Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER1994 B 17
atvi n n u
m BORGARSPÍTALINN
Læknar
Lausar eru stöður deildarlækna við geðdeild
Borgarspítala frá 1. nóvember eða síðar eft-
ir samkomulagi. Áhugaverðar stöður í boði
þar sem áhersla er lögð á rannsóknir í geð-
sjúkdómum undir handleiðslu forstöðulækn-
is. Öflug fræðsla og kennsla er í gangi og
möguleiki á handleiðslu. Stöður þessar nýt-
ast mjög vel þeim læknum, er hafa hug á
sérnámi í geðlækningum, heimilislækningum
eða öðrum tengdum sérgreinum.
Nánari upplýsingar gefur Halldór Kolbeins-
son, geðlæknir, í síma 696600. Umsóknir
sendist Hannesi Péturssyni, forstöðulækni.
Rafvirkjameistari
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
Sigurðar Ágústssonar hf.,
Stykkishólmi
óskar að ráða rafvirkjameistara til starfa.
Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara
samkomulagi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar-
götu 14, og skal umsóknum skilað á sama
stað.
Umsóknarfrestur er til 27. okt. nk.
GtiðntIónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÚN LISTA
TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK. SÍMI62 13 22
Viðskiptafræðingur
Hagstofa íslands óskar að ráða viðskiptafræð-
ing eða aðila með sambærilega menntun.
Starfið
Söfnun, skipulagning og úrvinnsla upplýs-
inga í tengslum við Fyrirtækjaskrá Hagstofu
íslands.
Áhersla lögð á skipulagningu, nákvæmni
og sjálfstæði í starfi ásamt því að geta geng-
ið í ólík störf. Starfið gerir kröfur um lipurð
í samskiptum.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon
eða Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði í síma
616688 frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar: „Hagstofa íslands“ fyrir
29. október nk.
RÁÐGARÐUR hf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688
Góð aukavinna
Morgunpósturinn óskar eftir starfsfólki til að
sinna áskriftarsöfnun í síma á kvöldin.
Góð sölulaun í boði.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
Morgunpóstsins á Vesturgötu 2, Reykjavík.
w
Islenskukennari
- bókavörður
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vill ráða
íslenskukennara í fullt starf frá næstu ára-
mótum. Ennfremur er auglýst laust hálft starf
bókavarðar á bókasafni skólans.
Nánari upplýsingar gefur skólameistari
í síma 98-11079 eða 98-12190.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Framhaldsskólinn í Vestamannaeyjum.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Stuðningur
Þroskaþjálfi eða leikskólakennari með sér-
menntun óskast í 4 klst. starf f.h. á leikskól-
ann Foldaborg til að sinna einu barni.
Allar nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Sig-
urþórsdóttir, leikskólastjóri í síma 673138.
Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklaus-
ir vinnustaðir.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
KENNARA-
HÁSKÓU
ÍSLANDS
Fulltrúi rektors
Staða fulltrúa rektors við Kennaraháskóla
íslands er laus til umsóknar. Fulltrúinn er
jafnframt skrifstofustjóri skólans. Gert er ráð
fyrir að umsækjendur hafi háskólamenntun
og/eða reynslu af stjórnun og skrifstofu-
störfum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsækjandi skal láta fylgja umsókn sinni
greinargerð um menntun og fyrri störf.
Umsóknir skulu berast til Kennaraháskóla
íslands við Stakkahlíð fyrir 15. nóvember nk.
Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar í
síma 633800.
Veistu hvaó þaó er áb vera au pair í Evrópu? Alveg viss? ^jnÉ Sem au pair býrð þú hjá fjölskyldu í fríu fæði og húsnæði og færð auk þess vasapeninga. Á móti hjálpar þú til við barnagæslu og létt heimilisstörf 30-35 stundir á viku. í frítímanum stundar þú málanám. Mörg hundruð ungmenni hafa farið löglega á okkar vegum til Evrópu og dvalið þar í 6-12 mánuði eða farið sem sumar-au pair. Ef þú ert 18-27 ára og langar til að vera au . y pair í Evrópu hringdu þá eða líttu inn og við veitum þér allar nánari upplýsingar. 2 Við erum að bóka í brottfarir í janúar og maí/júní 1995. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVlK SIMI91-62 23 62 FAX91-62 96 62 I SAMSTARFl MEÐ VIÐURKENNDUM MENNINGARSKIPTASAMTÖKUM I AUSTURRlK), BANDARlKJUNUM, bretlandi, DANMÖRKU, FRAKKLANDI, HOLLANDI, ITALÍU, NOREGI. SPÁNI OG PÝSKAUNDI.
Traustfyrirtæki
Óskum eftir dugmiklu og skemmtilegu fólki til
sölustarfa á kvöldin og um helgar. Aðstaða
og vinnuandi eins og best verður á kosið.
Miklir tekjumögeikar hjá rótgrónu fyrirtæki.
Upplýsingar í síma 887611 mánudag og
þriðjudag kl. 10-12 og 14-16.
MáliMlogmenning
Fulltrúi forstjóra
Þekkt útflutningsfyrirtæki óskar að ráða
starfsmann til að gegna starfi fulltrúa for-
stjóra. Starfið er sjálfstætt og er unnið að
margvíslegum verkefnum í daglegu sam-
starfi við forstjóra og aðra stjórnendur.
Við leitum að dugmiklum einstaklingi til að
leysa fjölþætt verkefni. Krafist er góðrar
tungumálakunnáttu, tölvukunnáttu og starfs-
reynslu af skrifstofustörfum. Viðkomandi
þarf að vera fær um að leysa sjálfstæð verk-
efni og tilbúinn að axla mikla ábyrgð í starfi.
í boði er sérlega áhugavert starf hjá traustu
fyrirtæki, sem býður góð starfsskilyrði
og laun.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Með allar upplýsingar verður farið með
sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
ásamt mynd til Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf. fyrir 20. október nk.
Hasvai ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Landsbókasafn
íslands
- Háskólabókasafn
óskar eftir starfsmanni til að sjá um einka-
tölvur safnsins.
í safninu verða um 175 einkatölvur fyrir
starfsfólk og safngesti, tæplega 50 prentarar
auk ýmiss annars tölvubúnaðar, svo sem
bókasafnskerfisins Gegnis og nettengdra
geisladiska. Einkatölvurnar eru frá AST og
eru tengdar við SUN netþjóna um Ethernet.
Hugbúnaður, þ.e. Windows stýrikerfi, rit-
vinnsla, tölvureiknar, skjáhermar o.fl., er frá
Microsoft.
Starfið felst í daglegri umsjón þessa búnað-
ar, uppfærslu forrita, ýmsum breytingum
sem þörf er á og vinnu við þróun nýrra verk-
efna sem tekin verða upp í safninu.
Starfsmaðurinn þarf að eiga góða samvinnu
við annað starfsfólk safnsins og við Reikni-
stofnun Háskóla íslands.
Leitað er að áhugasömum starfsmanni með
þekkingu á einkatölvum og rekstri þeirra í
staðarneti.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hall-
grímsson, verkfræðingur, í síma 13021.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsókir, með upplýsingum um menntun og
fyrri störf, skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, merktar: „Landsbókavörður", Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember
1994.
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn
14. október 1994.