Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dagskrárstjórí Rásar 2 sagði Dluga Jökulssyni og Hannesi H. Gissurarsyni upp störfum Bara reknir, ykkur hefur aldeilis orðið á í starfi, strákar. Stórfyrirtæki vilja punkta í vildarkerfi Flugleiða Hvetur starfsmenn til kaupa á dýrari farseðlum MÖRG stórfyrirtæki hafa, ýmist sjálf eða í gegnum ferðaskrifstofur, leitað eftir samningum um afslátt af far- gjöldum hjá Flugleiðum í takt við afsláttarkjör ríkisins. Sérstaklega hafa fyrirtæki óskað eftir því að sá óbeini afsláttur sem starfsmenn þeirra fá í formi punkta í Vild- arklúbbi nýtist fyrirtækjunum sjálf- um sem greiðanda flugfargjaldanna. Flugleiðir hafa hingað til hafnað öil- um slíkum óskum. Bjami Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, segir að þegar Flugleiðir tóku upp punktakerfi hafi SH talið eðli- legt að það sem greiðandi reiknings- ins nyti afsláttarins en ekki viðkom- andi starfsmaður. A það hafi Flug- Ieiðir ekki fallist og ekki heldur í þau skipti sem þessi krafa hefur verið ítrekuð. Rök Flugleiða séu þau að lög Vildarklúbbs félagsins leyfi ekki þessa framkvæmd. Bjarni segir að núverandi fyrirkomulag setji starfs- menn í slæma aðstöðu og geti óbeint stuðlað að óheiðarleika þeirra gagn- vart fyrirtækinu. „Okkur líkar ekki kerfí sem hvetur starfsmenn til að ferðast á vegum fyrirtækisins með dýrari fargjöldum en mögulegt er að fá, einungis til að fá ferðir fyrir sig sjálfa," segir Bjarni. Athyglisverð hugmynd Bjarni segir að SH sé stór við- skiptavinur hjá Flugleiðum. Starfs- menn þess þurfí eðli málsins sam- kvæmt að ferðast mikið og SH sé sjálfsagt með stærri farmflytjendum hjá Flugleiðum. í ljósi þess og for- dæmis sem gefið væri með ríkis- samningum ætti að vera hægt að krefjast afsláttar, þó viðskiptin væru ólíkt minni en hjá ríkinu. Sagði hann þá hugmynd afar athyglisverða, sem fram kom í grein hér í blaðinu í gær, að VSÍ eða önnur samtök at- vinnulífsins fengju umboð fyrirtækj- anna til að leita eftir samningum við Flugleiðir. SH tæki þátt í því ef það gæti leitt til lækkunar á kostnaði. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, segir að ferðaskrifstofan hafi marg- oft leitað eftir afslætti af einstakl- ingsfargjöldum hjá Flugleiðum og að fá aðgang að punktakerfinu fyrir stórfyrirtæki sem hún hefur í við- skiptum en ávallt fengið neitun. Skoðað með velvilja Ferðaskrifstofa íslands er ein þeirra ferðaskrifstofa sem ríkið samdi við um útgáfu farseðla eftir útboð á þjónustunni. Spurður að því hvort ferðaskrifstofan veiti öðrum stórum viðskiptamönnum hliðstæða samninga segir Kjartan að viðskiptin við ríkið séu svo miklu meiri en við aðra viðskiptavini að ekki sé hægt að jafna því saman. Hins vegar sé r-eynt að mæta þörfum annafra við- skiptavina á ýmsan hátt þó að hann vilji ekki tjá sig um það hvernig slíkt sé gert. Varðandi það hvernig tekið yrði á óskum VSI eða annarra sam- taka atvinnulífsins um afslátt út á sameiginleg farseðlakaup segir Kjartan að slíkt yrði skoðað með í FJÁRMÁLARAÐUNEYTI er verið að kanna möguleika á að bjóða út gistingu fyrir ríkisstarfsmenn í út- löndum og lækka þannig dagpen- inga. Þá hefur reglum um aksturs- samninga verið breytt til að draga úr ferðakostnaði innanlands. Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu segir ekki liggja fyrir hve mikið er hægt að spara með þessum aðgerðum en ferðakostnaður ríkisins nemur nærri 1,6 milljörðum króna árlega. Ráðuneyti og stofnanir hafa gert samninga við Flugleiðir og ferðaskrif- stofur um ferðir, og þessir aðilar hafa gert samninga við erlend hótel. Þeir samningar hafa verið lagðir til grund- vallar útreikningum á dagpeningum ríkisstarfsmanna, sem eru síðan al- mennt notaðir sem viðmiðun fyrir dagpeningagreiðslur einkafyrirtækja. Bolli sagði að ef ríkið leitaði beint til hótela ætti að vera mögulegt að velvilja en bendir jafnframt á það hvað útboð ríkisins hafi verið stórt. Samvinnuferðir-Landsýn treystu sér ekki til að bjóða ríkinu afslátt af þjónustu í útboðinu á sínum tíma en hefur komið að farseðlaútgáfunni síðan í samvinnu við Ferðaskrifstofu stúdenta sem var einn samningsaðil- inn. Helgi Jóhannsson, forstjóri, seg- ir að fyrirtækið hafi talið það ólög- legt að veita þessa afslætti. Hann segir að ferðaskrifstofumar hafi lítið svigrúm og séu háðar því að komast inn í punktakerfíð hjá Flugleiðum. Bjarni Lúðvíksson segir að SH hafí á undanförnum árum nokkrum sinnum fært sig á milli ferðaskrif- stofa. Leitað sé eftir bestu kjörum en þó skipti þjónustan fyrirtækið og starfsmenn þess afar miklu máli og hún ráði miklu við ákvörðun um við- skipti við ferðaskrifstofu. ná enn betri samningum. Því ætti að vera hægt að lækka hótelkostnað og þar með dagpeningana. Hins veg- ar hefði hótelkostnaður á • ferðum erlendis lækkað jafnt og þétt undan- farin ár, og um leið hefðu dagpening- ar lækkað í erlendri mynt. Bílastyrkur lækkaður í vikunni voru settar nýjar reglur varðandi svonefnda Iokaða aksturs- samninga, sem hafa verið gerðir við hluta ríkisstarfsmanna, einkum yfir- menn. Þar er gert ráð fyrir fastri greiðslu fyrir akstur á hveiju ári, hvort sem sá akstur er minni eða meiri í raun en greiðslan svarar til. Samkvæmt nýju reglunum verður héðan í frá ekki miðað við meiri akstur en 2.000 km á ári. Bolli sagði að eldri samningnum, yrði ekki sagt upp, en þeir yrðu endur- skoðaðir með hliðsjón af nýju reglun- um þegar samningstímanum lýkur. Aðgerðir til að spara ferðakostnað Ríkið vill sjálft bjóða út gistingu Hugmyndafræði kvennabaráttu Hóphyggja stendur konum fyrir þrifum "•s. Elsa B. Valsdóttir Hópur kvenna innan Sjálfstæðisflokks- ins hefur undan- farna mánuði velt fyrir sér hugmyndafræði kvenna- baráttu frá ýmsum sjónar- hornum. Hópurinn gengst fyrir ráðstefnu á Hótel Borg næstkomandi laug- ardag, þar sem flutt verða framsöguerindi og hug- myndafræðin kynnt og rædd. Elsa B. Yalsdóttir er ein þessara kvenna. Hún sagði blaðamanni frá að- draganda ráðstefnunnar og hvers vegna hægrisinnaðar konur hafa ekki talið sig eiga samleið með öðrum konum í kvennabaráttu eins og hún hefur verið rek- in síðustu ár. - Hvers vegna kom þessi hópur saman til að byija með? „Okkur hefur fundist umræða um kvennapólitík mjög vinstri- sinnuð almennt og við höfum ekki fundið okkur í jafnréttisumræð- unni eins og hún hefur farið fram. Við höfum verið að vinna upp hugmyndafræði sem okkur hentar að vinna út frá og við ætlum að kynna þessa vinnu og opna um- ræðu um kvennapólitík í öðrum dúr en verið hefur almennt." - Hvernig fer ráðstefnan fram? „Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir mannfræðingur, sem hefur aðstoðað hópinn við heimilda- og gagnaöflun, flytur erindi á ráð- stefnunni uridir yfirskriftinni Saga kvennabaráttu. Fulltrúi frá Jafnréttisráði, Ragnheiður Bene- diktsdóttir, flytur erindið Staða kvenna á íslandi í dag, Inga Dóra Sigfúsdóttir stjórnmálafræðingur veltir fyrir sér spurningunni hvort kvennabarátta sé í öngstræti og Ásdís Halla Bragadóttir, fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokks, fjallar um framtíð- arsýn í kvennabaráttu og leiðir til úrbóta. Að því loknu verða pallborðsumræður. “ - Hvernig verður umræðunni svo haldið áfram? „Við ætlum að fylgja ráðstefn- unni eftir með því að kynna hug- myndirnar innan flokks og utan, með blaðamannafundi og væntan- lega blaðaútgáfu. Síðan ætlum við að halda áfram að þróa hug- myndimar og móta stefnu í ein- stökum málaflokkum út frá þeim hugmyndafræðilega grunni sem við höfum verið að vinna að. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga fyrir þessari umræðu og okkur virðist sem mikil vöntun hafi ver- ið á henni innan flokksins." - En hverjar eru helstu hug- myndirnar? „Okkur hefur fund- ist að kvennabaráttan hafí verið spiluð á þeim nótum að konur séu kúgaður hópur og í ljósi þeirra forsendna sé gengið út frá því að það þurfi að ýta undir kon- ur og hjálpa þeim. í því skyni er gripið til leiða eins og jákvæðrar mismununar, þar sem gert er upp á milli kynja, konum í hag. Við höfnum þessari hóphyggju. Við lítum á konur sem einstaklingq, og höfum ekki talað um kven- frelsi eða jafnrétti heldur um sjálf- stæði kvenna og skilgreint það þannig að konur eigi að hafa efna- hagslegar, lagalegar og félagsleg- ar forsendur til að taka sjálfar ákvarðanir sem varða sitt líf og ► Elsa B. Valsdóttir er 25 ára. Hún er á fjórða ári í læknis- fræði við Háskóla íslands. Elsa var forseti málfundafélagsins Framtiðarinnar í MR og hefur tekið virkan þátt í pólitik í há- skólanum. Hún situr í sljórn Heimdallar. Elsa býr með Herði Helgasyni laganema. leggjum áherslu á að skilgreina þær sem sjálfstæða einstaklinga en ekki sem hluta af einhverri heild. Við teljum þessa hóphyggju hafa mjög neikvæð áhrif á sjálfsí- mynd kvenna og standa í vegi fyrir frama þeirra og sjálfstæði." - Hvað finnst þér um kvóta- regiur í stjórnmálum, sem sums staðar tíðkast? „Ég held að ég geti svarað fyr- ir allan hópinn og fullyrt að við séum ekki fylgjandi þeim og að þær geri lítið úr getu kvenna til að koma sér áfram. Það er konum ekki til framdráttar- að þær séu starfandi á einhvetjum ákveðnum vettvangi bara af því að þær eru konur. Ef við viljum láta meta okkur að verðleikum verðum við að taka þátt í samkeppninni eins og allir aðrir þótt það sé erfitt." - En hvað finnst þér um þá fullyrðingu að konur þurfi að sanna sig margfalt á við karla til að vera metnar til jafns við þá? „Jú, jú, en ég tel að ástæðan sé kannski fyrst og fremst lélegt sjálfsmat og léleg ímynd sem skapast aðallega vegna þeirra forsendna sem kvennabaráttan hefur verið rekin á. Þegar þú lítur á konu sérðu ekki sjálfstæðan ein- stakling heldur fulltrúa einhvers minnihlutahóps. Sem slíkur getur sá einstaklingur ekki starfað á eigin forsendum fyrr. en hann hefur afsannað þjóðsöguna sem er í gangi. Ég held að þessi heildarhyggja skili sér m.a. í því að konur þurfa að leggja meira á sig til að kom- ast jafnfætis körlum." - En hefur þetta ekki eitthvað með afstöðu karla að gera? „Jú, það hefur náttúrlega eitt- hvað með afstöðu karla að gera en þegar við erum að tala um almennt viðhorf í þjóðfélaginu þá verðum við að Iíta til þess að kon- ur eru helmingurinn af því og þær taka mikinn þátt í að skapa það álit sem er ríkjandi hveiju sinni. Á meðan við höldum áfram að líta á okkur sem kúgaðan minni- hlutahóp sem þarf að hjálpa og ýta undir þá er ekki nema von að aðrir líti á okkur þannig.“ Höfnum já- kvæðri mis- munun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.