Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
BÆRINN
VAKNAR
í sumar kom út
síóari hluti aff
hinu mikla verki
Gudjóns Frióriks-
sonar sagnfræó-
ings Sögu
Reykjavíkur á ár-
unum 1870-
1940. Þetta er
hversdagssaga,
sögó f rá sjónar-
hóli bæjarbúa
sjálfra og kemur
margt nútíma-
ffólki skemmti-
lega ffyrir sjónir.
Einnig eru þar
mörg hundruó
gamlar myndir
og teikningar,
sem nokkrar birt-
ast hér á sióunni
meó viótali vió
Guójón.
Guójón Frióriksson sagnlræóingur.
eftir Elínu Pólmadóffur
uðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur hefur lokið sínum
hluta af Sögu Reykjavíkur, sem
spannar árabilið 1870 til 1940 og
nefnist Bærinn vaknar. Það er orð
að sönnu, því á þessu tímabili vex
Reykjavík úr 2.000 manna byggð,
sem ekkert hefur af neinu tagi, í
borg. Fyrra bindið kom út 1991
og hlaut Guðjón fyrir það íslensku
bókmenntaverðlaunin það ár. í
sumar kom út síðari hlutinn, ekki
síður veigamikill og með tugum
skemmtilegra gamalla mynda og
teikninga.
Reykjavíkurborg stendur að
þessu sagnfræðiriti og réð til þess
sagnfræðinga, en Iðunn gefur það
út. Guðjón Friðriksson hefur lokið
sínum hluta. Næstu bindi fjalla um
tímabilið eftir 1940 bg hefur Egg-
ert Þór Bernharðsson sagnfræð-
ingur lokið handriti sem er í undir-
búningi til útgáfu, en það verður
einnig í tveimur hlutum. Lokabindi
þessa mikla sagnfræðiverks er um
tímabilið frá Ingólfi Arnarsyni og
fram til 1870 og er Þorleifur Ósk-
arsson sagnfræðingur tangt kom-
inn með ritun þess. Þannig að
Saga Reykjavíkur verður fimm
bindi þegar hún verður öll komin
út.
Guðjón Friðriksson kvað liggja
í þessu verki gríðarlega mikla
heimildavinnu, svo og söfnun gam-
alla mynda, sem skipta huridruðum
í bókinni. 1981 samþykkti borgar-
ráð Reykjavíkur að efna til þessa
verks í tilefni af 200 ára afmæli
bcrgarinnar. Var Guðjón ráðinn til
þess 1985 og vann við það í fullu
starfi í hálft sjötta ár. Því verki
lauk í árslok 1990. Seinni hlutinn
kom svo út í sumar. Guðjón segir
að haft sé að leiðarljósi við þessa
söguritun að hún sé við alþýðu-
hæfi án þess þó að slegið sé af
fræðilegum kröfum. Hefur bókin
við það orðið mjög aðgengileg fyr-
ir allan almenning, enda hefur
henni verið mjög vel tekið.
Guðjón segir þetta hafa verið
mjög skemmtilegt verkefni. Hann
er sagnfræðingur frá Háskóla ís-
lands og fjallaði prófritgerð hans
um upphaf þorps á Patreksfirði og
í framhaldi af því fór hann að
skrifa byggðasögulegar blaða-
greinar í I^óðviljann, mest um
Reykjavík, sem varð til þess að
Davíð Oddsson, þáverandi borgar-
stjóri, sneri sér til hans vegna Sögu
Reykjavíkur. Við heimildaöflun
þurfti Guðjón að fara í gegn um
öll blöð sem út komu á þessu tíma-
bili, sem aftur varð til þess að
hann vinnur nú að því að skrifa
sögu íslenskrar blaðamennsku fyr-
ir Blaðamannafélag íslands.
En Guðjón kvaðst ekki aðeins
hafa farið í gegnum blöð frá þess-
um tíma heldur líka ógrynni af
skjölum Reykjavíkurborgar og
einnig hafði hann gömul sendibréf,
sem hann notar sem krydd í text-
ann, einkum bréf frá því fyrir alda-
mót. „Þau eru mörg ákaflega
skemmtileg og upplýsandi," segir
hann og nefnir sem dæmi bréfa-
safn Eiríks Magnússonar í Cam-
bridge og konu hans Sigríðar Ein-
arsdóttur, sem var úr Gijótaþorp-
inu og skrifaðist á við fjölskyldu
sína. Systur hennar voru í bréfun-
um að segja henni frá því sem var
að gerast í bænum og þá fregnir
úr daglega lífinu. Sigríður var frá
Brekkubæ í Gijótaþorpi, svo sem
fram kemur í alkunnri vísu:
Sigríður dóttir hjónanna í Brekkubæ,
sú kann að gera skóna, ha-ha-ha-hæ...
Blöóin aldaspegill
„Blöðin eru mikill aldaspegill,
bæði á þessari öld og einkum þó
þeirri síðustu," segir Guðjón. í
Dagbók Morgunblaðsins má til
dæmis lesa smásögur úr bæjar-
lífinu. Við að lesa þær skynjar
maður mjög andrúmsloftið í
bænum. Þar var til dæmis birtur
farþegalisti þeirra sem komu með
skipunum frá útlöndum og Tíminn
birti nöfn bænda sem komu í
bæinn. Þetta voru allt tíðindi þá.“
Til er eitthvað af æviminningum
frá þessum tíma, þó mest frá fyrri
hluta tímabilsins. En eins og
Guðjón orðar það, er svolítið annað
að lesa endurminningar sem
skrifaðar eru eftir á en að skynja
andrúmsloftið af þessum samtíma
skrifum.
Þessi aragrúi af myndum gefur
auðvitað sýn á lífið í bænum á
ýmsum tímum. Flestar eru þær úr
þremur söfnum, Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, Ljósmyndadeild
Þjóðminjasafnsins og
Árbæjarsafni. Mikið af teikningum
er líka í bókinni, bæði úr
Speglinum og einnig skemmtilegar
skopmyndir úr Morgunblaðinu,
sem lítt eru kunnar.
Úr hljóólátum bæ
meó hanagali
Miklar breytingar urðu í
Reykjavík á þessu tímabili. Guðjón
bendir á að þegar frásögn hans
lýkur í seinna bindinu, 9. maí 1940,
daginn áður en Reykjavík er her-
numin, heyrist flugvélaniður yfir
bænum um miðja nótt, en þegar
hann hefur frásögnina 1870 og
lengst af á eftir ríkir þar
dauðaþögn, ekkert hljóð heyrist
nema stöku hundgá og hanagal. í
lokin eru komnir bílar og alls konar
bæjarhávaði.
;,Breytingarnar eru alveg
ótrúlegar. Þegar vorskipið kom í
apríl hafði ekki komið skip í marga
mánuði. Þegar líður á fer þó að
slæðast skip og skip að vetri. Þótt
ekki væru það póstskip bárust með
þeim útlend blöð og ritstjórar
íslensku blaðanna voru þá eins og
útspýtt hundskinn að útvega sér
blöð og fá fréttir utan úr heimi.
Þegar Friðrik VII. dó í janúar 1863
barst fréttin ekki til íslands um
að konungur landsins væri látinn
fyrr en 14. apríl. Síðan átti eftir
að skrifa fréttina í íslensku blöðin
og dreifa þeim um landið, sem tók
marga mánuði. Þegar Kristján IX.
svo dó 1906 er komið loftskeyta-
samband og þá kemur fréttin til
íslands samdægurs.“
Guðjón segir að breytingarnar
verði mestar upp úr 1905. Fram
að þeim tíma hafi bæjarstjómin
ekki staðið fyrir neinum fram-
kvæmdum að talist gæti.
Verkefnið var lítið annað en
fátækraframfæri, skólahald sem
þó var ekki skólaskylda og
óverulegar rennur lagðar í götur.
Svo fer bærinn að stækka og þá
horfir til vandræða og á árunum
1905-1918 verða gagngerar
breytingar. Þá kemur fyrst
vatnsveitan, sem var undirstaða
þess að hægt væri að gera holræsi,
því brunnarnir dugðu ekki. Og þá
fyrst var hægt að hefja fiskþvott
og iðnað sem byggðist á vatninu.
Þá fór að koma margt sem fólki
finnst alveg sjálfsagt nú. En ekki
var enn rafmagn. Svo kom gasstö-
ðin 1909 og ráðist var í hafnar-
gerðina 1913-1917, sem færði
Reykjavík yfirburðastöðu sem
höfuðborg.
Þegar við ræðum um sérkenni
þessarar sögu Reykjavíkur,
Bærinn vaknar, segir Guðjón
Friðriksson að í upphafi hafi verið
lagðar línur um það hvaða tökum
skyldi taka frásögnina. „Ég ákvað
að segja söguna neðanfrá. Ekki
séða með augum stjórnenda heldur
venjulegra borgara. Þessvegna
legg ég lítið upp úr því að lýsa
framkvæmdum, heldur hvaða áhrif
þær höfðu á líf fólksins í borginni.
Ég reyni að lifa mig inn í það og
draga upp mynd af því,“ segir
Guðjón.
Bæði bindin fjalla um tímabilið
1870-1940. Að meginhluta nær
þó það fyrra I tímaröð fram til
1916 ogþað síðara frá 1916-1940,
en þó taka sumir kaflanir um
einstök mál, svo sem skólamál og
heilbrigðismál, yfir allan tímann.
Gekksl upp i borgar
menningunni
„í seinna bindinu fannst mér ég
skynja að unga fólkið sem kom
úr sveitinni gekkst feikilega upp í
borgarmenningunni, sem þá er að
að verða í Reykjavík. Finn ekki
hjá því þennan söknuð eftir
sveitinni. Það er að flýja fátæktina
og eygir betra líf í bænum, þó þar
sé vissulega líka fátækt og átakan-
legar lýsingar á kjörum fólks.
Þetta fólk úr sveitinni lærir ný störf
og iðnverk. Þarna voru margar
umkomulausar persónur, en fólk
var fljótt að koma sér fyrir, verða
borgarasinnað. Á þriðja
áratugnum hafa bíóin mikil áhrif
á vaknandi borgarmenningu og
aðflutta fólkið gengst upp í henni.
Það sækir bíóin og hefur þar
fyrirmyndirnar sem það líkir eftir.
Sá tími fannst mér mjög spennandi
að fást við, enda var ekki svo mikið
skrifað um hann,“ segir Guðjón
þegar hann er spurður um hvaða
tíma honum hafi sjálfum þótt
skemmtilegast að skrifa um.
Guðjón kveðst hafa reynt að
taka á sem flestum þáttum í
bæjarlífinu á þessum tíma. Hans
tímabil endar á árinu 1940, nóttina
áður en Island er hemumið, sem
fyrr segir vaknaði bærinn rækilega
upp:
„Einstaka nátthrafnar héldu
lengur út og þeir sem ekki voru
sofnaðir um klukkan þijú heyrðu
drynjandi flugvélahljóð. Það boðaði
nýja tíma í höfuðborg íslands.“
&
S
23