Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
TILBOÐ
á rúmfötum
Ijómtækja-
skápur________
100x48x40 sm
1.890 kr
Bómullarlök
íiitei
„BOX“ dýna
með krómgafli
90x200 cm" 18.
120x200 cm " 28.
140x200 cm * 31
Holtagöröu
Reykjavík
...en taktu eftir!
4 sett
Sængurverasett
með pífu á koddaveri
Verð aðeins:
1110 Jíjj
LISTIR____________________ |
Tíminnog
hverfuUeikinn
MYNPLIST
Hat'narborg
MYNDVERK
GÍSLI SIGURÐSSON.
Opið frá 14-18 alla daga nema þriðju-
daga. Aðgangur ókeypis. Til 31.
október.
SEGJA má um Gísla Sigurðs-
son, að hann geri sér flestum öðr-
um fremur, far um að halda fram
frásagnarlegri myndlistlist í verk-
um sínum. Hann afmarkar sér
gjarnan ákveðið myndefni, sem
hann vinnur úr, t.d. voru það Sólar-
Ijóðin, um árið, og afraksturinn var
viðamikil og eftirminnileg sýning
að Kjarvalsstöðum.
í sjálfu sér er það fullgilt að
afmarka sér viðfangsefni, hvort
sem það er á hlutlægum eða hug-
lægum grunni, og ekki fetti ég
fingur út í frásagnarlega myndlist
frekar en aðra geira tjámiðlunar,
svo lengi sem viðkomandi gengur
út frá því, að hin mörgu og flóknu
myndrænu atriði varði veginn. En
um leið og sjálf hugmyndaflæðið
yfirgnæfir útfærsluna er ég síður
með á nótunum. Ekki þó í þeim
.tilvikum er gengið er út frá sér-
tækri hugmyndinni sem aðalatriði,
heldur þegar málverkið verður eins
konar vinnukona frásagnarinnar,
án þess að vera hrein myndlýsing
- „illustration“.
Fyrir marga er liturinn í sjálfu
sér bein tjáning, sem getur skarað
frásögn á fjölþættan hátt, að við-
bættu forminu, hrynjandanum og
sjálfum tjákraftinum. Alla þessa
þætti er auðvitað hægt að yfirfæra
á markvissan hátt í frásagnarlega
myndlist, en ef frásagnarlegu atr-
iðin yfirgnæfa, vill útkoman verða
þvæld og ómarkviss.
Málverkið er í sjálfu sér alltaf
málverk, ef allir meginþættir þess
eru virkjaðir, sama hvort myndefn-
ið og úrvinnslan sé á
innhverfum eða út-
hverfum grunni.
Myndlistin hefur vaxið
upp úr þeim hremm-
ingum, sem skiptu
mönnum í tvær stríð-
andi fylkingar áratug-
ina eftir stríð, fylgj-
endur og andstæðinga
hlutlægrar eða óhlut-
lægrar tjáningar. Ein-
faldlega er myndlistin
í sjálfu sér svo miklu
sterkari en fræðikenn-
ingar sem koma og
fara, og sem þjóna er
svo er komið öðru
fremur sérhagsmunum þeirra er
vilja miðstýra listhugtökum.
Gísla Sigurðssyni nægir ekki að
láta málverkin ein tala fyrir sig,
heldur fylgir hann þeim úr hlaði í
sýningarskrá með ritmáli „til
glöggvunar“, sem er góðra gjalda
vert í þeirri upplýsingafátækt sem
einkennir íslenzkan myndlistar-
vettvang. Og það er alveg rétt hjá
honum, að meinlæti fimmta, en
þó einkum sjötta áratugarins heyr-
ir fortíðinni til, og það eru ekki
einungis arkitektar sem blanda
saman stíltegundum af mikilli fimi,
heldur þó nokkrir nútímamálarar
og trúlega er Francis Picabia
(1897-1953) þeirra nafnkenndast-
ur og sannastur, því að hann naut
ekki ríkulegs meðbyrs sporgöngu-
manna sinna, svo sem t.d. Sigmar
Polke. Picabia var úthrópaður svik-
ari af félögum sínum, á líkan hátt
og og Jean Hélion (1904-1987),
sem gaf út stefnuyfirlýsingu list-
hópsins Art Concret, ásamt Theo
van Doesburg árið 1930, og var
einn af stofnendum Abstraction
Création listhópsins 1932, en hóf
að mála fígúratívt seint á fjórða
áratugnum. Báðir eru nú viður-
kenndir undanfarar og áhrifavald-
ar pop-málaranna, auk þess sem
áhrifa þeirra gætir
ríkulega í málaralist
dagsins.
Gísli Sigurðsson er
þannig í fullum rétti
er hann stokkar upp
myndflötinn og víxlar
myndstílum, en sá
skáldskapur sem ein-
kennir myndir hans, er
þó öllu frekar bók-
menntalegs eðlis, en
hreinn og sjálfsprott-
inn samruni myndstíla.
Viðbót Gísla, og sam-
herja hans í listinni, er
að þeir beita skáldf-
áknum fyrir sig og leita
í hina bókmenntalegu smiðju að
haldfestu, inntaki og tilefni til að
magna upp hrif og átök á mynd-
fleti. Um leið og gerendur lýsa á
þann veg athöfn eða atviki, er að
minni hyggju farið út fyrir hinn
frásagnarlega ramma, á vit skáld-
skapar og bókmennta. Orða má það
einnig á þann veg, að Pegasus dragi
drögu myndrænna atriða, frekar
en að myndrænar athafnir láti
skáldfákinn skeiða um völl.
Verð ég að viðurkenna, að ég
er ekki alveg með á nótunum hvað
samsetningu myndheilda snertir,
sem byggjast á slíku ferli, og þann-
ig var helst staðnæmst við þau
myndverk á sýningunni, er voru
þeim fjarlægust. Nefni sér í lagi
„Við tímalausa strönd“ (14), „Tor-
rek“ (15), og „Frosið andartak úr
fortíðinni“ (23), sem allar eru ríkar
af myndrænum eigindum. Þar næst
„Komið haustljóð í vindinn“ (21)
og „Viðkomustaður" (26), sem búa
báðar yfir safa og vaxtarmagni í
byggingu og lit. Einnig þóttu mér
myndir, sem voru í bland við sur-
realisma verðar allrar athygli, svo
sem „Erfingi landsins“ (1), „Gang-
verk tímans“ (11) „Boðunarstef“
(18) og „Eyðing hljóða“ (28).
Bragi Ásgeirsson.
GÍSLI Sigurðsson.
c
I
€
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Astríður
sýnir
ÁSTRÍÐUR H. Andersen
opnar málverkasýningu í sýn-
'ingarsal Menningarstofnunar
Bandaríkjanna, Laugavegi
26, á morgun, laugardag, kl.
15-.
Ástríður sýndi síðast hér
heima fyrir nokkrum árum.
Hún hefur haldið sýningar á
undanförum árum víða er-
lendis, bæði í Evópu og Amer-
íku og hér heima, einnig hefur
hún tekið þátt í samsýningum
erlendis.
Sýningin stendur til 5. nóv-
ember og er opin frá kl.
13-17 daglega.
Ljósmynda-
sýning í versl-
un ATVR
NÚ STENDUR yfir ljós-
myndasýning í verslun ÁTVR
í Kringlunni. Þar seu sýndar
myndir sem prýða almanök
útgáfunnar fyrir árið 1995.
Sýningin er opin frá kl.
10-18 alla virka daga.
ARI Matthíasson, Þorsteinn GunnarssOn, Magnús Ólafsson, Val-
gerður Dan og Vigdís Gunnarsdóttir í Hvað um Leonardo?
I
-
f
f
f
Leikfélagið frumsýnir
Hvað um Leonardo?
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum-
sýnir í kvöld nýtt slóvenskt leik-
rit, Hvað um Leonardo? eftir
Evald Flisar. Leikstjóri er Hallm-
ar Sigurðsson, en leikmynd hann-
ar Axel Hallkell Jóhannesson.
Veturliði Guðnason þýðir verkið.
Hvað um Leonardo? var frumsýnt
í Ljubljana fyrir tveimur árum og
vann sýningin til fjölda verðlauna
þar í Iandi.
Evald Flisar hefur á undanförn-
um áratugum sent frá sér fjölda
rita, bæði leikrit, ljóð og ritgerðir.
í tilefni af frumsýningunni hjá
Leikfélagi Reykjavíkur mun höf-
undur leikrits ins koma hingað til
lands ásamt fulltrúa sjónvarpsins
í Slóveníu sem áætlar fréttaflutn-
ing um gervihnött frá frumsýnin-
unni.
Auk Hallmars og Axels eru að-
standendur sýningarinnar Baldur
Már Arngrímsson sem hannar
Ieikmynd, Elfar Bjarnason sem
sér um ljós og Aðalheiður Alfreðs-
dóttir hannar búninga. Alls fara
ellefu leikarar með hlutverk í sýn-
ingunni; Þorsteinn Gunnarsson,
Ari Matthíasson, Bessi Bjarnason,
Guðlaug E. Ólafsdóttir, Magnús
Ólafsson, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, María Sigurðardóttir, Pét-
ur Einarsson, Soffía Jakobsdóttir,
Valgerður Dan, Vigdís Gunnars-
dóttir og Þór Tuliníus.
«
€
I
«
4