Morgunblaðið - 21.10.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.10.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 17 ERLEIMT Afglöp „Múmínpabba“ koma honum í koll MARTTI Athisaari, sem kjörinn var forseti Finnlands í byijun árs- ins, er þegar orðinn nokkuð um- deildur meðal finnsku þjóðarinnar. Afskipti hans af þjóðaratkvæða- greiðslunni um Evrópusambands- aðild þóttu óviðeigandi og ýmis önnur afglöp hans hafa orðið til að draga úr tiltrú þjóðarinnar í hans garð. Fyrst eftir að hann tók við embætti í marsmánuði var Ahtisa- ari mjög vinsæll meðal þjóðarinn- ar. Meðal almennings var hann kallaður „Moominpapa" eða múm- ínpabbi í höfuð samnefndar per- sónu í sögum Tove Jansson um múmínálfana. Hann var sánnkall- aður „maður fólksins" og eitt fyrstu verka hans var að afsala sér rúmlega 100 þúsund króna launahækkun og gefa hana þess í stað atvinnulausum. Vakti það mikla athygli í fjöl- miðlum og var meðal annars mik- ið ijallað um atvinnulausan mann sem vegna þess hafði í fyrsta skipti í langan tíma efni á að kaupa sér strætisvagnamiða til að heimsækja móður sína. Fljótlega tóku hins vegar önnur mál að skyggja á góðverk forset- ans. Það olli miklum deilum í byij- un sumars er Ahtisaari krafðist þess að það yrði forseti Finnlands en ekki forsætisráðherra, sem sæti leiðtogafundi Evrópusam- bandsins, gerðust Finnar þar aðil- ar. Þessu vildi Esko Aho forsætis- ráðherra ekki una. Samkvæmt stjórnskipan Finnlands fer forset- inn með utanríkismál landsins en Aho hefur fært rök fyrir því að seta ESB-funda sé fyrst og fremst innanlandsmál. ESB-málin og forsetaembættið Leiðtogum þeirra Norðurlanda- þjóða, sem stefndu að aðild, var boðið að sitja leiðtogafund ESB á Korfú í júní sem áheymarfulltrúar og varð úr að þeir Ahtisaari og Aho sátu báðir fundinn. Embætt- ismenn tóku þó fram að þar væri um „bráðabirgðalausn" að ræða. Nýleg skoðanakönnun bendir til að finnska þjóðin hafi lítinn skiln- ing á kröfugerð forsetans í þessu máli. 51% Finna telja ESB-fundi vera á verksviði forsætisráðherra en einungis 29% á sviði forsetans. Ahtisaari er mikill Evrópusinni og hefur beitt sér óspart fyrr ESB-aðild eftir að hann var kjör- inn. Það fór mjög í taugamar á þeim hluta þjóðarinnar, sem var andvígur aðild, en tólfunum kast- aði fyrst er Ahtisaari mætti í við- tal hjá danska sjónvarpinu. Þegar hann var spurður hvort að hann teldi rétt að hann tæki jafn ein- dregna afstöðu sem forseti svaraði Ahtisaari því til að ef honum væri illa við fasista væri það skylda hans að greina frá því. Þó að eflaust hafi ekki vakað fyrir for- setanum að setja samansemmerki á milli ESB-andstöðu og fasisma tókst honum að móðga marga Finna með þessum ummælum. En það er ekki bara í pólitík- inni sem Ahtisaari verður á. Fjöl- miðlar hafa einnig fjallað töluvert um að drykkja hans fari stundum úr böndunum. Fyrsta opinbera heimsókn for- setans var til Svíþjóðar, líkt og hefð er fyrir í Finnlandi. Af því tilefni hélt Svíakonungur honum veglega veislu og er henni lauk hélt forsetinn áfram að skemmta sér í einkasamkvæmi. Er hann birtist aftur opinberlega daginn eftir var hann með plástur á enn- inu. Var sú opinberlega skýring gefin að forsetinn hefði verið I mjög hálum skóm. Lofaði hann því að ganga hér eftir í gúmmísól- uðum skóm og sýna meiri aðgát. í ágústmánuði hélt svo finnska fjölmiðlasamsteypan Sanoma Oy veislu í húsi fyrir utan Helsinki, sem fræg er orðin. Meðal gesta var Carl Bildt, þáverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Finnlandsfor- seti er sagður hafa flutt snarpa en alfarið óskiljanlega ræðu sænska forsætisráðherranum til heiðurs. Að því búnu hafi hann gert tilraun til að fara á salernið en hrasað um lampa á leiðinni þangað. Skömmu seinna hélt hann heim á leið með „aðstoð“ vina sinna. Til skammar? Þessi uppákoma olli miklu íra- fári í finnskum fjölmiðlum. Deilan snerist hins vegar ekki um það MARTTI Athisaari ásamt eiginkonu sinni Eevu. hvort að Ahtisaari hefði hagað sér á óviðurkvæmilegan hátt eða ekki heldur hvort að hann hefði verið staddur í veislunni sem forseti eða í einkaerindum. „Forseti verður að vera viðstaddur alls konar tæki- færi. Maður verður að gera grein- armun á opinberu starfí og einka- boðum,“ sagði Ahtisaari. Finnar telja ekkert athugavert við það að ráðamenn þeirra skemmti sér í einkaboðum en þeir vilja ekki að forsetinn verði sér til skammar í embætti. Margir hafa að undanfömu fært rök fyrir því að það sé slæm landkynning og brengli Suomi kuva, ímynd Finnlands á alþjóðavettvangi. Heimild: The Europeán. BORSARBAEAR í BORBARKRIHSLUHNI - Glœsileg tilboð-Frábœrt verð - Nýtt kartatímabil UNO DANMARK 20% afsláttur af afabolum og gammósíum á börn og fullorðna Grillborgarinn okkar með fjórum áleggstegundum, frönskum og 20% afsláttur á Borgardögum. ’ . ., Þú greiðir aðeins kr. 500 VERSIUN IBORGARKWNGIUNNI $1mI 677340 20% afsláttur af öllum fatnaði og indíánaskóm. 25% afsláttur af varalitum, blýöntum og möskurum. Augnskuggabox með augnskuggum að eigin vali með allt að 30% afslœtti. HfíKB UP FÐZ £[/£R miN 20% afsláttur af bolum og úlpum frá . 20% afsláttur aföllum Lindon vörum. ii i _l WM ÍKökuhúsiól 20% afsláttur afheilum tertum. 20% afsláttur af tertusneið og súkkulaði með rjóma. 20% afsláttur aföllum erlendum bókum beuR/Aip 13.-22. október BLOM, UNDIR STIGANUM •|áírWriÍNí;i jU<í<W BORCiARKRINGLUNNI SÍMI 811825 fo afsláttur af Lavender Pot pourri Á Borgardögum kyrmir Slysavarnafélag íslands öryggisvörur fyrír heimili - Starfsmenn SVFÍ leiðbeina foreldrum um öryggi og hvernig megi draga úr slysum á börnum á heimilum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.