Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓB.ER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SVORT EIMPURSKOÐUIMARSKYRSLA UM LISTAHATIÐI HAFNARFIRÐI
Meðferð gagna ábótavant
og fylgiskjöl ófullnægjandi
í endurskoðunarskýrslu vegna listahátíðar í
Hafnarfírði 1993 sem endurskoðendumir
Guðmundur Fr. Sigurðsson og Guðrún T.
Gísladóttir unnu fyrir bæjarráð Hafnarfjarð-
ar og kynnt var í gær kemur m.a. fram að
endurskoðendumir telja sér ekki unnt að
gefa álit á reikningsskilum vegna hátíðarinn-
ar þar sem bókhaldi, fylgiskjölum og með-
ferð gagna hafí verið vemlega ábótavant.
Skýrslan birtist hér að frátöldum
athugasemdum við fylgiskjöl.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
FRETTIR
„Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarð-
ar 7. september sl. var samþykkt
að láta semja rekstrarreikning og
endurskoðunarskýrslu vegna Iista-
hátíðar 1993. í framhaldi af því fór
bæjarstjóri þess á leit við Endur-
skoðun og reikningsskil hf. að vinna
verkefnið.
Við höfðum áður unnið að þessu
máli fyrir stjórn Listahátíðar í
Hafnarfirði hf. í bréfí okkar dags.
6. september sl. lögðum við til að
stjórnin afhenti öll gögn tengd
umræddri listahátíð aftur til bæjar-
yfirvalda í Hafnarfirði til frekari
ákvörðunar um framhaldið.
Ástæður þessarar tillögu voru
fyrst og fremst þær, að í ljós höfðu
komið verulegar veilur í bókhaldi
umræddrar hátíðar, vöntun á fylgi-
skjölum eða þau reyndust afar ófull-
komin, ábyrgð um meðferð fjár-
muna var ekki á hendi félagsins,
heldur bæjarins, eða m.ö.o. að
Listahátíð í Hafnarfirði hf. var ekki
falin ábyrgð á peningalegri meðferð
hátíðarinnar, skráningu gagna né
bókhaldi.
Ekki hægt að henda
reiður á tekjur
Athugun okkar á bókhaldi hátíð-
arinnar leiðir, eins og að framan
greinir, í ljós að öllu skipulagi varð-
andi meðferð gagna er svo ábóta-
vant, að ekki er unnt að gefa álit
á reikningsskilum hátíðarinnar. í
því sambandi má benda meðal ann-
ars á eftirfarandi:
Tekjuuppgjör eru ófullkomin og
ekki er hægt að henda reiður á að
allar tekjur hafí skilað sér. Allar
greiðslur eru greiddar með pening-
um án þess að haldin sé sjóðsbók
sem hægt er að styðjast við. Kvitt-
anir fyrir greiðslum eru ýmist í
formi reikninga, sem ekki eru árit-
aðir eða samþykktir af stjóm, eða
greiðslukvittana án þess að fyrir
liggi reikningur eða samningar frá
hlutaðeigandi aðilum. Auk þess sem
framkvæmdastjóri kvittar fyrir
móttöku á greiðslum til þriðja aðila.
Athugun okkar á tekjuskráningu
hátiðarinnar leiðir í ljós að miðað
við þau tekjuuppgjör, sem liggja
fyrir, þá hafí tekjurnar nánast að
öllu leyti verið lagðar inn á reikning
1660. Varðandi úttektir af sama
reikningi þá fara þær fram með
tvennum hætti. Annars vegar tók
framkvæmdastjóri greiðslur beint
út af reikningi 1660 til kaupa á
gjaldeyri, og hins vegar sótti hann
peninga beint til gjaldkera bæjar-
sjóðs. í báðum tilvikum virðist sem
hann hafi ekki þurft að gera grein
fyrir úttektunum. Heldur hafi hann
hindrunarlaust getað gengið að
þessum úttektum án nokkurra skýr-
inga eða gagna. í þvi sambandi
getum við upplýst, að varðandi
gjaldeyriskaup var um að ræða 19
úttektir á tímabilinu apríl til ágúst
1993 samtals að fjárhæð kr.
9.207.431.
36,3 millj. tap
í meðfylgjandi rekstrarreikningi
vegna listahátíðar í Hafnarfirði
1993 er niðurstaða tekna kr.
18.594.700 en niðurstaða gjalda kr.
54.914.321. Mismunur tekna og
gjalda er því kr. 36.319.621 sem
sundurliðast þannig:
Framlag til listahátíðar 1993 21.244.017
FYamlag til listahátíðar 1994 1.353.056
Kaup á skúlptúr 3.000.000
Boðsmiðar 3.903.000
Krafa á Listahátíð i Hafnarf. hf. 6.400.621
Launstm.bæjarsjóðs ' 80.853
Laun stm. bæjarsjóðs 1.216.123
Samtals 37.197.670
Óinnheimt í Visa að frádreginni
þóknun er kr. 10.379, þannig að
óútskýrður mismunur er kr.
867.670. Þessi mismunur byggist á
því að fallist sé á að þau gjöld og
tekjur sem fram koma í meðfylgj-
andi rekstrarreikningi séu öll við-
komandi listahátíð. En eins og fram
kemur hér á eftir eru gerðar ýmsar
athugasemdir við fjölmörg fylgi-
skjöl.
Þar sem nánast öll fjármál fóru
um hendur framkvæmdastjóra
verður að telja að þessi óútskýrði
mismunur sé á ábyrgð hans, a.m.k.
þangað til hann getur gefið viðhlít-
andi skýringar. Undanfarið hefur
hann skýrt mjög margt af því sem
óljóst var, en varðandi framan-
greindan mismun, það er kr.
867.672, hafa engar haldbærar
skýringar verið lagðar fram.
Miðar í plastpoka í Kjós
Eins og að framan greinir fóru
nánast allar tekjur gegnum tékka-
reikning bæjarsjóðs nr. 1660. Bók-
að er eftir innleggjum og uppgjör-
um Visa og Euro. Ekki eru kassa-
strimlar eða nein uppgjör með inn-
leggjum. Aðgöngumiðasalan skipt-
ist þannig:
KÚBANSKIR listamenn tróðu upp á listahátíðinni í Hafnarfirði.
Visa
Euro
Önnurinnlegg
Heildarinnlegg
kr. 3.448.170
kr. 931.680
kr. 12.377.289
kr. 16.757.139
Skv. talningablöðum á sala að
vera 17.094.700. Mismunurinn mið-
að við innlegg er kr. 337.561 sem
framkvæmdastjóri útskýrir þannig
að Hjálmar og Peter Mate hafi
fengið kr. 270.000 af aðgöngumiða-
sölu (staðf. af Hjálmari) en hann
sjálfur líklega mismuninn.
Ef borið er saman framangreint
uppgjör skv. talningablöðum við
uppgjör vegna aðgöngumiðasölu
kemur fram mismurrur kr. 135.000.
Þessi mismunur stafar af sölu á
miðum íslenska dansflokksins. Á
talningablaði kemur fram að miðar
hafí verið seldir á mismunandi
verði. 1 miði á fullu verði en ef
keyptir voru fleiri miðar þá voru
þeir á hálfvirði. í uppgjöri vegna
aðgöngumiðasölu eru allir miðarnir
taldir á fullu verði. Því virðist eiga
að styðjast við lægri töluna. Skv.
framanrituðu byggist tekjuskrán-
ingin á innleggjum, ásamt fram
komnum skýringum á mismun við
talningablöð og uppgjör vegna að-
göngumiðasölu.
Þegar borin eru saman uppgjör
skv. fylgiskjali 1 og 2 kemur í ljós
að stuðst hefur verið við afrifur í
öllum tilvikum nema vegna hljóm-
leika RAM og N.
Kennedy. Vitað er að tón-
leikar RAM voru undir
eftirliti yfirvalda en skýr-
ing á hvers vegna afrifur
af tónleikum N. Kennedy
voru ekki taldar, vitum
við ekki annað, en að afrifur fund-
ust ekki þegar uppgjörið fór fram,
en fyrir fáeinum dögum afhenti
Sverrir Ólafsson okkur plastpoka
(sem fylgir hér með) með þessum
afrifum, sem hann sagðist hafa
fundið á sínum tíma í mannlausu
húsi í Hvammsvík í Kjós. Við höfum
hvorki talið þessar afrifur né aðrar.
Framkvæmdasljóri annaðist
allar greiðslur
Eins og að framan greinir annað-
ist framkvæmdastjóri listahátíðar-
innar nánast allar greiðslur vegna
hátíðarinnar, en starfsmenn bæjar-
sjóðs sáu um bókhald. Fram-
kvæmdastjóri hafði þann háttinn á
að inna allar greiðslur af hendi með
peningum án þess að færa sjóðbók.
Þetta veldur því að ekki er hægt
að bera saman úttekir úr bæjar-
sjóði við einstakar greiðslur. Jafn-
framt lét hann hvorki yfírvöld bæj-
arins né stjórn listahátíðar árita
reikninga eða samninga, hvorki fyr-
ir eða eftir greiðslu. Af því leiðir
að ábyrgðir og eftirlit með einstök-
um greiðslum fara ekki um hendur
bæjaiyfirvalda né stjórn listahátíð-
ar. Við höfum yfirfarið alla fyrir-
liggjandi reikninga, kvittanir og
samninga og höfum fengið staðfest-
ingar, munnlegar og skriflegar, fyr-
ir þeim greiðslum sem voru óljósar.
Þó að fyrir liggi staðfestingar á
mótteknum greiðslum staðfestir
það ekki að viðkomandi greiðslur
hafi átt rétt á sér og tilheyri í raun
listahátíð. Þá er átt við að í vinnu
okkar með stjórn listahátíðar komu
ítrekað fram hjá stjóminni efa-
semdir um að einstakar greiðslur,
einkum greiðslur til TKO, hafi ver-
ið í samræmi við gerða samninga.
Veflur í bók-
haldi, vöntun
á fylgiskjölum
Við teljum því afar brýnt að stjóm
og framkvæmdaaðilum listahátíð-
arinnar verði falið að ganga úr
skugga um réttmæti þessara ásak-
ana. Eins og fram kemur í athuga-
semdum varðandi einstök fylgiskjöl
hér á eftir eru fjölmörg fylgiskjöl
þess eðlis að þau þarfnast nánari
skoðunar með þessum aðilum. Við
getum t.d. bent á lokafærslu nr.
17 sem barst okkur í hendur fyrir
fáeinum dögum þar sem fram-
kvæmdastjóri listahátíðar og fram-
kvæmdastjóri TKO staðfesta
greiðslu til RAM upp á kr. 630.000
þar sem þeir fullyrða að RAM hafi
verið afhent þessi fjárhæð að lokn-
um tónleikum þeirra og fáeinum
klukkustundum fyrir brottför þeirra
af landinu. Okkar athug-
un leiðir í ljós að um-
rædda greiðslu hafi ein-
göngu verið hægt að inna
af hendi í ísl. krónum og
okkur þykir vafasamt að
RAM hafí móttekið ís-
lenska peninga til að fara með úr
landi. I þessu sambandi styðjast
þeir við gerðan samning við RAM
sem ekki er staðfestur af stjóm
listahátíðar og áður hefur komið
fram hjá okkur að stjórn listahátíð-
ar hafi verið með öllu ókunnugt um
gerð þessa samnings. Þrátt fyrir
að þetta atriði sé sérstaklega nefnt
vekjum við enn á ný athygli á öðr-
um athugasemdum varðandi ein-
stök fylgiskjöl hér á eftir.
Þá viljum við benda á að fram
taldar greislur innlendra aðila
vegna ársins 1993 námu kr.
8.142.360 en við teljum að þær
gætu numið kr. 15.983.391. Sund-
urliðun á mismuninum, kr.
7.841.031, fylgir hjálagt með ...“
(aths. Mbl: Hér eru felldar út at-
hugasemdir við einstök fylgiskjöl
og tilvitanir hér að ofan í fylgiskjöl-
in hafa einnig verið felld niður, en
lokaorð skýrslunnar eru eftirfar-
andi:)
Stjórnendur yfirfari
niðurstöðu
„Við teljum okkur í hjálögðum
rekstrarreikningi og með skírskot-
um í það sem hér að framan grein-
ir hafa sýnt fram á hvernig tekjum
og framlögum frá bæjarsjóði og
ríki hafi verið ráðstafað. Við viljum
þó enn á ný undirstrika að vegna
allra þeirra ágalla sem taldir hafa
verið fram getum við ekki gefíð
neitt álit á réttmæti þessara gjalda.
Þess vegna viljum við ítreka að
stjórn Iistahátíðar og aðrir þeir sem
að listahátíðinni stóðu verði fengnir
til að yfirfara þessa niðurstöðu.
Jafnframt erum við reiðubúin til
frekari aðstoðar ef þess verður ósk-
að.“
Forfalla-
þjónusta
aflögð
Landbúnaðarráðherra hefur
lagt fram lagafrumvarp á Al-
þingi um að forfallaþjónusta í
sveitum verði lögð niður.
Er þetta í samræmi við nið-
urstöðu nefndar sem í sátu full-
trúar Búnaðarfélags íslands og
Stéttarsambands bænda auk
fulltrúa ráðherra og skilaði áliti
í sumar.
Forfalla- og afleysingaþjón-
usta í sveitum hefur starfað frá
1979 en framlag ríkisins til
starfseminnar hefur verið fellt
niður um nokkurt skeið og
þjónustan eingöngu fjármögn-
uð með hluta af Búnaðarmála-
sjóðsgjaldi. Einstök búgreina-
félög hafa getað sagt sig frá
forfallaþjónustunni og hafa öll
félögin gert það nema félög
sauðfjárbænda og loðdýra-
bænda.
Lög um tílrauna-
stöð afnumin
Landbúnaðarráðherra hefur
einnig lagt fram lagafrumvarp
um að afnema lög um tilrauna-
stöð í jarðrækt á Reykhólum í
A-Barðastrandarsýslu. Stöðin
var stofnuð 1944 og stóð fyrir
umfangsmiklum tilraunum um
árabil en á níunda áratugnum
dró stórlega úr starfseminni
vegna minnkandi fjárveitinga
ár frá ári. Árið 1990 var rekstri
tilraunastöðvarinnar hætt og
keypti Reykhólahreppur land
og aðrar eignir stöðvarinnar.
Bók páfans
væntanleg í
verslanir
BÓK Jóhannesar Páls páfa II.,
Yfir þröskuld vonarinnar, er
væntanleg í verslanir hér á
landi á næstunni, en bókin kom
á markað víða erlendis í gær í
milljónaupplögum.
Hjá Máli og menningu feng-
ust þær upplýsingar að fyrsta
pöntun bókar páfa gæti hugs-
anlega verið komin í verslunina
um miðja næstu viku, en hjá
Eymundsson koma fyrstu ein-
tökin í byijun næsta mánaðar.
í báðum tilvikum er um breska
útgáfu bókarinnar að ræða.
Bókin var gefin út á 21 tungu-
máli í gær og að sögn Þórðar
Sturlusonar hjá Eymundsson
eru allar líkur taldar á því að
bókin verði þýdd á íslensku.
Borgarstjóri
Viðtalstím-
um fækkað
VIÐTALSTÍMUM borgarstjór-
ans í Reykjavík hefur verið
fækkað úr tveimur í einn á
viku.
„Ég hef ekki fækkað viðtals-
tímum en ég hef fækkað form-
legum opnum viðtalstímum,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir. „Eg er með viðtalstíma
á miðvikudagsmorgnun milli
klukkan 10 og 12. Síðan leggur
fólk inn pantanir um viðtals-
tíma sem er þá dreift á vikuna.
Það er þá ekki síst fyrir hönd
félagasamtaka, stofnana og
fyriitækja."
Kristín Árnadóttir, aðstoðar-
kona borgarstjóra, er einnig
með viðtalstíma á miðvikudög-
uni á sama tíma og borgar-
stjóri.