Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 9 \ FRÉTTIR Hæstiréttur um mál manns sem ákærður var fyrir misnotkun stjúpdætra sinna Dómsmeðferð ómerkt vegna gagnaskorts HÆSTIRÉTTUR ómerkti í gær málsmeðferð dómara við Héraðs- dóm Norðurlands eystra á máli fer- tugs manns,, sem dæmdur hafði verið í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á stjúp- dóttur sinni. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir að hafa á árunum 1982-1987 misnotað kynferðislega tvær dætur þáverandi eiginkonu sinnar. Fyrri hluta tímabilsins beindust brot mannsins gegn eldri stúlkunni, sem þá var 9-12 ára og seinni hluta tímabilsins gegn yngri stúlkunni sem þá var 8-11 ára. Brotin voru kærð til lögreglu síð- astliðið haust, 8 árum eftir að brot- in voru framin, en í dóminum kem- ur fram að þá hafi móður stúlkn- anna verið kunnugt um ásakanir stúlknanna að einhvetju leyti í um það bil 3 ár. Játaði að hluta Maðurinn játaði brot þau gagn- vart eldri stúlkunni, sem lagði fyrr fram kæru, en gagnvart yngri stúlkunni játaði hann eingöngu áreitni og snertingu utan klæða í eitt skipti og þótti annað því ekki sannað. Þar sem brot af því tagi sem maðurinn játaði varða einungis 5 ára fangelsisvist að hámarki, fyrnast þau á fjórum árum, og því þótti sök mannsins fyrnd. Var hann því sýknaður af brotum gagnvart yngri stúlkunni. Ómerking Hæstaréttar á máls- meðferðinni í gær byggist á því að við meðferð málsins hafi engra sér- fræðilegra gagna verið aflað um líkamlegt og andlegt atgervi kær- endanna og viðhorf þeirra til hins ákærða og ákæruefnisins og áhrif hinna meintu brota á þær. Þó sé komið fram að a.m.k. önnur þeirra hafi leitað til geðlæknis áður en þær lögreglu fram kærur. Ekki verði séð að ákæruvaldið hafi gert reka að því að afla viðtalsskýrslna geðlækn- isins eða kveðja hann fyrir dóminn. Þá hafi ekki legið fyrir dómi gögn um ákærða sjálfan og viðhorf hans og sálfræðingur sem unnið hafí að málinu hafi ekki verið kvaddur fyr- ir dóm. Átti ekki að dæma án gagna Hæstiréttur telur þessi gögn svo þýðingarmikil við mat á sönnunar- gildi munnlegs framburðar stúlkn- anna og mannsins að Ólafur Ólafs- son héraðsdómari hefði ekki átt að leggja dóm á málið án þess að þeirra nyti við. Því var dómurinn ómerktur og málinu vísað heim í hérað til frekari meðferðar og dómsálagn- ingar að nýju. Morgunblaðið/Sverrir Utanríkisráðuneytið Sendiherra í Kína ekki á lúxushóteli Sumrinu sópað burt SÍÐASTI dagur sumars er í dag, sólargangur verður skemmri með hverjum deginum sem líður og senn er allra veðra von. Hvarvetna gengur fólk nú til haustverka og samviskusamir og lífsreyndir garðeigendur vita að ekki er nóg að fjarlægja fallin laufin af gang- stígum og grasflötum. Þótt séu til yndirauka á trjánum á sumrin eru þau til óþurftar í þakrennum á vetrum. ----♦ ♦ ♦--- Landhelgisgæslan Grunur um fjárdrátt FJÁRMÁLASTJÓRI Landhelgis- gæslunnar hefur tímabundið verið leystur frá störfum vegna gruns um fjárdrátt. Rannsókn málsins er enn á frumstigi. Það hefur ekki verið kært til lögreglu. Hafsteinn Haf- steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, það væri enn í rann- sókn innan stofnunarinnar. Rannsókn hefur staðið á bókhaldi Landhelgisgæslunnar um nokkurn tíma. Við rannsóknina vaknaði grun- ur um að ekki væri allt með felldu' varðandi ákveðin atriði. í framhaldi af því var ákveðið að leysa fjármála- stjórann frá störfum tímabundið. Ekki liggur fyrir um hvað umfangs- mikið mál er að ræða eða hvað það nær langt aftur í tímann. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna um- fjöllunnar Morgunpóstsins í gær um stofnun sendiráðs íslands í Kína. Þar segir að „engar líkur eru til þess að sendiherra íslands muni í byijun dvelja á lúxushóteli í Beijing í tvo mánuði með tilvitnuðum kostn- aði Morgunpóstsins og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um gistiaðstöðu hans“. „Snemma á þessu ári ákvað ríkis- stjórnin að sett verði á stofn fyrsta sendiráð íslands í Asíu og var því valin staður í Beijing í Kína. Hjálm- ar W. Hannesson verður sendiherra með búsetu í Beijing frá næstu ára- mótum. í upphafi lá fyrir að með þessu fyrirkomulagi gæti sendiráðs- skrifstofa íslands ekki verið innan sendiráðs Svþjóðar. Þegar hafa ver- ið lögð drög að aðstöðu fyrir skrif- stofu sendiráðsins og bústað fyrir sendiherrann í samráði við stjórn- völd í Beijing. Sendiherrann mun hafa sér til aðstoðar í sendiráðinu tvo kínverska starfsmenn," segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. 26,4 millj. til sendiráðsins í yfirlýsingunni segir ennfremur að ráðuneytið hafi lagt til við Al- þingi að „fjárveiting til sendiráðsins nemi 26,4 m.kr. árið 1995 og gerir ráðuneytið ráð fyrir allt að 6 m.kr. stofnkostnaði að auki til að koma upp starfsaðstöðu sendiráðsins í Beijing." Svartar fallegar dragtir frá Mondi og Time Hverfisgötu 78 sími 28980. Urval af frönskum síðbuxum í haustlitum TESS V N« Neðsl við Dunhuga, súni 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 Prófkjör Sjálfslæöisflokksins í Reykjavík 28. og 29. október Katrínu í fremstu röð! KATRIN FJELDSTED hefur opnað kosningaskrifstofu í Ingólfsstræti 5. Símar 22360, 22366 og 22144. Allir stuðningsmenn velkomnir. s Opið virka daga frá kl. 16-21 | og um helgarfrá kl. 13-18. ^—3/ ri' J trr ?fijörtuÁ wds,eru BORGARKRINGLUNNI 50% 20% afsláttur af afsláttur af ' stakri gjafavöru. öllum glösum. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 64 milljónir Vikuna 13. til 19. október voru samtals 64.499.867 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Siifurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 16. okt. Mamma Rósa, Kópavogi..... 320.577 16. okt. Mamma Rósa, Kópavogi..... 60.807 17. okt. Café Romance.............. 129.767 19. okt. Háspenna, Laugavegi...... 248.388 19. okt. Ölver...................... 93.528 Staða Gullpottsins 20. október, kl. 13:30 var 7.392.875 krónur. o5 Q Q Silturpottarnir byrja alltaf i 50.000 kr. og Guilpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.