Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 35 FRETTIR INNLENT Skátafélagið Skjöldung- ar 25 ára HALDIÐ verður upp á 25 ára afmæli Skátafélagsins Skjöld- unga nk. sunnudag. í tilefni af því er öllum gömluin og nýjum félögum í Skjöldungum og einnig öðrum skátum boðið að sækja skátaskemmtun í Langholts- kirkju sunnudaginn 20. nóvem- ber kl. 16-17.30 og þiggja veit- ingar á eftir í safnaðarheimilinu. Gestir geta einnig skoðað skáta- heimilið sem er í næsta nágrenni kirkjunnar. Skátafélagið Skjöldungar á djúparrætur í skátahreyfing- unni á íslandi og hafa skátar úr félaginu og forverum þess Skjöldungasveit og síðar Skjöld- ungadeild í Skátafélagi Reykja- víkur ætíð tekið virkan þátt í mótun hennar og eru öflugur burðarás í skátahreyfingunni í dag. SKÁTASVEITIN Farúlfar. Myndin er tekin árið 1969. Trjónukrabbi í sæ- lífskerfinu á Miðbakka TRJÓNUKRABBINN verður í dag og næstu sólarhringa kynntur í sælífskerunum á Hvalnum, útivist- arsvæði Miðbakkans. Í kerunum verða bæði kynin og ungviði, margir einstaklingar en tijónukrabbinn er ákaflega breyti- legur á litinn, getur litbreytt ysta lagi skeljarinnar og líkist þá gjama því umhverfi sem hann lifir í. Auk þess laðar hann að sér ýmis ásætu- dýr, s.s. mosadýr og hrúðukarla og setur á sig ungar þörungaplöntur (dulargervi). Lífsbarátta krabbanna er hörð og oft vantar þá griparma (klær) og lappir, en það breytir ekki miklu, þeir bjarga sér samt og næst þegar þeir stækka við skel- skipti vaxa á þá nýir griparmar og lappir. Ráðstefna um Evrópu- sambandsumræðuna ALÞÝÐUFLOKKURINN telur nauðsynlegt að sem flestir fái tæki- •færi til þess að kynna sér upplýs- ingar um Evrópusambandið og ís- land og hefur því boðað til ráð- stefnu í Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 20. nóvmeber kl. 14.30, segir í frétt frá Alþýðu- flokknum. Þar munu fulltrúar háskólans kynna niðurstöður rannsókna á kostum og göllum ESB-aðilar og á eftir verða pallborðsumræður. Þátttakendur þar verða: Jón Bald- ■vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, Sighvatur Bjamason, for- maður SIK, Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, og Ari Skúlason, alþjóðafulltrúi ASÍ. Fundarstjóri verður Ingólfur Margeirsson, blaðamaður. Ráð- stefnan er öllum opin og að loknum framsögum verða fyrirspumir og umræður. í>ie<\le<t jóí Jólakort MS - félags Islands MS - FÉLAG íslands hefur gefið út jólakort til styrktar dagvistar- byggingu félagsins á Sléttuvegi 5, Reykjavík. Að þessu sinni prýða kortin ljós- myndir af íslensku landslagi eftir Pál Stefánsson, ljósmyndara. Kort- in eru seld á skrifstofu félagsins, Álandi 13 auk þess sem sölubörn ganga í hús. Jólakortasalan er aðal fjáröflun félagsins. Sj ónvarpsmessa á sunnudags- morgun SJÓNVARPIÐ bryddar upp á þeirri nýbreytni nú á sunnudag klukkan 11 árdegis, að sjónvarpa sérstakri sjónvarpsmessu, sem tek- in var upp fimmtudag fyrir rúmri viku. Messan, sem sjónvarpað verður, er messa í Grafarvogskirkju og er það sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Árnason, sem predikar. Organ- isti og kórstjóri er Bjarni Þór Jón- atansson. Barnakór kirkjunnar kemur einnig fram við messuna, en kórstjóri hans er Áslaug Berg- steinsdóttir. Fegurð sýnd í Glaumbar GLAUMBAR við Tryggvagötu ætl- ar í kvöld, laugardag, að sýna frá keppninni Ungfrú heimur í beinni útsendingu en þar keppir einmitt Birna Bragadóttir fyrir íslands hönd. Keppnin fer fram í Suður-Afríku. Einnig verður sýnt frá fyrri keppn- um héma heima og verða þátttak- endur úr keppnum síðustu fimm ára heiðursgestir þetta kvöld. Á boð- stólum verða léttar veitingar. Út- sendingin frá keppninni hefst kl. 19. Jólakort Styrktarfélags vangefinna SALA er hafín á jóiakortum félags- ins. Að þessu sinni voru gefin út tvö kort. Annað þeirra er með mynd eftir listakonuna Sólveigu Eggerz Pétursdóttur og hitt kortið er með mynd eftir Elfu Björk Jónsdóttur og var á listsýningu fatlaðra sem haldin var í tenglsum við alþjóðlegu ráðstefnuna: Eitt samfélag fyrir alla, sem haldin var í Reykjavík í júní sl. Átta kort em í hveijum pakka og fylgir spjald sem gildir sem happdrættismiði. Verð pakkans er 500 kr. Hinn 23. janúar 1995 verð- ur dregið um myndirnar og vinn- ingsnúmer þá birt í fjölmiðlum. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins Háteigsvegi 6, Þroska- hjálp Suðurlandsbraut 22, Verslun- inni Kúnst, Engjateigi 17, Nesapó- teki Eiðistorgi 18 og á stofnunum félagsins. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu SÆNSKA kvikmyndin „Brödema Lejonhjárta" verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 20. nóvember kl. 14. Bræðurnir Klar og Jóhann Ienda báðir eftir stutta lífdaga í landinu Nangijal þar sem tími ævintýranna og varðeldanna ræður ríkjum. En hinu Ijúfa lífi í Kirsjubeijadalnum er ógnað því að hinn grimmi ridd- ari Þengill ræður rikjum í Þyrni- rósadalnum. Hinir hugrökku bræð ur ráðast gegn hinum illa Þengli og svörtu riddurunum hans. Kvikmyndin er byggð á sögu eft- ir Astrid Lindgren. Sýningin tekur rúma eina og hálfa klst. og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Sýnir leður- og mokkafatnað SIGRÍÐUR Sunneva sýnir leður- og mokkafatnað á Sólon íslandus, sunnudag, kl. 20:00. Fatnaðurinn er afrakstur síðustu missera og er eingöngu úr íslensku hráefni. Hönnunin er undir áhrifum þess nýjasta sem gerist í hátísku heimsins. Sigríður Sunneva er fædd á Ak- ureyri árið 1963. Hún lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1987 og stundaði síðan fram haldsnám í hönnun í Flórens á ít- alíu til 1991. Eftir nám starfaði hún hjá DIBI og MIBET í Toscana-hér aði, sem í dag teljast með fremstu framleiðendum á mokkafatnaði heiminum. Hún rekur nú eigið verkstæði og saumastofu i Listagili á Akureyri Jón Sæmundur Sigurjónsson fyrrum þingmaður Alþýðuflokks Mér líst mjög' vel á margar áhersl- ur hjá Jóhönnu „ÉG HEF sagt að ég væri hvorki búinn að taka þessa ákvörðun né tilbúin til að gera upp sakir við minn gamla flokk. Mér líst hins vegar mjög vel á margt hjá Jó- hönnu og áherslur hennar passa betur við það sem ég geri mér í hugarlund að Alþýðuflokkur ætti að líta út,“ segir Jón Sæmundur Siguijónsson, hagfræðingur í heil- brigðisráðuneytinu, um hugsan- lega þáttöku sína í jafnaðar- mannaflokki Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Skipti um kirkju en ekki trú Jón sagði að ef hann færi yfir væri hann kannski að skipta um kirkju en ekki trú. „Auðvitað er það þannig að málefnin mótast af mönnunum og áherslumar eru aðrar. Áherslurnar voru nokkuð aðrar hjá Jóhönnu innan Alþýðu- flokksins en Jóni Baldvin. Nú er það ekki svo að ég hafi verið svo mjög á móti því sem Jón Baldvin hafði til málanna að leggja. Heldur sé ég að í hans forystu er flokkur- inn að koðna niður, því miður. Mér finnst að illa sé komið fyrir flokknum. Spumingin er auðvitað: „Tekur maður saman höndum ásamt sínum félögum og reynir að sjá hvort ekki rætist úr eða tekur maður þátt í Jafnaðar- mannaflokki sem greinilega er á fljúgandi ferð og er með áherslur sem ég kann ákaflega vel við.“ Jón kapteinn sem ekki fiskar Hann sagði að Jón Baldvin hefði á sínum tíma sagt að hann þyrfti að taka við af Kjartani því hann væri kapteinn sem ekki fiskaði. „Nú sýna skoðanakannanir að Jón Baldvin er kominn á sömu mið. Hann fískar sannarlega ekki leng- ur. Ég er eindregið þeirrar skoðun- ar að Jón Baldvin sé einn af mikil- fenglegri stjómmálamönnum á sviði íslenskra stjómmála. Ég hef líkt honum við Gorbatsjev, sem var maður mikill afreka, virtur mjög erlendis en sá ekki land heimafyrir. Mér sýnist líkt á kom- ið með Jóni Baldvin,“ sagði hann. Hann sagðist hafa farið til fundar við Jóhönnu og stuðningsfólk hennar. Sá fundur hefði ekki veikt tiltrú hans á Jóhönnu eða það sem stæði í kringum hana. Ný verslun Uno Danmark UNO Danmark hefur opnað aðra verslun í Þingholtsstræti 6 (annað hús frá Bankastræti) en Uno hefur verið staðsett í Borgarkringlunni í rúm tvö ár og verður þar einnig áfram. Uno sérhæfir sig í fatnaði úr náttúruefnum, þ.e. bómull, visk- os og silki bæði á fullorðna og böm og leggur áherslu á vandaða og umhverfisvæna framleiðslu. Eig- endur eru Birgir Ó. Einarsson og Guðlaug Gunnarsdóttir. Akvörðun Guðmundar Arna fagriað MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun stjórnar Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík: „Stjórn FUJR fagnar ákvörðun Guðmundar Árna Stefánssonar um að segja af sér sem félags- málaráðherra. Hefur hann með ákvörðun sinni vikið persónulegum metnaði til hliðar fyrir trúverðu- leika og framtíð Alþýðuflokksins, Jafnaðarflokki íslands. Er það von stjórnar FUJR að með djarfmannlegri ákvörðun Guðmundar Árna Stefánssonar takist Alþýðuflokknum, Jafnáðar- flokki íslands, að hrista af sér umræðu um spillingu og snúa vörn í sókn. Stjórn FUJR telur að fylgið sem Alþýðuflokkurinn, Jafnaðaðar- mannaflokkur íslands, mælist nú með sé í engu samræmi við þau verk sem Alþýðuflokkur, Jafn- aðarflokkur íslands, hefur komið til leiðar í ríkisstjórn og þá sterku málefnastöðu sem flokkurinn hef- ur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.