Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ____________________MIIMIMIMGAR VÍGL UND UR JÓNSSON OG KRISTJANA TÓMASDÓTTIR + Víglundur Jónsson, útgerðarmaður og fiskverkandi, var fæddur 29. júlí 1910 að Haga í Staðarsveit. Hann lést á St. Fransiskusspítalan- um í Stykkishólmi 9. nóv sl. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, síðar kaupfélagsstjóri á Arnarstapa, og Guðrún Sigtryggsdóttir. Víg- lundur átti átta systkini. Haraldur, f. 1908, d. 1984, Trausti, f. 1909, d. 1928, Tryggvi, f. 1911, d. í apríl 1994, Sigurást, f. 1914, Hreiðar, f. 1916, Ár- sæll, f. 1918, Margrét, f. 1919, og Skarphéðinn Trausti f. 1922. Einnig átti hann uppeld- isbróður, Emanúel Guðmunds- son, f. 1911. Víglundur giftist Kristjönu Tómasdóttur 14. mars 1942 og áttu þau þijú börn. Úlfar, f. 1942, giftur Guðrúnu Karlsdóttur og eiga þau þrjú börn, Brynju Björk, Hermann og Þórey, en fyrir átti Guðrún dótturina Krist- jönu Hermannsdóttur. Lára Guðrún, f. 1948, er gift Pétri S Jóhannssyni og eiga þau fjög- ur börn, Víglund, Jóhann, Mörtu Sigríði og Kristjönu. Ragnheiður, f. 1951. Útför Víg- lundar fer fram frá Ólafsvíkur- kirkju í dag. Kristjana Tómas- dóttir var fædd í Tungukoti í Fróðárhreppi 17. maí 1917. Hún lést á Landsspítalanum 6. júní 1986. Foreldrar hennar voru Tómas Sigurðsson og Ragnheiður Árnadóttir. Systk- ini hennar voru Kristensa, Pál- ína, Sigurður, Helga og Sigríð- ur en þau eru nú látin, en á lífi eru Guðrún og Aðalheiður. Þegar ég leystur verð þrautunum frá þegar ég sólfagra landinu á lifí og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. ÞESSI sálmur rifjast upp í huga mér, nú þegar ég minnist tengda- föður míns og góðs vinar, Víglund- ar Jónssonar, útgerðarmanns og fiskverkanda í Ólafsvík. Vafalaust er honum mikill léttir að vera kom- inn til sinnar ástkæru eiginkonu Kristjönu. Víglundur fæddist að Haga í Staðarsveit en fluttist fjög- urra ára með foreldrum sínum að Pétursbúð á Amarstapa. Hann ólst þar upp í stórum hópi systkina. Víglundur byijaði ungur að róa með föður sínum frá Stapa og 17 ára stundaði hann sjóróðra með Norðmönnum út af Vestflörðum á svokölluðu „doríufiskeríi“. Einnig réð hann sig á fleiri skip, m.a. Grímsey með Tryggva bróður sín- um. Árið 1933 fer hann í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og tekur þar skipstjórnarpróf ásamt bróður sínum. Eftir það er ekki aftur snú- ið og framtíðin er ráðin. 1935 bytja þeir bræður samstarf sem varaði með hléum í 25 ár. Þá láta þeir smíða á Amarstapa 4 lesta bát sem skírður var Óðinn og var Víglundur formaður á honum. Tveimur árum seinna er keyptur 14 t bátur sem hét Snæfell og var það stór bátur á þeim tíma og áttu þeir hann í tíu ár en þá var Snæfellið selt. Eftir það keypti Víglundur Björn Jör- undsson, 28 lesta bát og var það fyrsti báturinn sem var með dýptar- mæli hér við Breiðafjörð. Á þessum árum eða 1943 kaupir Víglundur ásamt samstarfsmanni sínum, Lár- usi Sveinssyni, bátinn Framtíðina, 18 lesta bát en hún fórst með hörmulegum hætti hér í Ólafsvík 27. september 1947. í febrúar 1951 er Víglundi boðið af Fiskifélagi ís- lands ásamt fleiri útgerðarmönnum til Lofoten og fær hann þá vin sinn og góðan félaga, Guðlaug heitinn Guðmundsson, til að róa Birni Jör- undssyni á meðan. í einum línu- róðrinum kemur óstöðvandi leki að bátnum og sökk hann út af Önd- verðanesi og bjargaðist áhöfnin, 5 manns í mb. Egil en á honum var skipstjóri Guðmundur heitinn Jens- son. Eftir þetta fékk Víglundur Snæfellið aftur og lýkur vertíðinni á því. Vorið 1951 kaupir Víglundur enn stærri bát, Fróða SH-5 36 lesta bát og er hann formaður á honum fram á sumar 1953 er hann hættir til sjós. Víglundur flyst til Ólafsvík- ur 1940 eða þrítugur að aldri þar sem hafnarskilyrði á Stapa voru mjög slæm. En í Ólafsvík voru fleiri bátar og höfnin í uppbyggingu þó ekki væri hún orðin góð. Við sem yngri erum eigum erfítt með að ímynda okkur þann mikla tíma og fyrirhöfn sem fór í að vakta bátana í höfninni þar sem ijaraði undan þeim og einnig í slæmum veðrum. Víglundur var afburða formaður og duglegur sjómaður og þess sama ætlaðist hann til af öðrum. Til eru margar sögur um hans formannst- íð, aflahæstur á vetrarvertíðum í mörg ár enda hart sótt, oft 100 róðrar á vertíð. Hann stundaði mest línu- og dragnótaveiðar. Eng- inn þekkti betur dragnótableyðurn- ar fyrir sunnan Nes en hann. Hann sat einn að þeim og ekki á færi annarra að kasta þar nót enda voru þessir blettir eins og gull í dós fyr- ir þá sem þekktu og eru reyndar enn þótt minna mál sé nú að fínna þá með þeirri tækni sem nú er. Þegar Víglundur byijaði línuveiðar á Breiðafirði hafði enginn lagt línu í Álinn því menn töldu hann nær botnlausan. Víglundur fékk mikinn afla þar og einnig norður í Kanti. Voru margir hissa á þessu fiskeríi „Staparans“. Árið 1947 reisa Víg- lundur og Lárus Sveinsson fyrsta húsið sem síðan varð fiskverkunar- hús Hróa. Voru þeir þar með að- stöðu fyrir beitningu og veiðar- færi. Víglundur stofnar síðan Hróa hf. 10. febrúar 1951 ásamt fjórum öðrum en hann kaupir svo síðan þeirra hlut. Fyrsti verkstjóri í Hróa hf. var Ársæll bróðir hans en áður hafði hann verið vélstjóri á bátum með Víglundi. Hrói hf. var um ára- bil með stærstu saltfiskverkunum landsins og voru í marga daga á hverri vertíð unnin þegar mest var að gera 100 tonn af fiski á dag. Þetta hafðist með dugnaði fólks og löngum vinnutíma. Frá 1950 bytjar mikið uppbyggingartímabil i sögu Ólafsvíkur en þá koma sí- fellt stærri skip til hafnar í Ólafs- vík. 1957-1961 lætur Víglundur smíða fyrir sig þijú skip, þ.e. Jök- ul, 65 lesta skip, smíðað á Akur- éyri, Stapafell, 76 lesta bát, smíð- aður 1959, og Jón á Stapa, 120 lesta skip, bæði smíðuð í Svíðþjóð. Á þessum skipum var Tryggvi allt- af fyrsti skipstjóri og einnig starf- aði Trausti bróðir þeirra sem vél- stjóri. 1975 er Fróði 150 lesta bát- ur smíðaður á Akureyri sem var glæsileg smíði. Árið 1980 kemur Már SH-127 til Ólafsvíkur og hafði Víglundur forystp um að togarinn yrði keyptur til Ólafsvíkur en hart var barist um það skip og lagði Víglundur mikla vinnu á sig til að það tækist. Síðasta skip sem hann sá um kaup á var Jökull SH-215, 222 lesta skip smíðað í Pól- landi árið 1984. Auk þess sem á undan er talið tók Víglundur þátt í að kaupa fleiri skip en of langt mál yrði hér að telja þau upp. Segja má að saga Víg- lundar sé saga Ólafsvík- ur. Svo stóran þátt hefur hann átt í þróttmikilli atvinnuuppbyggingu í Ólafsvík með fiskvinnslu og útgerð. Vegna mikilla forystuhæfileika var hann fljótt kallaður til starfa fyrir margskonar félög. Hann sat m.a. í stjórn SÍF og LÍÚ. Hann var einn af stofnend- um Kaupfélagsins Dagsbrúnar og sat í fyrstu stjóm þess. Víglundur var alls 12 ár í hreppsnefnd Ólafs- víkur á árunum 1942-1966. í hafn- amefnd sat hann í 32 ár frá 1942- 1982, þar af mörg ár sem formað- ur. Þá átti Víglundur sæti í sýslu- nefnd í átta ár. Hann var einn af stofnfélögum Rótaryklúbbs Ólafs- víkur og forseti þar 1972-1973 og síðar heiðursfélagi. Einnig sat hann í mörg ár í stjórn Bátatrygginga Breiðafjarðar og Útvegsmannafé- lags Snæfellsness. Þá hafði hann forystu um það ásamt fleiri góðum mönnum að reisa Verbúðir árið 1969 sem er notað fyrir beitningu og veiðarfæri og Sjóbúðir árið 1975, aðstöðu fyrir sjómenn og verkafólk. Hvort tveggja var mikið nauðsynjamál á þeim tíma og sýndi það vel samheldni athafnamanna hér í Ólafsvík. Víglundur átti stóran þátt í því að Landsbanki íslands opnaði útibú hér í Ólafsvík. Honum var margs konar sómi sýndur fyrir þau störf sem hann vann að m.a. var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 1979, fyrsti heiðurs- borgari Ólafsvíkur árið 1987 og heiðraður á sjómannadaginn árið 1981. Ég veit að upptalning þessi yrði Víglundi ekki að skapi því að hann var maður hógværðar. Hon- um fannst svo sjálfsagt að leggja sitt af mörkum til tiyggja uppbygg- ingu Ólafsvíkur og þá var hann sífellt með hugann í sínum heima- slóðum á Arnarstapa. Ég veit það persónulega að hann lagði mikla vinnu á sig við að koma sínu máli vel til skila. Vandaði mál sitt vel þó ekki lægi honum hátt rómur, þá hlustuðu allir þegar hann flutti mál sitt. Ég hugsa oft um það að svona menn vanti víða ídag, menn sem hafa áræði og þor. Öllum þess- um störfum fylgdu mikil ferðalög og það var nær alveg sama hvern- ig viðraði, alltaf komst hann heim og heiman enda var fyrirhyggjan einn af hans eiginleikum. Hann kveður nú marga góða samferðamenn þessa tímabils, m.a. Alexander Stefánsson, en þeir áttu mikið samstarf, m.a. um kaup á togaranum Má til Ólafsvíkur, Þórð Vilhjálmsson sem var verkstjóri í Hróa í um 25 ár og Elínberg Sveinsson, sem lengi var bæði vél- stjóri hjá Víglundi og Tryggva og ekki síst góður nágranni. Víglundur var virðulegur og ákveðinn maður og vissi alltaf hvað hann vildi. Hann var maður snyrti- mennsku bæði við sín störf og í klæðaburði. Hann valdi Ijestu efni í föt sín og alltaf vel klæddur svo eftir var tekið. Hann vildi hafa allt í röð og reglu og hélt fast í sínar venjur og hefðir. Víglundur var mér meira en tengdafaðir því við vorum miklir vinir þótt ekki værum við sammála um alla hluti. Oft sagði hann mér frá lífinu í gamla daga og hvernig hlutimir gengu fyrir sig m.a. á fisk- veiðum með Norðmönnum, Ólafs- vík og Stapa. Hann hvatti mig mjög til að fara í Stýrimannaskól- ann og studdi mig með ráðum og dáð alla tíð og fyrir allt þetta vil ég þakka honum. Árið 1966 veikt- ist hann mjög mikið og var fluttur að Vífilsstöðum og var honum vart hugað líf. En með hörku og dugn- aði og hjálp lækna tókst honum að komast á fætur en þessi veik- indi fylgdu honum æ síðan. Árið 1980 fóru veikindi að gera vart við sig hjá Víglundi sem erfitt var við að eiga og ég veit að honum leið oft illa þótt hann léti ekki á því bera. Þessi veikindi ágerðust svo meira og meira svo að lokum var hann lagður inn á St. Fransiskusp- ítalann í Stykkishólmi árið 1989. Þar hefur hann notið frábærrar umhyggju systranna, starfsfólks og lækna og fyrir það vill fjölskyld- an færa miklar þakkir. Þegar ég horfi til baka yfír liðna tíð í viðkynnum mínum af Víglundi koma mér í huga eftirfarandi ljóð- línur úr kvæði eftir vin minn. Úr augum lýsti ákefð hans og eðlisíjör, er bátnum ör og aflasæll hann ýtti úr vör. En tíminn líður hraður hjá og herðist tíð, er aldur flytur orkutap og innra strið. Nú sveipar þögnin sessinn hans við sjávarhlið. Ég færi kveðju - í formi Ijóðs að fomum sið. Ég geymi í huga fasið fijálst og fróðlegt tal. Það bjó í þessum manni margt sem muna skal. (Rúnar Kristjánsson) Hinn 14. mars 1942 giftist Víg- lundur Kristjönu Tómasdóttur frá Bakkabúð á Brimilsvöllum. Jana, eins og hún var ávallt kölluð, var yndisleg kona enda af góðu fólki komin. Ég man alltaf eftir móður hennar, Ragnheiði, en henni kynnt- ist ég eftir að ég kom til Ólafsvík- ur, hún var þá háöldruð. Þegar maður sat hjá henni og ræddi við hana upplifði maður gamla tímann eins og hann var þegar hún var ung. Hún sagði svo skemmtilega frá og hafði svo gott minni. Á æskuheimili Jönu, Bakkabúð, var mikil gestrisni þó ekki væri mikill auður og ekki vítt til veggja. Heim- ilið stóð öllum opið og góðgerðir veittar eftir bestu getu. Hún lærði það af foreldrum sínum að þrifnað- ur og snyrtimennska væri aðals- merki og að hægt var að gera mik- ið úr litlu. Allt þetta er Jana nam í foreldrahúsum fylgdi henni æ síð- an og var góður undirbúningur fyrir framtíðina. Á yngri árum Jönu voru ekki mörg atvinnutækifæri, helst var farið í vist hjá þeim sem höfðu efni á slíku og við það starf- aði hún. M.a. starfaði hún hjá séra Magnúsi og frú Rósu. Fyrsta heim- ili Jönu og Víglundar var í svoköll- uðu Garðarshúsi en að var bæði notað sem veitinga- og gistihús en beitningsaðstaða var á neðri hæð. Þar áttu þau fyrsta barn sitt, Úlf- ar. í Garðarshúsi bjó einnig Tryggvi bróðir hans og Sigríður Guðmundsdóttir kona hans. Nokkru seinna brann þetta hús. Árið 1947 byggðu þau sér hús á lóð þar sem áður var bústaður presta og hét Skálholt. Var þetta stórt og glæsilegt hús á tveimur hæðum og var neðri hæðin ætluð fyrir sjómenn sem voru á bátum Víglundar. Það kom í hlut Jönu að sjá um sjómenn og síðar verkamenn sem þar bjuggu og var því oft margt um manninn. Á herðum hennar hvíldi mikið starf því vegna starfsemi Víglundar var alltaf mik- ill gestagangur á heimili þeirra. Meðal annars kom það í hlut Jönu að sjá um Harald, fatlaðan bróður Víglundar, sem dvaldi hjá þeim í 20 ár. Hún var sannkölluð húsmóð- ir og stóð sig ávallt með sóma bæði í blíðu og stríðu. Kristjana var myndarleg kona með fallega svart og mikið hár. Hún var næm á mannleg samskipti og trúmálin stóðu henni nærri og henni fannst gott og nauðsynlegt að ræða þau mál. Hún var mjög barngóð og hafði gaman af því að hafa barna- börnin í kringum sig. Það var ekki langt á milli húsa og var oft fylgst með því þegar amma kom heim úr einhverri ferðinni með afa og var þá alltaf eitthvert góðgæti með í farteskinu. Ef einhver lasleiki kom upp í fjölskyldunni var Jana alltaf tilbúin með gömul húsráð og oftar en ekki voru þau allra meina bót. Mér, eins og barnabörnum hennar, fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til Jönu og Víglundar. Það var venja á aðfangadagskvöld að þau héldu jólaboð og það var stund sem allir hlökkuðu til þegar fjölskyldan öll var þar saman kom- in. Þar var ijúkandi súkkulaði og dýrindis kræsingar og þá var Jana í essinu sínu og hugsaði vel um alla. Þau voru fá áramótin sem ekki var skroppið yfir götuna til þeirra hjóna. Árið 1982 veiktist Jana af erfiðum sjúkdómi og var það henni og fjölskyldunni allri mikið áfall. Þetta var erfiður tími hjá íjölskyldunni en þó komu líka tímar sem allir voru ánægðir því allt virtist vera á réttri leið. En það er einn sem ræður og Kristjana lést 6. júní árið 1986. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Pétur S. Jóhannsson. Við fráfall Víglundar Jónssonar er horfinn af sjónarsviði merkur athafnamaður sem hafði áhrif á samtíð sína, ekki aðeins í heima- byggð sinni, Ólafsvík, þar sem hann markaði djúp spor í framfarasög- una, hann var einnig meðal manna í forystusveit útgerðar og fískverk- unar í landinu um langt árabil. Fyrirtæki hans var meðal stærstu framleiðenda á saltfiski innan SÍF. Hann sat í áraraðir í stjórn SÍF og í stjóm LIÚ, svo og í fleiri stjórn- um og nefndum varðandi útgerð og fiskvinnslu. Hann naut mikils trausts og álits meðal starfsmanna, hann var sterkur persónuleiki með ákveðnar skoðanir og heiðarlegur í samskipt- um. Víglundur var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu 1979 og 1987 var hann gerður að fyrsta heiðursborg- ara Olafsvíkur í tilefni 300 ára verslunarafmælis Ólafsvíkur. Sjómanna- og útgerðarsaga Víg- lundar Jónssonar er löng og far- sæl, en verður ekki rakin í minning- argrein. Hann byijar sjómennsku strax í bemsku með föður sínum, Jóni á Stapa. Víglundur og Tryggvi bróðir hans voru viðurkenndir sjó- sóknarar í áratugi. Víglundur fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1933 og lauk þar skipstjóraprófi. Sem skipstjóri var Víglundur mikil aflakló, hann nýtti vel ýmsar nýj- ungar við veiðar, hann var ávallt með úrvals mannskap, snyrti- mennska og reglusemi voru hans einkenni við öll störf á sjó og í landi, sem eftir var tekið. Árið 1940 flytur Víglundur til Ólafsvíkur með útgerð sína. Þar með hófst fyrirferðarmikil útgerð og fiskverkun á hans vegum sem hafði strax jákvæð áhrif fyrir at- vinnulíf og framfarir í Ólafsvík. Hann hætti sjómennsku 1953, stofnaði þá ásamt fleirum fiskverk- unarfyrirtækið Hróa hf. Undir stjórn hans varð Hrói hf. um ára- bil umsvifamikið í útgerð og salt- fiskvinnslu í Ólafsvík og nágrenni og veitti íjölda manns fasta at- vinnu. Víglundur Jónsson hafi jákvæð viðhorf til framfaramála. Hann var ávallt reiðubúinn að taka þátt í að koma fram málum sem gætu stuðl- að að auknum framförum og betri kjörum í byggðarlaginu. Hann var einn af stofnendum kaupfélagsins Dagsbrúnar 1942 til þess að auka frelsi í viðskiptum. Hann sat í stjórn þess í áraraðir, þar sem ráðist var í byggingu hrað- frystihúss, fískimjölsverksmiðju o.fl. Hann var í hreppsnefnd og hafn- arnefnd og fleiri nefndum á vegum sveitarfélagsins. Hann hafði mik- inn áhuga á uppbyggingu hafnar- innar, sem var lykillinn að vaxandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.