Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðkönnun vikunnar Bökunarvörur lækka ^ Eitt og annað í körfuna! Bónus, Hagkaup, Fjarðar- Kjöt& Nóatún, 10-11, 11-11 Faxafeni, Eíðistorgi, kaup, fiskur Nóatúni, Borgarkr., Grensásv., Reykjavík Seltjarnam. Hafnarfirði Mjódd, R. Reykjavík Reykjavík Reykjavík Trópí (1 lítri) 127,- 140,- 139,- 169,- 169,- 139,- - Frissi fríski (21) 97,- 109,- 109,- 109,- 119,- 114,- 114,- Homeblest súkkulaðikex (biár) 79,- 92,- 86,- - 99,- 94,- 99,- Barilla pasta (skrúfur/gnocchi) 59,- 75,- 65,- 78,- 75-87,- 73-74,- - Hunts tómatar (411 g dós) 40,- 43,- 42,- 56,- 2) 58,- 46,- - Síríus suðusúkkulaði (200 g) D 1) 185,- 199,- 199,- 198,- 229,- Hagver heslihnetukjarnar (100 g) 3) 55,- 55,- 59,- 3) 78,- 71,- Kornax hveiti (2 kg) 57,- 69,- 69,- 58,- 8) 65,- 79,- Ljóma smjörlíki (500 g) 96,- 107,- 102,- 99,- 107,- 106,- 119,- Kjama smjörlíki (500 g) „ 57,- 69,- 55,- 69,- 5)79,- 68,- - Rúsínur (500 g dós) 105,- ?e\?#129,- 0°* 138,- oXm- o°'e119,- 148,- oo\M39,- Sprittkerti (30 stk. í poka) 135,- g«s179,- c^'158,- X159>- o#189,- ^158,- X189>- Smjör (500 g) 111,- 122,- ‘120,- 122,- 122,- 122,- 122,- Colgate tannkrem (75 mi) 4) 129,- 126,- 169,- 169,- 128,- 169,- Colgate tannkrem (100 mi) 4) 179,- - - - 178,- - Kellogg’s kornflögur (250 g) - 158,- - 158,- - - 164,- Kelloqq’s kornflöqur (500 q) 179,- - 196,- 239,- 246,- 198,- - Kellogg’s komflögur (750 g) - 275,- 273,- 309,- 298,- - 339,- Samsölu-bakarabrauð 139,- 166,- 166,- 159,- 166,- 166,- 159,- Samsölu-samlokubrauð 159,- 174,- 180,- 174,- 174,- 174,- 174,- Samsölu-létt og mett 129,- 149,- 149,- 149,- 149,- 149,- 149,- Libby’s tómatsósa (567 g) 78,- 88,- 86,- 105,- 108,- 96,- 99,- Soyking sojasósa (150 mi) 79,- 116,- 116,- - 136,- 118,- 164,- Ömmubaksturs-pizza (400 g) 320,- - 384,- 365,- 258,- - Ömmubaksturs-pizza (600 g) 329,- 395,- 347,- 464,- 349,- 394,- - River rice hrísgrjón (454 g) 6) - 78,- 88,- 95,- - 89,- River rice hrísgrjón (907 g) 6) 159,- 148,- 179,- 175,- 158,- 169,- Uncle Ben’s hrísgrjón (454 g) - 81,- 73,- 88,- 89,- 79,- - Uncle Ben’s hrísgrjón (907 g) - 139,- 128,- 159,- 167,- - - Góu Hraun-bitar (stórpakki) 125,- 158,- 149,- 179,- 129,- ' 157,- 169,- Duni (tvö kerti í pakka) - 99,- 127,- - 99,- 98,- 143,- 1) Á kr. 233 í Bónus (300 g) og kr. 276 í Hagkaup (300 g). 2) Ein dós af tómötum fyigir sé keypt Hunt’s tómatsósa. 3) Ekki til. I Bónus kosta intergarden kjarnar kr. 49 og i Nóatúni kosta Jumbo kjarnar kr. 67. 4) í Bónus kosta 2 saman í pakka kr. 212, bæði 75 og 100 ml. 5) Daginn eftir verðkönnunina átti að lækka verðið í kr. 59. 6) River rice hrisgrjón eru aðeins seld f 1,36 kg pakka í Bónus og kosta kr. 179. 7) í poka. 8) Ekki til. Júvel hveiti, 2 kg, kosta kr. 69. HVEITI, smjörlíki og aðrar bökun- arvörur hafa lækkað í verði undan- farið og eiga væntanlega eftir að lækka enn frekar á næstu vikum. Kaupmenn segja að fyrir jól skipti miklu máli að hafa þessar vörur sem ódýrastar, því verð á þeim hafí áhrif á hvar fólk verslar. Þótt kökubakstur sé framund- an, eru bökunarvörur óverulegur hluti af heildarinnkaupum hjá flestum fjölskyldum. Þess vegna skiptir verð á öðrum varningi jafn miklu máli þegar metið er hvort borgar sig að versla í einni verslun fremur en annarri. Farið var í sjö verslanir á höfuð- borgarsvæðinu síðastliðinn fimmtudag og verð kannað á rúm- lega 20 vörutegundum. Aðeins sex fyllilega sambærilegir vöruliðir voru til í öllum verslunum, Frissi fríski, Samsölu bakarabrauð, Hraunbitar, Ljóma-smjörlíki og smjör. Samtals kosta þessar vörur 646 krónur í Bónus, þar sem þær eru ódýrastar, en 782 krónur í 11-11 við Grensársveg, þar sem þær eru dýrastar. Verðmunur er 21%. í Hagkaup kosta þessar vörur 750 kr., í Fjarðarkaupum 732 krónur, í Nóatúni 751 kr., í 10-11 771 kr. og í Kjöti og físki 773 krónur. Mikill verðmunur á tannkremi og tómötum Jólasmjör eru nú komið í allar verslanir og kostar frá 111 krón- um upp í 122 kr. Athygli vekur verðmunur á Colgate-tannkremi, en alls staðar er miðað við 75 ml túpur og sömu gerð tannkrems. I Bónus eru tvær túpur seldar sam- an í pakka sem kostar 212 krón- ur, eða 106 krónur stykkið. Reyndar rakst verðkönnuður á sama tannkrem í 100 ml túpum, sem eru jafndýrar og litlu túpurn- ar. Þar sem hægt er að kaupa tannkremstúpur í stykkjatali, eru þær ódýrastar í Fjarðarkaupum á 126 krónur, en kosta allt að 169 kr. annars staðar. Tómatar í dós eru áberandi dýrastir í Nóatúni, þar sem dósin kostar 58 krónur, en í Bónus kost- ar sams konar dós 40 krónur. í Nóatúni kom einnig á óvart verð- lagning á pizzum frá Ömmu- bakstri, því minni gerðin, sem vegur 400 g er dýrari en sú stærri. Mikill verðmunur er einnig á sojasósu, sem kostar 79 krónur í Bónus, þar sem hún er ódýrust, en 164 krónur í 11-11. Með því að kanna verð á sem flestum vöruliðum, er hægt að fá raunhæf- ari mynd af verðlagi hverrar verslunar. Þær eru hins vegar jafn ólíkar og þær eru margar, í sum- um er til dæmis heimsendingar- þjónusta. Einnig er stærð verslana misjöfn og sömuleiðis misjafnt hversu aðgengilegar og þægilegar þær eru. Eðlilega er ekki tekið tillit til þessara þátta þegar verð er kannað, eins og hér er gert. Morgunblaðið/Sverrir JÓHANNA Harðardóttir tekur snið fyrir viðskiptavini sína. Hægt að taka snið og sauma á staðnum í VEFNAÐARVÖRUVERSLUNINNI Textilline sem Jóhanna Harðardóttir opnaði nýverið í Faxafeni 12 er við- skiptavinum boðið upp á aðstöðu t.il að taka snið og sauma fyrir 400 kr. á kiukkutímann. Þeir geta einnig blaðað í nýjustu tiskublöðunum, tekið snið upp úr þeim eða keypt tilbúin Burda-snið. A boðstólum í Textilline er úrval efna í kvenfatnað, renniiásar, tölur, tvinni og flest er lýtur að saumaskap. Auk þess fást þar skartgripir og leð- urbelti. Séu efnin keypt í versluninni býðst Jóhanna til að aðstoða við sauma- skapinn, enda hæg heimatökin því hún er lærð saumakona og hefur fjórar saumavélar af fullkomnustu gerð í versluninni til afnota fyrir viðskipta- vini sína. Jóhanna tekur jafnframt snið fyrir þá sem ekki treysta sér tii þess, en slík þjónusta og aðstoð er ókeypis. Þótt Jóhanna einbeiti sér nú að sölu- mennskunni og ráðgjöf varðandi saumaskap tekur hún enn að sér að sauma úr efnum sem fást í verslun- inni. Hún segist sauma jafnt samkvæm- iskjóla sem síðbuxur. Saumaskapur á síðbuxum, með vösum, uppábroti og mittisstreng, kosti 2.800 kr., en á bux- um með einföldu sniði, t.d. teygju í mittið, kosti 1.600 kr. í TextiIIine er hægt að láta yfir- dekkja tölur fyrir 50 kr. stykkið, setja smellur á flíkur fyrir sama og gera hnappagöt fyrir 80 kr. Islenskar innréttingar úr viðjum vanans „OKKUR fínnst við vera braut- ryðjendur því innréttingahönn- un hefur verið lengi í föstum skorðum," segir Jökull H. Úlfs- son frkvstj. Tréforms hf. sem hefur efnt til sýningar á nýjum innréttingum í verslun sinni. Fyrirtækið var stofnað um ára- mótin með samruna þriggja iðnfyrirtækja. Jökull segir að markið hafi verið nýsköpun og að afla fyrirtækinu sérstöðu í húsgagnaiðnaði. Nýju innréttingarnar eru fyrir eldhús og baðherbergi og einnig er um að ræða fata- skápa. „Við vildum gera eitt- hvað nýtt í framhaldi af stofn- un fyrirtækisins og leggja áherslu á íslenska framleiðslu," segir Jökull og vill meina að innréttingarnar séu á heims- mælikvarða, enda tilgangurinn. „Þetta hefur ekki sést áður frá íslensku fyrirtæki. Blandað er saman óvenjulegum litum, við- artegundum og sandblásnu gleri og lögunin byggir á grönnum, ílöngum formum, ekki ósvipuðum stuðlabergi sem haft var til hliðsjónar." Jökull segir innréttingarnar byggjast á einingum í ijölda stærða og séu margvíslegir valmöguleikar. „Þetta er byggt þannig upp að fólk getur kom- ið til okkar og valið einfalda innréttingu, sléttlakkaðar hurðir, litaðar eða hvítar eftir hentugleikum og bætt við því sem því líst á, til dæmis hvítu sandblásnu gleri svo eitthvað sé nefnt,“ segir hann. Starfsmenn Tréforms eru átján og fer framleiðslan fram í_ Mosfellsbæ, í hluta húsnæðis Alafoss sem var en verslunin er í Kópavogi. Einnig starfar fyrirtækið á opnum útboðs- markaði og er að hasla sér völl í smíði innréttinga fyrir verk- takafyrirtæki að sögn fram- kvæmdastjórans. Hönnun inn- réttinganna var í höndum Björns Skaptasonar arkitekts og Hildar Bjarnadóttur. NÝTT FRÁ SÓL Jóla-Ljómi SÓL hf. hefur sent á markað Ljóma- smjörlíki í nýjum umbúðum og er það kallað jólasmjörlíki. Er þetta askja með tveimur 500 g Ljóma- stykkjum. Á hverri öskju eru einnig tvær Ljóma-uppskriftir. Á öskjunni er svarseðill í Ljóma- getraun og gefst neytendum kostur á að svara 3 spurningum og taka þátt i leik með ýmsum vinningum, s.s. hrærivélum, eldhúsvogum, Sodastream-tækjum o.fl. Jólaglögg SÓL hefur líka hafið fram- leiðslu á Jóla- glöggi í eins litra _ umbúð- um. Á umbúð- um eru tillögur að uppskrift- um og leið- beiningar um blöndun drykkjarins. Nýir Svalar SÍÐUSTU mánuði hefur verið unnið að breytingum á Svala ávaxtadrykkn- um til að gera hann hollari og bragðbetri. í nýja Svalanum er inni- hald af hreinum safa aukið úr 15 í 35%, enginn hvítur sykur er í honum og aðeins notaður ávaxta- og þrúgusykur til að gefa drykknum sætt bragð. Þá er dregið úr notkun sýra til muna. Drauma- bleian á markað ÍSLENSKA taubleian, Drauma- bleian, sem framleidd er á Dalvík hefur nú verið sett á markaðinn. Samnefnt fyrirtæki á Dalvík í eigu Hugrúnar Marinósdóttur hefur þró- að bleiuna og Klasi hf. dreifir henni í apótek. Notkun taubleia hefur vaxið sl. ár og aðalrökin eru umhverfissjón- armið en ekki síður kostnaðarhlið- in. Skv. könnun Neytendablaðsins í mars 1993 er áætlaður kostnaður yfir bleiutímabil barns með notkun Draumableiunnar um 27 þús. krón- ur. Er í þessari tölu kaupverð og þvottakostnaður. Áætlaður kostnaður við notkun pappírsbleia er um 142. þús. krón- ur. Hönnuðir Draumableiunnar hafa notið ráðgjafar hjá Iðnþróun- arfélagi Eyjafjarðar og Útflutn- ingsráði. Heimamarkaðurinn mun gefa fyrirtækinu þá reynslu sem þarf áður en hugað verður að út- flutningsmöguleikum. Nú er verið að þróa margnota bleiur fyrir fólk með þvaglekavandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.