Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 27

Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 B 27 KÍNVERSK börn eru mjög sérstæð og falleg og voru óspart ljósmynduð á múrnum mikla. VIÐ öðluðumst töluverða leikni við að borða með prjónum og hér sýnir Kristbergur Pétursson kampakátur færni sína. I MENNINGARHÓPURINN í forboðnu borginni og við gröf hins mikla keisara Quin Shi Huang. < an fótinn í menningarbyltingunni. í borginni er glæsilegasta fornminja- og þjóðháttasafn sem við sáum á ferðinni og geri ég fastlega ráð fyrir að UNESCO eða í öllu falli útlending- ar hafi lagt þar hönd á plóginn. Þar bjuggum við á notalegu hóteli ( Jianguo að nafni. | Enn var haldið í loftið og nú til i silkiborgarinnar Chengdu í suðaust- ’ ur Kína, og þar m.a. skoðuð vatns- veita, sem hefur verið í stöðugri uPPbyggingu frá því um 250 f.Kr. Hið gríðarlega mannvirki hefur gert Sichuan hérað að einu hinu frjósam- asta í landinu, ennfremur eins hins mannflesta, en þar búa 110 milljón- ir. Hótelið bar nafn héraðsins og var ágætt. j Það var líka tveggja klukkustunda { flug til Guilin í Suður Kína, en marg- , ur teiur það fegursta hérað landsins, ' og jafnframt undir sólinni. Upp úr flatlendinu og langa leið meðfram fljótinu Lijiang rísa mikilfenglegir og dulúðugir fjallagarðar úr kalk- steini, vaxnir ijölþættum og fijósöm- um gróðri. Toppamir á þessum hrikalegu en samt blíðu náttúruund- rum eru í senn líkastir loðnum fingr- um sem ótal flosgrænum kirkjuturn- | um, er teygja sig upp hver af öðrum , og eins og minnast ástúðlega við ' guði himinsins. ( Og þrátt fyrir að ólíku sé saman að jafna, má segja að um kínverska Þingvelli sé að ræða, því að Kínveij- um þykir náttúrufegurðin sú stór- fenglegasta í heiminum og fjöllin sjást á ótal kínverskum landslags- málverkum, eru trúlega algengasta myndefni listamanna eystra eins og Þingvellir voru hér lengi. / í Guilin eru stórir dropasteinshell- ar og hér hafa Kínveijar auðsjá- ( anlega ráðið framkvæmdum, því inni | í þeim er allt eins og frumstæðir halda að útlendingar vilji hafa það. Dísæt og væmin lýsingin minnti mig á lituðu gærurnar í verzlunum hér áður fyrr. Hótel Holiday Inn var voldugt, vélrænt, dýrt og kalt. Síðasti áfanginn í lofti var borgin Guangzhou, sem áður var mun betur þekkt undir nafninu Kanton, og var mikilvægt hlið vestursins inn í land- ið. Forn viðskiptaborg er varð mið- stöð ópíumverzlunnar og vaki hvers konar skuggaverka er í kjölfarið fylgdu, en einnig drauma og ævin- týra. Hótel Jiangnan var fínt, og þar gerðist það, yfir málsverði í hádeg- inu, að sýndir voru þjóðdansar og þótti öllum frumlegt. En mál manna var að fólkið hefði að ósekju mátt dansa betur og var vankunnátta sumra hálf neyðarleg, en svo kom upp úr kafinu-að þetta var sjálft þjón- ustuliðið! Kína er vanþróað og fátækt á vestræna vísu, en hagvöxtur er þar meiri en annars staðar í heiminum. Landsmenn virðast byggja meira af kappi en forsjá og hinar hrikalegu andstæður á milli hins nýja og gamla sker í augu. Þeir sem áður hafa kom- ið til landsins og þó ekki séu nema fimm ár síðan, fá hálfgert menning- arsjokk, er þeir sjá breytingarnar. Öfgarnar eru með ólíkindum og þannig getur verið fimmfaldur verð- munur á sömu vörunni og yfirþyrm- andi götuprangið fer í fínu taugamar á mörgum. Þá hefur verðlag þotið upp og jafnvel ferðalangar frá Form- ósu og Japan eru farnir að gera at- hugasemdir. Hvar sem við komum reyndum við að skoða listmenjar eftir föngum og sums staðar gafst okkur kostur á að hitta listamenn, en þó höfðu sum- ir í flimtingum að þetta væri allt eins matarlistarferð. Borðuðum veislumat tvisvar á dag og fengum við a.m.k. í þrígang keisaralegan málsverð, þ.e. það sem matreiðslu- menn keisaranna mölluðu ofan í þá fyrr á öldum. þrátt fyrir fjölþættan og ókunnuglegan kost, fór maturinn yfirleitt vel í menn, en í einstaka til- viki vildi hin keisaralega virkt storma full hratt um meltingarveginn og burtkallast sviplega. Það var farið hratt yfir landið, og líti maður á framkvæmdina sem skotferð til að athuga það sem land- ið hefur upp á að bjóða, má slá föstu að ferðalagið hafi haft ómælt gildi, en ég mæli með rólegrj yfirferð og skilvirkari undirbúningi. Málið er þó þannig vaxið, að hinir kínversku gestgjafar vilja hafa hönd { bagga með því sem útlenskir ferða- menn skoða og þannig séð hefði þetta ferðalag þurft mjög sértækan undir- búning. En ljósa hliðin á hinum fjölbreyti- lega mat sem meltingarfærin réðu æ betur við eftir því sem sunnar dró, er að í tækniheimi okkar getum við ferðast um allan heiminn á skjánum sitjandi í hægindum heima í stofu. Hið eina sem ekki er mögulegt, er að nema andrúmið, og nálgast fæð- una sem neytt er á hveijum stað og þannig séð kynntumst við Kína frá fleiri hliðum, en ef við hefðum t.d. verið aldir á vestrænum mat allan tímann. Að lokum kom frumstæð lestar- ferð til Hong Kong og þar bjuggum við á hótel Prudential í Kowloon, þar sem borð svignuðu undan dýrðleg- ustu krásum og aðbúnaður allur var fyreta flokks. Fengum með sanni nasasjón af hinni miklu verzlunar- borg vegna þess að fjórar eða fimm hæðir niður af hótelinu voru verzlun- armiðstöðvar. Ljósmyndir: Björg Þorsteinsdóttir, Þor- gerður Sigurðardóttir, Bragi Ásgeirsson. NÝ SliNDING af Eclipse vörum. Einnig gott úrval af barnafatnaði. ! VERSLUNIN s_ ____ IINGIJNGAFATNADUU í Mjódd, sími 871115. Sálfrœðistofan sf Meðferð • Ráðgjöf • Rannsóknir Klapparstíg 25-27 • Sími 91-1 95 50 Námskeið um: Svefn og svefnleysi Efni: Eðlilegur svefn; svefnleysi. Leiðir til úrbóta. Leiðbeinandi: Júlíus K. Björnsson sálfræðingur. Upplýsingar og skráning í síma 91-650426 í dag og í síma 91-19550 kl. 17 - 18 alla virka daga. VIRKA Tískufataefni — Bútasaumsefni Margeftirspurða, þykka, teygjanlega prjónasilkið komið. Fallegir litir. Einnig nýjar bútasaumsbœkur. Opið mánudaga tii föstudaga frá kl. 9—18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní frá kl. 10—14. VIRKA MÖRKINNI3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut). TU S öfu Sterra ctmmslc Einn vandaðasti, minnst notaði og öfiugasti jeppi landsins, ekinn 47 þús. km. 14 bolta aftan, No spin, Danc 16 framan, No spin. 6,21 diesel með Banks Turbo. Dekk 44". Utur mjög vel út. Upplýsingar í Bilabatteríinu, Bfldshöfða 12, sími 673131. IMPACT dagur fimmtudaginn 20. október 1994 kl. 13.30 íHvammi, Holiday Inn. Veist þú að Evrópusambandið reiknar með að upp- lýsingaiðnaðurinn muni skapa 15 milljón störf í Evr- ópu árið 2000. Hversu mörg verða þau á íslandi? Um þetta verður m.a. fjallað á Impact-deginum. Ekkert þátttökugjald er innheimt, en þátttöku þarf að tilkynna til Hörpu Halldórsdóttur í síma 886666 fyrir kl. 16.00 þann 19. október nk. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.