Morgunblaðið - 16.10.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.10.1994, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU/A UGL YSINGAR „Au pair" - ísafjörður Bamgóð stúlka óskast til að gæta tveggja barna á ísafirði í vetur. Upplýsingar í síma 94-5336 á kvöldin og um helgar. Framreiðslunemi! Óskum eftir að ráða nema í framreiðslu strax. Stundvísi og reglusemi áskilin. Uppl. á staðnum mánudag og þriðjudag milli kl. 15-17. Hótel Óðinsvé. Matreiðslumaður Veitingahúsið Ráin, Keflavík, óskar eftir matreiðslumanni í fullt starf. Upplýsingar í síma 92-14601. Atvinnurekendur! Hjá okkur er fjöldi fólks á skrá er leitar eftir ýmiss konar störfum. Vinsamlegast hafið samband og fáið frekari upplýsingar. Egill Guöni Jónsson Ráöningarþjónusta og ráögjöf Borgartúni 18 • 3. hæð • 105 Reykjavik • Slmi (91) - 61 66 61 MIÐSTÓÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870880 Á dagskrá: Miðstöð fóks í atvinnuleit efnir til Opinna húsa í safnaðarheimilum borgarinnar í vetur. Fyrsta Opna húsið verður í safnaðarheimili Árbæjarkirkju fimmtudaginn þann 20. októ- ber næstkomandi. Yfirskrift hins Opna húss verður „Fjölskyldan og atvinnuleysið". Atvinnulausir og aðstandendur þeirra, svo og aðrir þeir, sem ekki láta sér málefnið í léttu rúmi liggja, eru hvattirtil þess að mæta. EGJ „Au pair“ Danmörk Fjölskylda með þrjú börn (6 ára, 4 ára og 7 mán.) leitar að jákvæðri, sjálfstæðri og barngóðri stúlku í húsið. Við búum í einbýlis- húsi í Norður-Kaupmannahöfn. Þú færð eigið herbergi með baðherbergi og 2.500 danskar kr. í laun á mánuði + fæði og húsnæði. Dönskukunnátta nauðsynleg og ökuleyfi æskilegt. Hafðu samband við Önnu Bjarnadóttur í síma 90-45-42425414. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis (deildarlæknis) við ly- flækningadeild er iaus frá og með 1. janúar 1995. Um er að ræða námsstöðu. Viðkomandi þarf að taka bundnar bráðavakt- ir á deildinni eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur yfirlæknir og sérfræðingar deildarinnar í síma 50188. jmpmm ST.JÓSEFSSPÍTALimm HAFNARFIRÐI LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... LYFLÆKNINGA- OG KRABBA- MEINSDEILDIR Hjúkrunarframkvæmdastjóri Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfram- kvæmdastjóra við lyflækninga- og krabba- meinsdeildir Landspítalans. Starfið felst m.a. í ábyrgð á rekstri, skipulagningu, stjórnun, fræðslu og faglegri ráðgjöf. Æskilegt er að umsækjandi hafi MS gráðu í stjórnun eða á viðkomandi sérsviði. Staðan veitirst frá 1. janúar 1995. Upplýsingar um starfið veitir Vigdís Magnús- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 601300. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra, fyrir 1. nóvember nk. GEISLAMEÐFERÐAREINING Hjúkrunarfræðingar Staða deildarstjóra á geislameðferðarein- ingu er laus til umsóknar. Staðan veitist nú þegar eða eftir samkomulagi. Á deildinni er sjúklingum með krabbamein veitt geisla- og hjúkrunarmeðferð. Unnið er alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Upplýsingar veita Bergdís Kristjánsdóttir, hj.frkv.stj., s. 601303/601300 og Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri, s. 601300. ENDURHÆFINGAR- OG HÆFING- ARDEILD LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI Þroskaþjálfa eða annað starfsfólk vantar á ýmsar heimiliseiningar staðarins. Við leitum sérstaklega eftir fólki með þekkingu og/eða reynslu af starfi með fötluðum/þroskaheft- um. Starfið er fjölþætt og krefjandi með áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu og jákvæð mannleg samskipti. Upplýsingar um ofangreind störf gefa Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi, og Salóme Þórisdóttir, deildarstjóri, í síma 602700. GJORGÆSLUDEILD Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til um- sóknar við gjörgæsludeild Landspítalans. Við þjóðum hjúkrunarfræðingum störf við einstaklingshæfða hjúkrun. Lágmarksráðn- ingartími er 2 ár. Á gjörgæsludeild Landspítalans er rými fyrir 11 sjúkfinga. Þar dveljast 1200-1300 ein- staklingar á ári (börn og fullorðnir) með margvísleg heilsufarsvandamál. Störf hjúkrunarfræðinga á deildinni geta ver- ið erfið og krefjandi, en bjóða upp á mikla fjölbreytni og dýrmæta reynslu. Á gjörgæslu- deild er samstilltur hópur fólks, sem hefur það ad markmiði að veita skjólstæðingum sínum og ástvinum þeirra sem besta umönn- un og stuðning. Leitað er að hjúkrunarfræðingum sem m.a.: a) Hafa áhuga og metnað í starfi og eru fúsir til að axla ábyrgð. b) Geta unnið af öryggi og yfirvegun undir álagi. c) Hafa reynslu af gjörgæslu-, hand- eða lyflæknishjúkrun. Boðinn er aðlögunartími sem felur í sér les- daga, fyrirlestra og handleiðslu. Nánari upplýsingar gefur Lovísa Baldursdótt- ir, hjúkrunarframkv.stjóri, í síma 601000/601300 og Anna Día Brynjólfsdóttir, deildarstjóri, í síma 601370/601000. GJÖRGÆSLUDEILD LANDSPÍTALA Staða hjúkrunarritara á kvöldvöktum virka daga er laus til umsóknar. Vinnutími er frá kl. 15.30-21.30 (6 klst.) og vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Lovísa Baldursdótt- ir, hjúkrunarframkv.stjóri, í síma 601000/601300 og Anna Día Brynjólfsdóttir, deildarstjóri, í síma 601370/601000. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Stöður aðstoðardeildarstjóra og hjúkrunar- fræðings á deild 33A á Landspítalalóð eru lausar til umsóknar. Einnig er laus staða sjúkraliða. Deildin þjónar sjúklingum með almenna geðsjúkdóma og áfengis- og vímu- efnafíkn. Tækifæri býðst til að taka þátt í þróun áhugaverðra hjúkrunarviðfangsefna á deildinni. Aðlögunartími og fræðsla eru í boði. Starfsaðstaða er sérlega góð. Starfs- hlutfall og vinnutími er eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar gefa Jóhanna Stef- ánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í sím- um 601750 og 602600 eða Ragnheiður Narfadóttir, deildarstjóri, í síma 601750. Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri, aðstoðardeildarstjóri óskast til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Okkur vantar áhugasama hjúkrunarfræðinga sem eru tilbúnir að taka þátt í endurskoðun á hjúkrunarskráningu og öðrum spennandi verkefnum. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir. Spennandi og sjálfstæð vinna. Verið velkomin að koma og kynna ykkur heimilið, sveigjanlegan vinnutíma og vinnu- hlutfall. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðn- um eða í síma 26222 alla virka daga. Elli- og hjukrunarheimilið Grund. INNKAUPAMAÐUR MATVÖRU ÓSKUM EFITR AÐ RÁÐA duglegan og drífandi innkaupamann hjá sölu- og markaðsdeild öflugs verslunarfyrirtækis í Reykjavík. INNKAUPAMAÐUR sinnir samskipt- um við vörusala erlendis og hérlendis auk þess að annast tengsl við endurseljendur á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem og á lands- byggðinni. Viðkomandi sér um samninga- gerð, frágang pantana, auk þess sem gerð markaðskannana er veigamikill þáttur í starfinu, jafnframt því að fylgjast með nýj- vmgum og vöruþróun innan matvörugeirans. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi haldbæra reynslu af sambærilegu, séu sjálfstæðir og skipulagðir í vinnubrögðum, sýni gott frumkvæði og metnað í starfi, ásamt því að vera lagnir í mannlegum sam- skiptum. Enskukunnátta er nauðsynleg. Æskilegur aldur 25-30 ár. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 21. október nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari npp- lýsingar á skrif stofunni frá kl. 10.00-16.00, viðtalstímar frá kl. 10.00-13.00. I. Starfsráðningar hf I SuOurlandsbraut 30 ■ 5. hæð ■ 108 Reykjavík , Sími: 88 30 31 ■ Fax: 88 30 10 Cubný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.