóttir Sjálfstæðisflokkurinn metur konur að verðleikum Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgð Tryggjum Ásgerði lónu 8.-10. sttetiö Lagerú tsci la d flísum og húsgögnum Nýborgc§? r STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Nú hefur okkur hlotnast sú ánægja að geta boðið viðskiptavinum okkar að kaupa þessa þekktu ítölsku gæða- skó frá fyrirtækinu Attica. Attica er eitt þekkt- asta gæðamerki ✓ Italíu sem hefur innbyggðan stuðning og fótlag sem gælir við fæturna. Nokkrar fallegar gerðir og hand- töskur í stíl. Þessir skór verða eingöngu í nýju búðinni í Domus Medica. Nú er gott tækifæri til að launa fótum þínum dygga þjónustu og sæma þá heiðri sem þeir eiga skilið með ATTICA oJlX. J prófkjör SJálfstæðisflokksins I Reykjavlk dr. Petur H. Blöndal nýr maður - ný viðhorf - nýjar leiðir - ný öld Nýsköpun og atvmnuleysi. Hvers vegna viljum við ekki fjárfesta? Pétur heldur annað erindi sitt af níu í kosningaskrifstofunni að Skeifunni 11 (í húsi Stillingar) kl. 17.30 í dag. Umræður og fyrirspurnir. Ath. kosningaskrifstofa Péturs er opin daglega: frá kl. 16 - 22.30 á virkum dögum 40*** ^ frá kl. 12 - 22.30 um helgar. jé yQtj. Símar: 811 066,811 067 og 811 076. / f £ Allt sjálfstæðisfófk er velkomið. | ,* Matrósafötin eru komin Stæröir 0-6 ára. Sendum í póstkröfu DIMMALIMM Bankastræti 4 Sími 11222 MANNVIRKJ AÞIN G 1994 Ö „NÆSTU 50 AR“ verður haldið um stöðu og ftamtíðarhorfur í íslenskum byggingariðnaði á Hallveigarstíg 1 föstudaginn 21. okt. nk. frá U. 09.00 til kl. 16.00. Skráning fer fram í síma 91-611111. Ráðstefhugjald er kr. 7.500. Byggingarþjónustan. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn auglýsir eftirfarandi stöður lausartil umsóknar: Staða forstöðumanns þjóðdeildar, er hefur umsjón með safnkosti deildarinnar og með þjónustu hennar við notendur. Hann annast starfrækslu sérstaks lestrar- salar og hefur umsjón með sérsöfnum, m.a. safni landa- korta. Krafist er háskólamenntunar á sviði hugvísinda og/eða bókasafnsfræði, auk verulegrar starfsreynslu við umsjón og varðveislu íslenskra rita og við bókasafns- þjónustu, sem þeim tengist. Staða forstöðumanns handritadeildar, er hefur umsjón með safnkosti handritadeildar, aðföngum til deildarinn- ar, varðveislu ritakostsins, skráningu hans og annarri fræðilegri úrvinnslu, ásamt þjónustu við notendur. Kraf- ist er kandídatsprófs í íslenskum fræðum eða hliðstæðr- ar menntunar, auk verulegrar starfsreynslu við rann- sóknir og umsjón handrita. Staða forstöðumanns aðfangadeildar, er hefur umsjón með uppbyggingu safnkosts, þ.á m. vali rita og innkaup- um, ritaskiptum og móttöku efnis, sem innheimt er samkvæmt lögum um skylduskil til safna. Starfið kallar á víðtæka þekkingu á starfsháttum og upplýsingaþörf háskólakennara og annarra, sem stunda rannsóknir og fræðistörf. Krafist er góðrar vísindalegrar menntunar, starfsreynslu í bókasafni og/eða sérmenntunar í bóka- safnsfræðum. Staða forstöðumanns skráningardeildar, er hefur umsjón með efnisgreiningu og skráningu safnkostsins. Hann sér um uppbyggingu gagnasafna í tölvukerfi safnsins. Gegni, bæði að því er tekur til bóka, tímarita og greina í blöðum og tímaritum. Einnig er útgáfa bók- fræðirita á verksviði deildarinnar. Krafist er sérmennt- unar í bókasafnsfræði, góðrar álmennrar þekkingar og starfsreynslu á sviði skráningar og bókfræði. Staða forstöðumanns útlánadeildar, er hefur umsjón með lánastarfsemi safnsins, annast eftirlit með ritkosti á hinum opnu svæðum í safninu, svo og að nokkru leyti ritum í lokuðum geymslum. Forstöðumaðurinn sér um nýtingu lesrýma og skipuleggur kvöld- og helgar- þjónustu í safninu. Krafist er sérmenntunar í bókasafns- fræði, góðrar, almennrar þekkingar og starfsreynslu í bókasafni. Staða forstöðumanns upplýsingadeildar, er hefur, auk upplýsingaþjónustu, umsjón með kynningarstarfi, not- endafræðslu, útgáfu kynningarefnis og tengslum við fagsvið. Einnig er efnisleit í erlendum gagnasöfnum (tölvuleitir) á verksviði forstöðumannsins, svo og notkun geisladiska (CD-ROM). Krafist er sérmenntunar í bóka- safnsfræði, góðrar, almennrar þekkingar og starfs- reynslu á sviði upplýsingaþjónustu í bókasafni. Öll forstöðumannstörfin kalla á frumkvæði, vilja til ný- sköpunar og góða samskiptahæfileika. Einnig er mennt- un eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg. Umsækjendur eru beðnir að láta þess getið, ef þeir óska eftir að koma til álita við ráðningu í aðrar af ofan- greindum stöðum en þá, sem þeir sækja um sérstklega. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, ritsmíðar, rannsóknir og fyrri störf, skulu senda menntamálaráðu- neytinu, merkt landsbókavörður, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 5. nóvember 1994. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, 12. október 1994.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.