Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 13 LANDIÐ 40 ára afmæli Rjúkanda- virlgunar Ólafsvík - Rafmagnsveitur ríkis- ins buðu fyrir skemmstu til sín gestum vegna 40 ára afmæii lyúkandavirkjunar í Ólafsvík. Var komið saman í stöðvarhúsi virkjunarinnar. Jarðvinna við virkjunina hófst haustið 1951 og stöðvarhúsið var reist árið síðar. Vinna við stífl- una varað mestu lokið haustið 1953 og uppsetn- ing véla og raf- búnaðar fór fram sumarið 1954 og tók hún til starfa um haustið. Inntaksstífla virkjunarinnar er skammt ofan fossins Rjúk- anda. Stíflan er þungastífla úr járnbentri steinsteypu 240 rúm- metrar að stærð og getur vatns- yfirborð inntakslónsins hæst komist í 194 metra yfir sjávar- máli. Frá stíflunni liggur um 1,5 km löng þrýstivatnspípa að stöðvarhúsinu. Vatnasvið ofan stíflunnar er um 12 ferkílómetr- ar. Miðlun er mjög takmörkuð enda er rúmtak inntakslinsins aðeins nokkur þúsund rúmmetr- ar sem nægir virkjunnar aðeins í fáeinar klukkustundir. Hins vgar nemur virkjað rennsli 0,7 rúmmetrum á sekúndu, sem jafnframt er lágmarksrennsli árinnar, þannig að nær samfelld- ur rekstur er tryggur. Morgunbaðið/Theodór SÉÐ yfir fyrirhugað mótssvæði og aðstöðu hesta- eigendafélagsins Skugga á Vindási í Borgarbyggð. Framkvæmdir hafn- ar vegna Islands- móts í hestaíþróttum Borgarnesi - Miklar framkvæmdir standa yfir á vallarsvæði hestaeig- endafélagsins Skugga í Borgarnesi vegna íslandsmóts í hestaíþróttum sem verður haldið þar um miðjan júlí á næsta ári. Verið er að gera tvo 250 metra langa hringvelli og eina 300 metra langa skeiðbraut, auk áhorfenda- svæðis og bílastæða. Verkið var boðið út og var tilboði Borgarverks hf. í Borgarnesi tekið. Kostnaður við þessar framkvæmdir hljóðar upp á rúmar 8 milljónir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar styrkir þessar framkvæmdir hestamanna með ákveðnu árvissu framlagi til 8 ára en mismuninn greiðir Skuggi. Að sögn Þorsteins Eyþórssonar, formanns Skugga, var nauðsynlegt að fara út í þessar framkvæmdir til að geta haldið íslandsmótið á næsta ári. Einnig væri félagið að búa í haginn fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarbyggð 1997. Kvaðst Þorsteinn vona að hestaíþróttir yrðu teknar með sem aðalgrein á landsmótinu, en ekki einungis sem sýningargrein eins og verið hefði. Sagði Þorsteinn að auk Skugga stæðu hestamannafélögin Glaður í Dalasýslu, Snæfellingur á Snæfellsnesi og Faxi í Borgarfirði að íslandsmótinu í hestaíþróttum á næsta ári. Víkurkirkja 60 ára Fagradal - Víkurkirkja varð 60 ára í haust, hinnv14. október, og var haldið upp á það með ýmsu móti. Tónleikar voru í kirkjunni 22. október þar sem Erna Guðmunds- dóttir sópransöngkona, Peter Tompkins óbóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti við Skálholts- kirkju fluttu íslenska og erlenda tónlist. Hátíðarguðsþjónusta var 13. nóvember þar sem Loftur Erlings- son baritón söng einsöng ásamt kór Víkurkirkju og nemendum úr tón- Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Víkurkirkja skóla Mýrdælinga. Til gamans má geta að yfirkirkjusmiðurinn, Matt- hías Einarsson, var viðstaddur messuna. ATH: OPIÐ SUNNUDAG FRÁ KL 13-18 Á LAUGAUEGINUM Verslanir - opið laugardaga frd kl. 10-16. Jakkaföt frá 15.900 Skyrtur frá 2.900 Ullarvesti 4.900 Silkibindi frá 1.900 Leöurskór frá 4.800 Ullarfrakkar stuttir 16.900 Ullarfrakkar síðir 19.900 Uötiduö föt - fiott veró Café 17 Þorsteinn Magnússon opnar athyglisveröa málverkasýningu ídag Herramonn! Uerió velkomin ..’ i. ■' ■ Höfum stækkaö herradeildina hiá okkur á Lauáaveáinum 5% staögrei&sluafsláttur Sendum í póstkröfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.