Morgunblaðið - 11.11.1994, Side 20

Morgunblaðið - 11.11.1994, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Snigla- og pastaveisla frá Vöku-Helgafelli Saga þjóðar, ógnir og ævintýri Morgunblaðið/Svecrir NOKKRIR nemendanna sem spila í Norræna húsinu á mqrgrtn ásamt stjórnandanum Guðna Franzsyni. Ný tónlist - nýir flyljendur í kjölfar nýstárlegs námskeiðs í Tónlistar- skólanum í Reykjavík verða tónlekar í Nor- ræna húsinu á morgun. Nemendur flytja þar nýja tónlist undir stjóm Guðna Franzsonar. NEMENDUR Tónlistarskólans í Reykjavík halda tónleika á morgun, laugardag, kl. 17 í Norræna húsinu, undir yfír- skriftinni Tónónóva. Tónleikarnir eru haldnir í kjölfar nýstárlegs námskeiðs við skólann, sem Guðni Franzson, klarinettuleik- ari, hefur séð um og er hann jafn- framt stjórnandi tónleikanna. Á efnisskránni eru eftirtalin fimm kammerverk: Frumflutningur á píanókvintett eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið tileinkaði hann Tónlistarskóla Reykjavíkur fyrr á þessu ári og er kvintettinn byggður á þjóðlegu stefí „Yfir kaldan eyðisand". Frumflutningur verks eftir Eirík Árna Sigtryggsson frá Keflavík. „Gamlar vísur“ sem hann byggir á þjóðlagastefjagrunni. „Coyote Blues“ eftir Magnus Lindberg frá Finnlandi. Magnus er handhafí verðlauna Norðurlanda- ráðs í tónsmíðum. Verkið er samið undir áhrifum Stravinskys. „Verso" eftir Veli-Matti Puumala frá Finnlandi. Það er undir sterkum ítölskum áhrifum, allt í flúri og rococostíl. „S“ eftir Asbjöm Schaathun, norskan verðlaunahafa fyrir tón- smíðar. Örstutt verk fyrir kammer- svejt. Ég leit inn á æfingu þar sem Guðni var að æfa með nokkrum flytj- endanna og spurði hann um tilurð þessa námskeiðs og tónleikana. „í fyrra var uppi hugmynd um að vinna að nýrri músík við skólann. Nú í haust var svo þetta námskeið haldið og sóttu það um tuttugu nem- endur sem langt eru komnir í námi við skólann. Verkin sem þau vinna með eru ný, eða ekki eldri en þriggja ára. Þau eru því að kljást við splunkunýja músík - nútímamúsík og jafnvel blús. Til dæmis eru er- lendu tónskáldin sem við vinnum með ekki nema rétt um 10 árum eldri en nemendurnir sjálfir og tel ég þá meðal mest spennandi tón- skáldunum í Skandinavíu. Svona námskeið eru æskileg og lærdómsrík þar sem trúlega bíður nemendanna að fást við nútímatón- list að námi loknu. Við flutning nútí- matónlistar verður hver og einn að finna út sjálfur hvernig hann fram- kallar eða býr til eitthvað í líkingu við það sem stendur á pappírnum svo þetta er skapandi reynsla fyrir einstaklinginn. Tónlistarfólkið unga sem varð fyrir svörum þegar ég spurði það út í námskeiðið og flutn- ing þessara verka sagðist hafa æft stíft í u.þ.b. þrjár vikur. „Þetta hefur verið mjög skemmti- legt, en líka mjög erfitt. Svona tæki- færi er okkur öllum kærkomið og það er ögrun að fá að takast á við alvöru nútímatónlist. Við fáum t.d. rytmíska þjálfun og okkur finnst hafa opnast margar nýjar gáttir við að spreyta okkur á þessum verkum. Það koma upp svo mörg ný tæknileg vandamál sem aðeins er að finna í nútímatónlist“. „Þetta hefur verið svínslega erfítt en rosa skemmtilegt", bætti einn úr hópnum við svona í lokin og hin samþykktu það svo sannarlega og sneru sér aftur full ákafa að æfing- unni og renndu Iéttilega í gegnum verk finnska tónskáldsins Puumala, sem þau virðast hafa mikið dálæti á. VAKA-Helgafell gefur út margar bækur á þessu ári þegar allt er talið. Bækumar koma flestar á almennan markað í fyrsta sinn nú fyrir jólin, en hluti þeirra hefur áður verið í boði í þeim fimm bóka- klúbbum sem forlagið rekur. Sniglaveisla Ólafur Jóhann Ólafsson sendir frá sér nýja skáldsögu, Sniglaveisl- una, og er það fjórða bók hans. Að sögn útgefanda kveður við nýj- an tón hjá höfundi í Sniglaveisl- unni og gildir það sérstaklega um kímni. Þjóð á Þingvöllum er eftir Ing- ólf Margeirsson og fjallar í máli og myndum um hálfrar aldar af- mælishátíð lýðveldisins á Þingvöll- um í sumar. Þetta er bók í stóru broti. Dagar íslands - Atburðir úr sögu og samtíð alla daga ársins tengist einnig sögu þjóðarinnar. Jónas Ragnarsson tók bókina sam- an. Atburðum er skipað eftir dög- um, en ekki árum og öldum eins og venjan er. Heimsstyrjöldin og ógnir á Balkanskaga og í Saudi-Arabíu Jónas Jónasson hefur skráð ævisögu Péturs H. Ólafssonar. Krappur lífsdans nefnist sagan og lýsir fjölbreyttri ævi, segir m.a. frá siglingu skipalesta um Norður-Atl- antshaf á stríðsárunum. Dagbók ungrar stúlkur í Sarajevó, Zlötu Filipovic, hefur MYNPLIST Listhúsið Laugardal BÚTASAUMUR Björg Friðriksdóttir. Opið alla daga kl. 10-18 til 13. nóvember. Aðgangur ókeypis. Á SÍÐUSTU árum hafa mörkin milli listar og handverks orðið sí- fellt óljósari, eftir því sem einstak- ir listamenn hafa leitað í smiðju handverksfólks á ýmsum sviðum, numið hina nauðsynlegu verk- tækni og síðan beitt henni í ný- sköpun sinni í myndlist. Þannig hefur hið besta úr ólíkum áttum verið sameinað og handverkinu jafnt sem listinni gefið nýtt líf; dæmi þessa má t.d. fínna í vinnu ýmissa yngri listamanna eins og Hannesar Lárussonar með tré. Óvíða eru möguleikarnir til samþættingar handverks og listar meiri en á sviðum vefnaðar og sauma. Valgarður Gunnarsson listmálari hefur skapað nýjar vídd- ir í málverki sínu með því að sauma í flötinn, og veflistafólk hefur tek- ið ýmis ólíkleg efni til notkunar í verkum sínum, eins og nýleg sýn- ing Guðrúnar Gunnarsdóttur bar órækt vitni um. Hins vegar hafa færri leitað fanga í bútasaum, gerð stórra teppa og veggmynda, sem á sér svo ríkulega hefð að baki. Bútasaumur eða gerð vegg- teppa (,,quilts“) hefur síðustu ára- tugi komið fram sem athyglisverð listgrein, einkum í Bandaríkjun- um, og þá helst á grunni gamalla hefða meðal afkomenda innflytj- enda frá ýmsum löndum Evrópu. Fyrir nokkrum árum var á Kjarv- alsstöðum athyglisverð sýning verið líkt við Dagbók Önnu Frank og hvarvetna vakið mikla athygli. Önnur bók af svipuðu tagi er í fjötrum, reynslusaga prinsessu í Saudi-Arabíu sem er fangi í eigin höll. Höfundur bókarinnar er Jean P. Sasson, en prinsessan notar dulnefnið Sultana. Þýddar skáldsögur og matreiðsla Margar þýddar skáldsögur eru á útgáfulista Vöku-Helgafells, flestar metsölubækur. Kunnust er skáldsaga Roberts James Waller, Brýrnar í Madisonsýslu. Svikalogn er fyrsta bók metsölu- höfundarins Belvu Plain. Þá má nefna Á valdi vitna eftir William J. Coughlin, Austan við sól eftir Barböru Bickmore, Leyndarleik eftir Warren Adler, Fanga ástar og ótta eftir Victoriu Holt, Dóttur foringjans eftir Nelson DeMille og loks nýjustu bók Kens Follett, Fall- valta gæfu. Pastaréttir koma til móts við pastaunnendur. Höfundar eru Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson, en þau hafa séð um val uppskrifta og matreiðslu fyrir Nýja eftirlætisrétti, matreiðslu- klúbb Vöku-Helgafells. Stóra bakstursbókin er að sögn forlagsins viðamesta bók um bakstur sem gefin hefur verið út á íslensku. í henni eru um 500 uppskriftir, 300 litmyndir af kök- um, brauðum, bakstursaðferðum i verka á þessu sviði, sem margir minnast, en hún sýndi glögglega fram á þá fjölbreyttu möguleika sem þessi miðill býður upp á. Nú fer senn að ljúka sýningu Bjargar Friðriksdóttur á verkum á þessu sviði. Hér getur að líta rúmlega tuttugu veggteppi og myndir sem hún hefur hannað og saumað, auk ýmissa smálegra hluta, sem eru raunar óþörf viðbót á sýningunni. Björg mun ekki hafa hlotið formlega listmenntun, en verkin bera með sér að hún hefur næma tilfinningu fyrir þeim efnivið, sem hún vinnur með, sem og þeirri fjöl- breyttu mynsturgerð, sem er möguleg í þessum teppum. Þetta á einkum við um stóru veggtepp- in, sem eru einkar glæsileg í hóg- værri formgerð sinni; ljölbreytnin og áhöldum til baksturs. Efnið er sænskt, en Soffía Ófeigsdóttir þýddi og staðfærði. Barnabækur verðlauna- höfunda Fyrr á árinu kom út verðlauna- bókin Röndóttir spóar eftir Guð- rúnu H. Eiríksdóttur. Draugúr í sjöunda himni eftir Kristínu Steins- dóttur er sjálfstætt framhald bók- arinnar Draugar vilja ekki dósa- gos. Elías Snæland Jónsson er höfundur unglingabókarinnar Haltu mér fast. í bókaflokknum Ævintýraheim- ur Ármanns kemur út ný bók sem nefnist Valli valtari, fjórar sögur sem tengjast jólunum með ein- hveijum hætti. Ármann Kr. Ein- arsson á 60 ára rithöfundarafmæli á þessu ári. Meðal nýjunga í útgáfu Vöku- Helgafells eru fjögur sígild ævin- týri fyrir börn frá Walt Disney-fyr- irtækinu. Ævintýrunum fylgja hljóðsnældur með tónlist og leik- lestri textans. Fleiri bækur úr smiðju Disneys eru komnar út, m.a. teiknimyndasögur og ævintýri og þjóðsögur frá ýmsum löndum. Laxness endurútgefinn Átta skáldsögur Halldórs Lax- ness verða endurútgefnar. Brekku- kotsannáll og íslandsklukkan koma út í kiljum með nýjum svip og á mun lægra verði en inn- bundnu bækurnar. felst í efnisvali, mynstri og litav- ali, þar sem skiptast á bjartir litir líkt og í „Tengsl“ (nr. 6) og klass- ísk hrynjandi endurtekningarinnar í „Fjölbýli“ (nr. 20). Smærri myndimar eru einnig vel unnar, og gefa Björgu ef til vill betra tækifæri en stóru teppin til að skapa eigin form og ímynd- ir. „Kærleikur" (nr. 8) er einföld að byggingu, en tekst afar vel; á sama hátt er „Í stofunni“ (nr. 12) fjörleg útfærsla á þröngu rými, sem nýtur sín vel í grófum ram- manum. Sýningar á bútasaumsverkum hafa ekki verið margar síðustu misseri, en hér er vissulega vel að verki staðið, og vert að benda áhugafólki á að nýta síðustu sýn- ingardagana. Eiríkur Þorláksson OKI Tækni til tjáskipta Faxtæki fyrir heimilið og skrifstofuna MeÖál eiginleika má nefna: • Simi og fax (sjálfskipting) • Símsvari innbyggöur • 50 númer í minni • Ljósritun • Arkamatari • Skurður • Þægilegur í notkun OKIFAX 450 er nú á kynningarverði kr. 49.900,- stgr. m. vsk. H0 Tæknival Skerfunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 Mynstur veggteppisins BJÖRG Friðriksdóttir við eitt verka sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.