Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Menntamálaráðherra vill að
Island sæki um aðild að ESB
ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra,
lýsti því yfir á fundi hjá Tý, félagi sjálfstæðis-
manna í Kópavogi, að hann vildi að ísland
sækti um aðild að Evrópusambandinu. Hann
sagði að aðeins með því að sækja um fengi
ísland að vita hvaða skilyrði ESB setti fýrir
aðild.
Á fundinum, sem haldinn var til að kynna
frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Reykjanesi, voru frambjóðendur spurðir hvort
þeir væru fylgjandi aðild íslands að ESB. Ósk-
að var eftir því að frambjóðendur svöruðu með
jái eða neii.
Ólafur sagði að útilokað væri að svara spurn-
ingunni játandi eða neitandi vegna þess að
ísland vissi ekki hvað því byðist í samingum
við ESB. „Ef ég væri spurður hvort ég væri
fylgjandi því að við sæktum um aðild, myndi
ég svara því játandi. Ég er fylgjandi því að
við sækjum um vegna þess að við vitum ekk-
ert, að hvaða skilyrðum við yrðum að ganga
fyrr en við höfum gengið í gegn um samninga-
lotuna," sagði Ólafur.
Aðrir mótfallnir eða varfærnir
Aðrir frambjóðendur svöruðu spurningunni
af varfærni eða lýstu beinlínis yfir andstöðu
við aðild íslands að ESB. Sigríður Anna Þórðar-
dóttir, alþingismaður, sagðist telja aðild koma
til greina ef hagsmunir Islands væru tryggðir.
Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, sagðist
telja aðild koma til greina ef hagsmunir ís-
lands yrðu tryggðir, en benti jafnframt á að
erfitt yrði að fá vitneskju um kostina nema
að sækja um aðild. Árni R. Ámason, alþingis-
maður, benti á að ESB biði ekkert eftir um-
sókn frá íslandi, en tók jafnframt fram að
ísland yrði sífellt að hafa afstöðuna til ESB
til endurskoðunar. Árni Mathiesen, alþingis-
maður, lýsti tortryggni gagnvart spurningunni
um aðild og sagðist vilja sjá hvernig bandalag-
ið þróaðist. Viktor B. Kjartansson, varaþing-
maður, lýsti svipuðum viðhorfum og Árni og
benti á að ESB væri að breytast. Kristján
Pálsson, fyrrverandi bæjarstjóri, sagðist fylgj-
andi því að leggja fram umsókn ef það væri
það sem þyrfti til að fá svör um málið. Sigur-
rós Þorgrímsdóttir sagðist vera fylgjandi aðild
að vissu leyti, en benti á að Norðmenn hefðu
gert slæman samning. Stefán Tómason, út-
gerðarstjóri, sagði ekkert liggja á í þessu efni.
Tryggingar borgarinnar í borgarstjórn
Iðgiöld um 40
millj. árið 1993
Samið við tvö bílaleigufyrirtæki
ÚTTEKT á tryggingum Reykjavikurborgar og fyrirtækja hennar kom til
umræðu á fundi borgarstjórnar i gær. í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra kom fram að í maí árið 1991 hafi verið samið um
tryggingar við Sjóvá-Almennar án útboðs, og að iðgjöld fyrir árið 1993
hafi verið um 40 milljónir króna. Um er að ræða sameiningu trygginga
fyrir borgarsjóð, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavíkur,
Reykjavikurhöfn og Borgarspítala. Fram kom að samið er við tvö bílaleigu-
fyrirtæki Bílaleiguna Höld sf. og Bílaleigu Kjartans án útboðs og var
kostnaður borgarinnar vegna þessa um 44 milljónir árið 1992 og rúmlega
38 milljónir árið 1993.
Gagnrýndi vinnubrögð
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
hóf umræðuna og gagnrýndi vinnu-
brögð borgarstjóra. Á sama fundi
og úttekt var samþykkt á trygging-
um borgarinnar hafi komið fram
að utanaðkomandi aðili væri þegar
farinn að vinna að úttekt fyrir borg-
arstjóra án þess að slík úttek hafi
verið kynnt í borgarráði. Þessi aðili
hafí snúið sér til embættismanna
borgarinnar og sagst vera að vinna
fyrir borgarstjóra og leitað eftir
upplýsingum um tryggingar borg-
arinnar. Sagði hann að samningar
um tryggingar borgarinnar hafí
ávallt verið kynntir í borgarráði en
vildi ekki fullyrða að það hafi verið
bókað.
Borgarstjóri sagði að þegar hafi
verið upplýst á fundi borgarráðs
að enginn hafi enn verið ráðinn til
að vinna úttekt á tryggingunum en
ekki sé nema sjálfsagt að slík skoð-
un fari fram. Minnti borgarstjóri á
að ekki hafi farið fram úttekt árið
1991 þegar tryggingasamningurinn
var gerður og að sá samningur
hafi ekki verið kynntur í borgar-
ráði. Þær upplýsingar sem veittar
hafí verið séu árleg yfirlit yfir
tryggingar borgarinnar frá borgar-
endurskoðun, sem hveijum og ein-
um sé frjálst að kynna sér.
Kanna útboð á lögfræðivinnu
Þá kom fram hjá borgarstjóra
að verið er að kanna hvort rétt sé
að bjóða út lögfræðivinnu á vegum
borgarinnar.
Alfreð Þorsteinsson, borgarfull-
trúi R-listans, fagnaði tillögum um
breytingu á rekstri borgarinnar og
benti á að meðal annars þyrfti að
skoða útboð á bílaleigubílum og
matarinnkaupum.
Morgunblaðið/Þorkell
Uppsagnir
hjá Freyju
Suðureyri. Morgunblaðið.
FISKIÐJAN Freyja á Suðureyri hef-
ur sagt upp fastráðningarsamning-
um 40 starfsmanna sinna þar sem
fyrirtækið hefur ekki tryggt sér hrá-
efni til vinnslu yfir tímabilið desem-
ber fram í febrúar þegar boðað veiði-
bann á krókaleyfisbáta skellur á.
Fáist ekki hráefni munu starfsmenn-
irnir missa vinnuna.
Töluvert er síðan Sigurvon, eina
skip fískiðjunnar Freyju, fór á sölu-
skrá og hefur ekki haldið á veiðar
á annan mánuð. Freyja hefur byggt
hráefnisöflun sína á krókaleyfisbát-
um, sem eru á annan tug talsins á
Suðureyri, en nú er ljóst að þeir
verða í veiðibanni desember, janúar
og febrúar. Sveitarstjómin hefur lýst
yfir áhyggjum sínum vegna upp-
sagnar samninganna og er unnið að
því að leita leiða til að útvega hrá-
efni á umræddu tímabili.
Morgunblaðið/Júlfus
Vegfarandi fyrir bíl
EKIÐ var á gangandi vegfaranda á móts við Björnsbakarí á
Hringbraut rétt fyrir klukkan 19 í gær og var í fyrstu óttast
að maöurinn væri alvarlega slasaöur. Við nánari eftirgrennslan
kom í ljós að vegfarandinn var ofurölvi að sögn lögreglu og
er hann talinn lítið slasaður.
Ný borhola
á Seltjarn-
amesi
BORUN nýrrar vinnsluholu á
vinnslusvæði Hitaveitu Sel-
tjarnarness lauk fyrr í þessum
mánuði og verður borholan
væntanlega tekin í notkun í
byrjun næsta árs. Orkustofnun
hefur annast borunina og að
sögn Hrefnu Kristmannsdóttur
verkefnisstjóra verður hægt að
dæla upp úr holunni, sem er
um 2.700 metrar að dýpt, um
30 sekúndulítrum af 110-130
gráðu heitu vatni. Borholan er
viðbót við fyrri vinnsluholur á
svæðinu og var ráðist í fram-
kvæmdir við hana bæði vegna
vaxandi byggðar og eins vegna
þess að fyrri holur hafa gengið
úr sér.
Sjúkrahús
Vestmannaeyja
Stíft sótt
eftir fé frá
ráðuneyti
ATLI Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri sjúkrahússins í
Vestmannaeyjum, segir að
ítrekað hafi verið leitað til heil-
brigðisráðuneytisins eftir fjár-
magni til að greiða starfsfólki
sjúkrahússins fyrir bakvaktir í
samræmi við dóm Hæstaréttar
frá því í fyrra. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær
hefur starfsfólk ekki fengið
umræddar greiðslur, en á
fjáraukalögum er 20 milljóna
króna fjárveiting vegna þessa.
Atli sagði í samtali við Morg-
unblaðið að eftir að dómur
Hæstaréttar féll í prófmáli því
sem höfðað var hefði viðkom-
andi starfsmanni verið greitt
samkvæmt dómnum, en þar var
miðað við tímabilið frá 1. jan-
úar 1986 til september 1987.
Þrír starfsmenn höfðu gert
kröfur um greiðslur, en einn
þeirra höfðaði prófmálið.
Atli sagði að starfsmenn
ættu samkvæmt dómnum rétt
á greiðslum fyrir bakvaktir frá
1. janúar 1986 til loka nóvem-
ber 1993. Þegar hefðu verið
þingfestar tvær stefnur til við-
bótar vegna málsins, og enn
væri von á 8 stefnum frá hjúkr-
unarkonum á skurðstofu.
Ekkert fjármagn til
Atli sagði að sjúkrahúsið í
Vestmannaeyjum ætti ekkert
fjármagn til að standa skil á
greiðslum til starfsfólks sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar, og
því hefði verið stíft sótt eftir
því hjá heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu að fá fjár-
magn til að greiða starfsfólkinu
það sem það ætti inni, en til
þessa hefði það engan árangur
borið. Ríkið tók alfarið við
rekstri sjúkrahússins í ársbyij-
un 1991 en fram til þess hafði
Vestmannaeyjabær annast
reksturinn með fjárframlögum
frá ríkinu. Atli sagðist því telja
líklegt að ríkinu bæri að standa
skil á umræddum greiðslum
fyrir allt tímabilið.
Samkomulag um
vantraustsumræðu
Hver flokkur
fær kortér
SAMKOMULAG hefur náðst á
Alþingi um fyrirkomulag um-
ræðu um vantrauststillögu á
ríkisstjómina og einstaka ráð-
herra. Verður umræðunni bæði
útvarpað og sjónvarpað í Ríkis-
útvarpinu á mánudagskvöld og
hefst kl. 20.30.
Hver þingflokkur fær 16
mínútna ræðutíma til umráða
en Jóhanna Sigurðardóttir, sem
er utan þingflokka, fær Vk
mínútu. Er þetta helmingi
styttri ræðutími en venja er
þegar áþekkar tillögur eru á
dagskrá.
Geir H. Haarde þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokks
sagði að stjórnarandstaðan
hefði ekki fallist á óskir um að
hver ráðherra fengi tíma til að
svara því vantrausti sem á hann
væri borið en boðið styttri um-
ræðu á móti og á það hefði
verið fallist.
Geir sagði stjómarflokkana
hafa haldið til haga rétti sínum
til að flytja einhverskonar til-
lögu til frávísunar.