Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 25
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDL Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FÆKKUN í FJÁR-
MÁLARÁÐUNEYTI
*
AKVORÐUN breska fjármálaráðuneytisins um fækkun
starfsmanna um allt að þriðjung hefur að vonum
vakið athygli og gæti orðið, ekki einungis öðrum breskum
ráðuneytum, heldur einnig íslenskum stjórnvöldum vegvís-
ir að breyttri og bættri stjórnsýslu. Það er til fyrirmyndar
hvernig fjármálaráðherra Breta, Kenneth Clarke, hefur
staðið að undirbúningi einhverrar umfangsmestu upp-
stokkunar breskrar stjórnsýslu hingað til. Raunar ber
ákvörðun fjármálaráðherrans vitni um að hann búi yfir
umtalsverðum pólitískum kjarki, sem honum mun væntan-
lega ekki veita af, þegar litið er til þeirra sterku við-
bragða sem ákvörðun hans hefur vakið í Bretlandi.
í Morgunblaðinu í gær, var greint frá því að æðsti
embættismaður breska fjármálaráðuneytisins, hefði í
fyrradag gert þá ákvörðun opinbera, að um þriðjungur
æðstu embættismanna fjármálaráðuneytisins léti af störf-
um. Hann skýrði tilgang uppsagna embættismannanna á
þann veg, að auka ætti framleiðni og draga úr kostnaði
við rekstur ráðuneytisins. Búist er við því að umtalsverð
fækkun verði í hópi annarra starfsmanna breska fjármála-
ráðuneytisins í kjölfar þessa.
Svo virðist sem fjármálaráðherra Breta gangi hér á
undan öðrum ráðherrum bresku ríkisstjórnarinnar, með
góðu fordæmi, sem þó getur reynst bæði erfitt og sárs-
aukafullt í framkvæmd. Með sanni má segja, að þannig
eigi það að vera, því meginþungi ábyrgðar ríkisfjármála,
hvílir á herðum fjármálaráðherra.
Kenneth Clarke fékk fyrrum aðstoðarmann sinn til
þess að vinna fyrir sig ítarlega úttekt á rekstri ráðuneytis-
ins, sem breskir fjölmiðlar segja að ráðherrann hafi byggt
ákvarðanir sínar á. Mesta athygli hlýtur sú niðurstaða
úttektarinnar að vekja, að um helmingur starfsmanna
breska fjármálaráðuneytisins vinnur ýmis hliðarstörf,
ótengd raunverulegri starfsemi ráðuneytisins.
Hvernig skyldi málum vera háttað í stjórnsýslunni hér
á landi? Hve stórt hlutfall opinberra starfsmanna vinnur
hliðarstörf, ótengd störfum ráðuneytis eða ríkisstofnunar
sem unnið er hjá? Er ekki tímabært, nú í kjölfar mikillar
umræðu um ferðakostnað hins opinbera, embættisfærslur
ráðherra, meðferð opinberra fjármuna og þóknanir til
embættismanna, m.a. fyrir margvíslega störf í nefndum,
ráðum og stjórnum, að allsheijar úttekt óháðra aðila á
skipulagi og starfsreglum stjórnsýslunnar fari fram? Er
ekki nauðsynlegt að byggja á slíkum upplýsingum, þegar
ráðist verður í löngu tímabæran uppskurð alls ríkiskerfis-
ins?
Eins og vænta mátti, hafa uppsagnirnar valdið uppnámi
í breska fjármálaráðuneytinu og reiði embættismanna, sem
telja að uppsagnirnar séu ákveðnar af ráðherranum til
þess að setja öðrum ráðuneytum og ríkisstofnunum for-
dæmi.
Væntanlega er töluvert til í því, en engu að síður verð-
ur það að teljast fjármálaráðherra Breta til tekna að hefja
niðurskurð og sparnað í eigin ráðuneyti. Samkvæmt
frammistöðu breska fjármálaráðuneytisins á undanförnum
árum, sem ekki hefur þótt sérlega lofsverð, er áreiðanlega
tímabært að stokka þar upp. Rekstrarkostnaður bresku
stjórnsýslunnar í heild, er um fimmtán milljarðar sterlings-
punda á ári, en rekstrarkostnaður breska fjármálaráðu-
neytisins nemur einungis um 67 milljónum punda. Því er
ljóst að sparnaður af þessum ákvörðunum ráðherrans
verður ekki umtalsverður, þegar litið er á heildarkostnað-
inn, en auknar líkur eru á, að ráðherranum takist í kjölfar-
ið, að hrinda öðrum og viðameiri sparnaðar- og uppstokk-
unaráformum í framkvæmd og það skiptir höfuðmáli.
íslensk stjórnvöld geta áreiðanlega dregið ákveðinn
lærdóm af ákvörðun breska fjármálaráðherrans. Hér skal
ekkert um það fullyrt, hvort ráðuneyti og ríkisstofnanir
geti fækkað starfsfólki sínu til muna. Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja er vafalaust þeirrar skoðunar, að
svo sé ekki. Hinu má ekki gleyma, að vöxtur og umfang
hins opinbera hefur í mörg ár verið langt umfram vöxt
atvinnulífsins og einkageirans. Slík þróun er öfugþróun
og stjórnvöldum ber skylda til þess að gera það sem í
þeirra valdi stendur til þess að snúa þróuninni við. Auðvit-
að er ákjósanlegast að gera slíkt í samvinnu og sam-
starfi við opinbera starfsmenn, en líklegra þó, að slíkum
breytingum verði ekki hrint í framkvæmd, án átaka.
VEGAGERÐ
93 milljóna króna fjárveiting er á
vegaáætlun til Hlíðarvegar á kaflan-
um Torfastaðir-Hellisheiði-Dalland.
Samkvæmt skýrslunni kosta þær
aðgerðir sem taldar eru nauðsynleg-
ar á Hlíðarvegi frá Jökulsá að Norð-
Hellis-
og er jafnlendið á þeirri leið talið
mikils virði vegna þess að þar mun
snjór viðráðanlegur. Möðrudalur
yrði um 8 km frá alfaraleið. Kostn-
aður er áætlaður 210 milljónir.
Frá Kollseyru um Háreksstaði að
Ármótaseli þyrfti algera nýbyggingu
því þar er enginn vegur. I skýrsl-
unni segir að snjór sé þar að mestu
jafnfallinn en mældist í apríl sl. ívið
dýpri en við núverandi
veg. Kostnaður áætlaður
310 milljónir.
Talað er um nýjan veg
frá Grímsstöðum um
Grímsstaðadal eystri að
Kollseyru. Hér er um að
ræða leið sem er sambærileg að
lengd og bæði Langadalsleið og
núverandi vegur. Annmarkar eru
þónokkrir, svo sem sá að fara þarf
yfir Skenkfellshrygg, fremur ójafn-
lent er um Einbúasand og Gríms-
staðadalur eystri er fremur þröngur
og líklega snjóþungur. Áætlaður
kostnaður er 470 milljónir.
Nýr vegur um Reykjaheiði frá
Laxamýri að vegamótum Uppsveit-
arvegar yrði mun styttri en út fyrir
Tjörnes. Kostnaður við þennan veg
er áætlaður 620 milljónir.
Að lokum er talað um nýjan veg
yfir Öxarfjarðarheiði frá Klifshaga
að Sválbarði. Gera þarf nýjan veg
alla leið. Núverandi slóð yrði fylgt
austur undir Helgafell en síðan farið
um Einarsskarð að Svalbarði. Þessi
vegur yrði nær 80 km styttri en
þegar farið er út fyrir Melrakka-
sléttu. Kostnaður er áætlaður 460
milljónir.
Frá 266 til 472 km
I skýrslunni er tafla yfir vega-
lengdir milli Akureyrar og Egils-
staða, Akureyrar og Vopnafjarðar
og Akureyrar og Þórshafnar eftir
því hvaða leiðir eru valdar.
Um vegalengdina milli Akureyrar
og Egilsstaða þegar leiðin um Fjöll-
in og Jökuldal er valin segir að eft-
ir núverandi vegi nema um nýjan
veg frá Péturskirkju að Jökulsárbrú
að Grímsstöðum yrði leiðin 267 km
(kort 1). Styst yrði hún eftir núver-
andi vegi nema um nýjan veg frá
Péturskirkju að Jökulsárbrú, Gríms-
staðadal eystri og Háreksstaði að
Ármótaseli, 266 km (kort 2).
Um Fjöllin, Vopnafjörð og Hlíðar-
§öll er leiðin milli Akureyrar og
Egilsstaða 322 km. Sú leið eftir
núverandi vegi nema um nýja vegi
frá Péturskirkju um Jökulsárbrú að
Grímsstöðum og frá vegamótum
Norðausturvegar um Langadal,
breyttan veg frá Kollseyru um Hofs-
árdal að vegamótum Hlíðarvegar og
ný jarðgöng undir Hlíðarfjöll yrði
310 km (kort 3/4).
Fjórum nýjum möguleikum er stillt
upp um vegalengdir milli Akureyrar
og Egilsstaða um strandbyggðir.
Eftir núverandi vegi er leiðin 472
km. Eftir núverandi vegi nema um
nýjan veg um Reykjaheiði 449 km,
um nýjan veg um Óxarfjarðarheiði
394 km, um ný jarðgöng undir Hlíð-
arijöll 464 km og eftir núverandi
vegi nema um nýja vegi um Reykja-
heiði og Öxaríjarðarheiði og ný jarð-
göng undir Hlíðarfjöll 363 km.
Akureyri - Vopnafjörður
Leiðin frá Akureyri til Vopna-
fjarðar um Fjöllin eftir núverandi
vegi er 237 km. Eftir núverandi
vegi um Fjöllin nema um nýja vegi
frá Péturskirkju um Jökulsárbrú að
Grímsstöðum og frá vegamótum
Norðausturvegar um Langadal og
breyttan veg frá Kollseyru um Hofs-
árdal að vegamótum Hlíðarvegar
233 km (kort 3/4). Um strand-
byggðir er leiðin eftir núverandi
vegi 379 km. Um strandbyggðir
eftir núverandi vegi nema um nýja
vegi um Reykjaheiði og Öxarfjarðar-
heiði 278 km (kort 5).
Akureyri - Þórshöfn
Leiðin milli Akureyrar og Þórs-
hafnar um strandbyggðir er 310 km
eftir núverandi vegi. Eftir núverandi
vegi nema um nýja vegi um Reykja-
heiði og Öxarfjarðarheiði yrði hún
209 km.
Þjóðvegir á
Norðausturlandi
og hugmyndir að nýjum
eða endurbyggðum
vegum
Hringvegur
Aðrir þjóðvegir
Nýr eða endur-
gerður vegur
Raufarhöfn
Melrakka-
slétta
austurvegi um Torfastaði,
heiði og Dalland 620 milljónir króna.
Um Hlíðarveg segir í skýrslunni:
„Kostnaður við veginn yfir Hellis-
heiði er í samræmi við
ákvörðun, sem tekin var
1991, að byggður yrði
sumarvegur á þeirri leið.
Er þar um að ræða malar-
veg, öllu mjórri og brattari
en venja er og óhæfan til
umferðar að vetrarlagi. Að öðru leyti
vantar lagfæringar, styrkingu og
slitlag."
Um jarðgöng milli Torfastáða og
Dallands segir: „Til þess að gera
leiðina frá Vopnafírði yfir í Jökulsár-
hlíð sambærilega öðrum leiðum, sem
hér eru til umfjöllunar, þarf að gera
göng undir Hlíðarfjöll. Kostnaður
við þessa lausn er áætlaður um 2,6
milljarðar króna og er af annarri
stærðargráðu en áætlaður kostnað-
ur við aðra áfanga.“ Með jarð-
göngum yrði leiðin þarna á milli 14
km löng.
Aðrir nýir vegir
Sjö nýjum vegarköflum er lýst í
skýrslunni fyrir utan jarðgöng undir
Hlíðarjgöll.
Um nýjan veg frá Péturskirkju
að Möðrudal um Jökulsá við Lamba-
fell segir að leiðin sé á jafnlendi og
hún sé dýrari en vegur um núver-
andi brú og muni þar aðallega kostn-
aði við nýja brú á Jökulsá. Hér er
gert ráð fyrir um tveggja km stytt-
ingu ef farið er áfram austur á Fjall-
garða en lengingu um u.þ.b. 6 km
ef farið yrði í Langadal. Talið er að
hægt sé að gera leiðina um Grims-
staði, Víðidal og Vegaskarð sam-
bærilega hvað varðar vetrarfærð.
Kostnaður við þessa leið er áætlaður
680 milljónir króna.
Um nýjan veg frá Péturskirkju
Kópasker
Oxarjörður
Svafcarb Þórshöfn V
lornes
Grímsstaðir
og Möðrudal
ur yrðu utan
alfaraleiðar
Bakkafjör&ur
Húsavík
Heljardals-
fjiill
Þeystareykja-
bunga
Vopnafjöröur
Hellisheiði
rorfasta&ir
Grimssta&ir
k Einbúa-
!*sk sandur r
ReykjahliÖ J
^Ý^fsiíi&ja
Borgarfjör&ur
Akureyri
•Mö&rudalur
Moðrudals-
örsefi
iey&isfjörbur
Akureyn - Egilssta
266 eða 472 km?
Fjölmargir möguleikar hafa verið skoðaðir í
Raufarhöfn
tengingu Norður- og Austurlands en ekki
hefur verið ákveðið hver þeirra verður ofan á
þegar farið verður að framkvæma. Gréta
og þeim er lýst í áfangaskýrslu Vegagerðar
ríkisins sem kom út í maí
Leiðin um Fjöllin, Vopnafjörð og
Hlíðarfjöll hefur þann kost umfram
fyrrnefnda leið að Vopnafjörður er
vel tengdur Norður- og Austurlandi
en fjarlægðin á milli Akureyrar og
Egilsstaða er mun lengri og ekki
sambærileg að gæðum nema jarð-
göng verði gerð undir Hlíðarfjöll.
Leiðin um strandbyggðir hefur þá
kosti að hún liggur víðast á láglendi
og tengir Norðausturbyggðina inn-
byrðis við hinar tvær, Eyþing og
Miðausturland. Gallarnir eru hvað
leiðin er löng og dýr. Leiðin er nú
472 km á milli Egilsstaða og Akur-
eyrar þegar farin er Hellisheiði fyrir
Melrakkasléttu og Tjörnes. Hún er
200 km lengri en leiðin yfír Fjöllin.
Með því að fara yfir Oxarfjarðar-
og Reykjaheiði í stað þess að fara
fyrir Melrakkasléttu og Tjörnes get-
ur leiðin styst um eina 100 km.
Líta þarf til annarra þátta
en arðsemi
í skýrslunni segir að samkvæmt
hefðbundnum arðsemisútreikning-
um Vegagerðarinnar sé umferðin
t.d. á Fjöllunum of lítil til þess að
hægt sé að fá arðsemi af svo dýrum
vegabótum sem nauðsynlegar séu.
Því verði að líta til annarra þátta
til þess að réttlæta dýrar vegabæt-
ur, eins og t.d. byggðamála.
Vegaáætlun fyrir 1994-1996
gerir ráð fyrir 89 milljónum króna
Raufarhöfn
Vopnafjörbur
.Vopnafjöröur
NEFND sem vegamála-
stjóri skipaði í ársbyijun
1993 til þess að skoða
og bera saman hugsan-
lega kosti í tengingu Norðurlands,
Norðausturlands og Austurlands
skilaði áfangaskýrslu í maí sl. Þar
er þremur leiðum lýst og er um fleiri
en einn möguleika á hverri þeirra
að ræða. Möguleikarnir eru skoðað-
ir út frá vegabótum vissra kafla
núverandi vega, nýjum vegum og
jafnvel jarðgöngum.
Leiðirnar þrjár
Leiðirnar þijár sem lýst er í
skýrslunni eru um Fjöllin og Jökul-
dal í fyrsta lagi, um Fjöllin, Vopna-
fjörð og Hlíðarfjöll í öðru lagi og
um strandbyggðir í þriðja lagi.
Leiðin um Fjöllin og Jökuldal er
sú stysta á milli Eyþings og Miðaust-
urlands og er núverandi vegur milli
Akureyrar og Egilsstaða 271 km.
;ureyrK\
ipnafjörbur, 233 ki
jörbur, 2
igilssta&ir, 310 km
að Grímsstöðum um Jökulsárbrú
segir að um sé að ræða nýbyggingu
frá Jökulsárbrú austur að Gríms-
stöðum mun sunnar en nú er. Stytt-
ing verði um 4 Tcm en Grímsstaðir
verði um 4 km frá alfaraleið. Kostn-
aður er áætlaðúr 170 milljónir.
Talað er um nýjan veg frá vega-
mótum Norðausturvegar um Langa-
dal að Kollseyru. Núverandi vegi
yrði breytt smávegis við núverandi
vegamót Austurlandsvegar og við
Svartfell. Að öðru leyti yrði um
styrkingu að ræða að Langadals-
vörðu en þaðan nýbyggingu. Langi-
dalur er skarð í gegnum fjallgarðinn
til endurbóta á Norðurlandsvegi á
kaflanum frá Krossi að Kísiliðju.
Endurbygging kaflans á Fljótsheiði,
Laxárheiði og í Mývatnssveit kostar
hins vegar skv. skýrslunni 445 millj-
ónir króna á verðlagi í byijun þessa
árs.
Gert er ráð fyrir 193 milljónum
króna til vegarkaflans milli Kísiliðju
og Péturskirkju. í skýrslunni segir
að slitlag vanti á kaflann milli Kísil-
iðju og Dettifossvegar og endur-
byggingu þaðan. Kostnaðurinn við
þær framkvæmdir sé 220 milljónir
króna. Fjárveiting samkvæmt vega-
áætlun er talin nægja til þess að
ljúka veginum austur fyrir Dettifoss-
veg.
Til Austurlandsvegar á kaflanum
frá vegamótum Hljðarvegar til Eg-
ilsstaða eru veittar 170 milljónir
króna. Samkvæmt skýrslunni kostar
hins vegar ný brú og vegur um Jök-
ulsá á Dal og nýbygging frá Ærlæk
að Urriðavatni 540 millj.
62 milljónir eru ætlaðar til Norð-
austurvegar frá Svalbarði i Þistil-
firði til vegamóta Hlíðarvegar. Tíu
sinnum hærri fjárhæð er talið að
þurfi til nýbyggingar á Brekknaheiði
og víðar, sem aðallega felst í styrk-
ingu og lagningu slitlags.
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
Stórfelld aðstoð
RIKI í suðurhluta Evrópu óttast mjög að pólitískur og efnahagsleg-
ur óstöðugleiki í Norður-Afríku geti leitt til flóðbylgju flóttamanna.
Hér má sjá leiðtoga heittrúaðra múslima í Alsír ganga um götur.
Framkvæmdastjóm ESB veitir fjármagni
til ríkja við sunnanvert Miðjarðarhaf
tíl að koma á
stöðugleika .
Ríkin í suðurhluta Evrópusambandsins óttast
stórfelldan flóttamannastraum frá arabaríkj-
unum í suðri vegna hins pólitíska óstöðugleika
og slæma efnahagsástands. Framkvæmda-
stjóm Evrópusambandsins hefur því ákveðið
að veita miklu fjármagni til þróunarverkefna
í þessum ríkjum fram að aldamótum.
RAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins til-
kynnti á miðvikudag að hún
fyrirhugaði að veita ríkjum
Norður-Afríku og Mið-Austurlanda
stórfellda ljárhagsaðstoð. Alls er ætl-
unin að veita andvirði rúmlega 450
milljarða íslenskra króna til þróunar-
verkefna í ríkjunum við sunnanvert
Miðjarðarhaf.
Þessi ákvörðun framkvæmda-
stjórnarinnar er talin stangast nokk-
uð á við þau áform Þjóðverja að að-
stoða ríkin í austurhluta Evrópu sem
mest þannig að þau geti fengið aðild
að Evrópusambandinu fyrir aldamót.
Aðrar ESB-þjóðir, ekki síst Frakkar
og Spánveijar, hafa haft uppi efa-
semdir um þá stefnu og telja Þjóð-
vetja fara of geyst í að fá þessi ríki
inn í sambandið. Óttast þau að með
því myndi draga úr vægi þeirra sjálfra
innan ESB og hin pólitíska þungam-
iðja færast austur á bóginn.
Að auki hafa jafnt Frakkar sem
Spánveijar ékki minni áhyggjur af
ástandinu í þeirra næstu nági’anna-
ríkjum, hinum megin við Miðjarðar-
hafið, s.s. Marokkó, Túnis og Alsír,
heldur en efnahagsástandinu í Mið-
og Austur-Evrópu. Þær áhyggjur eru
ekki ástæðulausar. íbúar þeirra Mið-
jarðarhafsríkja, sem standa utan Evr-
ópusambandsins, eru 400 milljónir
og ef efnahagur þeirra hrynur má
búast við gífurlegum flóttamanna-
straumi norður á bóginn. Flestir
flóttamannanna myndu fara til
Frakklands eða Spánar.
Það ætti því ekki að koma á óvart
að það var fulltrúi Spánar í fram-
kvæmdastjórninni, Manuel Marin, sem
fer þar með málefni Miðjarðarhafsins,
sem lagði fram tillöguna um efnahags- _
aðstoð, sem samþykkt var á miðviku-
dag. Samkvæmt henni á þetta fé,
rúmlega 450 milljarðar, að renna til
þróunarverkefna fram að aldamótum.
600 milljarðar til A-Evrópu
Tíl samanburðar má geta þess að
til áþekkrar aðstoðar við Austur-Evr-
ópu hefur verið ákveðið að veita tæp-
lega 600 milljarða króna. Nákvæm-
lega hvernig fénu verður varið verður
þó ekki ákveðið fyrr en á leiðtoga-
fundi ESB í desember.
FYamkvæmdastjórnin tók einnig
fram að Miðjarðarhafsríkin, Mar-
okkó, Túnis, Alsír, Líbýa, Egypta-
land, fsrael, Sýrland og Líbanon ættu
að hefja undirbúning að gerð sam-
starfssamninga við ESB, sem í fram-
tíðinni myndu þróast í fríverslunar-
samninga. Framkvæmdastjómin tók
þó fram að með þessu væri ekki ver-
ið að gefa í skyn að ríkin ættu kost
á ESB-aðild í framtíðinni.
Samstarf við S-Ameríku
Þá lagði framkvæmdastjórnin til
að ESB og Miðjarðarhafsríkin héldu
sameiginlega ráðstefnu um öryggis-
og stjórnmál. Engin nánari útfærsla
liggur þó fyrir á þeirri hugmynd og
endanleg ákvörðun urn slíkt yrði tek-
in af ráðamönnum aðildarríkjanna.
Loks ákvað framkvæmdastjórnin á
miðvikudag að hefja viðræður við
Mercosur-ríkin en Mercosur er hið
sameiginlega efnahagssvæði Argent-
ínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay.
Er þetta talið til marks um að Suður-
Evrópuríkin vilji nú auka vægi sitt
og áhrif gagnvart Þýskalandi í franw
kvæmdastjórninni.